Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Síða 33
LAUGAHDAGUR: 5. SEPTEIVtBER 1992. 45 Svo bregöast krosstré sem önnur tré. Komið hefur á daginn aö það er einn af góðvinum Díönu prins- essu sem er að auka tekjur sínar með því að bera út slúðursögur um hana og vini hennar. Maður þessi heitir Malcolm Lette, fyrrum hermaöur og settur liðþjálfi, þar áðin- einkaþjónn James Hewitt majórs, reiðkennara Díönu prinsessu. Lette er nú hætt- ur í hemum og vinnur sem lager- maður í verslim. Hann vonast eftir verulegum tekjum af söguburði um Díönu prinsessu. Þjónninnáhleri við hesthúshurðina Nú þegar hefur Lette selt söguna af ástarsambandi Díönu og Hewitt. Lette segist hafa séð þau í faðmlög- um í hesthúsinu í Knightsbridge nærri Windsorhöll. Hann hefur og sagt frá innilegum samtölum þeirra en í þeim efnum skortir seg- ulbandsupptökur til að sanna mál- ið. Lette og Hewitt vom til skamms tíma góðir vinir en nú er vinskap- urinn úr sögunni. Díana vingaðist og við Lette sem var einkaþjónn Díana prinsessa og James Hewitt major hafa verið nánir vinir undanfar- in ár. Hann hóf að kenna henni reiðmennsku árið 1988 þegar þessi mynd var tekin. Þjónninn segir að þau hafi minnst verið í söðlinum i reiðtimunum. Góðvinur Díönu dreginn fram í dagsljósið: Moldvarpan í Buckingham - vill milljónir fyrir sögur af Díönu og vinum hennar Malcolm Lette var einkaþjónn reiðkennara Díönu prinsessu. Hann kjaft- Hewitts þegar hann hóf að segja Díönu til í reiðmennsku sumarið 1988. Díana sendi honum einu sinni jólakort og einnig miða á tónleika með Michael Jackson. Lette hafði það hlutverk, meðan kennslan fór fram, að sjá til þess að hestamir væra alltaf til reiðu. Hann veit því manna best hvað gerðist þótt margir efist um að hann segi satt og rétt frá. Lette segir að í fyrstu hafi reið- kennslan farið fram í gerðinu utan við hesthúsið. Af einhverjum ástæðum hafi Díana og Hewitt kos- ið að flytja sig inn í skálann. Þá hafi hann ekki staðist mátið og kíkt inn og séð að það var ekki sameig- inlegur áhugi á hestum sem laðaði Díönu og Hewitt saman. Hewitt hefur ákveðið að kæra blaðið The Sun fyrir meiðyrði vegna fréttanna sem byggðar vora á frásögn Lette. Þetta er ákvörðun sem skaðar Díönu mest því svo kann að fara að hún verði kölluð fyrir sem vitni í málinu. Það myndi vekja hálfu meiri athygli en sagan sjálf. Hewitt hefur samt ákveðið að sætta vig ekki við slúðrirð. Hann er í vondum málum vegna laus- mælginnar í Lette og verður að öll- um líkindum að hætta í hernum. Hann stjómaði skriðdrekasveit í Persaflóastríðinu. Von um skjótfenginn gróða við söguburð Sagt er að Lette vilji fá 100 þús- und pund fyrir allt sem hann veit um samband Hewitts og Díönu. Það era um 10 milljónir króna. Hann hefur þegar fengið álitlega flárhæð fyrir fyrstu söguna og heftír gefið í skyn aö von sé á meiri. Bresk blöð hafa ekki lýst áhuga á framhaldinu en þýska blaðið Bild er að kanna máUð. í Bretlandi grunar marga aö Lette sé maöurinn á bak við fleiri sögiu- sem borist hafa af fjölskyldulífmu í Buckinghamhöll. Hann er nú kall- aður „moldvarpan“ vegna njósna aöi frá öllu. sinna um konungsfjölskylduna. Lette er farinn í felur því margir era honum reiðir fyrir að ófrægja fjölskylduna sem áður sýndi hon- um aðeins vinsemd. Bílasalinn þolir ekki majorinn Lette hefur þó tæpast átt stóran þátt í að segulbandsupptakan af símtali Díönu og ökuþórsins James Gilbey komst til ftölmiðla. Margt er þó enn óútskýrt í því máli og böndin berast að Lette sem milli- göngumanni. Vegna kunnings- skaparins við Díönu vissi hann hveija hún hafði helst samneyti við á árunum eftir 1988. Hewitt neitar staöfastlega að hafa gert annað með Díönu en aö kenna henni að sitja hest. Sagan um sam- band hans við Díönu fær þó stoð í símtalinu fræga milli Díönu og Gil- bey því þar sneiðir hann að „maj- omiun“ og má greina afbrýðisemi í röddinni. Söguburöurinn um bresku kon- ungsQölskylduna á síðustu vikum veldur því að efast má um að kon- ungdæmi verði í Bretlandi eftir daga Elísabetar drottningar. Því er haldið fram að hún hafi þegar tekið þann kostinn að sitja til æviloka og láta þaö veröa síðustu ósk sína aö konungdæmið verði lagt niður. Hún treystir ekki Karli og Díönu fyrir veldissprotanum og stjómir margra ríkja i Breska samveldinu era á sama máli. Þannig er búist við að Ástralir stofni lýðveldi ef Karl á að verða konungur. Þegnar drottningar bera virðingu fyrir henni og Filippusi drottningar- manni en ekki kynslóðinni sem á aötakaviö. -GK VÍK í MÝRDAL Nýr umboðsmaður frá 1 /9 er Sigurbjörg Björnsdóttir Mánabraut 4, sími 71133 Frönskunámskeið Alliance Francaise Frönskunámskeið Alliance Francaise hefjast 14. september Innritun fer fram alla virka daga kl. 15-18 að Vesturgötu 2, sími 23870 Fimleikadeild Ármanns Innritun stendur yfir. Skráning alla virka daga klukk- an 15-18 í síma 688470. Getum bætt við í byrjendahópa frá 5 ára aldri. Sérhæft fimleikahús að Sigtúni 10, Rvík. Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Eskifirði skorar hér með á gjaldend- ur virðisaukaskatts, sem ekki hafa staðið skil á virðis- aukaskatti fyrir janúar, febrúar, mars, apríl, maí og júní 1992, er féll í gjalddaga 7. apríl, 5. júní og 5. ágúst sl., svo og gjaldföllnum og ógreiddum virðis- aukaskattshækkunum, að gera skil nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar. Þá er skorað á gjaldendur að standa skil á staðgreiðsluskatti og tryggingargjaldi ársins 1991 og því sem gjaldfallið er á árinu 1992. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van- goldnum eftirstöðvum gjaldanna að þeim tíma liðn- um, samkvæmt heimild í 9. tl. 1. mgr. 1. gr., sbr. og 8. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Eskifirði, 5. september 1992. Sýslumaðurinn á Eskifirði Gullfallegur Toyota 4Runner, árg. '90, ekinn 33.000 km, álfelg- ur, upphækkaður, 31" dekk, sóllúga., ______Stgr. verð kr. 2.100.000._ BÍLAHÚSIÐ ■ i L A S A L A SÆVARHÖFÐA 2 O 674848 í húsi Ingvars Helgasonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.