Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 38
50 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1992. Afmæli Til hamingju meó af- mælió 21. september 85 ára María A. Guðjónsdóttir, Tómasarhaga 16, Reykjavík. 75 ára Hólmfríður Sölvadóttir, Langholtsvegi 154, Reykjavík. Guðmundur Þorgrímsson, Höfðavegj 1, Höfn í Hornafirði. 70 ára Matthildur Finnbogadóttir, Tunguvegi 32, Reykjavík. Matthildur er aö hehnan. 60 ára Brynhildur Sigtryggsdóttir, Hávegi 15, Kópavogi. Sigurbjörg Njálsdóttir, Móabarðí 34, Hafharfirði. Helga Guðmundsdóttir, Laufasvegi 1, Stykkishólmi. Erna Petrea Þórarinsdóttir, Hábergi30, Reykjavík. Erna Petrea er að heiman. Bjarni SæmundsS'a i. Lindarflöt 7, Garðabæ. 50ára Kristin Kristensen, Unufelli21, Reykjavík. Kristín er að heiman. Kristján Benediktsson, Reykjavegi 70, Mosfellsbæ. Margrét Kristjánsdóttir, Lambhaga 12, Selfossi. Ragnar Kristján Guðmundsson veitingaxnaöur. Noröurvangi 38, Hafnarfirði. Eiginkona RagnarsKristj- áns erGuðlaug Bára Sigurðar- dóttir. Þau takaámóti gestumífélags- heimili Knatt- spymufélagsins Pram í Safamýri frákl. 18.00-21.00 áafmælisdaginn. Anna Dam Ingólfsdóttir, Plyðrugranda 14, Reykjavík. Karl EgiII Steingrimsson, Brekkugötu 25, Akureyri. Bagnar Friðriksson, Bólstaðarhlíð 66, Reykjavík. Elín Kristín Helgadóttir, Unufelh 28, Reykjavík. Jóna Kristín Einarsdóttir, Hafi-afelistungu II, Öxarijarðar- hreppi. Gunnar D. Magnússon, Básahrauni 31, Þorlákshöfti. Þórbildur Sigurbj örnsdóttir, Möðruvöllum II, Arnarneshreppi. Steinvör Einarsdóttir, Reynivöllum 4, Egilsstöðum. Sesselja Einarsdóttir, Sólgarði, Borgarfiarðarhreppi. Ásgerður Hjálmsdóttir, Jaöarsbraut 17, Akranesi. Ágústa Hrönn Axeladóttir, Sðlheimum 23, Reykjaví k. Baldur Kristjánsson, Hraunbæ, Aðaldælahreppi. Guðjón Helgason Guðjón Helgason húsasmiður, Hlíðarvegi 11, Njarðvík, er fimmtug- urídag. Starfsferili Guðjón fæddist í Vík í Mýrdal og ólst þar upp til ellefu ára aldurs. Þá flutti hann til Njarðvikur þar sem hann hefur búið síðan. Guðjón lærði skipasmíði í Skipa- smíðastöð Njarðvíkur og vann þar í átta ár. Þá lærði hann húsasmíði hjá Trésmíðaverkstæði Héðins og Hreins í Njarðvík og hefur síðan unnið við húsasmíðar hjá ýmsum fyrirtækjum. Lengst af starfaði hann þó hjá Dverghamri sf. eða í sautján ár. Á unglingsárunum tók Guðjón þátt í því að endurvekja skátafélagið Víkveija í Njarðvík en hann starfaði á vegum þess í nokkur ár. Þá gekk hann í Ungmennafélagið tólf ára að aldri og keppti í knattspymu í öllum flokkum. Hann keppti með meist- araflokki í körfubolta og síðar með lávarðadeildfélagsins. Guðjón keppti í körfubolta með íþróttafélagi Keílavíkurflugvallar og var formað- ur þess félags síðustu árin eða þar til félagið sameinaðist UMFN. Þá hefur hann starfað mikið fyrir Alþýðuflokksfélagið í Njarðvík, hef- ur setið í kjördæmisráði, í bæjar- stjórn og byggingamefnd eitt kjör- tímabil og hefur verið formaður Alþýðuflokksfélags Njarðvíkur í áraraðir. Fjölskylda Guðjón kvæntist 31.12.1971 Svein- borgu Daníelsdóttur, f. 2.12.1943, læknaritara. Hún er dóttir Daníels Ögmundssonar, skipstjóra í Njarð- vík, og Jennýjar Magnúsdóttur ljós- móður. Dóttir Guðjóns og Sveinborgar er Sunneva Guðjónsdóttir, f. 5.8.1983. Systkini Guðjóns: Helgi S. Helga- son, f. 31.1.1935, d. 19.9.1990, skip- stjóri í Reykjavík, var kvæntur Guð- rúnu Þorsteinsdóttur verslunar- manni, f. 26.9.1939 og eru börn þeirra fjögur; Valgeir Helgason, f. 13.1.1937, málarameistari í Njarö- vík, kvæntur Guðlaugu Bergmann Júlíusdóttur verslunarmanni, f. 24.1.1936 og eiga þau fimm börn; Bára Helgadóttir, f. 17.9.1938, hús- móöir og verkakona í Njarðvík og á hún sex börn; Sævar Helgason, f. 12.7.1941, málarameistari í Keflavík, kvæntur Ragnheiði Skúladóttur tónlistarkennara, f. 12.3.1943ogeiga þau þrjú börn; Jón Helgason, f. 8.2. 1949, verslunarmaður í Njarðvík, kvæntur Valdísi Tómasdóttur, f. 25.3.1947, rekstrarhagfræðingi og eiga þau þrjú börn. Hálfbróðir Guð- jóns, sammæðra, er Halldór Arason, f. 19.1.1930, kranastjóri í Njarðvík, kvæntur Jennýju Jónsdóttur, f. 22.9. 1926, húsmóður og eiga þau fjögur börn. Foreldrar Guðjóns voru Helgi Guðjón Helgason. Helgason, f. 30.6.1911, d. 6.10.1985, húsasmiður í Vík í Mýrdal og síðar í Njarðvík, og kona hans, Jóhanna Halldórsdóttir, f. 24.8.1909, d. 15.2. 1969, húsmóðir. Guðjón og Sveinborg taka á móti gestum í sal Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur (Víkinni), eftir kl. 20.00, laugardaginn 26.9. nk. Andlát Sigurrós Oddgeirsdóttir Sigurrós Oddgeirsdóttir húsmóð- ir, Álfaskeiði 70, Hafnarfirði, lést þann 13.9. sl. Útför hennar verður gerð frá Hafnarfj arðarkirkj u á morgun, þriðjudaginn 22.9., klukk- an 13.30. Starfsferill Sigurrós fæddist að Ási við Hafn- arfjörð og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla og stundaði fatasaum um árabil. Þá starfaði hún síðar við afgreiðslu í Pósthús- inuíReykjavík. Sigurrós flutti til Reyðarfjarðar 1947 og bjó þar í tuttugu ár. Þar tók hún virkan þátt í félagsstörfum, starfaöi með kvenfélagi staöarins, söng í kirkjukór og beitti sér ásamt fleirum fyrir byggingu félagsheim- ihs. Sigurrós flutti til Reykjavíkur 1967 og bjó þar í nokkur ár en flutti síðan aftur til Hafnaríjarðar þar sem hún átti heima til æviloka. Fjölskylda Sigurrós giftist 1947 Jens Páls- syni, f. 9.3.1916, loftskeytamanni og síðar símstöðvarstjóra. Foreldr- ar hans voru Páll Sigurðsson, prestur í Bolungarvík, og Þorbjörg Steingrímsdóttir húsmóðir. Synir Sigurrósar eru Geir Arnar Gunnlaugsson,f. 31.7.1943, fram- kvæmdastjóri hjá Marel, kvæntur Kristínu Ragnarsdóttur meina- tækni og eiga þau þrjú börn, Arnar ogRagnhildi,f.9.10.1971,ogHeiði Rós, f. 8.8.1975. Páll Jensson, f. 3.10. 1947, prófessor við HÍ, kvæntur Önnu Jensdóttur fóstru og eiga þau tvö böm, Hildi, f. 10.10.1973, og Hlyn Pál, f. 6.2.1977. Sigurrós átti tíu hálfsystkini, sammæðra, en tvö þeirra eru á lífi, Jónas og Anna. Systkini hennar: Ámi, dó í barnæsku; Árni, stýri- maður í Hafnarfirði; Ásmundur, skipstjóri í Reykjavík; Sigurlaugur, vélstjóri í Reykjavík; Anna, hús- móðir og saumakona í Reykjavík; Sigríður, húsmóðir í Hafnarfirði; Sólveig, húsmóðir í Hafnarfirði; Þóra, dó í barnæsku; Sigrún, hús- móðir á Akranesi; Jónas, fyrrv. skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík. Þá átti Sigurrós fjögur uppeldis- systkini: Sigurjón Sigurðsson, vinnumann í Hafnarfirði sem er látinn; Guðfinnu Sigurðardóttur, húsmóður í Hafnarfirði sem er lát- in; Sigríði Bjarnadóttur sem er hár- greiðslukona í Reykjavík; Sigurð Rúnar Jónasson sem er bifvéla- virkiíHafnarfirði. Foreldrar Sigurrósar vora Odd- geir Þorkelsson, f. 27.5.1881, d. 16.11.1962, b. í Ási við Hafnarfjörð, og kona hans, Guðrún Árnadóttir, f. 7.2.1878, d. 7.7.1973, húsfreyja. Sigurrós Oddgeirsdóttir. Ætt Bróðir Oddgeirs var Ámi Stein- dór, faðir Sigurðar Þorkels skip- herra og afi Sigurðar Steinars skip- herra. Systir Oddgeirs var Ingveld- ur, amma Helenu Eyjólfsdóttur söngkonu. Oddgéir var sonur Þor- kels, b. á Þorbjamarstöðum í Garðahverfi, ættföður Þorbjarnar- staðaættarinnar, Árnasonar. Móð- ir Þorkels í Lambhaga var Stein- unn Þorkelsdóttir, b. í Krýsuvík, Valdasonar og konu hans, Þórunn- ar Álfsdóttur, b. í Tungu í Flóa, Arasonar, hreppstjóra á Eystri- Loftsstöðum, Bergssonar, b. í Brattsholti, Sturlusonar, ættföður Bergsættarinnar. Móðir Oddgeirs var Ingveldur, systir Sigríðar, langömmu Harðar Sigurgestssonar, forstjóra Eim- skipafélagsins. Önnur systir Ing- veldar var Sigurbjörg, amma Guö- mundar Bj örnssonar læknapró- fessors. Ingveldur var dóttir Jóns, b. á Setbergi í Hafnarfirði, ættföður Setbergsættarinnar. Meðal systra Guðrúnar Árna- dóttur var Sigrún, amma Geirs Magnússonar, forstjóra Olíufélags íslands og amma Magnúsar Hregg- viðssonar, stjórnarformanns Frjáls framtaks. Meðal bræðra Guðrúnar vom Jón, afi Ólafs Walters skrif- stofustjóra, og Bjöm, faðir Árna læknis. Guörún var dóttir Árna, b. í Móum á Kjalarnesi, Björnssonar. Móöir Árna var Guðrún, systir Þorsteins, langafa Karítasar, móö- ur Jóhönnu Sigurðardóttur ráð- herra. Guðrún var dóttir Þorsteins, b. í Úthlíð í Biskupstungum, Þor- steinssonar, b. á Hvoh í Mýrdal, hálíbróöur Bjarna Thorsteinsson- ar amtmanns. Þorsteinn var sonur Þorsteins, b. í Kerlingadal, Stein- grímssonar, bróður Jóns „eld- prests". Móðir Guðrúnar var Sigríður Jónsdóttir, b. á Bakka í Landeyj- um, Oddssonar, b. í Þykkvabæ, Jónssonar, b. á Kirkjubæjar- klaustri, Magnússonar, föður Magnúsar, langafa Helga, föður Jóns alþingismanns. Sviðsljós Halla Haraldsdóttir, sonur hennar Haraldur Gunnarsson sem er blindur en hann spllaði á píanó við opnun sýningarinnar og Marteinn Jóhannes- son, mágur Höllu sem söng nokkur lög viö opnunina. DV-mynd Ægir Már Sýningar um hálft hundrað Ægir Már Kárascm, DV, Suðumesfjum: Gríðarlegur fjöldi gesta var sam- an kominn í Frímúrarasalnum, Bakkarstíg 16 í Njarðvík, fyrir skömmu þar sem Halla Haralds- dóttir heldur glæsilega gler- og myndlistarsýningu. Halla er orðin vel þekkt jafnt hérlendis sem er- lendis fyrir góð verk og má sjá mörg stórglæsileg á sýningunni. „Þaö eru um 20 ár nú í nóvember síðan ég hélt síðast sýningu í Kefla- vík og þá var þaö svipað og núna, troðfullt út úr dyrum. Það er virki- lega skemmtilegt að sýna hérna og einstaklega góðar móttökur. Ég er búin að halda um 50 sýningar í gegnum árin, bæði hér og erlend- is,“ sagði Halla Haraldsdóttir í samtali við DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.