Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992. 5 Fréttir Ríkisstjórn ákvað lengd en breidd réðst af öðru - segir Ólafur J. Briem hjá Skipatækni sem hannaði Herjólf „Lengdin var ákveðin af ríMs- stjóminni og breiddin réðst af þeim stöðugleikakröfum sem skipinu var gert að uppfylla sem farþegaskipi þannig að það var nú ósköp lítið svigrúm til að hafa þetta ööruvísi. Ekki nema ríkisstjómin hefði verið þvinguð til að skipta mn skoðun eða við fengið að sleppa því að uppfyUa stöðugleikakröfur. Við máttum ekki .hafa það lengra en sjötíu metra en teygðum það reyndar um hálfan metra," sagði Ólafur J. Briem, skipa- verkfræðingur hjá Skipatækni. Eins og fram kom í DV í gær telur skip- stjórinn á Heijólfi að skipið sé of stutt miðað við breidd þess vegna látið það illa í brælu. Ólafur sagði að breiddin hefði mik- ið að segja upp á stöðugleika skips- ins. Upphaflega átti styttri útgáfan að vera 15 metra breið en sú áætlun hafi ekki gengið vegna aukinna stöð- ugleikakrafna og því hafi verið ákveðið að hafa skipið 16 metra á breidd. „Aukin lengd hefði án efa komið sér vel varðandi það vanda- mál sem upp er komiö núna en við réðum bara ekki yfir lengdinni." Upphaflega teikningin af Heijólfi var gerð af danskri ráðgjafarstofu sem gerði ráð fyrir að skipið skyldi vera 79 metrar. Smíði 79 metra skips- ins var talin kosta um 140 milljónir danskar krónur á sínum tíma, eða um haustið 1988, sem eru rúmlega 1340 milljónir á núvirði. Tilboð bár- ust í verkið en það var hins vegar ákvörðun þáverandi ríkisstjómar að ganga ekki að þeim tilboðum heldur teikna minna skip og Skipatækni var falið að vinna það verk. Heijólfur kostaði fullgerður 1277 milljónir. „Það er augljóst að ef menn era að sigla í fjögurra metra ölduhæð þá kemur að því að öll skip byija að höggva. Spumingin er hvort þetta byijar óeðlilega snemma í Heijólfi. Við verðum að fá tíma til að bera saman skipið eins og það hegðar sér í dag miðað við módelprófanirnar sem gerðar vora áður en smíðin hófst.“ Aðspurður hvort það geti ver- ið „perastefnið", sem átti að fá aukna „lengd“ í skipið gæti verið orsökin Bifreiðastöð Hafnarfjarðar, BH, hefur flutt höfuðstöðvar sínar frá Reykjavík- urvegi í Fjarðargötu þar i bæ. Nýtt og glæsilegt timburhús var nýlega flutt frá byggingarstað í Fjarðargötuna. Eins og sést á myndinni þurfti að gæta að mörgu við flutninginn. Auk þess að sinna þjónustu sinni mun Bifreiða- stöð Hafnarfjarðar annast afgreiðslu fyrir strætisvagna. Húsið verður enda- stöðfyrir vagnana. DV-myndGVA Hugmyndir um fækkun sveitarfelaga: Siendur ekki til að lögþvinga sameiningu - segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson „Mér finnst þeir vera nokkuð fljót- ir á sér. Það er ekki verið að knýja nokkurn mann til eins eða neins. Hér er um að ræöa hagsmunamál sveit- arfélaganna. Þess vegna höfum við hvatt til þess að máhn verði rædd mjög ítarlega og að a.m.k. sveitar- stjómarmenn bíði rólegir eftir þeirri vinnu sem nú er í gangi,“ sagði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfull- trúi sem á sæti í sveitarfélaganefnd. Orð Vilhjálms féhu í framhaldi af ummælum Jóns P. Líndals, sveitar- sijóra Kjalameshrepps, sem sagði að Kjalameshreppur hefði ekki áhuga á að sameinast öðrum sveitarfélögum. Hreppsnefndin í Kjalameshreppi hefur látið í ljós þá skoðun að sam- eining sveitarfélaga taki einungis mið afhagsmunum ríkisins og stærri sveitarfélaga á kostnað hinna minni. „Það stendur ekki til að lögþvinga sameiningu sveitarfélaga," sagði Vil- hjálmur. „Þetta er eitthvert stærsta hagmunamál þessa stjómsýslustigs sveitarfélaganna í landinu og þau verði færari að taka að sér fleiri verkefni í stað þess að missa æ fleiri verkefni í hendur ríkisins. Sveitarfé- lögin verða því að styrkja sig með einum eða öðrum hætti. Sameining- arleiðin hefur lengi verið rædd og fjölmörg sveitarfélög hafa samein- ast.“ Vilhjálmur sagðist vilja benda á að fulltrúaráð Sambands sveitarfélaga, sem í sitja 45 manns alls staðar af landinu, heföi samþykkt að fara þá leið að sameina öll’sveitarfélög innan héraðs eða sýslu. Sveitarfélögin myndu ná yfir mjög stór svæði og aöeins í undantekningartilvikum yrðu þau með færri en 1000 íbúa. Sveitarfélögin í landinu yrðu 25 til 30. „En þegar nefndin hefur unnið í þessu verður niðurstaðan lögð fyrir fuhtrúaráðið. Sveitarsljórnarmenn leggja mikla áherslu á að þessi mál verði könnuð ofan í kjölin. Þetta er fyrst og fremst gert í þeim tilgangi að styrkja og efla sveitarstj ómarstig- ið í landinu," sagði Vilhjálmur. Skýrsla sveitarfélaganefndar verður lögðframíbyrjunoktóber. -ask sagði Olafur að höggin virtust koma skip, hvað gerist þá? „Ef við höfum þegar skipið lyftir sér upp úr sjónum ekki uppfyllt þær kvaðir sem okkur og þvi gæti það verið og eitt af því var gert að uppfylla verður það að sem þeir hygðust skoða. taka það mál upp. Þær módelprófan- En ef skipið reynist vera óhæft sjó- ir sem gerðar vora á skipinu höfðu VERÐ- LÆKKUN á LAMBA- KJÖTI AFSLÁTTUR AF ÖLLU LAMBAKJÖTI TIL MANAÐAMÓTA þann tilgang að kanna hegðun skips- ins í öldunni. Niðurstöðurnar gáfu okkur ekki tilefni til að áætla annað en allt væri með felldu." -Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.