Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992. Fréttir Formaður Lögreglufélags Reykjavíkur: Spurning hvenær lögreglu- menn láta Ivf ið í starf i - miklir fíkniefnafl ármunir í umferð og vopnameðferð algeng Lögreglumenn eru felmtri slegnir yfir atburöinum í Mosfellsbæ í fyrri- nótt þegar eltingaleikur viö meintan fíknieíhasala endaði meö hörðum árekstri við lögreglubíl og líkamsá- rás í handtöku. Jón Pétursson, for- maður Lögreglufélags Reykjavíkur, segir í samtali við DV að tímaspurs- mál sé hvenær lögreglumenn látist við skyldustörf. „Heimurinn hér er orðinn harður, miklu harðari en nokkum tímann áður. Hins vegar kemur þetta atvik okkur ekkert á óvart. Við erum margbúnir að benda á að svona lagað geti gerst í viðskiptum okkar við fíkniefnaneytendur og -sala, jafnvel enn alvarlegri hlutir. En það hefur ekki verið hlustað á okkur.“ Jón seg- ir að almenningur átti sig ekki á því hvað fíkniefnaheimurinn á íslandi sé orðinn harður og óvæginn. „Hér er um líf og dauða að tefla. Miklir fjármunir eru í umferð. Meðferð vopna er orðin algeng meðal fíkni- efnaneytenda. Það er vitað um mikið smygl á vopnum til landsins." Aðspurður sagðist Jón vera per- sónulega mótfallinn því að lögreglan fái að bera vopn. „Það er samt ljóst að eitthvað þaif að gera. Við þurfum ekki endilega að vera með skotvopn, það er hægt að bera eitthvað annað.“ Þurfum að geta mútað fólki Jón sagði að Lögreglufélag Reykja- víkur myndi athuga sín mál í kjölfar handtöku mannsins í MosfeÚsbæ. „Við höfum vitað það í langan tíma að það er ekki spuming hvort eitt- hvað alvarlegt gerist heldur hvenær. Lögreglumenn á Norðurlöndum eru undrandi yfir því að lögreglmnenn hér á íslandi skuli ekki hafa látist við störf," sagði Jón ennfremur. Hvað varðar aðgerðir sagði Jón að meira fjármagn þyrfti til löggæsl- unnar. „Þetta snýst allt um peninga. Það eru stórar fjárhæðir í gangi í fíkniefnunum. Við verðum að mæta því með miklum fjárhæðum líka. Við þurfum að geta mútað fólki til að fá upplýsingar. Þetta er þaö lítið þjóðfé- lag að við eigum ekki að láta eyði- leggja það,“ sagði Jón að lokum í samtah við DV. -bjb Benedikt Lund segist aldrei hafa upplifað að félagi hans sé i lifshættu. Á myndinni er hann við flak bílsins sem hann og félagi hans voru á í fyrrinótt þegar kókainmaðurinn ók aftan á þá í Mosfelisbæ. DV-mynd S Benedikt Lund, ökumaður lögreglubílsins sem ekið var á: Sá eitt eldhaf þegar ég steig út úr bflnum - eldur kominn 1 aftursæti þegar félagi hans náðist út „Mér líður alveg óskaplega illa. Ég hef aldrei áður orðið fýrir því að fé- lagi minn sé í lífshættu. Að vera með kátan félaga við hlið sér en augna- bliki síðar meðvitundarlausan er lífsreynsla sem ég á vonandi aldrei eftir að lenda í aftur,“ sagði Benedikt Lund, lögreglumaður í Mosfellsbæ, í samtali við DV. Benedikt ók lögreglubílnum sem ekið var harkalega á í Mosfellsbæ í fyrrinótt. Benedikt slapp frá árekstr- inum með mar á baki, tognun í hálsi og brotnar tennur. Félagi hans slas- aðist hins vegar lífshættulega. Bene- dikt segist ekki hafa séð umræddan ökumann, sem var með 1,2 kg af kókaíni í bfl sínum, fyrr en á slysa- deild um nóttina. Þá hafi maðurinn viðurkennt að hafa verið á 160 km hraða við ákeyrsluna. „Við vorum ákveðnir í að fara á móti ökumanninum. Við ókum frá Mosfellsbæ og við afleggjarann að Blikastöðum sneri ég lögreglubíln- um við tfl að keyra á undan mannin- um á svipuðum hraða. Síðan gerðust hlutimir mjög snöggt. Ég sá bíliim koma á ofsahraða með parkijósin á. Ég steig bensíngjöfina í botn og var ekki kominn á nema um 60 kflómetra hraða þegar ég sé bílinn rétt fyrir aftan okkur. Þá fór ég út í hægri kantinn en á svipstundu skall bíllinn aftan á okkur, hægra megin," segir Benedikt. Benedikt segir að lögreglubíllinn hafi snúist eins og skopparakringla eftir blautu malbikinu við árekstur- inn. „Þegar ég steig út úr bílnum sá ég eitt eldhaf í kringum okkur. Ég kallaði í félaga mion en fékk engin viðbrögð. Þá leit ég á hann og sá að hann var meðvitundarlaus. Ásamt öðrum lögreglumanni, sem kom að- vífandi, náði ég félaga mínum út úr bílnum. Þá var kominn eldur í aftur- sætið. Þegar við vorum komnir 10 metra frá bílnum var hann allur orð- inn alelda. Nokkrum sekúndum síð- ar heyrðum við htla sprengingu. Það var bensín úti um allt.“ Benedikt segir að tfl að hægt sé að koma í veg fyrir atvik af þessu tagi verði meðal annars að auka fjárveit- ingar tfl löggæslu. „í spamaðinum, sem á sér stað í löggæslunni, er verið að henda krónunni en hirða eyrinn. Með auknu atvinnuleysi koma harð- ariafbrot." -bjb Vona að lögreglan beri aldrei vopn - segirAmþórlngólfssonyfirlögregluþjónn „Það sem leitaði fyrst á huga minn var að ekki skyldi þó fara verr en raun bar vitni. Eftir ítarlega skoðun á allri atburðarás höfum við komist að þeirri niðurstöðu að lögreglu- mennimir bmgðust nákvæmlega rétt við aðstæðum sem þama sköp- uðust," sagði Arnþór Ingólfsson, yf- irlögregluþjónn í Reykjavík, í sam- tah við DV, aðspurður um viðbrögð hans við atburðunum í Mosfehsbæ í fyrrinótt. Amþór telur óþarfa að lög- reglan vopnist í kjölfarið. „Ég vona að það verði aldrei að lögreglan fái að bera vopn. Sem betur fer er svona atburður einangrað tfl- felh. Ég met aðstæður þannig að þær fa mig ekki til að bohaleggja vopna- burð hjá lögreglu. Ég vísa tfl bresku lögreglunnar~sem leyfir ekki vopna- burð. Hún segir að ef við þurfum að beita vopnum þá sé vopnum beitt á okkpr. Fyrir nokkrum árum var breskur lögreglumaður skotinn til bana. Undirheimalýðurinn þar hjálpaði lögreglunni til að finna skot- manninn. Við hugsum hlutina svip- að héma,“ sagði Amþór. Böövar Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, er ekki á landinu um þessar mundir. Amþór sagðist ekki geta svarað fyrir Böðvar en átti ekki von á að embættið færi að íhuga vopnaburð lögreglu. „Vitaskuld hafá lögreglumenn áhyggjur og við erum felmtri slegnir. En þetta gat farið verr. Við búum í harðnandi heimi. Við höfum sönnun fyrir þvi núna.“ -bjb Alþingi: Samkomulag um forsætisnefnd Samkomulag tóks síðdegis í gær Þegar þing kom saman síöasthðið milh stjómarhða og stjómarand- haust hafnaöi Sjálfstæðisflokkur- stæðinga um nýja skipan forsætis- inn aö láta Kvennahstanum eftir nefndar Alþingis. Fuhtrúum verð- annað sæti sitt 1 forsætisnefhdinni. ur öölgað úr fimm í sjöx þannig að Fyrir vikið tilnefndi stjórnarand- allir þingflokkamir eigi aðild að staðan engan fuhtrúa í npfnHina nefndinni. Að auki mun forseti Al- Þetta bitnaði mjög á þingstörfum þingis eiga sæti í nefndinni. Sam- síöasthðinn vetur þar sem htið sem komulagið nær að auki tfl ýmissa ekkert samráö var milli sijómarl- smærri breytinga á þingsköpum er iða og stjómarandstæðinga um af- varða ræöutima og fleira. Til stend- greiðslu mála. ur að afgreiða frumvarp þessa efn- _itaa is á þingfundi í dag. Skákþing íslands: Stórmeistararnir á toppnum Stórmeistaramir á Skákþingi Is- lands hafa tekið sér stöðu á toppnum eftir 2 umferðir Helgi Ólafsson vann Bjöm Fr. Bjömsson í 39 leikjum og Margeir Pétursson vann Ama Áma- son í 36 leikjum í 2. umferð í gær. Sævar Bjamason gerði jafntefh við Jón Viðarsson og er í 3ja sæti með I'á v. en Helgi og Margeir hafa 2 v. Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlífar Stefánsson gerðu jafntefh í 24 leikj um í gær. Þröstur Árnason vann Jón Ama Jónsson og hefur einn | vinning eins og Hannes Hhfar efdr 2. umferðir. Biðskák Hannesar og Róberts Harðarsonar úr 1. umferð lauk með jafntefh. Biðskák varð í gær hjá Hauki Angantýssyni og Ró- bert. 3. umferð hefst kl. 17 í dag. -hsím

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.