Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 28
40 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992. Fréttir Sex sveitarfélög sameinast um rekstur Almenningsvagna: Strætisvagnaþjónusta samræmd á öllu svæðinu Sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu, Bessastaðahreppur, Garðabær, Hafnarflörður, Kjalameshreppur, Kópavogur og Mosfellsbær, hafa sameinast um rekstur Almennings- vagna sem hófu starfsemi sína síð- astliðinn laugardag. Meginmarkmið fyrirtækisins er að samræma þjón- ustu almenningsvagna á höfuðborg- arsvæðinu og hafa Almenningsvagn- ar nú með höndum allar strætis- vagnaferðir á milh þessara sex sveit- arfélaga og innan þeirra. Að sögn Amar Karlssonar, fram- kvæmdastjóra Almenningsvagna, hafa nokkrir hnökrar á leiðakerfinu komið í ljós þessa fyrstu starfsdaga en unnið er að því að laga þá. Vegna ábendinga farþega hefur til dæmis verið bætt við morgunferð í suðurátt frá Lækjargötu sem fer kl. 7.04. Þá hefur komið í ljós að á mestu anna- tímum á morgnana hafa vagnamir verið yfirfullir og þvi hefur þurft að bæta við vögnum til að anna farþega- fjöldanum. Áætlað er að árleg rekstrargjöld Almenningsvagna nemi um 280 milljónum króna en fargjaldatekjur verði um 140 milljónir króna. Rekstr- arhalli Almenningsvagna verður greiddur beint af þeim sveitarfélög- um sem reka fyrirtækið. Vagnar Almenningsvagna aka að jafnaði á 20 mínútna fresti og nokkr- ar hraðleiðir munu ganga á milli sveitarfélaganna. Að sögn Amar var reynt að ná sem bestri samræmingu við leiðakerfi SVR við hönnun kerfis- ins og aka vagnar Almenningsvagna því til allra aðalskiptistöðva SVR í Reykjavík. Nýtt fyrirtæki, Almenningsvagnar, hefur nú hafið starfsemi sina og annast það alla almenningsvagnaþjónustu milli sveitarfélaganna á höfuðborgar- svæðinu. DV-mynd GVA Sérstakur næturvagn mun aka að- faranætur laugardaga og sunnudaga fram til kl. 4.00 að morgni frá miðbæ Reykjavíkur til Kópavogs, Garða- bæjar og Hafnarfjarðar. Þetta er nýj- ung sem stendur í tilraimaskyni fram til áramóta. Almenningsvagnar og SVR hafa ekki með sér skiptimiðasamning svo að skiptimiðar frá öðm hvora fyrir- tækinu gilda ekki í hinu. -ból Leiðakerfi Reykjavík .140/141 Alftánes 63B/140/141 tpavoi 140/14: 51/142 )rfjörður 42/45 Aðalleio Næturferðir Akstursleið Skiptistöð Biðstöð Pop Frumafl-Ýmsir Kemur á óvart Frumafl er nafn á nýstárlegri safnplötu sem Axel Einarsson stendur fyrir útgáfu á og opnar nýjar leiðir fyrir óþekkta og lítt þekkta listamenn að koma sér og sínu efni á framfæri. Hugmyndin gengur út á það að menn kaupa sér einfaldlega pláss á plötu fyrir ákveðiö verð og fá í stað- inn ákveðinn eintakafjölda af plötunni til ráðstöfunar. Þetta er vissulega athyglisverð hugmynd og komust víst færri að en vildu á þessari fyrstu plötu þessarar tegxmdar hérlendis. Eins og við er að búast er efni plötunnar hið fjölbreyttasta en það sem kemur fyrst og fremst á óvart er hversu margt er hér vel gert og á fylli- lega skilið að koma út á plötu. Það má segja að þessi plata sýni að hér á landi er ótrúlega mikið af frambærilegum lagasmiðum og flytjendum. Reyndar era ekki aUt óþekktir listamenn á plötunni því hér koma viö sögu þekktir tónlistarmenn eins og Bjami Arason, Viðar Jónsson, Sigur- geir Sigmundsson, Ásgeir Óskarsson, Haraldur Þorsteinsson, Tryggvi Hljómplötur Sigurður Þór Saivarsson Hubner, Björgvin Gíslason, Magnús og Jóhann, Pétur Kristjánsson, Einar Júlíusson, Pálmi Gunnarsson og Axel Einarsson, svo að einhveijir séu nefndir. Flestir þessara manna em þó aðeins í hlutverki meðreiðarsveina í lögum en ekki flytjendir sem slikir. Gæði laganna era auðvitað jafn misjöfn og lögin em mörg og það sem háir mörgum lagasmiðnum greinilega er aðgangur að góöum söngvara en misgóður söngur er áberandi á plötunni og mörg þokkaleg lög falla um nokkra flokka eingöngu vegna þess að söngurinn er slakur. En það verður að taka viljann fyrir verkið og þetta framtak Axels Einarssonar er lofsvert og kærkomið fyrir alla þá sem telja sig eiga erindi á plötu en hafa ekki hlotiö náð fyrir augum útgefenda. Merming___________________ Áhrifamiklir tónleikar Tónleikar vora í Listasafni Siguijóns Ólafssonar í gærkvöldi. Sigurður Halldórsson sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari léku saman verk eftir Dmitri Schostakovits, Claude Debussy, Alfred Schnittke og Bohuslav Martinu. Húsfyllir var. Tónleikamir hófust á stuttu verki, Moderato, eftir Schostakovits. Þetta er hefidstætt verk og tjáningar- ríkt, skrifað á því útvíkkaða tónala tungumáli sem gerir tónlist þessa merka rússneska tónskálds svo sterka og persónulega. Greinileg tengsl em milh Schostakovits og landa hans Schnittke en eftir hann var síðasta verkið á tónleikunum, Sonate. Þetta er verk í þrem þáttum, Largo, Presto, Largo. Minna hægu þættimir mjög á önnur kammerverk Schnittkes, eins og t.d. frábært verk fyrir fiðlu og segulband, sem hann samdi í minningu Schostakovits, og annað verk fyrir píanó og strengjakvartett. Höfuðviðfangsefhið tækni- lega í verkum þessum em ómstreitur sem höfundur meðhöndlar á mjög frumlegan máta. Hinum ómblíð- ustu tónbilum er stillt upp gegn hinum ómstríðustu og gjaman er gmnntónn hggjandi eða áberandi á ann- an hátt til að undirstrika streitur og lausnir. Notkun höfundarins á pedölum píanósins er smekkleg og áhri- farík í þessu efni. Imúhald verksins er þjáningin í sín- um ýmsu fjölbreytilegu myndum. í Presto kaflanum er sleginn gjörsamlega annar tónn. Sífelldar endur- tekningar stuttra hendinga minna mjög á frumstæð- asta minimalisma og er líður á kaflann fara áheyrend- ur að efast um tilganginn með hjakkinu en einmitt þá reimur upp fyrir mönnum að þetta er aðeins undir- búningur undir síðari Largo kaflann, andstæða sem gerir hann margfalt áhrifameiri. Það er fyrst þegar verkinu er lokið sem menn sannfærast um að Prestó- ið sé nákvæmlega eins og það á að vera. Inni á milli verka hinna rússnesku meistara var Sonate eftir Debussy og Sonata no. 2 eftir Martinu. Fyrrgreinda verkið er gott dæmi um hve langt á und- an samtíð sinni Debussy var. Notkun hans á pizzicato, glissando og yfirtónum minna mjög á ýmis nútíma- verk, enda er þessi ágæti höfundur mikið stældur. Verk Martinus er viðamikið og mjög undir þjóðlaga- áhrifum. Kraftmikil hrynjandi með sterkum púls og Tónlist Finnur Torfi Stefánsson breytilegum áherslum gerir verkið hrífandi og áheyri- legt. Þessa vel völdu tónlist léku þeir félagar Sigurður og Daníel af nákvæmni og mikilli tónelsku. Það er sér- staklega til þess takandi hve gott vald þeir höfðu á hljóðfallinu og hve samtaka þeir vom í þessu mikil- væga atriði sem allt of oft er ábótavant á tónleikum hér á landi. Leikur þeirra var ekki snurðulaus en margt var um fallega gerða hluti í túlkun og útfærslu sem sýndi góðan skilning á innhaldi verkanna og hæfni til að tjá það. Sem heldur óvænt aukalag léku þeir félagamir hinn gamla slagara Round Midnight eftir Thelonius Monk, hinn frumlega meistara jassins sem ótaldir dansmúsíkkantar hafa grátið yfir í gegnum árin. Var gaman að heyra hina kunnuglegu jasshljóma í finlegri og blæbrigðaríkri útfærslu hinna klassískt þjálfuðu tónlistarmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.