Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992. 7 dv Sandkom Sárabætur UmsSðustu haldið polJatnót í fót- boltaáSauðár- króki. Þama komusaman um350eld- hressirstrákar ogstelpurat Norðurlandiog spörkuött tuðr- unni. Þettamót gengur annars undir nafninu Króks- mótið og þykir ekki minna merkilegt en Pollamótið í Eyj um. Hvað um þaö, þarna var Bjarni Felixson, íþróttafréttamaðurinn góðkunni, mættur. Hann kom alltaf af og til inn í útsendingu rásar 2 og greindi fró þ ví sem fyrir augu bar. Gárungamir sögðu reyndar að Bjarni heföi fengiö að fera á Krókinn í sárabætur fyrir að komast ekki á ólympíuleikana í Barcelona. Góð sldptiþaö. Til Borganesar Þaöeróhættað scgjaaðijöl- skyldueinni, sem varaö hJustaáút- varpiðsíðast- liðiðfimmtu- dagskvöld. haii runniðkalt vatnmilli skinns oghor- i; unds. Þávar dagskrárgerðarmaður að Q alla um væntanlegt biiabíó í Borgarnesi. Hann ræddi fjálglega um þessa nýj- ung og lét gamminn geisa í beinrti útsendingu. Að endingu hvatti hann hlustendur til að skella sér á útibíó „til Borganesar". Þetr sem vildu gætu skotist „til Akranesar" í leiðinni. Síðan bró dagskrárgerðarmaður- inn snj alli sér á höfuðborgarsvæðið á sínu andans flugi og skrapp meðal annars „til Seltjamarnesar". Pjölskyldan hafði hlustað á þessar beygingafimi alveg dolfallin. En þeg- ar hún hcyrði kónann segja „tón- lists“ tókhúnútvarpstækið úr sam- bandi, bar það niður í geymslu og læstiþaðinni. Búbót í miðjunni Hagkaup ætl- aöinöscijaa laggirnarnýja vcmlanakeðju Boiiusiogfleir- umtilhöfuðs, einsogfram hefurkomiðí {féttum. Keðj- anáttiaðheita Búbótogselja vörur á „lága“ ; verðinu. Málið var svq vel á veg komið að Hagkaupsmenn voru famir að 11 ta eför húsnæði undir starfsemina. I>eir vom komnirmeð ákjósanlegan stað í sigtí þegar dæmið sneríst við og þeir keyptu hlut í Bónusi. En hús- næðið, sem þeir hetðu líkiega byrjað með verslanakeðjunaf, var mitt á milli Bónuss og Miklagarös. Það hefði því orðíö flör í Vogunum ef Búbót hefðikonústíhúsþar. Fáránlega spurt Umþessar mundirer í : gangihérá iandikönnuná andleguatgervi aldraðra.Þeir semvitmaað þrssari rann- sókníáraum landiðog spyijagamla fólkiðstaðlaðra spurninga. Svörin eiga svo að leiða i ijós hvemig viðkomandi gamalmenni erásigkomiöandlega. Við fréttum af norðlenskri konu á áttræðisaidri sem lenti í prófuninni. Hún er stálslegin og minnið betra en hjá mörgum unglingnum. Maðurinn, sem framkvæmdi könnunina, spurði þá gömlu m.a. hvorthúntreysti sér til að þekkja í sundur epli og appel- sínu. Gamla konan horíði lengi á spyrilinn yfir gleraúgún sto og spurði s vo með nokkrum áhyggjutón í röddinni: „Er langt síðan aö þúfórst að frana fyrirþessu, góðitninn?" —*-------—1---------------------------- Ums|ón: Jóhanna S. Sigþóisdóttlr Fréttir Skipt um glugga í gamla barnaskólanum. Fjórir komnir á sinn stað á 2. hæð - og hvílik breyting. DV-myndir Pétur SeyðisQöröur: Bamaskólahúsið frá 1907 verður ráðhús bæjarins Pétur Kristjánsson, DV, Seyðisfirði: Undanfarið hefur margt gerst á Seyðisfirði sem gleður þá sem gaman hafa af gömlum húsum. Eitt þeirra verka sem nú gleðja augu og hjörtu manna hér er viðgerð gamla Bama- skólahússins. Verið er að skipta um glugga í hús- inu og verða nýju gluggarnir eins og þeir sem upprunalega vom í því. Við þetta breytir húsið algjörlega um svip. Garðar Eymundsson húsa- smíðameistari hefur smíðað glugg- ana og sér um ísetningu. Kostnaður við verkið er um 5 milljónir króna. í áætlunum Seyðisfjarðarkaup- staðar er gert ráð fyrir því að Bama- skólahúsið, sem var byggt sumarið 1907, verði gert að ráðhúsi bæjarins. Til þess að svo geti orðið þarf fyrst að klára nýja skólahúsiö sem verið hefur í byggingu síöan 1981. Þegar bæjarskrifstofumar flytjast úr núverandi húsnæði koma safna- menn til með að gleðjast mjög því að Gamla símstöðin á Seyðisfirði er núverandi húsnæði bæjarskrifstof- anna en verður framtíðarhúsnæði Tækniminjasafns Seyðisfjarðar. þá loksins kemst Tækniminjasafn Seyðisfjarðar í allt það húsnæði sem því var gefið árið 1974. Upphaflega var vonast til að þessum flutningum öllum yrði lokið á hundrað ára af- mæli kaupstaðarins 1995 en nú þykir sýnt aö bæjarsjóður þurfi að sinna brýnni erindum er varða lífsafkomu staðarins, svo að eitthvað dregst þetta. Unnið við steypu á þekju skábrautarinnar í Haganesvik. DV-mynd örn Skábraut fyrir trill- urnar í Haganesvík Öm Þórarinsson, DV, Fljótum: Nýlokið er endurbótum á hafnar- aðstöðunni í Haganesvík. Þar var lagfærð skábraut sunnan við bryggj- una sem notuð er til að taka báta á land. Þarna var um mjög brýna end- urbót að ræða því gamla skábrautin var orðin í bágu ástandi þar sem sjór skolaði undan henni uppfyllingu og var því farið að brotna upp úr steypu í henni. Nýja brautin nær nokkru lengra út en sú gamla og mun gera bátaeig- endum kleift að taka trillur á land, jafnvel þótt lágt sé í sjó. Áður þurfti að sæta sjávarfóllum við að ná bát- unum upp. Fljótahreppur stóð aö framkvæmd- inni. Til verksins fékkst fé á fjárlög- um þessa árs og auk þess lítils háttar framlag úr Hafnabótasjóði. Meö þessu má segja að endurbótum á bryggjunni í Haganesvík sé lokið. Fyrri áfanginn var tekinn fyrir nokkrum árum. Þá var sjálf bryggjan lagfærð og endurbætt. Umsjón með framkvæmdinni nú hafði Magnús Eiríksson, bygginga- meistari á Siglufirði. Laus staða Staða deildarsérfræðings í lista- og safnadeild menntamálaráðuneytisins er laus til umsóknar. Há- skólamenntun er æskileg. Laun samkvæmt launa- kerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýs- ingum um menntun og starfsferil sendist mennta- málaráðuneytinu fyrir 15. september 1992. Menntamálaráðuneytið 18. ágúst 1992 Innkaupastofnun ríkisins, f.h. Hafnamálastofnunar, óskar eftir til- boðum í mengunarvarnabúnað fyrir 7 hafnir á Norður- og Austur- landi. Útboðslýsingar á íslensku og ensku fást á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, R. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 10. september nk. kl. 11.00 f.h. INIMKAUPASTOFNUIM RIKISINS BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK GREIÐSLUÁSKORUN Gjaldheimtan í Reykjavík skorar hér með á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á eftirfarandi opinberum gjöldum, þ.e. tekjuskatti, útsvari, eignarskatti, sérstökum eignarskatti, kirkjugarðsgjaldi, gjaldi í framkvæmdasjóð aldraðra, sér- stökum skatti á verslunar- og skrifstofuhúsnæði, aðstöðu- gjaldi, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjaldi, slysatryggingu skv. 36. gr. almannatryggingarl., slysatryggingargjaldi v/heimilisstarfa, útflutningsráðsgjaldi, verðbótum af tekju- skatti og útsvari, sem voru álögð 1992 og féllu í gjalddaga 1. ágúst 1992 ásamt eldri gjöldum, svo og gjöldum sem Gjaldheimtunni ber að innheimta skv. Norðurlandasamn- ingi, sbr. lög nr. 46/1990 og auglýsingu nr. 16/1990, að greiða þau nú þegar og eigi síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna að þeim tíma liðnum. Reykjavik, 17. ágúst 1992 Gjaldheimtan i Reykjavík. Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn í Ólafsfirði skorar hér með á gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á þinggjöldum ársins 1992, sem og fyrri ára, álögðum í Ólafsfirði, en gjöld þessi féllu í gjald- daga 1. ágúst sl„ að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Gjöld þessi eru: tekjuskattur, verðbætur á ógreiddan tekju- skatt, eignaskattur, sérstakur eignaskattur, slysatryggingar- gjald v. heimilisstarfa, iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, slysatryggingargjald v. atvinnurekenda, kirkjugarðsgjald, útsvar, verðbætur á ógreitt útsvar, aðstöðugjald, sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði og gjald í fram- kvæmdasjóð aldraðra. Einnig er skorað á gjaldendur að greiða innan sama tíma tryggingargjald, aðflutningsgjald, skipaskoðunargjald, lög- skráningargjald, lestargjald, bifreiðagjald, slysatryggingar- gjald ökumanna og þungaskatt samkv. ökumæli, skipu- lagsgjald af nýþyggingum, virðisaukaskatt sem í eindaga er fallinn, sem og viðbótar- og aukaálagningu virðisauka- skatts vegna fyrri tímabila. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir vangoldnum eftistöðvum gjaldanna að liðnum ofangreindum tíma. Sýslumaðurinn í Ólafsfirði Ólafsfirði, 18. ágúst 1992 Kjartan Þorkelsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.