Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Page 10
10 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1992. Útlönd dv Samkomulag stjómmálaílokkanna 1 Svíþjóð: Velferðin skorin heimilislausar í Pakistan Rúinlega þijár tniHjónir manna eru heimiiislausar í Pakistan eftir mikil flóð. Stjóm landsins og her- inn rífast nú um hverjum sé um aö kenna hvemig komiö er fyrir landsmönnum og hvort Pakistan- ir eigi að fara fram á erlenda að- stoð. Taliö er að um 2.000 manns hafi látið líflð í flóðunum og þeim aurskriöum sem þeim iylgdu. Rúmlega þijár milijónir manna em heimilislausar í Punjabhér- aði og tæplega 4.000 þorp hafa veriö afmáð. Talið er aö skemmd- ir nemi sem svarar 110 milijörö- um króna. Forsætisráöherra Pakistans, Nawaz Sharif, hefur ekki fariö framáaiþjóðlegahjálp. Reuter Leiðtogar sænsku stjómmála- flokkanna tilkynntu í gær að þeir hefðu komist að samkomulagi um mikinn niðurskurð á velferðarkerf- inu sem hagfræðingar segja að ætti að bjarga sænsku krónunni frá falli ef ró er yfir evrópskum fjármála- mörkuðum. Niöurskurðurinn mun bitna á hverju einasta heimili í Sviþjóð frá janúarmánuði næstkomandi. Eftir- laun munu lækka, svo og veikinda- dagpeningar, slysabætur, húsnæðis- bætur og aðrir styrkir, auk þess sem álögur á tóbak og bensín munu hækka. „Ég harma þetta," sagði Ingvar Carlsson, formaður stjómarand- stöðuflokks jafnaðarmanna, sem skýrði frá aðgerðunum með Carli Bildt forsætisráðherra. „En efna- hagskreppan í Svíþjóð er sú versta um áratugaskeið." Stjórn hægrimanna og jafnaöar- menn ákváðu aö horfa fram hjá ágreiningi sínum og komast aö sam- komulagi sem mundi sannfæra fjár- magnsmarkaðina um að ekki þyrfti að koma til gengisfellingar sænsku krónunnar. Auknar tekjur sænska ríkisins vegna niöurskurðarins og skatta- hækkananna munu nema um fjögur hundmð milljörðum íslenskra króna árið 1997. Byltingarkenndasti niður- skurðurinn er samkomulag um að taka veikinda- og slysabætur út úr almannatryggingakerfmu og gera atvinnurekendur og launþega ábyrga fyrir þeim í sameiningu. Ekki voru allir jafnaðarmenn hrifnir af því að flokkur þeirra skyldi taka þátt í að skera niður velferðar- kerfið. „Þetta er hneyksli. Ingvar Carlsson hefur selt sál flokks verka- manna,“ sagði Gösta Bodin, leiðtogi jafnaðarmanna í Astrop í suðurhluta Svíþjóðar. Hagfræðingar voru hóflega bjart- sýnir á að fjármálamarkaðir mundu taka aðgerðunum sem sönnun þess að Svíar hefðu loks tekið sig saman í andlitinu og náð tökum á fjárlaga- hallanum. Reuter Vopnin snúast í höndum repúblikana Demókratinn Bill Clinton réðst harkalega á George Bush Banda- ríkjaforseta í ræðu sinni í gær. Sagði Clinton að Bush væri forseti sem gerði ekki neitt og repúblikanar sáu vopnin snúast í höndum sér þar sem varaforsetinn Dan Quayle þarf nú að svara til saka hvað varðar veru í hernum í Víetnamstríðinu. Quayle tókst að komast í þjóðvarn- arliðið og þannig komast hjá því að vera sendur til Víetnam. Aöeins eitt prósent af þjóðvamarliðunum voru sendir til Víetnam og af þeim féllu 97, en alls féllu 58.000 bandarískir hermenn á meðan á stríðinu stóö. Clinton hafði einnig nokkur orð handa félögum sínum í Evrópu og lagði til að Evrópubúar litu út fyrir mörk Evrópu og að sameining Evr- ópu yrði ekkj til þess að viðskipta- höft yrðu sett á önnur lönd, eins og t.d. Bandaríkin. Var Clinton nokkuð bjartsýnn á að sameining Evrópu kæmi efnahag alls heimsins til góða. Hann var þó alls ekki sáttur við að aðeins 16 prósent bifreiða í Evrópu mega koma frá öðrum löndum. • Reuter Enginn sigur- vegari í for- setakosning- um í Eistlandi Nú lítur út fyrir að enginn forseta- frambjóðandi í eistnesku kosningun- um fái hreinan meirihluta. Eru þetta fyrstu forsetakosningarnar í Eist- landi eftir að landið hlaut sjálfstæöi frá fyrrum Sovétríkjunum. Þegar búið var að telja atkvæði í 17 borgum af 21 var Amold Ruutel, fyrrum leið- togi kommúnista, með 43,1 prósent atkvæða. Ruutel hefur verið þingfor- seti frá því 1983. Annar forsetaframbjóðandi, Lenn- art Meri, fymum utanríkisráðherra og leiðtogi hinnar íhaldssömu föður- landsfylkingar, var sagður hafa feng- ið 29,55 prósent atkvæða. Þessar nið- urstöður gefa til kynna að Ruutel muni ekki takast að ná 51 prósent atkvæða sem nauðsynlegt er að hann fái til að verða fyrsti forseti Eistlands frá því fyrir síðari heimsstyrjöld sem kosinn er lýðræðislegri kosningu. Þetta þýðir að þingið verður að kjósa forsetann, en þingkosningar fóru einnig fram á sunnudaginn. Rússar em um það bil þriðjungur þjóðarinnar, en fengu ekki aö kjósa þar sem þeir hafa ekki sjálfkrafa rétt á eistneskum ríkisborgarrétti sam- kvæmt lögum landsins. Útlendingar geta aðeins gerst ríkisborgarar með því að hafa búið þar að minnsta kosti í tvö ár, geta sýnt fram á að kunna tungumálið og heita tryggð við ríkið. Reuter Mynd Woody Allensfærgóðar viðtökur Nýjasta afurð leikstjórans Wo- ody Áilens, Eiginmenn og eigin- konur, fékk gifurlega góða gagn- rýni er hún var frumsýnd í Bandarikjunum á föstudaginn. Mikill fjöldi karia og kvenna dreif sig á myndina til að kanna hvort að myndin væri sannsöguleg. Upprunalega átti ekki að frum- sýna myndina fyrr en í lok þessa mánaðar og var ætlunin aö sýna hana aðeins í örfáum kvik- myndahúsum í Bandarikjunum eins og verið hefur með aðrar myndir leikstjórans, en ffamleið- andi myndarinnar ákvað að not- færa sér það mikla umtal sem verið hefur um samband Allens og Miu Farrow, og var Eiginmenn og eiginkonur því sýnd í 800 kvik- myndahúsum. Sjömilljónlitrar afbjór Búist er við að bjórsvelgir muni drekka um það bil sjö milljónir lítra af bjór á hinni árlegu bjórhá- tíð Oktoberfest sem haldin er í Múnchen. Byrjaði hátíðin núna á laugardaginn og er áætlaö að um sex milljónir gesta muni koma til borgarinnar á meðan á hátíðinni stendur. Er hátíðin gífurleg lyfti- stöng fyrir borgina þá sextán daga sem hún stendur yfir en gert er ráð fyrir að ferðamenn muni eyða sem svarar 37 millj- örðum króna. Antoniade Sancha segist hafaveriðnotuð Haft var eftir spænsku leikkon- unrtí Antoniu de Sancha um helg- ina aö andstæðingar gleðimála- ráðherrans David Mellor reyni að nota samband þeirra til að eyðileggja stjórnmálaferii hans. „Ég veit ekki hver það var sem uppgötvaði samband okkar, en það er ljóst að það er til fólk sem vdl binda enda á feril hans og ég var notuð af því,“ sagði hin 31 árs gamla leikkona í viðtali við spænsku pressuna. Hún sagði einnig í viðtalinu að Mellor hefði veriö fyrsti Bretinn sem hún hefði verið með því að hennar mati væru Bretar iremur kald- iyndir. Fergiegrætur opinberlega Hertogaynjan af Jórvik brynnti músum um helgina er hún kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir að myndir af henni birtust í gulu pressunni í Bretlandi þar sem hún er berbrjósta. Fergie var að halda ræðu í Birmingham er hún hreinlega gat ekkl meira, brotnaði niður og varð aö stíga úr pontunní á með- an að hún náði sér að nýju. Um 400 raanns, sem viðstaddir voru, klöppuðu henni lof í lófa. nórídaísárum Heilum mánuði eftir að fellibyl- urinn Andrés gekk yfir Flórida er fylkiö enn í sárum. Búið er að hreinsa sumar götur Miami, gert hefur verið við þök á húsum hér og þar, rafmagn er að mestu kom- ið á aftur og aöeins er útgöngu- bann í örfáum hverfum ennþá. í Dadesýslu er gífurleg eyði- legglng, ekki eitt einasta hús eða fyrirtæki slapp við Andrés. Ung einstæð móðir með tvö börn sagði við fréttamenn Reuters að næst þegar fellibylur gengi yfir Flórída skyldi hún vera langt í burtu. Reutér : I I I I I I I I I I I I I |gP I I I I I I I I I 1 I I I I I I I I I I I I I I I I I L "cTf • L O N D CPN PONTUNARLINA 91-653900 VERÐLÆKKUN! i Vegna gengisfalls pundsins lækkum við vöruverð í listanum Vinsamlega notið eftirfarandi verðtöflu: PUND KRÖNUR PUND KRÓNUR 3,25 448 24,99 3.442 4,25 585 25,99 3.580 4,50 620 26,99 3.718 4,99 687 27,99 3.856 5,50 758 28,99 3.993 5,99 825 29,99 4.131 6,50 895 30.99 4.269 6,99 963 31,99 4.407 7,50 1.033 32,99 4.544 7,99 1.101 33,99 4,682 8,50 1.171 34,99 4,820 8,75 1.205 35,00 4,821 8,99 1.238 35,99 4,958 9,50 1.309 36.99 5.095 9,99 1.376 37,99 5.233 10,50 1.446 38,00 5.235 10,99 1.514 38,99 5.371 11,50 1.584 39,95 5.503 11,99 1.652 39,99 5.509 12,50 1.722 40,00 5.510 12,99 1.789 41,99 5.784 13,50 1.860 42,99 5.922 13,99 1.927 44,99 6.197 14,50 1.997 45,00 6.199 14,99 2.065 45,99 6.335 15,50 2.135 46,99 6.473 15,99 2.203 47,00 6.474 16,50 2.273 47,99 6.611 16,99 2.340 49,95 6.881 17,50 2.411 49,99 6.886 17,99 2.478 50,00 6.888 18,50 2.548 51,00 7.025 18,99 2.616 51,99 7.162 19,50 2.686 52,99 7.299 19,99 2.754 53,00 7.301 20,99 2.891 53,99 7.437 21,50 2.962 54,99 7.575 21,99 3.029 55,00 7.576 22,99 3.167 55,99 7.713 23,50 3.237 56,99 7.850 23,99 3.305 57,99 7.988 24,50 3.375 59,99 8.264 PUND KRÓNUR , . - 60,00 8.265 61,99 8.539 62,99 8.677 64,99 8.952 65,00 8.954 65,99 9.090 67,99 9.366 69,99 9.641 72,99 10.054 74,99 10.330 75,00 10.331 79,99 11.019 80,00 11.020 84,99 11.707 85,00 11.709 86,99 11.983 89,99 12.396 92,99 12.809 94,99 13.085 99,00 13.637 99,99 13.774 107,99 14.876 109,99 15.151 110,00 15.153 116,99 16.115 119,99 16.529 120,00 16.530 129,99 17.906 139,99 19.284 149,99 20.661 159,99 22.039 169,99 23.416 173,99 23.967 179,99 24.794 189,99 26.171 199,99 27.549 209,99 28.926 219,99 30.304 229,99 31.681 245,00 33.749 474.99 65.430 Samsvarandi verðlækkun er fyrir alla aukalista. Verð gildir út gildistíma listans með almennum fyrirvara um meiriháttar gengisbreytingar. Klippið út auglýsinguna og límið yfir verðtöflu innan á baksíðu vörulistans. 1 I I I I I I I I I I I I I I I I I i I I I I I I I I I I I I I i I I I I I I I i I J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.