Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1992. 15 Breyttir tímar Höfundur telur þjóðaratkvæðagreiöslu um EES ekki segja sér hvað þjóð- in vilji heldur hvað meirihlutinn haldi að hann vilji. Þegar ég var ungur þótti ekki sniöugt að vera með fíflalæti. Mönnum bar að vera ábyrgir í fasi, orðum og gjörðum. Það taldist til dyggða að skipta aldrei um skoðun og ef menn fóru í fýlu áttu þeir helst að vera í henni ævilangt. Annað bar vott um fjöllyndi og veika skaphöfn. Breytingar þóttu varhugaverðar og bera vott um óábyrga nýjungagirni og margur sómamaðurinn háði „hetjulega baráttu gegn óhjákvæmilegri þró- un“, eins og Davíð Scheving orðaði það. í dag er öldin önnur. Nú vaða uppi alls kyns trúðar sem snúa öll- um gildum við, jafnvel svo frekt, að orðið „ógeðslegur" þýðir ekki lengur það sem það þýddi heldur nánast jákvæða andstæðu fyrri merkingar: „Hann er ógeðslega faliegur" merkir ekki að hann sé andsyggilega fríður heldur hreint og beint guðdómlega fallegur. Og svo er um gamlar hugmyndir um siðgæði og skapgerð, orðheldni og stefnufestu, vömm og vammleysi, aUt á hverfanda hveh og hraðleið til andskotans. Og við hverju er að búast þegar krakkagreyin, sem eru illa læs í dag og kunna ekki marg- fóldunartöfluna, halda að Jón Sig- urðsson sé forseti íþróttasambands íslands og Jónas Hallgrímsson drykkfelldur fulltrúi á Skattstof- unni, svo að ekki sé minnst á Gunn- ar á Hlíðarenda, sem ekki er mjög vinsæll í dag, enda formaður Stétt- arfélags bænda. Það er varla hægt að kaUa þetta ástand þróun heldur miklu fremur byltingu. Og þótt maður sé sómakær ræður maður ekki við byltingu - og enn síður þar sem það er ekki lengur fint að vera sómakær. Hluti af heiminum En þessi „hetjulega barátta" sem KjaUarinn Oddur Björnsson rithöfundur Davíð talaði um var nú víst ekkert í sambandi við upplausn og öfug- þróun út frá gömlum gildum og góðum siðum heldur mun hann hafa átt við það þegar menn berjast gegn því sem hlýtur að koma - Ukt og þegar menn börðust hetjulega gegn tilkomu símans. Hann á nán- ast við það að við séum hluti af heiminumn og lútum þeim lögmál- um sem ganga yfir hann, hvort sem okkur er það ljúft eða leitt. Sjálfum finnst mér margt leiðinlegt í þróun mála - í stærra samhengi, en sumt gott. Til dæmis tel ég ágætt ef þjóð- ir vilja standa saman um mannúð- armál og raunar aUt sem veit að aukinni hagsæld. Fordómar, svo- sem þeir sem kenndir eru við kyn- þætti, þjóðemi og raunar hvers- kyns ofstæki, þykja mér verulega leiðinlegir. En það er heldur ekki beinlínis verið að tala um það. Ef maður vill gerast stórpóUtísk- ur má heimfæra þetta undir um- ræðu um Evróska efnahagssvæðið og þá um leið sjálfstæðismál (enda munu ummæUn hafa verið meint sem slík). Og vandast nú málið fyr- ir undirritaðan þar sem hann stendur með báðuin aðilum í þess- um flóknu málum, enda hefur hann takmarkað vit á þeim, hvað þá hann botni alfarið í allri umræð- unni. Honum er þó ljóst að máUð snýst um þróun í samskiptum þjóða og afkomu en einnig um verðmæti sem ekki verða metin til fjár. Ekki bætir úr að umræðan er oft á tíðum bæði óljós og öfgakennd og hneigist þar af leiðandi til að fara út í það sem kallað er lýð- skrum, sem ekki er traustvekandi. í staðinn fyrir að stjórnmálaflokk- arnir komi sér saman um svona mál (sem auðvitað er ekki auðvelt) vill stjómarandstaðan þjóðarat- kvæðagreiðslu, sem virðist bæði eðUleg og sjálfsögð þar sem máUð varðar þjóðina, en ekki að sama skapi vel ígrundað þar sem þjóðin botnar lítið í máUnu, hæpið að hún skilji til hUtar röksemdirnar sem mæla með því og á móti, enda upp- lýsingar með þeim annmörkum sem þegar hefur verið minnst á. Frelsi og sjálfstæði Auðvitað skilja menn ýmislegt (sumir a.m.k.) í þessu samhengi og þá einna helst það sem brennur heitast á hagsmunum viðkomandi - eöa hvað? Flesir vita þó hvað orð- ið frelsi þýðir - þótt ekki sé alltaf hægt að heimfæra það upp á þá sem vita ekki betur en að þeir séu frjáls- ir. Svipað gildir um orðið sjálf- stæði. Samt eru svo mikU gildi fólg- in í þessum orðum að ekki má hafa þau í fUmtingum. Sumir kæra sig lítið um frelsi umfram það að hafa þaö efnahagslega gott og uppfylla veraldlegar þarfir. Það er hægt að skilja það sjónarmið. En flestir gaspra nú samt um þessi hugtök án þess að gera sér fullkomna grein fyrir þeim, hvað þá að skfija þau til hlítár. Oft vegna þess að þeir kæra sig ekkert um að skUja þau of vel. Ég þarf semsé bæði einfaldari og hlutlægari upplýsingar til að mynda mér ákveðna skoðun í þessu máU, upplýsingar sem snúa að meginatriðum þess. Og svo mun um flesta. Þjóðaratkvæöagreiðsla á þessu stigi málsins segir mér ekki hvað við viljum í þessu sambandi heldur hvað meirihlutinn heldur að hann vUji. Og meirihlutinn hef- ur ekki heldur aUtaf rétt fyrir sér. Enda kappkostað að snarrugla hann áður en kemur tU slíkrar at- kvæðagreiðslu (eins og hann sé ekki nógu ruglaður fyrir!). Hinu neita ég ekki að hægt er að hafa áhrif á þróun eigin mála - og að einhverju leyti þá framtíð sem að okkur sjálfum snýr. En oft höld- um við okkur vita ráð til að snúa því hjóh sem við sjálfir snúumst á. Og margur vill aUt, án þess að láta nokkuð á móti. Eða svo hefur mér virst. Þetta gUdir jafnt um einstaklinga og samfélög. Sem bendir til þess að ekki er einu sinni nóg að skUja hlutinn heldur þarf líka hugrekki og heiðarleika til að meta hann - með tUUti til framtíðar. Og þá dett- ur mér Þorgeir í hug. Oddur Björnsson „I dag er öldin önnur. Nú vaöa uppi alls kyns trúðar sem snúa öllum gild- um við Jafnvel svo frekt að orðið „ógeðslegur“ þýðir ekki lengur það sem það þýddi heldur nánast jákvæða and- stæðu fyrri merkingar.“ Umferðarkerf ið sjálft er slys Höfundur segir litið gagn að „skiltaskóginum" séu ekki samsvarandi merkingar á umferðaræöunum sjálfum. „Öryggi í umferðinni skapast af því að regla sé á hlutunum, leið- beiningar séu skýrar og samhljóða og umferðarumhverfið sé kunnug- legt. - Hér á landi skortir enn mik- ið á að umferðarmannvirki fuU- nægi þeim kröfum sem gerðar eru til slíkra mannvirkja, svo mikið má fækka umferðarslysum hér með því að bæta það enn frekar.“ Þetta eru tilvitnanir í nærri tveggja ára gamalt erindi Sigur- stein Hjartarsonar umdæmis- tæknifræðings sem hann hélt á Umferðarþingi. Af þeim má marka að alla vega einum sérfræðingi séu þessar staðreyndir ljósar. Hugsan- lega er hann líka sá eini, því þótt annmarkar á umferðarkerfinu blasi við okkur hinum eins og mý á mykjuskán eru þeir dyggilega vemdaðir og fjölfaldaðir af ótrú- legu hugmyndaflugi. Það sem gert er til úrbóta má sín lítils þegar umferðarkerfið sem heild er sjálft eitt aUsheijar stórslys. Alþjóðlegur „arkitektúr“ Eins og tæknifræðingurinn sagði einnig þurfa sömu reglur og staðlar um umferðarmannvirkin og merk- ingar þeira aö gUda aUs staðar á landinu. Við þessi orð má bæta að viöhald merkinganna má hvergi bresta, ekki frekar en vatnsveita, hitaveita eða rafveita, en því hefur ævinlega og er enn sinnt eins og aukaatriði og af ótrúlegum slóða- og sóðaskap. „Ástandið hvað varðar þessi mál er vægast sagt ekki gott,“ sagði Sig- ursteinn. Hönnun umferðaripann- virkja er í höndum margra aðUa; Vegagerðar ríkisins, sveitarfélaga, verkfræðistofa og fleiri. „Hvaða staðla hinir ýmsu hönnuðir nota Kja]]aiiim Herbert Guðmundsson félagsmálastjóri Verslunarráðs íslands veit ég ekki en gmnur minn er sá að það fari mikið eftir því hvar hönnuðurinn er menntaður eða hvað sé auðveldast í framkvæmd hveiju sinni. Að minnsta kosti sjást alls konar útfærslur, t.d. á gatna- mótum. Það er ljóst að þetta veldur öryggisleysi hjá ökumönnum." Þetta er harður dómur en öfga- laus og sannur. Því miður. Ferða- lag í umferðinni á höfuðborgar- svæðinu er reynsluheimur ótrúleg- ustu uppfinninga þar.sem eitt rek- ur sig á annars hom, ein regla tek- ur við af annarri, ein tegund gatna- móta og umferðarljósa við af ann- arri, umferðarmerkingar á ak- brautum og gangbrautum em oft eins og gestaþrautir en iðulega að fara, koma og fara, að ekki sé minnst á hina takmarkalausu fjöl- breytni hraðahindrana. Ábyrgð og úrbætur Umferðarkerfið sjálft, hönnun, gerð og viðhald, er verkefni og á ábyrgð ríkisins og sveitarfélag- anna. Það er því „hið opinbera" sem hefur skapað umferðarkerfið eins slysalegt og það er sem slíkt og slíka slysagildm sem það er. Enginn annar hefur vald á að um- tuma því til betri vegar. Og mér er til efs aö annars staðar finnist nú allt í senn jafn áríðandi, auð- leyst og ábatasamt verkefni og það að samstilla hjartslátt umferðar- innar á landinu með samræmingu á notkun umferðarleiða, umferðar- Ijósa og hindrana, sem og sér í lagi merkinga, leiðarvísa og hraða- marka á götunum og vegunum sjálfum þar sem slíkar leiðbeining- ar blasa við og geta ekki farið fram hjá neinum vegfaranda. Skiltaskógurinn er lítils virði án samsvarandi merkinga á umferð- aræðunum sjálfum - og þá merk- inga sem njóta þess skilnings um tilgang sinn að vera viðvarandi vegvísar og umgerð umferðarinn- ar. Hver misbrestur á þessu sviði býður hættunni heim á vettvangi þar sem.teflt er um líf og dauða á hverri mínútu. Trassaskapur í þessu efni er óveijandi. 5.700 milljónir * Það umferðarumhverfi sem ríki og sveitarfélög leggja okkur til, svo meingaUað sem það er, er ekki að- eins vettvangur þeirra sem hafa þó haft tækifæri til þess að átta sig eitthvað á því að lifa enn af þessi ósköp. Það er jafnframt uppeldis- vettvangur nýrra vegfarenda og ökumanna sem hljóta þannig eld- skírn sína í agaleysi og geta skír- skotað til þess að fæstir fari eftir neinum reglum af því að það sé ekki hægt nema með höppum og glöppum. Umferðin á íslandi er í ógöngum. Á sama Umferðarþingi og vitnað hefur verið til hér áður voru birtir útreikningar Láru Margrétar Ragnarsdóttur hagfræðings og nú alþingismanns og Sturlu Arin- bjarnarsonar læknis um kostnað þjóðfélagsins af völdum umferðar- slysa árið 1989. Sé byggt á þeim og kostnaðartölur framreiknaðar til dagsins í dag er niðurstaðan þessi: Umferðarslys á einu ári kosta okkur 5.700 milljónir króna. Þar af er eignatjón 2.600 milljónir króna eða um 45,8%, tekjutap 1.560 mfllj- ónir króna eða um 27,4% og annað er slysabætur, tryggingabætur, kostnaður við læknishjálp og sjúkravist. En dauða, þjáningar stórslasaðra og áhyggjur þar við- komandi verður jafnframt seint hægt að verðmeta endanlega í krónum. Hér er verk að vinna og í boði mikill árangur fyrir lítið fé - enda fyrst og fremst þörf á ábyrgð og Múð í fullri alvöru. Herbert Guðmundsson „Ferðalag í umferðinni á höfuðborgar- svæðinu er reynsluheimur ótrúlegustu uppfinninga þar sem eitt rekur sig á annars horn...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.