Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992.
11
Lífsstm
■
í .......-----
> 'CZ' _ L
Sundlaugarnar hafa löngum verið vinsælar hjá yngstu kynslóðinni. Lenging á afgreiðslutíma sundstaðanna i
Reykjavík þótti ekki borga sig.
Sundstaðir Reykjavíkur:
Borgaði sig ekki að
hafa lengur opið
í júlímánuði var afgreiðslutími
sundstaða í Reykjavík lengdur um
einn klukkutíma. Var hætt að selja
ofan í laugamar kl. 21.30 og allir
reknir upp úr kl. 22.00. í byijun á-
gústmánaðar ætlaöi sundlaugargest-
ur að notfæra sér breytinguna og
kom þá að lokuðum dyrum.
„Staðreyndin er sú, þegar að var
gáð, þá var það sama fólkið sem kom
síðast eins og þegar gámli afgreiðslu-
tíminn var, það færði sig bara aft-
ur,“ sagði Erlingur Þ. Jóhannsson
hjá íþrótta- og tómstundaráði
Reykjavíkur.
Að sögn Erlings varð ekki sú að-
sóknaraukning sem menn höföu
búist við og þótti breytingin því ekki
borga sig. Að vísu var leiðindaveður
í byrjun júlí og aðsókn að sundlaug-
unum fremur dræm en nokkur
aukning varð þegar sólin lét loksins
sjá sig.
„Þetta er bara svo dýrt að það verð-
ur að vera töluverð aukning til þess
að raunverulega sé ekki bara verið
að leggja þetta á skattborgarana og
aðrir látnir borga fyrir þjónustuna.
Hver lenging afgreiðslutíma er dýr
og kostar mikla peninga," sagði Erl-
ingur.
Ekki liggur fyrir enn hvað tilraun-
in kostaði, en ljóst er að til þess að
hún borgaði sig urðu t.d. 200 að koma
í Laugardalslaugina þennan klukku-
tíma. Að öðrum kosti hefði ekki ver-
ið hægt aö réttlæta lenginguna.
Nú eru sundstaðir Reykjavíkur
opnir fimm daga vikunnar frá kl. 7.00
til kl. 21.00 en hætt er að selja ofan
í þær hálftíma fyrir lokun. Á laugar-
dögum er opið frá kl. 7.30 til kl. 18.00
og á sunnudögum frá kl. 8.00 til kl.
18.00.
Ein er sú sundlaug á höfuðborgar-
svæðinu þar sem opið er lengur en
það er Suðurbæj arlaugin í Hafnar-
firði. Suðurbæjarlaugin er opin fimm
daga vikunnar frá kl. 7.00 til kl. 21.30,
á laugardögum frá kl. 8.00 til kl. 18.30
og á sunnudögum frá kl. 8.00 til kl.
17.30. Þeir sem eru seinir fyrir geta
því ekið suður í Fjörð ef þeir hafa
tækifæri til.
„Mér sýnist að mesti áhugi fyrir
sundi sé á sunnudögum. Ef eitthvað
væri þá væri það kannski spuming
um að lengja þann tíma,“ sagði Daní-
el Pétursson, forstööumaður Suður-
bæjarlaugarinnar.
„Það er alltaf spuming um þjón-
ustu. Þegar laugin var opnuð var
ákveðið að hafa afgreiðslutímann ríf-
legan. Þetta var náttúrlega pólitísk
ákvörðun og þá miðaði maður við
hina staðina,“ sagði Daníel.
Daníel sagði að fólk væri oft aö
koma í laugina rétt undir níu. Hann
sagði að rætt hefði verið um að opna
fyrr á morgnana. „Mér finnst sjálf-
sagt að skoða þetta en við verðum
að láta framboð og eftirspum ráða
þessu,“ sagði Daníel.
-GHK
Innflutningur ferðamanna á matvælum:
Leyfilegt að takameð sér 3 kíló
Ferðaskrifstofurnar eru nú þegar
famar að keppast við að bjóða land-
anum ódýrar ferðir til útlanda. Þeir
ferðamenn, sem notfæra sér lágu far-
gjöldin, fara iðulega í leit að fatnaði
á góðu verði en oft er það freistandi
grípa með sér danska skinku eða
ungverskan geitaost til að fara með
heim og leyfa hinum að smakka.
Langflesiir vita hvaða reglur gilda
um innflutning á áfengi en færri vita
með vissu hvemig þeim er háttað
með matvæli. Er því vert að athuga
þær örlítið.
Hjá Ferðamálaráði íslands fengust
þær upplýsingar að ferðamenn gætu
tekið með sér þrjú kíló af matvælum
inn í landið. Ef um meira magn er
að ræða þarf að borga aðflutnings-
gjöld og sagði Magnús Oddsson hjá
Erlendir ferðamenn koma oft klyfj-
aðir farangri til landsins og i bakpok-
um þeirra má oft finna matvæli.
Aðeins er leyfilegt að flytja til ís-
lands þrjú kiló af matvælum, þar
með talið sælgæti, og óleyfilegt er
að koma með ósoðin matvæli og
ógerilsneyddar mjólkurafurðir.
Ferðamálaráði að á síðasta ári hefðu
verið innheimt aðflutningsgjöld af
um átta tonnum af matvælum. Fer
það eftir matvælategundum hversu
há aðflutningsgjöldin eru.
Fæstir gera sér ef til vill grein fyrir
því að sælgæti flokkast imdir mat-
væli og er það innifalið í þessum
þremur kílóum sem leyfilegt er að
taka með sér til landsins.
Samkvæmt reglugerðinni er bann-
að að flytja inn í landið öll ósoðin
matvæli, t.d. hrátt kjöt og allar
ósoðnar dýraafurðir og vörur unnar
úr ógerilsneyddri mjólk. „Þú mátt
raunverulega koma með soðna
skinku, það bannar þér það enginn.
Þetta gildir fyrst og fremst um hrátt
kjöt,“ sagði Magnús
Þar sem ostar eru framleiddir úr
ógerilsneyddri mjólk þá eru þeir
bannvara. Þeir sem leyfa sér að
stinga dönskum ostum niður í hand-
töskuna og freista þess að koma þeim
í gegnum tollinn eru þvi að brjóta lög.
Eins og áður sagði er í lagi með
soðna matvöru en reglumar voru
settar fyrst og fremst til að koma í
veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma í
landbúnaði. -GHK
Dj
m
98-9
'ÍIMM
BOTT ÚTVAflP!
Allir
1 stræto
Grœna verðlaunagetraunin.
Þú átt möguleika á að vinna Græna kortið og
ferúast ókeypis um grösuga haga Mosfellsbæjar,
kynnast hinu rómaða gatnakerfi Kópavogs undir
öruggri leiðsögn, upplifa stórbrotið stórborgariíf
heimsborgarinnar Reykjavíkur með viðkomu í
vitabænum Seltjamamesi, njóta einstakrar
sveitastemningar Bessastaðahrepps og heimsækja
vTnabæinn Haiharíjörð og aðalssetrið Garðabæ.
Með Græna kortinu em þér allir vegir færir.
Fyfltu út getraunaseðilinn og skilaðu honum á
einhvem sölustaða Græna kortsins eða sendu hann í
pósti til SVR Borgartúni 35,105 Reykjavík.
Skilalresíur er til 26. ágúst
100 kort í verðlaun.
Dtegið verður úr réttum lausnunr 1. september um
100 GRÆN KORT að verðmæti 290.000 kr. eða
2.900 kr. hvert kort. Nöfn vinningsliafa verða birt í
DV 3. september.
Jón Axel og Gulli gefa 5
Græn kort á dag.
Fimm heppnir strætófarþegar
fá gefins Græna kortið
í beinni útsendingu hjá
TVEIR MEÐ ÖLLU
dagana 17.-21. ágúst.
Hlustum á Bylgjuna og ferðumst með strætó.
Klippið hér
T w }
m u
Hvar gildir GRÆNA KORTŒ)?
Um aflan heirri
Aöllu landinu
Á Stór-Reykjavíkursvæðinu
Hvað gildir GRÆNA KORTTÐ lengi?
30 daga
1 ár
1 viku
Hver er ódýrasti férðamátinn?
Strætó
Einkabfll
Flugvél
Nafii: —
Heimili: -
Staður: -
Srmi:
Sölu.staðir:
Rey'kjavúa
Skiptixlöðin Liekjartorgi
Skiptintöðin Grenxúsvegi
Skiptistöðin Hlenuni
Skiptistöðin Mjódd
Skrifstofur SVR Borgarlúni 35
Sölutuminn Hallinn Búkldöðustíg
Kúpai’ogur:
Bnvðraborg ífíaniraborg
Garðabter:
Bitabier Ásgarði
Hafnarfjörður:
Holtanesti Melabraul 7/
Mosfellsbœn
Sölutuniirm Snœland
við Vcsturlmidsveg