Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992. Útlönd sáluga, Aristótelesar Onassis, var sett á uppboð í Grikklandi í gær. Aöeins tveir hugsanlegir kaup- endur létu sjá sig og báöir sögðu að lágmarksverðið, sem farið væri frara á, um 230 milljónír króna, væri of hátt. Gríska ríkið fékk skútuna, sem er 325 feta löng og heitir Christ- ina, eftir dótturínni sálugu, að gjöf árið 1978 en fjármálaráðu- neytið sagðist ekki hafa efni á að reka hana og halda henni við. Um ftmm hundruð málverk og iinnur listaverk voru fjarlægð úr skútunni áður en hún fór á upp- boðið. Margt frægra manna hefur sótt veislur um borö í skútunni, þar á meðal Marlon Brando, María Callas, Winston Churchill og ein- hverjir úr bresku konungsflöl- skyldunni. Vanfærarkonur skylduforðast gufuböð Konur, sem gera sér það að leik að liggja í heitum pottum eða gufubaði við upphaf meögöngu- timans, eíga á hættu að skaða börnin sem þær ganga með. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar sem birtar voru í gær hefur fundist fylgni milli kvenna sem sækja í slíka hitastaði á fyrstu vikum meðgöngunnar og ungbama með ákveöna tegund heila- og mænuskaða. Vísindamennirnir komust að þvi að líkumar á skaöanum juk- ust eftir því sem vanfæra konan fór oftar i heitan pott eða gufu- bað. Böm mæðra sem fóru tvisv- ar í slíkt hitabaö voru þrisvar og hálfum sinnum Uklegri til að fá skaðann en önnur. Stalinsettitvö þúsundútlend- ingaígúlagið Rúmlega tvö þúsund útlending- ar fengu að gista þrælkunarbúðir í Síberíu á tímum ógnarstjórnar Jósefs Stalíns í Sovétrikjunum. Að sögn öryggisraálaráðuneytis Rússlands voru útlendingar þess- ir frá 31 landi. Meðal útlendmganna, sem voru sendir í gúlagiö, vora 501 Búlg- ari, 155 Mongólar, 116 Þjóðverjar og tveir Bretar. Ekki er ljóst hvaö varö af útlendingunum sem eru á listanum sem ráðuneytið kynnti. Démararnirfá skothelt gler í réttarsalinn Borgaryfirvold 1 Oaklandí Kali- fomíu hafa ákveöiö að vemda dómara í réttarsölum borgarinn- ar með skotheldum glerskjöld- um. Er þaö gert vegna sívaxandi ofbeldis í bandarlskum réttarsöl- um. Skildimir munu aðeins vernda neðri hluta líkama dómarans þannig að ef ofbeldi brýst út verð- ur hann að beygja sig niður. Starfsmenn dýragarðsbitnir Tveir starfsmenn dýragarösins í Wroclav í Póllandi vora bitnir af tveimur ungum mönnum sem reyndu að komast inn í garðinn án þess að greiða aðgangseyrinn. Forstjóri dýragarösins segir að annar starfsmaðurinn hafi hönd- ina enn í fatla vegna árásarinnar. Reuter x>v Bush lofar breytingum á næstu ríkisstjórn - Barbara segir fréttir um kvennafar forsetans lygi Barbara Bush, forsetafrú í Bandaríkjunum, ræðir við Bruce Willis leikara á flokksþingi repúblikana í Houston í Texas. Simamynd Reuter George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann mundi gera gagn- gerar breytingar á ríkisstjórn sinni næði hann endurkjöri í kosningun- um í nóvember og hófust þegar vangaveltur um hverjir yrðu látnir íjúka. Vagavelturnar snerast aðallega um tvo aðalhöfunda efnahagsstefnu stjómar Bush, þá Nicholas Brady fjármálaráðherra og Richard Dar- man fjárlagaráðherra. Dagblaðið New York Times sagði í morgun að forsetinn væri að íhuga aö tilkynna í ræðu sinni á morgun að James Baker utanríkisráðherra, sem tekur við starfi starfsmanna- stjóra Hvíta hússins á mánudag, verði áfram í Hvíta húsinu eftir kosn- ingamar til að hafa yfiramsjón með efnahagsstefnunni. Sagt er að Baker sé ekki mjög hrifinn af þeirri hug- mynd. Barbara Bush forsetafrú lét til sín taka á flokksþingi repúblikana í gær þegar hún reyndi að jafna ágreining í flokknum um fóstureyðingar. Hún ítrekaði fyrri skoðim sína að fóstur- eyðingar væra einkamál og því ætti ekki að fjalla um þær í stefnuskrá flokksins. Flokkurinn ákvað eftir harðar umræður að hvetja til þess að fóstur- eyðingabann yrði sett í stjómarskrá landsins. Barbara veittist einnig að fréttum um að forsetinn hefði haidið fram hjá henni og kallaði þær „viður- styggilega" lygi. FuUtrúar á flokksþinginu héldu áfram árásum sínum á Bill Clinton, forsetaefni demókrata. Einn embætt- ismaður stjórnarinnar blés nýju lífi í orðróminn um framhjáhald Clint- ons með því að kalla hann „kvenna- flagara". Embættismaðurinn baðst síðar afsökunar á orðum sínum. Þá var Clinton sakaður um að hafa komið sér hjá herþjónustu í Víet- namstríðinu og hann var sagður kvæntur róttækum femínistalög- fræðingi sem hvetti böm til að fara í mál við foreldra sína. Clinton var einnig sakaður um fara fyrir flokki sem stuðlaði að samkynhneigð. Reuter Menn úr lögregluliöi Bosníu í Sarajevo gráta fallinn félaga. Stööugar skærur eru í borginni þótt ekki hafi komið til meiri háttar átaka þar síðustu daga. Simamynd Reuter Bretar tilbúnir að senda 1800 hermenn til Bosníu Breska stjómin lýsti því yfir í gær að ekkert væri því til fyrirstöðu að senda 1800 manna hersveit til Bosníu eftir að skotið var á breska flugvél sem flutti hjálpargögn til Sarajevo á vegum Sameinuðu þjóðanna. Enginn í vélinn særðist og hún komst á loft lítið skemmd. Hermönnunum er eingöngu ætlað að tryggja framgang hjálparstarfsins og eiga að forðast átök ef af för þeirra til Bosníu verður. Ekkert er ákveðið um herflutningana. Ekki er lengur flogið með þjálpar- gögn til Sarajevo af hálfu Sameinuðu þjóðanna vegna umsátursástandsins á flugvellinum þar. Völlurinn er þó enn opinn ef einhver vill hætta á að lenda þar. í gær var eld- og reyksprengjum varpað á flugvöllinn eftir að skotið var á bresku flutningavélina. Einnig kom til átaka milli Serba og her- sveita íslama í nágrenni vallarins. Báðir aðilar hafa þar öffugt fið þótt hvoragir áræði að taka völlinn sem er á valdi gæsluliða Sameinuðu þjóð- anna. í Washington var ekki talið útilok- að aö hefnt yrði fyrir árásina á bresku flugvélina með loftárásum á stöðvar Serba. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um aðgerðir og raunar er ekki vitað rneð vissu hvort það voru Serbar sem skutu en ekki ísl- amar. Líkur hafa þó aukist á að hervaldi vrið beitt til að tryggja framhald hjálparstarfs í Sarajevo og annars staðar í Bosníu. Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna heimilar slíkar aðgerö- ir og næg tilefni era til að hefjast handa. Reuter Kastaðisérút umgluggaaf óttaviðaðverða sköllóttur Ungur námsmaður í Inchon í Suður-Kóreu kastaði sér út um gfugga á fjöfbýlishúsi þar sem hann taldi að líhð yrði sér óbæri- legt vegna skalla. Námsmaður- inn lét lífið við faliið. Undanfarna mánuði hafði borið á miklu hárlosi hjá honum og hann sá fram á að verða sköllótt- ur á skömmum tíma. Fólk úr fjöl- skyldu hins látna sagði að hann hefði óttast að fá ekki vinnu að námi loknu vegna skailans. Eins óttaðist hann að njóta ekki hylli meðal kvenfólks vegna hárleysis- ins. Ástarfleysettá flottilaðafstýra fólksfækkun Borgarstjómin í Sendai, skammt norðan Tokýo í Japan, hefur ákveðið að hefja útgerð sérstaks ástarfleys í von um að einhverjir af fjölmörgum pipar- sveinum borgarinnar finni sér maka um borð. Fólki fækkar ár frá ári í borg- inni en þar búa fjölmargir karlar einir. Yflrvöldum þykir því borg- arbúar ekki endurnýja sig nægi- lega ört. Piparsveinimum verður boðið upp á tveggja daga ferð með ástarfleyinu og sér borgarstjóm- in til þess að um borð verði gott úrval kvenna. Þegar hafa yfir 3000 karlar falast eftir feröum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.