Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992.
.15
Ný stof nananef nd
Það væri synd að segja að stjóm-
arathafnir núverandi valdhafa
hefðu yfirleitt glatt huga manns,
enda máski ekki til þess mikil von
hjá þeim sem öndverður er öllu því
einkavæðingar- og fijálshyggjuæði
er öðru fremur ríkir þar á bæ og
setur mark sitt allt um of á athafn-
ir. En á dögunum var þó í fjölmiðl-
um frétt sem gladdi mitt gamla
hjarta og gaf mér um leið tækifæri
tU að setja á blað litla hugleiðingu
um málið í heild sinni.
Forsætisráðherra hafði sem sé
skipað nefnd sem hafa átti það hlut-
verk að huga sem best og vendileg-
ast að mögulegum flutningi stofn-
ana út á landsbyggðina. Það jók
mér bjartsýni varðandi þessa
ágætu stjónvaldsaðgerö að verkum
á að stýra sá mæti og reyndi mað-
ur, Þorvaldur Garöar Krisfjánsson,
og þar með veit sá er þar til þekkir
að vel muni unnið og ósleitilega.
Þar fer maður ffamsýnn og raun-
sær í senn og allir vita einlægan
hug hans til heilla landsbyggðinni.
Þáttur í byggðaþróun
Fyrir hartnær tveim áratugum
skilaði svokölluð stofnananefnd af
sér störfum með nefndaráliti upp á
ófáar blaðsíður með glöggum og
greinargóðum tillögum um stofn-
anaflutning út á landsbyggðina,
svo og um stofnun útibúa og deilda
úti á landi frá þeim stofnunum sem
ekki yrðu fluttar en þjónuðu land-
inu öllu í ríkum mæli. í þeirri nefnd
sem svo myndarlega skilaði af sér
var unnið mætavel undir öruggri
forustu Ólafs Ragnars Grímssonar
sem lagði sig mjög fram um að sam-
ræma hin margbreytilegu sjón-
armið sem fram komu í nefndinni
enda voru þar fulltrúar allra flokka
svo sem nú er.
Ef nefndarálit þetta og öll tillögu-
gerð er vandlega lesin sést glögg-
lega að þar er verulega reynt að
KjaUaiinn
Helgi Seljan
fyrrv. alþingismaður
glöggva sig á hinu mögulega um
leið og menn vildu teygja sig all-
langt, bæði í stofnanaflutningi sem
og stofnun útibúa og deilda. Raun-
ar var útibúabrautin rudd af Lúð-
vík Jósepssyni einmitt á þessum
árum hjá þeim stofnunum, sem
heyrðu undir hans ráðuneyti þá og
gildir sú skipan enn og hefur til
heilla verið. Nefndarmönnum var
öllum ljóst að til mikils var að
vinna því hér var um einn veiga-
mesta þátt byggðaþróunar að tefla
og svo er auðvitað enn.
Það fullyrði ég að menn lögðu sig
fram um að fara hinn gullna meðal-
veg hins mögulega og það kom á
óvart hve andstaðan var sterk við
allan flutning hjá forsvarsmönnum
hinna ýmsu stofnana sem sáu á því
hin ótrúlegustu tormerki að hægt
væri að starfrækja stofnun annars
staðar en á höfuðborgarsvæðinu
og sums staðar varð uppi fótur og
fit hjá starfsfólki stofnana þegar
um flutning var rætt. Það var svo
að skilja sem þetta fólk liti á það
sem hreinan úflegðardóm, örgustu
Síberíuvist, ef stofnunin þeirra ætti
að fara eitthvað út fyrir höfuðborg-
arsvæðið.
Það var stundum næsta broslegt
að heyra menn biðjast vægðar
varðandi tillögur um flutning, allt
yfir í fullyrðingar sem hægt var að
skilja þannig að tæpast væri hægt
að hugsa eða starfa utan suðvestur-
hornsins.
Starf í nefndinni færði mér vitn-
eskju um margt, m.a. það hversu
lítt sumt fólk veit um landsbyggð-
ina og lífið þar og hversu undarleg-
ir fordómar eru í garð þeirra sem
þar eija sinn akur. Ekki hafa við-
horf fólks breyst né batnað frá
þeim tíma.
Vilji til aðgerða
En hvað sem öllum þessum fár-
ánlegu kveinstöfum leið lagði
nefndin ótrauð til flutning stofnana
og færði fullgild rök fyrir því, sýndi
fram á þjóðhagslega hagkvæmni,
auk framlagsins til farsælli þróun-
ar byggðar í landinu. Sama var aö
segja um stofnun útibúa og deilda
frá öðrum stofnunum og í minni
er mér árangurslaus flutningur
þingmáls - endurtekinn - um deild-
ir eða útibú frá Húsnæðisstofnun
ríkisins þar sem bankamir gætu
gegnt viðamiklu hlutverki svo sem
nú er orðin reyndin að hluta.
Við sem unnum að þessum mál-
um fyrir margt löngu trúðum því
einmitt að með haldgóðum grunni
gætu menn aíhafst eitthvað ef vilji
væri fyrir hendi. Og aflir vita að
slíkur flutingur er mögulegur -
þetta er hægt. Eini markverði
minnisvarðinn á þessari leið, frá
ráðherradómi Steingríms J. Sigfús-
sonar, sannar það ótvírætt. Skóg-
rækt rikisins var flutt austur, þar
eru höfuðstöðvar hennar við mikla
reisn og þar hafa menn engu síður
hugsað og iðjað en meðan æðstu
völd voru í Reykjavík.
Það kemur margt upp í hugann
þegar ný nefnd er á laggir sett. Það
fyrst hve fjarska lítið var gert með
vel rökstuddar tillögur fyrri nefnd-
ar sem voru viðurkenndar sem
framsýnar og raunsæjar í senn.
Enn frekar nú en þá er þörf á raun-
verulegu átaki í jákvæðri byggða-
þróun og enn sem fyrr er einmitt
þessi þáttur einn sá þýðingarmesti.
Það skal því vonað að á bak við
þessa nefndarskipan sé ákveðinn
vilji til aðgerða, ekki bara ákveðin
samviskufriðun eða sýndar-
mennska gagnvart landsbyggðar-
fólki.
Helgi Seljan
„Enn frekar nú en þá er þörf á raun-
verulegu átaki í jákvæðri byggðaþróun
og enn sem fyrr er einmitt þessi þáttur
einn sá þýðingarmesti.“
Hin mokandi þjóð
„Á blómaskeiði verðbólgunnar var heilu sjóðunum mokað útúr bönkun-
um ...“ segir Jón m.a. í greininni.
Moksturinn er þjóðaríþrótt ís-
lendinga. Hvergi njóta þeir sín bet-
ur en þar. Því leit ég uppúr hvers-
dagsmokstrinum er ég heyrði sjáv-
arútvegsráðherra tala af heilbrigðu
viti um úthlutun þorskkvóta. Ég
hlaut að álykta: Fulltrúar mokst-
ursins munu stööva hann. Og vita-
skuld gerðu þeir það.
Hér á landi hefur enginn mátt
tala af heilbrigðu viti í hálfa öld án
þess að vera hrópaður niður. Engu
hefur skipt hvort menn nefndu sig
kapítalista, kommúnista eða eitt-
hvað annað. Mokstur var draum-
sýn þeirra allra. Hver um sig hefur
spurt: Fáum við að moka eða hinir?
Mokstur á síld og heyi
Hátt í áratug vann ég hvert sum-
ar í síldarverksmiðju er síldinni
var mokað uppúr hafinu til
bræðslu. Þá var mokaö uns allt var
búið, ekki aðeins í norðurhafi á
sumrin. Á vetrum mokuðu menn
smásíld uppúr innfjörðum. Allan
þann tíma bölvuðu sjómenn flski-
fræðingum. Alltaf vissu sjómenn
að sjórinn var svartur af síld, þótt
hún sæist ekki. Hún var bara ann-
arsstaöar.
Ef fiskifræðingar sögðu austur
sögðu sjómenn vestur og öfugt. Nú
er röðin komin að þorskinum. Eigi
að koma hér upp skynsamlegri
fiskveiðistefnu mega sjómenn ekki
koma nálægt málinu. Ánnars hnn-
ir mokstrinum ekki fyrren allt er
búið.
Ekki var þetta betra í sveitinni.
Bændur, vanir að moka flórinn
með heimasmíðuðum áhöldum,
sáu fyrst vélar á stríðsárunum
seinni. Vanir aö bera á sjálfum sér
það sem hestamir ekki báru, fengu
KjaUarinn
Jón Kjartansson
frá Pálmholti
form. Leigjendasamtakanna
þeir allt í einu vélar til að moka
heyinu. Ráðunautar kenndu þeim
nýjar aðferðir, mældu nýræktir
vegna ræktunarstyrkja og ráð-
lögðu kynbætur.
Heymokstur jókst hratt uns alhr
stóðu klumsa: Vörurnar urðu svo
dýrar að fáir gátu keypt þær. Enn
hefur ekki fundist gott ráð til að
moka burt kjötfjallinu. Ráðunautar
dóu þó ekki ráðalausir: Fáið ykkur
tóur, sögðu þeir, og þá getið þið
mokað upp miklum peningum. Svo
var mokað fé í tóueldi, en flestir
vita nú hvemig sá mokstur fór.
Mokað úr bönkunum
Lausafólk hvarf úr sveitinni á
stríðsárunum. Það fór í þéttbýhð í
von um aö fá að moka. Margir lentu
í Bretavinnu og mokuðu upp pen-
ingum með því að sofa í vinnutím-
anum. Sumir fóru á vetrarvertíð.
Þar var moksturinn hnnulaus. Þeir
sem mestum fiski mokuðu á land
vom heiðraðir og kallaðir afla-
kóngar.
Svo kom verðbólguvertíðin og þá
var nú aldeilis hægt að moka.
Enn aðrir fóru á Völhnn og mok-
uðu dohurum. Helstu fjáraflakóng-
amir þar hafa nú mokað til sín af-
rakstrinum. Sá mokstur er með
þeim fádæmum að sagan af Einari
Benediktssyni, sem mokaði upp
peningum með því að selja norður-
Ijósin, hlýtur að blikna við saman-
burðinn. Á blómaskeiði verðbólg-
unnar var hehu sjóðunum mokaö
útúr bönkunum og allsstaöar rifust
menn um að fá að moka.
Þannig var t.d. lífeyrissjóðum
landsmanna mokað ofaní hús-
grunna. Afleiðing þess er m.a. sú
aö samkvæmt upplýsingum Seðla-
banka var í júní sl. tæpur þriðjung-
ur af skráðum þjóðarauði íslend-
inga bundinn í íbúðarhúsnæði, án
þess þó að húsnæðisþörf þjóðar-
innar hafi verið fuhnægt. Enginn
hefur stutt þennan mokstur dyggi-
legar en verkalýðsfélögin, sem áttu
þó að gæta sjóðanna.
Að moka sjálfstætt
Vitaskuld hafa menn ekki kært
sig um samvinnu um moksturinn.
Allir hafa viljað moka sjálfstætt.
Þannig hefur þróast í tímans rás
sérstakt moksturslag, sem nú er
orðið eitt af helstu þjóðareinkenn-
um íslendinga. Menn hafa verið
metnir eftir þvi hve duglegir þeir
hafa verið að moka, en smám sam-
an hafa moksturslaun alþýðu hætt
að skipta máh. Menn hafa bara
hert sig við moksturinn og mokað
lengur þegar launin lækkuöu.
Þetta „slampaðist" einhvernveginn
meðan verðbólgan hjálpaði og gæf-
ust menn upp mátti moka í sig pih-
um og brennivíni til að deyfa þreyt-
una.
Stjórnmálamenn hafa mokað til
sín atkvæðum með því að styðja
moksturinn. Jafnvel konurnar
brutust undan einokun karla á
mokstri, buðu fram til Alþingis og
hrópuðu: Við getum mokað líka.
Skyndilega stendur aht fast. Eng-
inn mokstur framundan. Skuldim-
ar hrannast upp, án þess að hægt
sé að moka þeim burt. Byggðirnar
að hrypja útum landið. Fiskurinn
búinn. Kaninn aö segja upp. F)ár-
magnið verðtryggt. Fólkið stendur
hnípið og hrópar af heift: Hvar get-
um við fengið að moka næst?
Jón Kjartansson
„Þannig hefur þróast 1 tímans rás sér-
stakt moksturslag sem nú er orðið eitt
af helstu þjóðareinkennum íslendinga.
Menn hafa verið metnir eftir því hve
duglegir þeir hafa verið að moka..