Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Page 10
KLWfliBHA^ttU AMIVUUK1« W»UKJ.UUiH II 1» \ HOJi «»U \ ITM* nHWMIW f&isjrrv ST&jrr ★ 72 DIAMÓND SKULLS I @ AMANDA DONOHOt k OABHIEL Privilege protected them írom everything £ , f Afbrýðisemi DIAMOND SKULLS Útgefandl: Háskólabió. Lelkstjórl: Nicholas Ðroomfield. Aðalhlutverk: Amanda Donohue, Gabri- el Byrne og Michael Hordern. Bresk, 1990 - sýningartimi 83 min. Bönnuó börnum innan 16 ára. Diamond Skulls er virkílega vel gerö kvikmynd, tæknilega séö, góð- ar sviðmyndir, oft á tíðum glæsileg kvikmyndataka og vel klippt, en hún er einnig ótrúlega leiðinleg kvikmynd um leiðinlegt fólk. Gabriel Byme leikur enskan lord sem er sjúklega afbrýöisamur en hann á kynþokkafuUa eiginkonu og sér elskhuga í hverju homi. Þegar Gabriel er drukkinn kvöld eitt að aka félögum sínum keyrir hann yfir unga stúlku og drepur hana. Félagamir sverja þess eið að minnast ekki á neitt og hverfa af slysstað. Einn þeirra fær þó sam- viskubit og þegar hann fer að gruna að lordinn hafi keyrt viljandi yfir stúlkuna, þar sem hann hafi haldið að hún sé eiginkona hans, getur hann ekki orða bundist. En getur hann eitthvað aöhafst gagnvart peningum og völdum? Hvergi örlar á lífi í söguþræðin- um og leikur er einnig allur þving- aður og meira aö segja dapurlegur endir snerti mann lítíð. LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992. Myndbönd DV-myndbandalistinn Engar nýjar myndir koma inn á listann þessa víkuna en tvær koma inn aftur en gera sjáKsagt stuttan stans. í elleíta sætl aðra vikuna i röð er Fourth Story og á myndínní eru aðalaleikaranir í þeirrl mynd, Mimi Rogers og Mark Harmon. 1 (2) Freejack 2(5) StoneCold 3 (10) Dead again 4(1) What about Bob? 5 (3) Split Second 6(4) Kuffs 7 (6) Frankie & Johnnie 8 (7) Taking of Beverly Hiils 9 (9) Another You 10 (8) Curiy Sue 11 (11) Fourth Story 12 (14) Double Impact Oscar 13 (*) Book of Love 14 (-) Problem Child 15 (13) Thelma and Louise ★★★ Týnd fortíð FALSE IDENTITY Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: James Keach. Aðalhlutverk: Stacy Keach, Genevieve Bujold og Veronica Cartwrlght. Bandar isk, 1990 - sýningartfmi 93 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára. í False Identíty leikur Genevieve Bujold dagskrárgerðarmann sem fjallar um þekkta einstaklinga. Eitt sinn þegar hún er á bílskúrssölu rekur hún augun í oröu sem aðeins er veitt þeim sem sýna mikiö hug- rekki. Hún fær áhuga á hver hafi fengið orðuna og kemst að því að þaö er bróðir ríkasta mannsins í bænum. En þegar hún reynir að grafast fyrir um hvarf hans eru henni allar dyr lokaðar. Á sama tíma er Ben Driscoll sleppt úr fang- elsi en hann man lítið úr fortíð sinni og ákveður að komast að því hver hann er í raun og veru. í False Identity er sögð efnismikil saga en eins og hún kemur fyrir sjónir er hún ipjög gloppótt og laus- ir endar hér og þar. Hef ég grun um aö upprunalega hafi myndin verið mun lengri. Þó er margt ágætlega gert og Stacy Keach er ávallt traustur þótt oft hafi hann verið betri. Persónur í fortíð og nútíð DEAD AGAIN Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Kenneth Brannagh. Aóalhlutverk: Kenneth Brannagh, Andy Garcia, Derek Jacobi og Emma Thomp- son. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 103 mín. Bönnuö börnum innan 12 ára. Dead again er önnur kvikmynd hins unga breska snillings, Kenn- eth Brannagh, og allt öðruvísi en fyrsta kvikmynd hans, Henry V, sem hann gerði eftir klassísku verki Shakespeares og hlaut frægö fyrir. Eins og í Henry V leikstýrir Brannagh og leikur aðalhlutverkiö í Dead again og kemur örugglega aðdáendum sínum á óvart því varla er hægt að þekkja hann sem sama leikara er túlkaði kónginn svo eft- irminnilega í Henry V. Þaö er margt sem gerir Dead Again aö sérstakri kvikmynd. Byrjunin er klassískur þrillersögu- þráöur. Ung stúlka leitar hælis í kaþólskum drengjaskóla. Hún man ekki hver hún er eða hvaöan hún kom. Skólastjórinn fær einkalögg- una Mike Church til aö komast að því hver stúlkan er. Þaö ber lítinn árangur fyrr en hann hittir fornsal- ann Franklyn Madspn sem býðst til að dáleiða hana. í dáleiðslunni fer stúlkan aftur í tímann og fer óvænt að rifja upp líf hjónanna Romans og Margaret Strauss sem voru þekktír listamenn á fimmta áratugnum. Samband þeirra end- aði með því að Roman drap eigin- konu sína og var hann dæmdur til dauða. Dávaldurinn telur að Kenneth Brannagh og Emma Thompson eru í tvöföldum hlutverkum i Dead again. martraðir stúlkunnar og minnis- leysi tengist þessum atburði og í fyrra lífi hafi hún verið Margaret Strauss. Kenneth Brannagh og Emma Thompson leika bæði tvö hlutverk og komast þau sérlega vel frá sínu svo er einnig um aðra leikara. Dead again er fyrst og fremst góð skemmtun, vel skrifuð og vel leikin mynd, með sérlega athyglisverðan söguþráð. Hvort sem menn eru sannfærðir um að endurholdgun eigi sér stað eða ekki þá hafa örugg- lega allir gaman af. -HK ★★ Eiginmaðurhverfur FOURTH STORY Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Ivan Passer. Aóalhlutverk: Mark Harmon, Mimi Ro- gers og Paul Gleason. Bandarisk, 1991 - sýningartími 95 mln. Bönnuð börnum Innan 12 ára. í Fourth Story leikur Mark Harmon einkalögguna David Shep- ard, svalan náunga sem fátt bítur á. Hann verður þó fyrir miklum áhrifum frá Valerie McCoughlin (Mimi Rogers) þegar hún leitar ásjár hans en eiginmaður hennar hafði horfið sporlaust morgun einn að loknum morgunverði. Shepard er í fyrstu sama sinnis og lögreglan um að eiginmaðurinn hafi veriö búinn að fá nóg af eigin- konunni og byrjað nýtt líf með nýrri konu en þessi kenning hans verður fljótt að engu þegar hann fer í þjóðskrána og uppgötvar að eiginmaður Valerie hefur aldrei verið til. Við nánari rannsókn kem- ur í ljós að hiö rétta nafn eigin- mannsins er Peter Kilgore og þá fyrst fær Shepard mikinn áhuga á að finna manninn af ástæðum sem ekki verður farið út í nánar hér. Fourth Story er nokkuð flókinn og skemmtilegur þriller allt fram yfir miðja mynd. Þá tekur sögu- þráðurinn óvænta stefnu og marg- ar ótrúlegar tilviljanir ráða ferð- inni og þrátt fyrir spennandi endi hefur sagan þá tapað mestum sjarmanum. Mark Harmon og Mimi Rogers standa sig ágætlega í hefðbundnum hlutverkum og hjálpa til að gera Fourth Story að sæmilegri afþreyingu. -HK ★★72 Á faraldsfæti DELUSION Útgefandl: Skifan. Leikstjóri: Carl Colpaert. Aðalhlutverk: Jennifer Rubin, Jim Metzier og Kyle Secon. Bandarfsk, 1991 -sýningartfml 93 mfn. Bönnuö börnum innan 12 ára. IMikið hefur verið skrifað og rætt um svokallaðar vegamyndir. Er þá átt við myndir um fólk á faralds- fæti, oft fólk með mikinn uppreisn- aranda 1 sér sem æðir á vit örlag- anna. Tvær nýlegar og þekktar kvikmyndir, Thelma and Louise og Böm náttúmnnar, em ágæt dæmi um slíkar myndir þótt ólíkar séu og Delusion fyllir þennan flokk rækilega því að hún gerist nánast á þjóðvegum í Bandaríkjunum. Jim Metzer leikur kaupsýslu- manninn George sem stolið hefur miklu fé úr fyrirtæki sínu rétt áður en það rúllaði. Er hann nú á flótta. Hann setur stefnuna á Reno á fína Volvoinum sínum. Þar sem hann keyrir og hugsar um allan peningana í skottinu verður hann vitni að því þegar bfll ekur út af og hvolfir. Út úr honum skríöa tvö ungmenni sem biðja um far með honum stuttan spöl. George á eftir aö iörast þess aö hafa tekið þau upp í því nú fyrst fær hann að kynnast erfiðleikum og áður en hann veit af er hann í mikflli lífshættu. Delusion er ágætlega gerö kvik- mynd. Hlutverkin í myndinni em vel skrifuö. Áhorfandinn finnur aldrei til neinnar meðaumkunar með persónunum enda eiga þær það varla skilið og í lokin er manni nokkuð sama um örlög þeirra. Það er helst stúlkan sem manni finnst aö eigi að fá annaö tækifæri í lífinu. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.