Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Blaðsíða 44
56 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992. Menning__________________ Ugla sat á kvisti Leikfélag Húsavikur hefur að undanförnu sýnt Gaukshreiðrið við góðar undirtektir áhorfenda fyrir norðan. Um daginn hélt leikhópurinn af stað með við- amikla leikmynd og annað hafurtask, sem tilheyrir sýningunni, og sýndi verkið nokkrum sinnum í Bæjar- bíói í Hafnarfirði. L.H. á sér, eins og kunnugt er, langa sögu og marga góða liðsmenn. Það leyndi sér heldur ekki í þessari sýningu að markið er sett hátt. Gaukshreiðrið hefur ekki fyrr verið sett á svið hér á landi og verkið gerir miklar kröfur til leikara og leikstjóra. Sonja B. Jóns- dóttir hefur þýtt verkið og nær ágætlega málfari sem á köflum er ansi kaldhamrað. Sýningin í heild nær tökum á áhorfendum og fer í ýmsum atriðum vel fram úr því sem venjulegt er hjá áhugafólki. Túlkun leikenda í helstu hlutverkum er nokkuð raunsæ og byggð upp á klárum hugmyndum um hvem einstakling fyrir sig. Það er líka blessunar- lega varast að gera þá að stöðluðum manngerðum eða skopgera eymd þeirra. Þó er mest um vert að sömu vinnubrögö eru viðhöfð við mótun þeirra hlutverka sem mynda eins konar bakgrunn. Þau em kannske minni háttar hvert fyrir sig en engu að síður mikilsverður þáttur í heildar- myndinni. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá svona vandaða og agaða úrvinnslu þar sem virðing fyrir viðfangsefni og þátttakendum er í fyrirrúmi. María Sigurðardóttir leikstjóri hefur leyst vandasamt verk með alúð, hún nýtir vel hæfileika þátttakenda en gætir þess um leið að ofgera engum. Mörgum er minnisstæð kvikmyndin Gaukshreiðrið þar sem margir góðir leikarar komu fram og Jack Nicholson fór á kostum í hlutverki Randle P. McMurp- hy. Hann er vistaður á geðsjúkrahúsi þegar önnur úrræði þrýtur og „kerfið" er orðið uppgefið á að reyna að tjónka við hann, enda maðurinn með eindæmum harður af sér. Hann fellur ekki inn í þann ramma sem þjóðfélagið ætlast til og koma hans á stofnunina veldur titringi meðal vistmanna og starfsfólks. í upphafi er hann stað- ráðinn í að láta ekki brjóta sig niður en verður um síðir að lúta í lægra haldi fyrir úrræðum Ratched hjúkrunarkonu sem er bæði miskunnarlaus og köld. Höfundurinn sýnir fram á hvernig öllum ráðum er beitt til þess að eyðileggja sjálfsvitund sjúklinganna en það er vænlegra að yfirfæra efnið í víðara sam- hengi og sjá það sem dæmisögu um mannleg sam- skipti og tilhneigingar almennt heldur en að einblína á fremur fordómafulla lýsingu höfundar á læknismeð- ferðinni. Kúgun og valdboð í þessu litla samfélagi á sér hvort sem er svo augljósar hliðstæður utan veggja hælisins Leiklist Auður Eydal og það sama má segja um hræðslu yfirboðaranna við fijálsa hugsun og frumkvæði. Margir af leikurunum ná athyglisverðum tökum á einstökum persónum, bæði gamalreyndir liðsmenn L.H. og aðrir nýir. Einvígi McMurphys og Ratched hjúkrunarkonu skii- ar sér með ágætum í túlkun Jóns Fr. Benónýssonar og Guðnýjar Þorgeirsdóttur. Þau móta þessar persón- ur skýrum dráttum og leika fumlaust. Og Þorkell Björnsson kemur ekki á óvart í hlutverki Dale Hard- ings. Hann á mörg ágæt hlutverk að baki og bætir hér enn einni minnisstæðri mannlýsingu í það safn. Sigurður Illugason vinnur af tilfinningu og skilningi úr vándasömu hlutverki Billy Bibbit og Baldri Kristj- ánssyni tókst prýðilega upp sem indíánahöfðinginn en það er eitt af burðarhlutverkunum. Margir aðrir leikendur komu fram og eins og áður var sagt skipti það sköpum fyrir sýninguna hvað öllum hugmyndum var vel fylgt eftir og úrvinnslan vönduð. Það var sannarlega ánægjulegt að eiga þessa kvöld- stund með Leikfélagi Húsavíkur. Leikfelag Húsavíkur sýndi i Bæjarbíói, Hafnarfirði: GAUKSHREIÐRID Höfundur: Dale Wasserman Þýðandi: Sonja B. Jónsdóttir Leikmynd: Einar H. Einarsson, Sigurður Sigurðsson og Svein- björn Magnússon Höfundur tónlistar og leikhljóða: Helgi Pétursson Leikstjóri: Maria Sigurðardóttir Myndgáta dv Aímæli______________ Geir Jón Þórisson Geir Jón Þórisson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík, Stóra- gerði 7, Vestmannaeyjum, varð fer- tugurígær. Starfsferill Geir er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lærði vélvirkjun hjá Vélsmiðjunni Héðni hf. Geir flutti til Vestmannaeyja 1974 og starfaði sem verslunarstjóri í byggingavöruverslun fyrstu árin. Hann hóf störf í Lögreglunni í Vest- manneyjum 1976 og starfaði þar sem varðstjóri og lögreglufulltrúi. Geir hóf störf sem aðalvarðstjóri hjá Lög- reglunni í Reykjavík í febrúar sl. Fjölskylda Geir kvæntist 1.11.1975 Guðrúnu Ingveldi Traustadóttur, f. 5.3.1954, sjúkraliða. Foreldrar hennar eru Trausti Guðjónsson trésmíðameist- ari og Ragnheiður Jónsdóttir saumakona en þau eru búsett að Ásbraut 13 í Kópavogi. Börn Geirs og Guðrúnar: Þórir Rúnar, f. 1.6.1978; Narfi ísak, f. 17.3. 1981; Símon Geir, f. 5.12.1984; Ragn- Geir Jón Þórisson. heiður Lind, f. 30.7.1987. Systir Geirs er Rakel, f. 26.6.1954, hjúkrunarfræðingur, gift Gísla Þór- arni Júlíussyni heilsugæslulækni, þau eru búsett á Hvammstanga og eigaþijúböm. Foreldrar Geirs eru Þórir Geir- mundsson, f. 8.10.1927, verkstjóri og Kristrún Skúladóttir, f. 8.2.1927, Sóknarkona, en þau eru búsett að Leifsgötu 9 í Reykjavík. Andlát Pálmi Sigurðsson frá Steiná í Svart- árdal, Grettisgötu 77, Reykjavík, lést af slysforum þriðjudaginn 21. þessa mánaðar. Ágúst Eiríksson, Safamýri 42, er lát- inn. Steinunn Jónsdóttir, dvalarheimil- inu Hlíð, áður til heimilis að Helga- magrastræti 47, Akureyri, lést 23. apríl. Þórður Maríasson frá Suðureyri, >. Súgandafirði, lést að kvöldi 22. apríl á Hrafnistu, Reykjavík. THkyimiiigar Félag eldri borgara a ■ Félagsvist spiluð í Risinu kl. 14 á sunnu- dag. Málþing um ungbarna- geðlæknisfræði Dagana 7.-a. maí heldur Bamageðlækn- ingafélag íslands málþing sem ber yfir- skriftina „Ungböm og mæður“. Málþing- ið fjaliar um nýtt svið geðlækninga, ung- bamageðlæknisfræði, sem einkum bein- ist að tengslamyndun ungbama við sína nánustu. Fyrirlesarar málþingsins em r allir brautryðjendur á þessu sviði, bæði hérlendis og erlendis. Málþingið hefst fimmtudaginn 7. maí kl. 13 og er öllum opið en sérstaklega er mikilvægt að starfsfólk heilsugæslustöðva, bama- deilda, fæðingardeilda og geðdeiida sæki það. Þátttökutilkynningar í síma 91- 680469. Gönguferð um Hafnarfjörð Sunnudaginn 26. apríl mun ferðamálaráð Skátafélagsins Hraunbúa í Hafnarfirði bjóða almenningi upp á stutta gönguferð um Hafnaiflörð.' Ætlunin er að bjóða reglulega upp á slikar göngur í sumar og er þetta sú fyrsta. Markmiðið er að vekja athygti á gönguleiöum og áhuga- r verðum stöðum í bænum og nágrenni. Göngumar leiða sérfróðir skátar og göngustjóri á sunnudaginn verður Magn- ús Már Júlíusson kennari og mun hann fara um norður- og vesturbæ. Gangan hefst við Skátavelti á Víðistaðatúni kl. 14 og mun standa yfir í eina klst. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. Kvenfélagið Freyja, Kópavogi t Félagsvist sunnudaginn 26. apríl að Digranesvegi 12 kl. 15. Kaffiveitingar og - spilaverðlaun. Vitni óskast Ekið var á beinhvíta Lödu 1200 og vinstri afturhurð beygluð á bílastæði gamla Akraborgarplansins aðfaranótt fimmtu- dagsins sl. milli kl. 1.30 og 2.30. Ef ein- hver getur gefið upplýsingar um ákeyrsl- una þá vinsamlegast hringið í síma 35991. Vortískusýning í Borgarkringlunni í dag, laugardag, kl. 13.30 verður haldin vortískusýning í Borgarkringlunni. Sýndar verða vörur frá verslununum Kokteil, Plexiglas, Rodier, Blazer, Fiðr- ildinu, Bláa fugtinum, Hárprýði, Fata- prýði, Mömmunni, Gleraugnasmiðjunni og Demantahúsinu. Þá verður einnig fórðunarkynning á vegum Förðunar- skóla Línu Rutar. Te- og kaffibúðin Whittard of London verður með kynn- ingu á tei og einnig verður Sól með vöm- kynningu í Borgarkringlunni í dag. Nemendasýning Dagnýjar Bjarkar danskennara í dag, 25. apríl, verður haldin aö Hótel íslandi nemendasýning Dagnýjar Bjark- ar danskennara. Á sýningunni koma fram nemendur á aldrinum 4-80 ára og munu sýna það sem þau hafa verið að læra í vetur. Dansskófi Dagnýjar Bjarkar hefur aðalaðsetur að Smiðjuvegi 1, Kópa- vogi, en einnig er kennsla á Álftanesi, Seltjamamesi, Tónabæ og svo víðs vegar um landið. Hátíðin hefst Iti. 14 en húsið verður opnað kl. 13. Öllum er heimill aðgangur. íslandsmeistaramót barþjóna íslandsmeistaramót barþjóna verður haldið á Hótel Sögu sunnudaginn 26. apríl. Húsið opnað kl. 18 og þá munu umboðsmenn verða með kynningu á sín- um vörum. Að þvi loknu verður fram- reiddur kvöldverður og þá verður flutt skemmtidagskráin „Á söguslóðum" með Gysbræðrum. Að þessu sinni taka tutt- ugu og átta barþjónar þátt í íslandsmót- inu. Miðaverði er mjög stillt í hóf, kr. 3.900. Að lokinni verðlaunaafhendingu um miðnætti verður stiginn dans til kl. 03 með hljómsveitinni Einsdæmi. Halldór Laxness 90 ára Afmælisdagskrá til heiðurs Halldóri Lax- ness, heiðursborgara Mosfellsbæjar, verður haldin sunnudagskvöldið 26. apríl nk. kl. 20.30 í Hlégarði. Aðgangur ókeyp- is og alfir velkomnir. Námskeiö Prjónanámskeið Nýtt 4 vikna pijónanámskeið hefst mið- vikudaginn 6. mai. Leiðbeinandi er Am- dís Bjömsdóttir. Nánari upplýsingar í síma 11616. Fyrirlestrar Vorverk I Gerðubergi í dag, 25. apríl, kl. 14 mun mun Einar Logi Einarsson halda fyrirlestur um ís- lensk nytjagrös í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Einar mun fjalla almennt um grasalækningar, te og kryddjurtir og jurtatitun. Einar Logi er starfandi grasa- læknir, sonur Ástu Ertingsdóttur grasa- læknis, sem nú sýnir myndir málaðar úr titum sem hún hefur unnið úr ríki náttúrunnar í veitingabúð Gerðubergs „Kaffi gerði“. Erindi Einars er það fyrsta í röð erinda um gróður og garðrækt og ganga þau undir nafninu „Vorverk í Gerðubergi". Fundir Mígrensamtökin halda fræðslufund mánudagskvöldið 27. apríl kl. 20.30 að Bjarkarási, Stjömugróf 9. Efni: Ævar Jóhannesson talar um heildrænar lækningameðferðir og nátt- úmmeðul. Altir velkomnir. Aðalfundur Mensu, Menningarsamtaka Sunnlendinga 1992, verður haldinn að Hótel Selfossi sunnu- daginn 17. maí kl. 15.30. Fundurinn er öllum opinn með málfrelsi og tillögu- rétti. Kl. 14 hefst samsöngur sunnlenskra bamakóra í Selfosskirkju undir stjórn söngstjóra sinna og við undirleik sunn- lensks tónlistarfólks. Tónleikar Tónleikar I Listasafni Sigurjóns Mucica Nova og Goethe institut verða með tónleika í Listasafhi Sigurjóns kl. 17 í dag. Þar mun þýski sellóleikarinn Mic- hael Bach flytja verk eftir Bemd Alois Zimmermann og John Kage. Michael hefur komið fram víða og leikið inn á hijómplötur. Aðgangur er kr. 1000 en kr. 300 fyrir nemendur. Tónleikar I Tónskóla Sigursveins í dag, 25. apríl, kl. 17 heldur Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar tónleika í sal skólans við Hraunberg 2. Einleikari á tónleikunum verður Guðrún Másdóttir óbóleikari og er þetta síðari hluti loka- prófs hennar frá skólanum. Á tónleikun- um verða flutt verk eftir Vivaldi, Mozart og Poulenc. Guðrúnu til aöstoðar verða hljóðfæraleikaramir Anna Magnúsdótt- ir, Diljá Sigursveinsdóttir, Ingvar Jónas- son, Olöf Sigursveinsdóttir, Rúnar Vil- bergsson og Öm Magnússon. Allir em velkomnir á tónleikana. Ferðalög Ferðafélag íslands Upphaf raðgöngunnar 1992. Sunnudagur 26. apríl kl. 13 A. Esja-vesturbrúnir/R-la. Gengið frá Esjubergi á Kerhólakamb (851 m.y.s.) og síðan haldið niður um vesturbrúnimar að Artúni. B. Kjalarnestangar-Saurbær/R-lb. Auðveld ganga frá Brautarholti út með ströndinni aö kirkjustaðnum Saurbæ. Mætið vel búin, ekki síst í góðum skófatn- aði til fjallgöngunnar. Munið nesti. Brott- fór í ferðirnar frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin (stansað við nýja félags- heimiti F.I. að Mörkinni 6). Verð 1.000 kr. frítt f. böm 15 ára og yngri með for- eldrum sínum. Veriö með í raðgöngunni frá byijun. Sýningar Sýningin „Halldór Laxness í austurvegi“ „Halldór Laxness í austurvegi" nefnist titil sýning, sem sett hefur verið upp í húsakynnum MÍR, Vatnsstig 10, í tilefni níræðisafmætis skáldsins, en sýningin tengist störfum Halldórs í félaginu og kynningu og útgáfu verka hans í ýmsum lýðveldum fyrrum Ráöstjórnarríkja. Sýningin verður opnuð í dag kl. 14 og verður opin til kl. 18 og á sama tíma á morgun. Síðan verður sýningin opin næstu fjóra daga, 27.-30. apríl kl. 17-18 daglega, en 1. maí, síðasta sýningardag- inn, verður opið frá kl. 10 að morgni til kl. 18. Hátíðarkaffi verður að venju í MÍR þann dag frá kl. 14, hlutavelta og kvik- myndasýningar. Aðgangur að sýning- unni er ókeypis og öllum heimill.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.