Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Side 12
12 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992. Erlendbóksjá Asimovum alheiminn Þótt Isaac Asimov hafi veriö kunnastur fyrir vísindaskáldsög- ur sínar var hann ekki síður snjall sem höfundur fræðirita. Margar þeirra hátt í fimm hundr- uð bóka sem hann samdi á langri ævi voru einmitt ætlaðar til kennslu eða sjálfsnáms. Þetta nýja rit er safn ritgerða um vísindaleg efni sem birtust í The Magazine of Fantasy and Science Fiction árin 1989 og 1990. Þeim er skipt í þrjá meginkafla. Fyrstu átta ritgerðimar fialla um sólkerfi okkar, ekki síst um só- lina, reikistjörnuna Mars og um þróun þekkingar mannsins á sól- kerfinu gegnum aldimar. Þá koma fiórar greinar um alheim- inn og helstu kenningar fræði- manna um tilurð hans og eigin- leika. Síðustu fimm ritgerðimar fialla svo um jarðneskari málefni - allt frá notagildi saltpéturs til hættunnar af reykingum. Asimov var snillingur í að út- skýra flókið efni á einfaldan hátt. Sú náðargáfa einkennir þessar áhugaverðu ritgerðir hans. THE SECRET OF THE UNIVERSE. Höfundur: Isaac Asimov. Oxford Unlverslty Press, 1992. Spennusaga úr fjármálaheimi Morris West er margfaldur metsöluhöfundur. Hann semur spennusögur þar sem gjaman er fiallaö um stjómmálaleg eða trú- arleg átök. Bakgrunnur þessarar nýjusta skáldsögu West em stórviðburöir síðustu ára í alþjóðamálum; hmn Sovétríkjanna og sá gífurlegi efnahagslegi vandi sem blasir viö arftökum kommúnismans þar eystra. Helstu sögupersónumar em forystumenn risafyrirtækja í Þýskalandi og Japan. Þeir sjá sér leik á borði aö slá tvær flugur í einu höggi; að hjálpa Rússum en ná um leið sjálfir verulegum fiár- málalegum áhrifum í því sem nú er kallað Samveldið. Þetta hyggj- ast þeir gera með því að semja við Rússa um að moka fiármagni inn í landið gegn ýmsum sérrétt- indum fyrirtækjunum til handa. Inn í þessa alþjóðlegu fléttu blandast persónuleg og pólitísk átök, þar á meðal ástarævintýri og morð. Þetta er nokkuð hefðbundin blanda hjá Morris West og frá- sögnin er virkilega læsileg eins og vænta mátti. THE RINGMASTER. Höfundur: Morris West. Mandarin, 1992. Arfleifð víkinganna Norrænir vík- ingar virðast enn vekjaáhugameö- al almennings í Evrópu. Á þessu ári Kólumbusar er viðamikil sýn- ing um heim vík- inganna á ferð um meginlandið. Sýningin var fyrst opnuð í París fyrr á árinu, færð til Berhnar nýverið og á svo að enda daga sína í Kaupmannahöfn. Else Roesdahl, höfundur bókarinn- ar The Vikings, er einn margra sér- fræðinga sem unnu að gerð sýning- arinnar. The Vikings kom fyrst út á dönsku árið 1987 en hefur nú verið þýdd á ensku. Höfundurinn leggur áherslu á að víkingamir hafi ekki bara verið drykkfelldir berserkir sem drápu mann og annan, rændu og rupluðu, brenndu íbúðarhús og klaustur, tóku þræla og nauðguðu konum. Daglegt víkingalíf Roesdahl rekur því margt það sem vitað er um daglegt líf norrænna manna á víkingaöldinni. Hún lýsir til dæmis staðháttum í Skandinavíu, lífsháttum norrænna manna á þess- um tíma, þjóðskipulagi, trúarbrögð- um, skáldskap og listsköpun, verslun og siglingum, klæðnaði og hreinlæti. Reyndar leggur hún áherslu á aö flestir Skandinavar hafi um þetta leyti búið í friði og spekt á heimaslóð- um og ræktað garðinn sinn á meðan tiltölulega fáir en sókndjarfir víking- Dr. Kristján Eldjárn og Gisli Gests- son við uppgröft í víkingabyggðum á Nýfundnalandi. ar sigldu til fiarlægra landa og lentu í sögufrægum ævintýrum. Sóknin mikla Síöari hluti bókarinnar fiallar um þá sem lögðust í víking til landa frísa og fránka, bresku eyjanna og ír- lands, Færeyja og íslands, Græn- lands og Ameríku, Rússlands og Austurrómverska keisaradæmisins í Miklagarði. Þetta er sóknin mikla sem gerði víkingana svo fræga eða alræmda víða í Evrópu að tímaskeiðið hefur almennt verið við þá kennt. Veröld víkinganna var svo sannarlega víð- feðm þessar þrjár aldir eða svo sem þeir létu til sín taka utan Skandin- avíuskagans. Það var seint á áttundu öldinni sem skip víkinganna vöktu fyrst ógn í brjóstum íbúa strandhéraða Eng- lands. Snemma á þeirri níundu fóru þeir að herju suður á meginland Evrópu. Brátt sóttu þeir í tvær áttir: í aust- urveg allt suður til Miðjarðarhafsins og í vesturveg allt til Ameríku. Sums staðar urðu völd þeirra mik- il, annars staðar hverfandi. Hafa Skandinavar hvorki fyrr né síðar haft viðlíka áhrif á gang mála utan heimdragans. En á síöari hluta elleftu aldar var ævintýrið úti og norrænir víkingar heyrðu í raun sögunni til. Minjamar Og hvað skildu víkingamir svo eft- ir sig annað en íslenskar sögur um afreksverk og frásagnir evrópskra klerka um ógnir og skelfingu? Roesdahl dregur fram það helsta sem fundist hefur við fornleifarann- sóknir, svo sem glæsileg skip, húsa- rústir, skartgripi, ýmis áhöld úr dag- lega lífinu og rúnir á steinum. Sömu- leiðis staðaheiti hér og þar í Evrópu og norræn orð í ensku og frönsku. Svo virðist sem áhrif víkinganna hafi verið staðbundin og yfirleitt skammlíf. Kannski hafði víkingaöld- in varanlegastar breytingar á heima- slóðum víkinganna sjálfra sem komu með mikinn auð og nýjar hugmyndir að utan. Það er þá enn eitt dæmi um hvemig hinum sigruðu hefur oft tek- ist að setja mark sitt á sigurvegara sína. THE VIKINGS. Höfundur: Else Roesdahl. Penguin Books, 1992. rísc Kousiiali! aw.. ■ ■ THE VlKlKGS Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Joanna Trollope: THE RECTOR’S WIFE. 2. Jeffrey Archer: AS THE CROW FLIES. 3. Colin Dexter: THE JEWEL THAT WAS OURS. 4. David Eddings: SEERESS OF KELL. 5. Davld Lodge: PARADISE NEWS. 6. Clive Barker: IMAJICA. 7. Len Deighton: MAMISTA. 8. Jilly Cooper: POLO. 9. John Grisham: THE FIRM. 10. Barbara Taylor Bradford: REMEMBER. Rit almenns eðlis: 1. Peter Mayle: TOUJOURS PROVENCE. 2. Terry Smith: ACCOUNTING FOR GROWTH. 3. Pefer Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 4. Laurie Lee: A MOMENT OF WAR. 5. Lafðl Fortescue: PERFUME FROM PROVENCE. 6. Bill Bryson: NEITHER HERE NOR THERE. 7. Hannah Hauxwell: HANNAH: THE COMPLETE STORY. 8. Nancy Frlday: WOMEN ON TOP. 9. M. Baigent & R. Leigh: THE DEAD SEA SCROLLS DECEPTION. 10. Julia Phillips: YOU'LL NEVER EAT LUNCH IN THIS TOWN AGAIN. (Byggt á The Sunday Tlmes) Bandaríkin Skáldsögur: 1. John Grisham: THE FIRM. 2. John Grisham: A TIME TO KILL. 3. Tom Clancy: THE SUM OF ALL FEARS. 4. Stephen King: NEEDFUL THINGS. 5. Anne Rivers Siddons: OUTER BANKS. 6. Fannie Flagg: DAISY FAY AND THE MIRACLE MAN. 7. Ken Follett: NIGHT OVER WATER. 8. Fannle Flagg: FRIED GREEN TOMATOES AT THE WHISTLE STOP CAFE. 9. Linda Lael Mlller: DANIEL’S BRIDE. 10. James A. Michener: THE NOVEL. 11. J.F. Freedman: AGAINST THE WIND. 12. John Vornholt: SANCTUARY. 13. Sandra Brown: A TREASURE WORTH SEEKING. 14. Villiam J. Caunitz: EXCEPTIONAL CLEARANCE. 1$. Amy Tan: THE KITCHEN GOD’S WIFE. Rit almenns eðlis: 1. Katharine Hepburn: ME: STORIES OF MY LIFE. 2. D.L.Barlett & J.B. Steete: AMERICA: WHAT WENT WRONG? 3. Oeborah Tannen: YOU JUST DON’T UNDERSTAND. 4. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 5. Peter Mayle: TOUJOURS PROVENCE. ö. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELLED. 8. P.J. O'Rourke: PARLIAMENT OF WHORES. 9. B. Williams & C. Kreski: GROWING UP BRADY. 10. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW I LEARNED IN KINDERGARTEN. 11. M. Rothmiller & I.G. Goldman: L.A. SECRET POUCE, 12. Martln L. Gross: THE GOVERNMENT RACKET. (Bydsf á New York Timos Book Review) Danmörk Skáldsögur: 1. Jorn Riel: FLERE SKR0NER FRA ET REJSELIV. 2. Stefano Benní: TERRA. 3. Knud H. Thomsen: BR0DRENE PÁ YARLECH CASTLE. 4. Betty Mahmoody: IKKE UDEN MIN DATTER. 5. Herbjorg Wassmo: DINAS BOG. 6. Jean M. Auel: REJSEN OVER STEPPERNE. 7. Bret Easton Ellis: AMERICAN PSYCHO. 8. Lelf Davidsen: DEN RUSSISKE SANGERINDE. 9. Pat Conroy: SAVANNAH. 10. Cllfford Irvlng: UNDER ANKLAGE. (Byggt á Polltlkon Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Stórskáldið Wystan Auden Rúmur áratugur er hðinn síðan þessi ítarlega ævisaga enska stór- skáldsins Wystan Hugh Auden sá fyrst dagsins ljós. Kiljuútgáfan er því löngu tímabær og kærkom- in. Auden lýsti á sínum tíma andúð sinni á ævisögum skálda - taldi þær í öllum tilvikum yfirborös- kenndar og oftast einnig smekk- lausar. Hann reyndi að koma í veg fyrir að ævisöguhöfundur gæti tekið hann sjálfan til með- ferðar, m.a. með áskorun til vina sinna um aö eyðileggja öll bréf sem hann hafði ritað þeim. Aud- en varð ekki að þessari hinstu ósk sinni og Carpenter hafði því úr fiölda bréfa og minningarbrota að moða. Hann fiallar hér jöfnum höndum um skáldiö Auden og persónuna, sköpunargáfuna og einkalífið en hvoru tveggja var vægast sagt óhefðbundið. Þess má geta að Auden ferðað- ist um ísland sem ungur maður sumarið 1936 og orti hér ljóðabréf til Byrons lávarðar. Carpenter fiallar um þá heimsókn sem og endurkomu hans til landsins tæpum þremur áratugum síðar. W.H.AUDEN. A BIOGRAPHY. Höfundur: Humphrey Carpenter. Oxford Universify Press, 1992. Sigurinn mikli við Trafalgar Breski flotinn vann frægan sig- ur við Trafalgar 21. október áriö 1805. Nelson flotaforingi, sem féll sjálfur, varð þjóöhetja Breta. Enn í dag er nafn hans tengt þessari frægu sjóorustu, nánast eins og úrshtin væru honum einum að þakka. í þessari ítarlegu úttekt rekur Alan Schom, sem er prófessor í sagnfræði, hins vegar aödrag- anda þessarar orustu sem gerði aö engu draum Napóleons Bona- parte um aö leggja undir sig Eng- land. Jafnframt gefur hann ljósa mynd af ýmsum þeim einstakl- ingum sem mest áhrif höfðu á gang mála. Schom lýsir í smáatriðum v margra ára undirbúningi Napó- leons fyrir hina miklu innrás franska hersins yfir Ermarsund- ið til Bretlands. Þar var ekkert til sparað enda vígbúnaðurinn einsdæmi á þeirra tíma mæh- kvarða. Hann rekur einnig ná- kvæmlega viöbrögð Englendinga, sérstaklega eftir að William Pitt yngri var gerður að forsætisráð- herra á ný einmitt til að mæta frönsku ógninni. Pitt lagöi gifur- legt kapp á að efla varnir gegn væntanlegri innrás - bæði á sjó og landi. Árangurinn kom í ljós viö Trafalgar. TRAFALGAR. Höfundur: Alan Schom. Penguln Books, 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.