Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992. dv Fréttir I > Hið nýja hús Björgunarsveitarinnar ísólfs á Seyðisfirði. DV-mynd Pétur Seyðisflörður: Björgunar- sveitin » ínýtthús • Pétux Knstjánsson, DV, Seyðisfirði: Björgunarsveitin ísólfur hér á Seyðisfirði er nú loksins komin í eig- j ið hús. Grunnurinn var steyptur í fyrravor en húsið síðan reist í vor og sumar. Það mun koma að góðum notum þvi björgunartæki þurfa mik- ið viðhald og eftirlit. Björgunarsveit- in á nú vandaðan sjóbjörgunarbát, slöngubát, Unimog íjallabíl, tvo snjó- sleða svo og ýmsan annan búnað. Að sögn Óskars Bjömssönar, for- manns sveitarinnar, kostar húsið um 5 miUjónir króna og er fjármagnað með vinnuframlagi félaga, sjúkra- akstri og svo flugeldasölu um ára- mót. Óskar segir að alltaf sé eitthvað um útköll vegna björgunar á sjó en mest að gera að vetrarlagi við að aðstoða vegfarendur á Fjarðarheiði. > I I Brynvarinn flutningabíll fer í fyrsta sinn á götuna hér á landi í dag. Bíll- inn er fluttur inn af Vara hf. og Viðar Ágústsson framkvæmdastjóri sést hér við bílinn. DV-mynd GVA Nýjung í öryggisþjónustu: Fyrsti * brynvarði | bflUnná götuna Öryggisþjónustan Vari hf. í Reykja- vík hefur tekið upp nýja þjónustu. Fyrirtækið hefur flutt til landsins brynvarinn flutningabfl frá Bret- landi tfl aö flytja verðmæti margs konar. Bíllinn, sem er af Ford Tran- sitgerð, fer á götuna í dag en hann mun verða sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Að sögn Viðars Ágústssonar, fram- kvæmdastjóra Vara, er markaður þfrir brynvarinn bfl ókortlagður á íslandi. „Ég er viss um að þörf er ) fyrir svona bfl, jafnt hjá bönkum sem stórum fyrirtækjum með mikla veltu. Einnig er hægt að flytja Ust- | muni í bílnum, svo og gimsteina og gufl sem verið er að flytja tfl landsins eða á milU staða innanlands," sagði | Viðar. Bíllinn er sérstaklega styrktur og á að þola ýmislegt, að sögn Viðars. í bílnum er meðal annars skothelt gler og þjófavamarkerfi. Viðar vfldi ekki gefa upp kaupverð brynvagnsins en hann var fluttur inn notaður frá Bretlandi. -bjb 17 or nú * »‘9U iri|o»da. (A Zskr»-nda' PE0GE°Tin* HepPin5 ,993, L*DA 0k£lol lastra. lboð: Jof°nn ...v Ul 1»«« *íí,## riAT U* |iol*k» E S S E M M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.