Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND J0NSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Sýnd veiði en ekki gefin Menn háfa verið að reyna að átta sig á samkomulagi milli ríkisstjómarinnar og Stéttarsambands bænda um stjómun mjólkurframleiðslunnar. Hér er ekki um nýjan búvörusamning að ræða heldur útfærslu á þeim þætti búvömsamningsms sem gerður var snemma á síðasta ári þar sem þáverandi ríkisstjóm tók sér það fyrir hend- ur að binda hendur ríkisvaldsins og skattþegnanna til ársins 1998 um styrki og niðurgreiðslur til landbúnaðar- ins fyrir marga tugi milljarða króna. Sá samningur er sennilega frekasta valdníðsla síðari ára og jafnvel þótt nýjar ríkisstjómir eða kjósendur al- mennt vildu söðla um í landbúnaðarvitleysunni kemur búvörusamningurinn í veg fyrir það. Að því leyti er rík- isstjóminni vorkunn að hún hefur ekki um mikið að semja. Helstu niðurstöður em þær að bændur verða að draga úr framleiðslu, úr 105 milljónum lítra í 100 milljónir btra. Það mun lækka ríkisútgjöld um 750 milljónir á næstu tveim árum eða sem nemur útflutningsbótunum. Á móti kemur að ríkissjóður tekur á sig greiðslu á mjólk- urbirgðum í byrjun næsta árs að upphæð 300 til 350 milljónir króna og auk þess fá mjólkurframleiðendur greiddar samtals 250 milljónir úr verðmiðlunarsjóði vegna niðurfærslu á fullvirðisrétti. Þetta þýðir á mæltu máb að spamaður ríkisins verður nánast enginn á næsta ári vegna þessa samnings. í stað niðurgreiðslna á mjólkurframleiðslu, sem hing- að til hefur verið greitt á heildsölustigi, fá bændur nú beinar greiðslur og þeir geta verslað með fubvirðisrétt sem er jákvætt að því leyti að það á að fækka búum og gera bændum kleift að bregða búi frekar en áður. Samningurinn kveður á um 5% lækkun á grundvall- arverði mjólkur fram til ársins 1994 og þeirri lækkun eiga bændur að mæta með aukinni framleiðni og hag- ræðingu. Reiknað er með að niðurgreiðslur lækki á þessu tímabib með lækkandi mjólkurverði enda er ríkis- sjóði gert að greiða fasta prósentu af framleiðsluverð- inu. Þetta er þó sýnd veiði en ekki gefin og sitt sýnist hverjum um það hvort þessar verðbreytingar komi neyt- endum til góða. Bændur telja sjálfir að verð til neytenda muni lækka meira en þessum 5% nemur en fubtrúi Neytendasamtakanna segir að „ávinningur neytenda af þessum samningi er btil sem enginn“. Ef einhver hefur haldið að hér væru á ferðinni tíma- mót í málefhum landbúnaðarins er það mikill misskiln- ingur. Áfram er gert ráð fyrir að bændur séu hlekkjaðir í kerfisvemd og ríkisforsjá. Áfram verður ausið úr ríkis- hítinni og áffam er lífskjörum þjóðarinnar haldið niðri með tugmibjarða króna greiðslubyrði sem felst í því að greiða niður abtof dýra framleiðslu á aUtof miklu magni af mjólkurafurðum. Atvinnustefnan mótast af hags- munum ffamleiðenda án tilbts til markaðar eða eftir- spumar. Af einhveijum óskUjanlegum ástæðum hafa Stéttar- samband bænda og langflestir stjómmálamenn landsms tabð það hlutverk sitt að vemda landbúnaðinn fyrir markaðinum. Búvömsamningurinn frá því í mars 1991 hefur lokað bændur inni í sjálfsblekkingu og stöðnuðu kerfi aUt til ársins 1998. Breytingamar em smávægUeg- ar. Við hjökkum áffam í sama farinu, bæði bændur og neytendur. Og skattþegnamir borga og borga. Landbúnaðurinn er í álögum þeirrar landlægu skoð- unar að það sé byggðum landsins til hagsbóta að gera bændur að fjölmennustu ölmusustétt þjóðarinnar. EUert B. Schram Hörmungarástand á fjölfarinni ferðamannaleið GeysirSo Þingvellir •s Gjábakki ÞINGVALLA- VATN \ "'"n n k 16 km . LYNGDALS- H EIÐ I Í Miðdalur BISKUPSTUNGUR Laugarvatn . Torfastaðir ) - $ Apavatn Mosfell é Úlflfótsvatn & Bræðratunga ^ $ Skálholt • Hmni • Flúðir Skeið „Þessi 16 km leið er í hörmungarástandi miðað við nutímakröfur og hefur algjörlega orðið útundan i vegabót- um,“ segir Valdimar í grein sinni. Vegagerðin og ferðaf ólkið Þjónusta viö ferðamenn hefúr reynst einn helsti vaxtarbroddur íslensks atvinnulífs síðustu árin. Hefur mikið verið fjárfest í marg- víslegri gisti- og þjónustuaðstöðu og býður sumt af því síðamefnda upp á ævintýralega upplifun. Margt af þessu virðist ganga heldur vel en eins og íslendinga er háttur þá hafa sumir færst of mikið í fang og fullmargir hafa stundum ætlað að grípa sömu gæsina. Þegar talað er um ferðaþjón- ustuna sem atvinnugrein er oftast miðað við móttöku erlendra ferða- manna. Vissulega skapar hún gjaldeyristekjur og er þannig jafn- mikils virði og hver önnur útflutn- ingsgrein en sparaður gjaldeyrir er engu minna virði en áunninn og þvi ber líka að leggja áherslu á samkeppni innlendrar þjónustu gagnvart erlendri þegar um ís- lenska ferðamenn er að ræða. í þessu sambandi eru endurbætur og klæðning fjölförnustu vega höf- uðatriði til þess að auðvelda lands- mönnum að komast í besta veðrið á hverjum tíma. Hvað vegagerð snertir þá hefur orðið gjörbylting frá árinu 1980. Hefðu samt flestir viljað að enn betur heföi gengið. Einkum er harmað .að síðustu ár skuli ekki hafa verið hægt að koma jafnmiklu í verk og á árunum 1985-1988. Umtalsverðar breytingar til batn- aðar hafa þó orðið á hverju ári víða um land. Þannig hillir nú imdir endanleg- an frágang vegarins um Mýrar, vestan Borgamess, þar sem mikið hefur verið kvartað undan slæm- um vegj. Þá styttast óðum óklæddu kaflamir milli Akureyrar og Reykjavíkur. Vegurinn um Gilja- reiti, vestan til í Öxnadalsheiði, hefur nú tekið algjörum stakka- skiptum og er með ólíkindum hversu vel hefur tekist til að finna þar nýtt og gott vegarstæði. Áningarstaðir og leiðbeiningar Fleira hefur verið gert vegfarend- um til hagsbóta. Vegagerðin hefur stórflölgað leiðbeiningarskiltum og heilu kortin af sveitum og hémðum blasa nú víða við. Þá hafa einnig sums staðar verið sett niður mynd- arleg borð fyrir ferðamenn. Oftar Kjallariim Valdimar Kristinsson cand oecon, B.A. en ekki hefur það verið á útsýnis- stöðum og er ekki nema gott um það að segja en flestum er þó mikil- vægara að komast í gott skjól á áningarstöðum. Þess vegna er það sérlega ánægjulegt að nýlega hefur verið tekinn í notkun glæsilegur og skjól- góður áningarstaður í Jónasar- lundi í Öxnadal, sem ber af öllu sem áður hefur sést hérlendis, enda aðstaðan einstök við ána. Ennfrem- ur er gott bílastæði komið við Ól- afslund í Vatnsdal þar sem leggja á göngustíga ferðamönnum til hags- bóta. (Flutt hefur verið borð á stað- inn frá vegarbrúninni nokkm vest- ar, við Þrístapa, sem hafði það eitt til ágætis að vera síðasti aftöku- staður á íslandi (1830) sem ekki var beint lystaukandi. Þá er kominn dálítill áningar- staður í skógræktarreit neðan Svignaskarðs í Borgarfirði. Þar hafa verið lagðir skemmtilegir göngustigar milli trjánna. Allt er þetta mjög til fyrirmyndar. Á Suðurlandi hefur líka verið hugsað fyrir ferðamönnum. Eftir að nýja Markarfljótsbrúin var tek- in í notkun blasa Seljalandsfoss og Gljúfrabúi við vegfarendum á aust- urleið. Er það einstaklega fögur ‘ sjón þegar vel viðrar. Nú er ekki lengur ekið framhjá fossunum á þjóðvegi 1 heldur þarf að aka spölkom til norðurs, veg sem þegar hefur verið klæddur af Vegagerðinni og hefur stórt bfla- stæði verið gert við veginn framan við Seljalandsfoss. Eins og fyrir norðan em þessar framkvæmdir til fyrirmyndar og sýnir að farið er að taka sérstakt tillit til ferða- manna um leið og vegakerfið er bætt. Gjábakkavegur Þetta leiðir hugann að Gjábakka- vegi, milli Þingvallavatns og Laug- arvatns. Þessi 16 km leið er í hörm- ungarástandi miöað við nútíma- kröfur og hefur algjörlega orðið útundan í vegabótum. Þó tengist hún einna mikilvægustu og þekkt- ustu ferðamannastöðum landsins, þ.e. Þingvöllum, Laugarvatni, Geysi og GullfossL Þama þarf að gera bragabót sem fyrst, enda þótt engir kjósendur séu á þessari leið síöan fólk bjó í hellin- mn á Laugarvatnsvöllum snemma á öldinni. Gæti Ferðamálaráð beitt einhveijum þrýstingi? Ætti úr- lausn þessa máls ekki að vera ofar- lega á verkefhalista ráðsins? Síðan mætti gjarnan hugsa til þess að endurvekja Þingvalla- hringinn. „Þingvallahringurinn" var vinsælastur ferðaleiða á ámm áður en vegurinn austan Þingvalla- vatns og Sogsins stenst nú engan veginn samanburð við margar aðr- ar leiðir og hefur því mjög sett of- an. Á því þarf að verða breyting. Valdimar Kristinsson ,,„ÞingvaIIahringurinn“ var vinsælast- ur ferðaleiða á árum áður en vegurinn austan Þingvallavatns og Sogsins stenst nú engan veginn samanburð við margar aðrar leiðir...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.