Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Tími reddinga er liðinn Yfirtaka Landsbankans á eignum Sambandsins er mikil tíðindi. En kemur ekki mjög á óvart. Öllum hefur verið kunnugt um erfiðleika SÍS og hrun þessa mikla veldis hefur ekki verið að gerast á einni nóttu. Yfirtaka bankans hefur átt sér aðdraganda í þeirri uppstokkun og þeim skipulagða flótta sem Sambandið hefur verið á undanfarinn áratug. Samt er það svo að þessi tíðindi vekja bæði ugg og kvíða. Jafnvel hjá þeim sem hvað harðast hafa barist gegn ofurvaldi og yfirburðum Sambandsins um langa hríð. Endalok SÍS eru ekkert gamanmál né heldur sigur í þeim skilningi að samvinnustefnan hafi goldið afhroð. Fall Sambandsins hefur víðtæk áhrif í þjóðfélaginu og hefur keðjuverkanir sem menn sjá ekki ennþá fyrir. Áhrif Sambandsins hafa teygt anga sína svo víða að mönnum hefur verið nauðugur einn kostur að slá skjaldborg um SÍS. Landsbankinn hefði raunar átt að vera búinn að láta sverfa til stáls fyrir allnokkru síðan nema vegna þess að ríkisstjórnir, stjórnmálaflokkar, bankastjórar og fjölmargir hagsmunaaðilar hafa haldið vemdarhendi yfir Sambandinu. Nú var það einfaldlega ekki hægt lengur. Það sama á við um fjölmörg einkafyrirtæki sem á undanfómum misserum hafa lagt upp laupana með braki og brestum. Staðreyndin er einfaldlega sú að stjórnmálaöfl hafa ekki sömu tök og né heldur sömu skilyrði til pólitískrar mismununar eða fyrirgreiðslu sem áður. Nú er sagt að veldi Einars Guðfmnsonar hf. í Bolung- arvík sé að riða til falls. Það eru líka óskemmtilegar fréttir. Og sýna að hér er ekki um það að ræða að einka- rekstur sé að útrýma samvinnurekstri í þeim afmark- aða skilningi. Rekstrarskilyrði almennt séð eru ekki þau sömu og áður. Fyrirtæki Einars Guðfmnssonar hafa verið í framvarðasveit einkarekstursins, stolt þeirra og fyrirmynd. En þeir Bolvíkingar ráða ekki við skuldimar frekar en SÍS eða aðrir þeir sem hafa orðið gjaldþrotun- um að bráð. Tími reddinganna er hðinn. Erlendis höfum við séð sömu þróunina eiga sér stað. Stórfyrirtækin, stórveldin í viðskiptunum og fram- leiðslugreinunum hafa risið og falhð. Það er enginn leng- ur óhultur. Viðskiptaheimurinn er í gerjun, fyrirtæki koma og fara; það er enginn sem hefur ehífan og lög- vemdaðan rétt til að lifa á fomri frægð. Það er auðvitað slæmt þegar slík áfoh dynja yfir. En hið jákvæða er að óhehbrigður rekstur og óarðbær verð- ur að mæta örlögum sínum og þjóðfélagið aUt stokkast upp og beinir sjálfu sér inn á þær brautir sem markað- ur, arðsemi og atvinna skapar. AUtof lengi hefur það viðgengist hér á landi að láta vemdaðan atvinnurekstur lifa í skjóh pólitískra forréttinda. Ógæfa Sambands ís- lenskra samvinnufélaga var sú að SÍS'naut forgangs í kerfinu, naut póhtísks skjólshúss fram yfir það sem eðhlegt má teljast. Við skulum aðeins vona að Landsbankinn hafi ekki dregið það of lengi að grípa í taumana. Hættan er sú, að hrun umsvifamikiUa og skuldugra fyrirtækja dragi marga aðra með sér í fallinu. Langlundargeð Lands- bankans má nefnilega að einhverju leyti rekja til þeirr- ar staðreyndar að skuldir SÍS vora orðnar of miklar til að bankinn réði við að afskrifa þær. Ræður Landsbank- inn við að halda uppi eðlUegri þjónustu við aðra við- skiptavini sína þegar Sambandið er endanlega gert upp? Við vonum öh að svo verði. EUert B. Schram Meö EES-samningnum fáum viö verulega bætt kjör á mörkuðum V-Evrópu fyrir helstu afurðir okk- ar - um þaö snýst hann. Við höfum á undanförnum árum mjög sótt inn á markaði þessara landa og eigum þar í höggi við keppinauta sem hafa notið þar betri tollakjara - og því breytir samningurinn. Hann mun gera okkur kleift að fullvinna meira en áður af sjávarfangi okkar hér heima og flytja síðan dýrmæt- ari afurðir á þessa bestu markaði okkar. Það staðfesta ummæli Steindórs Haraldssonar á Skaga- strönd og margra annarra frum- kvöðla að nýjungum í atvinnumál- um. Steindór stóð ásamt fleirum að stofnun og starfsemi Marska hf. sem hefur um árabfl framleitt sjáv- arrétti í neytendapakkningum - stundað fulMnnslu sjávarfangs. Vegna innflutningstolla EB á full- unnar sjávarafurðir - sjávarétti - Sókner besta vörnin voru vörur þeirra of dýrar og því ekki samkeppnisfærar, nema þeir veittu samsvarandi verðlækkun sem var þeim um megn. Hann seg- ir að þeim hefði gengið mun betur ef EES hefði verið til staðar. Hann segir samninginn fela í sér ný sókn- arfæri á þessu sviði og að þau muni best nýtast landsbyggðinni þar sem fiskveiðar og fiskvinnsla fer fram. EES verði því einkum lyftistöng hinna dreifðu sjávar- byggða við strendur landsins. Auðvitað er þaö laukrétt sem Steindór segir. Samkeppnisstaða íslenskrar fiskvinnslu mun stórum batna. Með samningnum opnast okkur gríðarlega miklir framtíðar- möguleikar til að efla og auka fisk- iðnað okkar og nýta sjálfir afurðir vinnsluskipanna - sem eru hráefni fyrir fullvinnslustöðvar. Fiskiðn- aður okkar hefur verið frum- vinnslugrein sem selur fiskinn ferskan, ísaðan og heilfrystan, blautverkaöan saltfisk og fleiri lítt unnar fiskafurðir til fullvinnslu- fyrirtækja erlendis. Það sést best á því að við flytjum gríðarlegt magn af þessum hráefnisfiski til annarra fiskveiði- og fiskvinnsluþjóða, t.d. Norðmanna, Færeyinga og Dana sem vinna úr honum neytendavör- ur og selja tilbúna sjávarrétti á út- flutningsmörkuðum í samkeppni við okkur, og í enn meira mæh til þjóða sem vinna úr honum neyt- endavörur fyrir eigin markað. í umræöum um efnahagslegan ávinning okkar af samningnum hafa menn haft uppi ýmsar stað- hæfingar, ekki allar studdar stað- reyndum úr efnahagslífinu. Þar á meðal að viðskipti okkar við Bandaríkin vegi meira en viöskipti viö EES, eða séu okkur mikilvæg- ari. Meðfylgjandi eru súlurit unnin úr hagtölum um innflutning og út- flutning okkar árin 1988-1991 og janúar-maí 1991 og 1992. Af þeim sést glögglega aö utanríkis\iðskipti okkar við EB eru margfalt meiri en við Bandaríkin. Hlutdeild sjáv- arútvegs í útflutningi er gífurlega stór, eða frá liðlega 70% upp í lið- lega 80%, og er sýnd skipting hans janúar-mal 1992 eftir markaðs- svæðum. Allt frá því fyrir 1980 hafa tollakjör okkar ekki breyst, hvorki í Bandaríkjunum né EB - en á mörkuðum EB höfum við einfald- lega fengið betra verð fyrir vörur okkar. Mikilvægi markaða EB fyrir athafnalíf okkar og afurðir hefur farið vaxandi með hveiju ári. Viö höfum hins vegar átt þar undir högg að sækja vegna tollanna. Tollalækkanir Árið 1990 greiddum við nærfellt 2,1 milljarð kr. í tolla af sjávaraf- urðum til EB. Með samningnum falla % hlutar þeirra niður í árs- byrjun 1993 (1. janúar nk.) eða sem Kjallaiinn Árni Ragnar Árnason alþingismaður Sjálfstæðisfl. fyrir Reykjaneskjördæmi svarar um 1,6 milljöröum 1990, síð- an verður nokkur lækkun árlega og í ársbyijun 1997 verða 90% eða 9/10 hlutar þeirra fallnir niður. Því hefur verið haldið fram að við munum ekki njóta tollalækk- ana. Neytendur í Evrópu hafi greitt þeim mun hærra verö fyrir vörur okkar - og muni krefjast hennar í sinn hlut með verðlækkun. En þetta er á misskilningi byggt. Við höfum ekki ráðið verðinu til neyt- enda í Evrópu. Vörur okkar keppa þar viö aðrar afurðir, önnur mat- væli. Neytendur þar hafa um að velja hvaða vörur þeir kaupa og við hvaða verði. Verðiö hefur því ráðist af markaðsforsendum fram- boðs og eftirspurnar. íslenskir framleiðendur hafa fengið lægra afurðaverð, og fá nú tollalækkun- ina í sinn hlut. Talið er að rekstrarframlegö í sjávarútvegi til greiðslu fjármagns- kostnaðar og afborgana muni á ársgrundvelli vera ríflega 7,5 millj- arðar. Tollalækkanir munu strax á fyrsta ári samningsins hækka rekstrarframlegð hans um 20% miðað við útflutning okkar 1990 - hlutfall útflutnings okkar til EB er nú hærra. Svo standa þingmenn Alþýðubandalags, Kvennahsta og sumir af þingmönnum Framsókn- arflokks í ræðustól á Alþingi og hrópa hver í kapp við annan: Hver er ávinningur sjávarútvegsins? Svarið er hér að ofan. Það hefur margoft komið fram á Alþingi. En þeir heyra víst ekki eða gleyma jafnharðan, svo vonlegt er að þeir sjái aðeins hættur og ókosti. í hverju horni. Nýjar forsendur -ný sóknarfæri Með tollalækkunum EES-samn- ingsin opnast færi á að flytja heim vinnslu íslenskra sjávarafurða sem farið hefur fram í Evrópu um sinn. Sem dæmi má nefna að íslensk sölusamtök hafa um árabil flutt héðan blautverkaðan saltfisk til þurrkunar og annarrar vinnslu í Frakklandi fyrir neytendamarkað EB. Þar eru nú 100-130 ársstörf við þennan fiskiðnað okkar sem hefur nú nærfellt lagst af hér heima. Á Suðurnesjum, þar sem mest var um þessa vinnslu, hafa horíið um 100-130 störf við hana - flutt til Frakklands. Ástæðuna má rekja til viðskiptaforsendna, samkeppnis- skilyrða, tolla. Verulegar breyting- ar verða nú á afkomu saltfiskverk- unar, því á næsta ári falla niöur háir tollar af afuröum hennar - sem svarar nær 1 milljarði 1990. Stærstu sóknarfæri okkar liggja í breyttum tollum á sjávarréttum, á fullvinnslu afurða úr okkar mestu auölind. Þar hggja tækifæri th að stórauka umsvif okkar í fisk- iðnaði, stórauka verðmæti þeirra afurða sem við seljum á mörkuðum meginlands Evrópu sem borga best fyrir vörur okkar. Það er öllum ljóst, að ef við höldum uppteknum hætti sem hráefnis-útflytjendur þá verður ávinningur okkar ekki meiri en ofannefndar tölur sýna. Ef við á hinn bóginn hættum að hræðast og tökum upp samstarf við fyrirtæki sem starfa á þessum stóra markaði getum við framleitt og selt þar dýrustu og vinsælustu vörum- ar - tilbúna rétti. Þá verður ávinn- ingur okkar margfaldur. Nýting þessara sóknarfæra mun fjölga at- vinnutækifærum, færa sjávarút- vegsfyrirtækjum okkar betri af- komu og starfsmönnum þeirra - fólkinu hér - betri lífskjör. Mest munu fá í sinn hlut byggðarlögin við sjávarsíðuna um landið þar sem sjávarútvegur er eina undir- staða atvinnuhfs. Grandvöllur þessara möguleika er samningur- inn um EES. Hann opnar íslensku atvinnulífl ný sóknarfæri. ' Árni Ragnar Árnason „Fiskiðnaður okkar hefur verið frum- vinnslugrein sem selur fiskinn ferskan, ísaðan og heilfrystan, blautverkaðan saltfisk og fleiri lítt unnar fiskafurðir til fullvinnslufyrirtækja erlendis.“ Hlutfallsleg skipting útflutnings héðan á árunum 1990-1992. Á fremstu súlunni sést hve mikill hluti útflutningsins myndi fara til Evrópska efna- hagssvæðisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.