Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992. Menning Er íslensk kvikmynda- gerð á krossgötum? Lik sjómanns borið á land. Atriði úr Svo á jörðu sem á himni sem verður Veggfóður hefur fengið mikla aðsókn á þeim tveimur vikum sem myndin frumsýnd 29. ágúst. hefur verið sýnd. Á myndinni eru Baltasar Kormákur og Ingibjörg Stefáns- dóttir í hlutverkum sínum. Nú hafa um það bil 20.000 manns séð Veggfóður, nýjustu íslensku kvikmyndina, og það á tæpum tveim- ur vikum. Þetta er met í aðsókn á svo stuttum tíma en hafa verður í huga að myndin er sýnd í tveimur stórum sölum í tveimur kvikmyndahúsum. Þessi aðsókn er mun meiri en önnur íslensk kvikmynd, Ingaló, hefur fengið á nokkrum mánuðum en báð- ar þessar kvikmyndir hafa fengið ágæta umíjöllun og hafa orðið miklar umræður um þær á almennum vett- vangi. Af hveiju þá þessi mikh munur í aðsókn? Jú, Veggfóður er gerð með það eitt fyrir augmn að höfða til stærsta hópsins sem sækir kvik- myndhúsin, unglinganna og fólks yngra en tvítugt. Og þegar það spyrst út meðal þessa hóps að viss kvik- mynd sé góð skemmtun þá lætur þessi stóri hópur sig ekki vanta í bíó. Það sem örugglega hefur gert Vegg- fóður jafn vel heppnaða og raun ber vitni er að myndin er gerð af ungum kvikmyndagerðarmönnum, Júlíusi Kemp og Jóhanni Sigmarssyni sem þekkja þann heim, sem unga fólkið hrærist í, og stýra myndinni inn í þá veröld. Ingaló virðist aftur á móti ekki höfða sérstaklega til neins aldurs- hóps þótt að vissu leyti fjalli myndin um ungt fólk. Lífið í sjávarþorpi er einfaldlega ekki sú veröld sem vekur spennu og áhuga hjá ungu fólki í dag. Það eiga ekki að vera nýjar fféttir fyrir neinn sem fylgist með kvik- myndum að það er unga fólkið sem nær eingöngu sækir kvikmyndahús- in í höfuðborginni. Þessi staðreynd gerir það að verkum að kvikmyndir fyrir unglinga og ungt fólk eru lang- stærsti hluti þess sem sýndur er. Þetta er ekki æskileg þróun en með- an hinir eldri vilja frekar bíða eftir góðri mynd þar til hún kemur út á myndbandi eða er sýnd í sjónvarpi verður örugglega engin breyting á. Aðeins einu sinni áður hefur komið fram íslensk kvikmynd sem höfðaði, jafn sterkt og Veggfóður, til unga fólksins. Var það kvikmynd Ágústs Guðmundssonar og Stuðmanna, Með allt á hreinu, enda er hún sú íslenska kvikmynd sem mesta aðsókn hefur fengið hér á landi. Um það bil 100.000 sáu hana á sínum tíma og er langt í næstu aðsóknarmynd. Á síðustu árum hafa ekki verið gerðar margar íslenskar kvikmyndir sem náð hafa mikilli aðsókn. Upp í huga manns koma aðeins tvær, Böm náttúrunnar og Magnús. Böm nátt- úrunnar hefur nú orðið sérstöðu meðal íslenskra kvikmynda en eins og allir vita var hún tilnefnd til ósk- arsverðlauna og var þar meö fyrst íslenskra kvikmynda til að vekja heimsathygli. Öfugt við Veggfóður er í Bömum náttúrunnar ekki höfðað til unglinga heldur eldra fólks en þama gildir sama reglan. Góð skrif og fyrst og fremst góð viðbrögð almennings gerðu það að verkum að fólk, sem fer sjaldan í bíó, dreif sig til að sjá þessa ágætu mynd. Þetta gerðist áður en myndin var tilnefnd til óskarsverð- launa. Að sjálfsögðu jók tilnefningin aðsóknina. Böm náttúmnnar er enn þann dag í dag sýnd í Stjömubíói, rúmu ári eftir frumsýningu, og að sögn forráðamanna þar nýtur hún jafnrar og góðrar aösóknar. íslensk kvikmyndagerð í heimspressunni Sú athygli, sem Böm náttúnmnar hefur hlotið úti í hinum stóra heimi, hefur gert það að verkum að farið er að skxifa um íslenska kvikmynda- gerö í erlendum blöðum. Um miðjan júli birtist forvitnileg lítil grein í Ec- onomist um íslenska kvikmyndagerð og þar er því slegið fram að umræður manna í milli um íslenskar kvik- myndir veki kátínu en sú kátína byggist á þekkingarleysi. Á íslandi sé 250 þúsund manna þjóð sem á þessu ári frumsýni fimm kvikmynd- ir. í greininni er spurt hvers vegna íslendingar geri svona margar kvik myndir og þaö vekur undnm hversu ódýrar þær eru í gerð, miðað við hversu dýrt land ísland er. í þessari grein er einnig skrifað um að kafla- skipti séu í gerö íslenskra kvik- mynda. Fram á sjónarsviðið sé að koma ný kynslóð kvikmyndageröar- manna sem alin hefur verið upp á tónlistarmyndböndum og er Óskar Jónasson, leikstjóri Sódómu Reykja- vík, tekinn sem dæmi og vitnað í hann þar sem hann segir að í sinni mynd séu engir víkingar eða íslenskt landslag. í greininni er það tekið fram að þessir ungu kvikmyndagerð- armeim séu búnir að fá sig fullsadda af jöklum og eyðibýlum. Sódóma Reykjavík höfðar til sama áhorfendahóps og Veggfóður og ef aðsókn verður mikil kann að reynast auðvelt í framtíðinni að fjármagna slíkar kvikmyndir en einmitt vöntun á fjármagni hefur verið þröskuldur íslenskrar kvikmyndagerðar. Nei- kvæða hhöin á þessu máli er að með þessari stefnu, ef ofan á verður, er komin viss einhæfing og stöðnun í smátíma. Eru styrkir nauðsynlegir? Ólíkt var staðið að Veggfóðri og Sódóma Reykjavík. Þeir Júlíus Kemp og Jóhann Sigmarsson byijuðu nán- ast með tvær hendur tómar og treystu á lán og velvilja ættingja til að geta gert sína mynd. Það var ekki fyrr en við síðustu úthlutun Kvik- myndasjóðs sem þeir fengu 2 milljón- ir til að fvdlgera myndina. Þeir félag- ar tóku því sannarlega mikla áhættu til að láta draum sinn rætast og eru vel komnir aö þeirri velgengni sem myndin hefur hlotiö. Hlýtur árangur þeirra að vera hvatning til annarra sem standa í sömu sporum. Óskar Jónasson fékk aftur á móti stærstu úthlutun úr Kvikmyndasjóði 1991, 15 milljónir, sem var þá sagt 35% af kostnaði. Öskar hafði þvi úr meira aö moða heldur en Júlíus og Jóhann. En allir sem gera kvikmynd- ir á íslandi verða að leggja mikið undir og því er nauðsynlegt að að- sókn verði góð. Ef það spyrst út með- al unga fólksins að Sódóma Reykja- vik sé mynd sem gaman er að þá er víst að áhorfendahópurinn verður stór. Það sama er ekki hægt að segja um kvikmynd Kristínar Jóhannesdótt- ur, Svo á himni sem á jörðu, sem frumsýnd verður 29. ágúst. Hér er um að ræða mjög dýra mynd, á ís- lenskan mælikvarða, sem gerð er af miklum metnaði og nægir ekki að sýningar gangi vel hér heima til að endar nái saman. Svo á jörðu sem á himni á örugg- lega erfiðara uppdráttar í aðsókn hjá imgu fólki og atburðurinn, sem fjall- að er um í myndinni, er löngu liðinn og flestum nútímamönnum gleymd- ur. Þama ræðst aðsókn að öllum lík- indum af gæðum myndarinnar og þeirri afspum sem hún fær. Ef svo fer að Veggfóður og Sódóma Reykjavík fá báðar góða aðsókn og aðstandendur þessara mynda fari frá borði með bros á vör og á móti kem- ur að aðsókn á Svo á jörðu sem á himni verði jafnvel álíka lítil og á Ingaló þá verður að segjast eins og er að búast má við breyttum viðhorf- um hjá þeim sem styðja við bakið á íslenskri kvikmyndagerð. Verður þá ömgglega tekið miö af velgengni fyrmefndra kvikmynda þegar pyngj- an er opnuð. Ein kvikmynd gæti sett strik í reikninginn á þessu ári. í kringum jólin verður frumsýnd gamanmynd- in Karlakórinn Hekla sem leikstýrt er af Guðnýju Halldórsdóttur. Sú mynd gæti breytt fyrmefndu dæmi. Þar virðist að hluta til vera treyst á að nafntogaðir listamenn og skemmtikraftar fái áhorfendur í bíó. Það hefur áður gefist vel með ein- staka kvikmyndir en hefur einnig mistekist. Allir listamenn vilja lifa af hst sinni og em kvikmyndagerðarmenn þar ekki undanskildir. Friðrik Þór Frið- riksson hefur þegar skapað sér nafn erlendis og er sjálfsagt ekki langt að bíöa þess að hann starfi meira eða minna út í heimi. Hrafn Gunnlaugs- son hefur einnig skapað sér nafn á erlendri grund með víkingamyndum sínum en stórmynd hans, Hvíti vík- ingurinn, vakti hins vegar htla hrifn- ingu. Aðrir gera myndir sínar hér heima og verða að treysta á Kvik- myndasjóð íslands sem hefur þá stefnu að styrkja myndir aðeins að hluta tíl. Kvikmyndagerðarmenn verða því sjálfir að útvega það sem á vantar sem er nær alltaf vel yfir 50% og það getur reynst erfitt ef þeir em með handrit sem ekki fehur að tíöarandanum. Það er dýrt að gera kvikmynd og þar sem við íslendingar erum ekki fleiri en 250.000 þá er skiljanlegt að útlendingar skuh hrista hausinn yfir því að við skulum vera að standa í þessu. En bjartsýni hefur einkennt íslenska kvikmyndgerð frá því hún hófst fyrir alvöm hér á landi 1979 og svo er enn. Óbilandi trú á því sem þeir em að gera hefur fleytt íslensk- um kvikmyndagerðarmönnum inn á alþjóðavettvang og hafa íslenskar kvikmyndir fengið góðar viðtökur á kvikmyndahátíðum, en að taka þátt í slíkum hátíðum er nauðsynlegur vettvangur fyrir íslenska kvik- myndagerðarmenn sem hafa ekki fjárráð til að auglýsa í heimspress- unni. Af fenginni reynslu undanfarinna ára er í dag varla hægt að tala um að sé bjart sé yfir íslenskri kvik- myndagerð heldur skiptist á skin og skúrir. -HK Bresk, f innsk og íslensk myndlist í Listasaf ni íslands Nú stendur yfir síðsumarsýning maðurinn David Biamey hefur val- verkum hans og einnig verður gef- myndinni, það er endurtekning- og ekki af thefnislausu. Þá vom í Listasafhi Islands og era verkin, iðverkinásýninguna.Sýningþessi in út sýningarskrá þar sem list unni. Endurtekningin eykur á uppi snillingamir Akseh Gallen- sem era á sýningunni, í eigu safns- er styrkt af British CouncU og hans er til umræðu. Meðal greina áhrifamátt hins gruggaða og Kahela, Helena Schjerfbeck, Hugo ins. Fram að áramótum em þrjár stendur til 11. október. Breski í sýningarskránni verður ein sem skorpna yfirborös - þaö gerir sig Simberg Viktor Westerholm o.fL sýningar. Bresk bókaverk heitir sendiherrann á íslandi, Patrick ber heitið „Grugguð" geómetría líklegt til að gleypa okkur í sig - Óvíða á Norðurlöndum var svo sýning sem veröur opnuö 5. sept: Wogan, raun opna sýninguna. eftir hinn heimsþekkta listgagn- auk þess sem hún gefur geóm- mikil breidd í myndlistinni og svo ember og stendur til 11. október. Á Úrval verka Jóhanns Eyfells er rýnanda, Donald Kuspit. Þar segir etrisku formunum hlutagildi.“ margir frábærir myndlistarmenn þeirri sýnlngu er um aö ræða bók- sýning sem mun standa frá 3. okt- hann meðal annars: „I verkumsín- Síðasta sýningin á árinu nefnist og á síðustu árum hefur verið mik- verkeftirbreskahstamenn.Verldn óber til 22. nóvember. Jóhann hef- umvinnur Jóhannmeðgrunnform „Gullöldin" í finnskri myndlist í ileftirspumeftirsýningumáverk- eru frá níunda áratugnum en mikil ur búið í Bandaríkjunum undanf- rúmfræðinnar, þríhyminginn, tilefni 75 ára afmælis finnska lýð- um þeirra. Á sýningunni í Lista- gróska hefur verið í þessari tegund ama áratugi og er fyrir löngu orð- feminginn og hringinn. Hvort sem veldisins. Sýning Listasafnsins er á safriinu verða verk frá Listasafn- myndlistar á undanfomum árum inn vel þekktur og viöurkenndur hann býr til úr þeim samlokur eða finnskri aldamótalist en Finnar inu í Ábo, þar á meöal margir eftir að hafa verið í lægð frá lokum listamaður þar og annars staðar. Á stillir þeim upp einum og sér geng- tala um títnahiiiö frá 1880 til 1910 helstu dýrgripir Finna áttunda áratugarins. Breski lista- sýníngunni gefur aö hta úrval af ur hann iðulega út frá raðhug- sem „Guhöldina“ i myndhst sinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.