Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 3
i MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992. Fréttir „Reikningur Kjaradóms er til skoðunar hér en hann hefur ekki verið greiddur enn,“ sagði Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra er DV spurði hairn hvort um- ræddur reikningur hefði verið greiddur. Hinir fimm dómendur Kjara- dóms hafa sent fjármálaráðu- neytinu reikning fyrir störf sín vegna úrskuröa um laun æðstu embættismanna ríkisins og presta. Reikningurinn er upp á samtals 4,6 milljónir króna. Það þýðh’ að hver hinna fimm dóm- enda, auk ritara dómsins, verð- leggur þávinnu sína á 770 þusund krónur. Fulitrúar Kjaradóms fS föst laun i hveijum mánuði fyrir að sitja í dómnum. Forseti hans fær greiddar 13 þúsund krónur en hver hinna 10.600. Aðspurður um hvort mönnum þætti reikningurinn ekki hár kvaðst íjármálaráðherra ekkert vilja um það segja á þessu stigi málsíns. Verið væri að kanna hvaða vínna lægi að baki honum. Ekki væri hægt að segja til um hvenær þeirri könnun lyki. -JSS Brögð að þvl að sjómenn fari 1 kringum reglur: Höfrungakjöt boðið í f iskbúðum og á hótelum - veiðamar óheimilar án leyfis, segir Jón B. Jónasson í sjávarútvegsráðuneytinu Ivar Þór Þórisson í fiskbúðinni að Nethyl 2 með vænar sneiðar af höfrunga- kjöti en það er nú boðið til sölu í fiskbúðum á Akureyri og í Reykjavík. Að sögn kunnugra minnir kjötið á hrefnukjöt og er matreitt á svipaðan hátt og nautakjöt. DV-mynd GVA Nokkuð hefur borið á því að undanfomu að sjómenn í Eyja- firði og jafnvel víðar veiði höfr- unga. Kjötið hefur meðal annars veriö boðið til sölu á veitingastöð- um og hótelum. Ein fiskbúð á Akureyri selur höfrungakjöt og að minnsta kosti ein fiskbúð í Reykjavík. Bannað er að veiða höfrunga en leyfilegt er að nýta allt sem kemur í veiðarfærin. Eitthvað hafa sjómenn farið í kringum þetta og dæmi eru um að þeir veiði dýrin sérstaklega, þó ekki sé það í stórmn stíl. Af hveiju dýri fæst um og yfir 100 kg af kjöti. Þeir sjómenn, sem DV hefur rætt við, segja greinilegt að fjöldi höfmnga viö strendur landsins hafi aukist og algengt sé að þeir éti fiskinn af línunni. Þeir telja brýna þörf á því að setja skýrar reglur um höfmngaveiðar sem taki af allan vafa um þessi mál. Þeir vilja að veiðarnar verði sam- þykktar, veiðileyfum úthlutað á ákveðinn fjölda dýra og skýrt kveöið á um með hvaða aðferðum megi drepa dýrin. „Það er óheimilt að veiða höfr- unga án sérstaks leyfis og ég man ekki eftir því að menn hafi nokkm sinni sótt um leyfi til að veiða smærri tannhvali eins og höfrunga og hnísur. Það er ekk- ert að því að nýta það sem kafnar í netum og er hvort eð er dautt en allar hvalveiðar við ísland em bannaðar nema að fengnu sér- stöku leyfi samkvæmt lögum um hvalveiðar frá 1949 og reglugerð frá 1973,“ segir Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri i ~ sjávarútvegs- ráðuneytinu. Að sögn Jóns hafa smáhvala- veiðar aldrei verið stundaðar að neinu ráði í kringum ísland. „Ef umsókn bærist til sjávarútvegs- ráðuneytisins mn að fá að veiða einhver dýr af þessum smærri hvölum, sem Alþjóða hvalveiöi- ráðiö fjallar ekki um, þá mun það verða skoðað. Ef til þess kæmi þá getur ráðuneytið sett reglur um meðferð dýranna, hvaða að- ferðum skuli beita og fleira," seg- ir Jón. -ból 6 iörnu PA stjörmuspAin ÞlN ER I SÍMANUM Nú getur þú hringt á hverjum degi í síma 99 1234 og heyrt stjörnuspána þína. Með einu símtali færðu að vita hvað stjörnurnar segja um vinnuna, fjármálin, áhugamálin, vinina, ástina og að sjálfsögðu framtfðina. Ný stjörnuspá fyrir hvert merki er á hverjum degi. Símtalið kostar aðeins 39,90 krónur mínútan og sama verð um land allt. Teleworld Island Nú er gaman í símanum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.