Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992. íþróttir Knattspyma - 2. deild: Naumt hjá Fylki Fylkismenn tryggðu sér svo gott sem sæti í 1. deiid að ári með naum- um sigri á Leiftri, 3-2, í Árbænum í gærkvöldi. Fyrri háifleikur var tíöindalítill, Fylkismenn voru öllu sterkari í að- gerðum sínum og gerðu eina mark hálfleiksins á 24. mín. er Baldur Bjamason skoraði eftir að hafa leikið á hálft Leiftursliðið. Norðanmenn hófu síðari hálfleikinn á því að jafna á 49. mín. Pétur Bjöm Jónsson skor- aði þá af stuttu færi eftir laglega tekna aukaspymu Gorans Banjakt- arevic. Leiftursmenn tóku síðan for- ystu á 65. mín. Pétur Marteinsson komst upp vinstri kant og renndi boltanum frá vítateigshomi, framhjá Páli Guðmundssyni, markverði Fylkis. Á 78. mínútu jafnaði Þórhall- ur Dan Jóhannsson eftir stimgu- sendingu Ólafs Hafsteinssonar. Sig- urmarkiö kom síðan fimm min. síð- ar. Þórhallur gaf á Baldur sem skor- aði með þrumuskoti eftir þunga sókn. Pétur Bjöm fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins fyrir gróft brot, að mati Gísla Björvinssonar dómara sem dæmdi prýðilega. Langþráður sigur Selfoss Selfyssingar únnu langþráðan sigur í gær þegar þeir lögðu ÍR-inga að velli, 4-2. Selfyssingar náðu foryst- unni á 9. mínútu þegar Tómas Bjömsson ÍR-ingur sendi boltann í eigið mark og á 25. mínútu bætti Sævar Gíslason við öðru marki fyrir heimamenn. ÍR-ingar núnnkuðu muninn með marki Ágústs Ólafsson- ar á 30. mínútu. Eftir þriggja mínútna leik í síðari hálfleik skoraði Trausti Ómarsson þriðja mark Selfyssinga og Gylíi Sig- uijónsson gerði flórða markið á 65. mínútu. Bendikt Einarsson lagaði stöðuna fyrir ÍR skömmu síðar og þar við sat. Sigur Selfyssinga hefði hæglega getað orðið stærri því þeir fengu fjölda færa sem ekki nýttust. Liðið sýndi góða baráttu og eygir nú von um að halda sæti sínu í 2. deild. IBK í góðri stöðu Þróttarar hafa ekki mikið upp úr krafsinu í leikjum sínum við IBK. í gær sigraði ÍBK, 2-5, og var það fimmti sigur liðsins á Þrótti á 2 ámm. ÍBK styrkti þar með stöðu sína í deildinni. Strax á upphafsmínútun- um handleggsbrotnaði Axel Gomes, markvörður Þróttar, efdr samstuð. Axel lék í nokkrar mínútur eftir það og kom engum vömum við þegar Kjartan Einarsson skoraði fyrsta mark ÍBK. Vamarmaðurinn Kári Ragnarsson tók stöðu Axels og er hann 6. markvörðurinn sem reynir sig í marki liðsins í sumar. Magnús Pálsson jafnaði metin úr vítaspyrnu en síðan komu fjögur ÍBK-mörk, Óli Þór Magnússon 2 og Kjartan Einars- son 2. Sigfús Kárason lagaði stöðuna fyrir Þrótt undir lokin. Steinar Helgason og Ingvar Ólafsson léku best Þróttara en þeir Óli Þór og Kjart- an vom bestir í hði ÍBK. Víðir í mikilli fallhættu Grindvíkingar unnu sigur á grönn- um sínum í Garði, 2-3. Hlynur Jó- hannsson kom Víði í 1-0 á 27. mínútu en nokkm áður hafði Þórður B. Bogason, Grindvíkingur, fengið rauða spjaldið. í upphafi síöari hálf- leiks fiskaði Hlynur vítaspymu en Þorsteinn Bjamason sá við honum og varði. Um miðjan síðari hálfleik jafnaði Ragnar Eðvarðsson fyrir Grindavík og stuttu síðar fékk Víðis- maðurinn Vilhjálmur Einarsson að sjá rauða spjaldið. Hlynur kom Víðis- mönnum yfir þegar 15 mínútur vora eftir en á sömu mínútunni jafnaði Ólafur Ingólfsson fyrir Grindavík. Fimm mínútum fyrir leikslok tryggði Guðlaugur Jónsson Grindvíkingum öll stigin. Jafnt á ísafirði BÍ og Stjaman gerðu 1-1 jafntefli á ísafirði. Gunnar Torfason skoraði með skalla eftir 15 mínútna leik fyrir BÍ en í upphafi síðari hálfleiks jafn- aði Merab Zordanya metin fyrir Stjömuna. Bæði þessi lið em enn í fallbaráttu. -BL/SH/ÆMK/KG Knattspyma -1. deild kvenna: Óvæntur Stjörnusigur gegn Val í Garðabæ Stjömustúlkm- unnu óvæntan en sanngjaman sigur á ÍA í 1. deild kvenna á Stjömuvelli í gærkvöldi, 2-1. Skagastúlkur vora ákveðnari í fyrri hálfleik en Stjömustúlkurnar biðu átekta, vörðust vel og áttu nokkrar hættulegar skyndisóknir. Síðari hálfleikur var fjöragur, bæði Reykjavíkur maraþon eftir 4 daga Uð settu meiri kraft í sóknarleikinn og við það opnaðist leikurinn upp á gátt. Rósa Dögg Jónsdóttir skoraði fyrst fýrir Stjömuna og var vel að því marki staðið. Gréta Guðnadóttir fékk boltann út á hægri kant, lék upp að endamörkum og sendi boltann fyrir markið þar sem Rósa skallaði af öryggi í markið. Skagastúlkurnar efldust við mark- ið og settu enn meiri kraft í sóknina og það skilaði sér. Á 60. mínútu sendi Jónína Víglundsdóttir boltann fyrir mark Stjömunnar, inn í markteig þar sem Helena Ólafsdóttir renndi honum í netið, l-l. En Stjömustúlk- ur vora ekki á því að gefast upp og aðeins átta mínútum síöar átti Anna Sigurðardóttir góða sendingu inn fyrir vöm ÍA þar sem Guðný Guðna- dóttir lék á Steindóra Steinsdóttur markvörð og sendi boltann í autt markið. Eftir markið skiptust Uðin á að sæKja, ÍA sótti heldur meira en Sfjömustúlkur vora þó nær því að bæta við þriðja markinu heldur en ÍA að jafiia. Það var sterk Uösheild Stjömunnar öðra ffemur sem skóp þennan sigur. Auður Skúladóttir, Anna Sigurðar- dóttir og Ásgerður H. Ingibergsdóttir stóðu þó upp úr í ipjög jöfiiu Uði. Skagastúlkur áttu dapran dag og virtist öflug mótspyma Stjömunnar koma þeim í opna skjöldu. Jónína Víglundsdóttir var sú eina í Skagal- iðinu sem lék samkvæmt getu, hinar vora langt frá sínu besta. -ih Sveit Þrasta sigraði á sumar- móti Japís í keilu sem haldið var í KeUulandi í Garðabæ á dögun- um. Þrestirair hlutu 108 stig en Keilulandssveitín, sem varð í öðru sæti, Maut 106 stig. í þríðja sæti var J.P. Kast með 98 stig. í keppni með forgjöf sigraðu Feðg- arnir, hlutu 94 stig, Keiiir varð í öðru sæti með 86 stig og jafnir í þriðja sæti urðu Keiluböðlarair og Við strákamir með 74 stig hvor. Böðvarvann Böðvar Þórisson varð hlut- skarpastur á Egilsmótinu í sigl- ingum á seglbrettum, sem fram fór um síöustu helgi, en mótiö var hlutí af íslandsmeistarakeppn- inni. Keppnin var tviskipt, svig og brautarkeppni. Böðvar sigraði i báðum greinunum og því einnig varð annar í svigi og samanlögöu og Jóhannes Ævarsson varð ann- ar í brautarkeppni og þriöji í sam- anlögöu. Þeir Böðvar og Valdi- mar munu taka þátt i heims- meistaramótinu sem haldiö verö- ur á Rhodos i byijun september. Keppnií2.deild íkörfubolta Eins og undanfarin ár verður keppni í 2. deild karla og kvenna með fjölJiðamótsfyrirkomulagi og liðum skipt í riðla eftir lands- hlutum. Þau lið sem bestum ár- angir ná samanlagt úr þremur flölliöamótum komast í úrslit þar sem sigurvegarar riölanna mæt- ast. Frestur öl aö tilkynna þátt- töku rennur út 14. september. -BL Handboltaskóli FH hefst fimmtudaginn 20. ágúst í íþrótta- húsinu í Kaplakríka. 7 og 9 ára drengir og stúlkur verða frá klukkan 9-10.30 og 10-14 ára drengir og stúlkur frá 10.30-14. Kcnnt vorður í tveimur sölum og veröa kennarar þeir Guðmundur Karlsson og Guðjón Árnason. Náraskeiðiö stendur yfir í 7 kennsludaga og er þátttökugjald krónur 1500 en veittur er syst- kynaafsláttur. -GH Stórleikuríkörfu í kvöld fer fram fyrsti stórleik- ufinix: í körfuknattleiknum frá körfuknattleiksmanna lauk í vor. Um er að ræöa leik Njarövík- inga og úrvals af Suðumesjum og fer leikurinn fram í tílefhi af 50 ára afmæli Njarðvikur. Leik- urinn hefst í íþróttahúsinu i Njarðvík klukkan átta í kvöld. -SK Allir fremstu borðtennismenn landsins tóku um síðustu helgi þátt i boösmóti íþróttasambands fatlaðra en þar kepptu einnig tveir fatlaöir borðtennismenn, þeir Elfar Thorarensen og Jón Heiðar Jónsson, en hann keppir i sitjandi flokki. Mót þetta var mikilvægur liður í undirbúningi þeirra Elfars og ember. Allir léku við alla á mót- inu og reyndi þaö heldur betur á þá fötluöu sem máttu hafa sig alla við. IJrslit mótsins urðu þau að Kjartan Briem sigraði, Kristján Jónasson varð annar og Kristján Haraldsson þriðji. í mótslok var sett upp ein Iota mSli þeirra Krisijáns Jónassonar og Jóns Heiöar þar sem Kristján var bundinn í hjólastól. Jón Heiöar haföiþá betur, 21-17. -BL Larry Bird í baráttu við Magic Johnson í NBA-deildinni. Ljóst er að þeir mæta< Bird tilkynnti í gær að hann væri hættur áð feika körfuknattleik. Það sama gerði Gerði allt s< gat fyrir B( - Larry Bird hjá Boston Celtics hættur „Þetta er ekki dapur dagur lyrir mig. Þvert á móti ósköp vervjulegur dagur því ég vissi að það hiytí að koma að þessu fyrr eða seinna,“ sagði körfuboltasnill- ingurinn Larry Bird í gær er hann til- kynnti að hann væri hættur að leika körfuknattleik með NBA-liðinu Boston Celtics. Bird, sem er án efa einn besti leikmað- urinn sem leikið hefur í NBA-deiIdinni, hefur um langt skeið átt við alvarleg meiðsli að stríða og svo fór að lokum aö þrálát bakmeiðsli bundu enda á feril þessa snillings. „Mér líður betur í bakinu í dag en áður en ég veit að þetta verður aldrei alveg gott aftur. Ég gaf allt sem ég átti fyrir Boston og vonandi á samband mitt við liðið eftir að verða gott í framtíðinni," sagði Larry Bird í gær en hann hefúr leikið sem atvinnumaður í körfunni síð- ustu 15 árin og án efa verið einn vinsæl- asti leikmaður NBA-deildarinnar. Með skömmu millibili hafa tvær skær- ustu stjömur NBA-deildarinnar til margra ára orðiö að leggja körfuboltas- kóna á hilluna. Allir muna hvemig fór fyrir Magic Johnson en þó em einhveij- ar líkur á því að hann leiki með New York Knicks á næsta tímabiii. Ljóst er þó að hann verður aldrei sá leikmaður sem hann var áður. Ákvörðun Larry Bird í gær er mikið áfall fyrir lið Boston og það stóra skarð sem „fuglinn" skilur eftir sig verður vandfýllt. Bird er 35 ára gamall og var, eins og Magic Johnson, í gullliði Bandaríkjanna á síðustu ólymp- íuleikum. Tiikynnt var í gær að Bird myndi starfa áfram fyrir Boston Celtics í framtíðinni. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.