Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta- í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn. $ími 631709 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992. Vél frá FN út í mýri: Brautarljós- invoru „Við horfðum á flugvélina lenda á öryggissvæðinu. Það dimmdi skyndi- lega og regnskúr gekk yfir. Líklega hefur flugmaðurinn áhtið öryggis- svæðið vera flugbrautina," sagði Ár- mann Þórðarson á Ólafsfirði sem horfði á flugvél frá FN lenda í mýri við flugbrautina í Ólafsfirði í gær- kvöldi. Um borð voru 18 farþegar - hð og stuðningsfólk knattspymufé- lagsins Leifturs, og tveir flugmenn. Atburðurinn átti sér stað kl. 22.40 í gærkvöldi. Engin lýsing er á braut- inni. Starfsmanni vaharins, sem hafði um 20 þús. kr. í mánaðarlaun, \ar sagt upp í vor. Laus ljós eru th ískýhávellinum. ask 25prósent Borgarráð samþykkti á fundi sín- um í gær að hækka gjald fuhorðinna að sundstöðum Reykjavíkurborgar fá og með 19. ágúst um 25 prósent. Hækkar gjaldið úr 120 krónum í 150 'krónur. „Við sáum fram á það að afkoman yrði þannig að það yrði eðh- legt að hækka þessi einstöku gjöld og láta þá afsláttarmiðana vera á sama verði og þeir voru,“ sagði Markús Örn Antonsson borgarstjóri um ástæður hækkunarinnar. Markús sagði að hækkunin hefði verið rædd við gerð fjárhagsáætlun- arinnar um áramót, en beðið hefði verið fram eftir árinu með að ákveða endanlega hversu mikh prósentu- hækkunin yrði og eins hka hvenær hún tæki ghdi. Myndi hækkunin fyrst og fremst bitna á erlendum ferðamönnum því flestir aðrir væru með afsláttarkort. -GHK ^Steingrímur J. Sigfusson: Lengd Herjólfs engin afsökun „Tæknimennirnir geta ekki afsak- að sig með lengd skipsins og aö þeir hafi ekki getað hannað skip af þess- ari stærðargráðu. Þetta var aht sam- an rækhega prófað af sérfræðing- um,“ sagði Steingrímur Sigfússon, fyrrverandi samgönguráðherra. Steingrímur sagði að öhum sér- fræðingum hefði borið saman um að lengra skip, 79 metrar, hefði orðið miklu dýrara og gamalt skip hefði ekki heldur komið th greina vegna ~oryggiskrafna. -Ari - Sjá einnig frétt bls. 5 m ■ LOKI Það ereinsgott að þaðvarekki kveikt á Ijósunum! Hótaðiað mennina Kókaínmaðurinn var úrskurðað- ur í Héraðsdómi Reylgavíkur í gærkvöldi x 30 daga gæsluvarðhald. Um 1.200 grömm af kókaini fundust i bíl mannsins í fyrrinótt og á heim- ih hans. Þetta er langmesta kókain- magn sem fikniefnalögreglan á ís- landi hefur lagt hald á fyrr og síö- ar. Samkvæmt heinúldum DV sagði maðurinn við lögreglumenn- ina, þegar þeir ætluðu að handtaka hann, að hann myndi skjóta þá ef þeir kæmu nær. Sehdist maðurinn þá í jakkavasa eför vopni sem síðan kom í ljós að voru skæri, Tveir menn í viöbót voru hand- teknir i fyrrinótt. Eftir yfirheyrslur í ahan gærdag var öörum þeirra sleppt í gærkvöldi þar sem ekki var hægt að tengja hann málinu. Kraf- ist var 3 vikna gæsluvarðhalds yfir hinum. Dvöl kókaínmannsins í Kólumbíu í 5 mánuði á síðasta ári er taiin tengjast máhnu. Björn Halldórsson, yfirmaður fíkniefnadehdarinnar, staðfesti 'í samtah við DV að maðurinn hefði verið í annarlegu ástandi þegar hann var handtekinn. Við rann- sókn á blóðprufum á eftir að koma í Jjós hvort um áhrif kókaíns hafi veriö að ræða. Lögreglumaðurinn, sem slasaðist í árekstrinum, hggur enn meðvit- undarlaus á gjörgæsludeild Borg- arspítaians. Á síðasta ári var dóm- ur kveðinn upp í Hæstarétti yfir manní fyrir að hafa selt 60 grömm af kókaíni og átt 437 grömm af sama efni, sem hald var lagt á, Maðurinn var dæmdur í 4 ára fangelsi. 7. borgarskákmótið var haldið í Ráðhúsinu í gær vegna afmælis Reykjavíkurborgar. Helgi Ass Grétarsson, 14 ára, sem tefldi fyrir Eimskipafélag íslands, varð sigurvegari á mótinu, Hann hlaut sex vinninga af 7 mögulegum. í 2. sæti varð Þráinn Vigfússon, einnig með 6 v., og Jón L. Árnason varð þriðji með 5,5 v. Jóhann Hjartarson og Héðinn Steingrímsson urðu í 4.-9. sæti ásamt fjórum öðrum skákmönnum með 5 vinninga. Á myndinni leikur Markús örn fyrsta leikinn fyrir Jóhann Hjartarson, d2-d4, í skák hans gegn Arnari E. Gunnarssyni. Þátttakendur voru 50 - tefld var hraðskák, sjö mínútur á skák. DV-mynd BG Veðriö á morgun: Víðast gola eða kaldi Á hádegi á morgun verður austlæg átt, víðast gola eða kaldi. Rigning eða súld við suð- ur- og austurströndina en ann- ars þurrt að mestu. Hiti verður á bilinu 6-14 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 Margrét Frímannsdóttir: Gæti gef ið kostámér áfram „Það gæti farið svo að ég gæfi kost á mér áfram sem formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins ef ekki tekst að fá þarna inn nýtt og ferskt andht en ekki eitthvert okkar sem höfum verið þama lengi. Ég tel nauð- synlegt að endurnýja í forystunni og jafnframt að ég sé búin að vera þama nógu lengi,“ sagði Margrét Frí- mannsdóttir, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, í morgun. I dag verða haldnir tveir þing- flokksfundir í Alþýðubandalaginu. Á hinum'fyrri verður gengið frá kjöri í nefndir en á hinum síðari verður formennska í þingflokknum tekin fyrir. „Ég hef tahð skynsamlegt að Margrét væri áfram," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður flokks- ins.ímorgun. -JSS Uppnámí þingf lokki sjálf- stæðismanna -EykonviIIekkiút . Fullkomin óvissa ríkti meðal þing- manna Sjálfstæðisflokksins um áframhaldandi formennsku Eyjólfs Konráðs Jónssonar í utanríkisnefnd þegar þingflokkurinn kom saman til fundar klukkan 10 í morgun. Búist hafði verið við að Davíð Oddsson kynnti þingmönnum sína afstöðu í gær en það gekk ekki eftir. Hann kom fyrst til landsins seint í gærkvöldi eftir umtalsverða seinkun í flugi. Eyjólfur Konráð kvaðst í morgun stefna aö áframhaldandi setu í utan- ríkisnefnd. „Ég tel eðlilegt að ég gegni formennsku áfram,“ sagði hann. í morgun hafði hvorki Davíð né Geir Haarde tilkynnt honum- hvaða afstöðu þeir hefðu til málsins. í samtölum við aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins í morgun kom fram að kosning í utanríkisnefnd væri óumflýjanleg stæði Eyjólfur Konráð áfram á kröfu sinni um for- mennsku. Aðrir kváðust ekkert vita um máhð, þar á meðal Björn Bjama- son sem sóttist eftir formennsku í nefndinni í fyrra. Samkvæmt heimhdum DV þykir ólíklegt að Eyjólfur Konráð vinni kosningu í utanríkisnefnd. Öhu hk- legra er að Árni Ámason eða Ámi Matthíasson, sem báðir em vara- menn í nefndinni, taki stöðu hans. Geir Haarde þykir hins vegar hkleg- ur th að taka við formennskunni en hann sat fyrir í nefndinni. Þykir mörgum þingmönnum sem hann geti brúað andstæð sjónarmið í EES- máhnuinnanþingflokksins. -kaa M^Kjúklinga- borgarar Kgntucky Fried Ghicken it

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.