Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1992. FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 22. sept. 1992 kl. 20 að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál, kosning fulltrúa á 37. þing ASÍ. 2. Kjara- og samningamál. 3. Erindi: EES og íslenskur málmiðnaður, Ingólfur Sverrisson, framkvæmdastjóri Málms. 4. Önnur mál. Mætið stundvíslega Stjórnin Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Suðurgötu 57, Akranesi, föstudaginn 25. sept- ember 1992 kl. 11.00, á eftirfar- andi eignum: Akursbraut 22, þingl. eig. Bettý Guð- mundsd., Kristrún Guðmundsd., Björgheiður Jónsdóttir, gerðarbeið- andi Tiyggingastofnun ríkisins. Ægisbraut 11, þingl. eig. Björgvin Ólaíur Eyþórsson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Lífeyrissj. Málm- og skipasmiða. Bárugata 15, þingl eig. Skagaveiting- ar hf., gerðarbeiðendur Akraneskaup- staður, Innheimtumaður ríkissjóðs, Akranesi og Sverrir Gíslason. Bjarkargrund 43, þingl. eig. Röðull Bragason, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður og Húsnæðissto&iun rík- isins. Esjuvelli 3, þingl. eig.Sigríkur Eiríks- son, gerðarbeiðendur Akraneskaup- staður, Húsnæðisstofnun ríkisins, Landsbanki Islands og íslandsbanki h£________________________________ Garðabraut 45,01.02., þingl. eig. Har- aldur Ásmundsson & María Gunnars- dóttir, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofh- un ríkisins. Garðabraut 45, 02.04., þingl. eig. Guðni Hjalti Haraldsson & Jóhanna T. Graf, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður og Tannlæknastofa Jón- asar Geirssonar. Heiðargerði 14, þingl. eig. Tækniver- • öld hf., gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður og Landsbanki íslands. Höfðabraut 2, efeta hæð, þingl. eig. Þór Amar Gunnarsson & Björg Agn- arsdóttir, Ólafúr Guðmundsson & Heba Gísladóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki íslands. Höfðabraut 6, neðsta hæð, þmgl. eig. Siguijón Guðmundsson, gerðarbeið- endur Akraneskaupstaður og Lands- banki íslands. Kalmannsvellir 3, nr. IV, þingl. eig. Trico hf., gerðarbeiðandi Iðnlánasjóð- ur. Kalmannsvellir 3, eignarhl. nr. V, þingl. eig. Bifreiðaverkstæði Páls Jak- obs Jónssonar og Haukur Bjamas. hdl. v. þb. Véla og, gerðarbeiðendur Brunabótafélag íslands og Iðnlána- sjóður. Kirkjubraut 7, neðri hæð, þingl. eig. Haukur Bjamason hdl. v. þb. SPH, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður, Alefh hf., Hans Petersen hf., Johan Rönning hf., Landsbanki íslands, Líf- eyrissjóður Dagsbrúnar og Framsókn- ar, Radíóbúðin hf., Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis og íslands- banki hf. Krókatún 5, neðri hæð, þingl. eig. Gróa Lindís Dal Haraldsdóttir, gerð- arbeiðendur Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar, Sjóvá-Almennar hf. og Vátryggingafélag íslands hf. Lerkigrund 3, 01.02., þingl. eig. Vil- hjálmur G. Gunnarsson, gerðarbeið- andi Akraneskaupstaður. Merkigerði 10, þingl. eig. Jens I. Magnússon, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður rfldsins, Fjárheimtan hf., Húsnseðissto&iun ríkisins, Lands- banki íslands, Lífeyrissj. landss. vöm- bifreiðastjóra, OMufélagið hf. og Sjóvá-Almennar hf. Merkigerði 4, þingl. eig. Sigmar Reyn- isson & Guðbjörg Guðbrandsdóttir og Þráinn Þór Þórarinsson & Berglind Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofiiun ríkisins. Presthúsabraut 35, þingl. eig. Hjalti Bjömsson & Sigrún Jónsdóttir, gerð- arbeiðandi Búnaðarbanki íslands. Sandabraut 6, efri hæð, þingl. eig. Guðrún Birgisdóttir & Guðlaugur J. Ragnarsson, gerðarbeiðendur Lands- banki íslands og Vátryggingafélag íslands. Skagabraut 23, þingl. eig. Valdimar Þorvaldsson, gerðarbeiðandi Hús- næðisstofiiun rflcisins. Skólabraut 22, efii hæð, þingl. eig. Erlendur Ólafsson & Vilborg Kristj- ánsdóttir, gerðarbeiðandi Húsnæðis- stofiiun rflosins. Stillholt 23, þingl. eig. Guðmundur Magnússon, gerðarbeiðendur Inn- heimtumaður ríkissjóðs Akranesi, Iðnlánasjóður og Shell Intemational Chemical company limited England. Suðurgata 65,4. hæð, þingl. eig. Óttar S. Einarsson, gerðarbeiðendur Akra- neskaupstaður og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. Suðurgata 99, þingl. eig. Guðmundur Magnússon, gerðarbeiðendur Gler- massinn hf., Ríkissjóður, Shell Inter- national Chemical company limited England og Þorgeir og Ellert hf. Vallholt 13, kjallari, þingl. eig. Lýður Sigmundsson, Ingþór Lýðsson & Grét- ar Lýðsson og Guðni Jónsson, gerðar- beiðendur Akraneskaupstaður og Innheimtumaður ríkissjóðs, Akranesi. Vesturgata 65, neðri hæð, þingl. eig. Sigurður M. Sigurðsson, gerðarbeið- andi íslandsbaníd hf. Vesturgata 71b, þingl. eig. Tómas Rúnar Andrésson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki íslánds, Húsnæðis- stofiiun ríkisins, Marksjóðurinn hf., Vl, Sjóvá-Almennar hf. og Islands- banki hf. Vesturgata 152, þingl. eig. Guðmund- ur Jónsson, gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóður Vesturlands. Vitateigur 5, neðri hæð, þingl. eig. Anna Signý Ámadóttir, gerðarbeið- andi Akraneskaupstaður. Vitateigur 5B, efri hæð, þingl. eig. Hjörtur Hilmarsson, gerðarbeiðendur Dánarbú Jóns S. Benediktssonar og íslandsbanki hf. Þjóðbraut 1, norðausturhluti, 44,24%, þingl. eig. Sveinn Vilberg Garðarsson, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður, Eldverk hf., Innheimtumaður ríkis- sjóðs Borgamesi, Ríkissjóður, Sjóvá- Álmennar hf., og Stilling hf. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI Greinarhöfundur hvetur landsmenn m.a. til að berjast gegn fordómum og fyrirlitningu sem ríkir í garð þol- enda kynferðislegs ofbeldis hér á landi. Morgunblaðið og þolendur kynferðisbrota Föstudaginn 30. ágúst var í Morg- unblaðinu grein eftir mig og hét „Réttur bama í kynferðisbrotum". Hún var hugsuð sem „kjallara- grein“ enda hefur hún öll þeirra einkenni, svo sem millifyrirsagnir. En blaðið virti hana hins vegar sem „bréf til blaðsins". Allir vita að sú síöa er smámunadálkur fyrir ábendingar, athugasemdir og því um likt. Þangað fara ekki skrif sem talin eru skipta verulegu máli, jafn- vel þótt þröngt kunni að vera í blaö- inu. Að rjúfa bannhelgi I fyrstu ætlaði ég að láta mig þetta engu skipta. En við nánari um- hugsun komst ég aö annarri niður- stöðu. Ég tel að hér sé um býsna alvarlegan atburð að ræða varð- andi þolendur kynferðisafbrota í bemsku. Geysisterk bannhelgi hefur hvílt yfir þeim í þjóðfélaginu. Til þess að leggja mitt af mörkum til opnari umræðu hef ég látið þess getið und- ir tveimur greinum, sem ég hef nýlega samið um málefnið, og var umrædd grein önnur þeirra, að höfundurinn sé sjálfur þolandi. Mun þetta algjört einsdæmi. Og ég get bætt því við, af því að það er staðreynd, að ofbeldið á mér er talið eitthvert hið hrottalegasta sem vitað er um á íslandi. Það myndi áreiðanlega líða yfir rit- stjóra Morgunblaðsins, hvem af öðram, ef þeir heyrðu sögu mína, þvi þeir sýnast vera litlir í sér og mega ekki við miklu. En það mætti þá verða þeim til upprisu að ég hef einnig farið í gegnum einhveija viðamestu lækningaaðgerð sem enn hefur verið gerð hér á landi á fullorðnum þolanda kynferðisof- beldis í bernsku. Vegna reynslu minnar mætti nú ætla að skrif mín um kynferðisof- beldi væra einstök í sinni röð og ekki ónýt viðbót við umfjöllun ann- arra um þetta flókna fyrirbæri, enda vék ég að ýmsu er aðrir hafa ekki rætt. Greinar mínar tvær sögðu þó engar æsilegar lífsháska- sögur heldur vora strangmálefna- legar og lausar við tilfinningaofsa og hefndarfýsn. KjaHaiinn Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur Afneitunin að verki Einhver erfiðasta hindranin fyrir skilningi samfélagsins á þessum alvarlegu brotum er hin heiftarlega afneitun. Og hún getur tekiö á sig ýmsar myndir. Sú er ein þeirra að þolendumir sjálfir verða jafnvel hálfilla séðir. Þetta er náskylt þeirri sterku tilhneigingu samfé- lagsins að tína allt til er orðið getur konu er kærir nauðgun til álits- hnekkis. Tilefni greinar minnar voru umræður í Morgunblaðinu um kynferðisafbrot á bömum. Þær voru á besta stað í blaðinu en þó komu þar fram afleitir hleypidóm- ar sem grein mín vildi m.a. vara við. Og þar eð ég er óumdeilanlega eini þolandinn hérlendis, sem ræð- ir þennan vanda fyrir opnum tjöld- um, er þá gjörð blaðsins að fara einmitt með skrif mín í hálfgerðar felur í smámunadálkinn aðeins hægt aö túlka á einn veg: Þaö er bein höfnun, móðgun og ögrun í garð þolenda. Þar með er dregiö úr mikilvægi og alvöra málsins og sjálfir þolendurnir settir skör lægra en aðrir. Hugsanlegar rétt- lætingar Morgunblaðsins fyrir sjálfu sér og öðrum fá engu þar um breytt. En það hefur þó stundum áður gert umræddu málefni góð skil. Það sýnir svo vissan tvískinnung blaðsins að gagnstæti venju sinni birti þaö ekki heimilisfang mitt undir greininni í bréfadálkinum. Og svoddan pukur og vandræða- leynd er auðvitað ekkert nema ein hliðin á afneituninni. En ég hef skömm og megnustu óbeit á jafn lítilmótlegum kveifarskap. Ég hef engu að leyna, enda ekk- ert rangt hafst að. Eg hef verið al- þekktur í íslensku þjóðlífi í tuttugu ár, bý í friði og farsæld á Skúlagötu 68 í Reykjavík innan um bækur og dýrlega hljómhst og ritstjórar Morgunblaðsins eru velkomnir í heimsókn hvenær sem er. En lítilsvirðingu blaðsins á okkur þolendum kynferðislegs ofbeldis get ég aðeins svarað á einn veg: Um leið og ég mótmæli henni harölega lýsi ég því yfir afdráttar- laust að ég mun ekki í Morgunblað- ið rita fyrr en viðhorfsbylting hefur tekiö völdin þar á bæ. En alla aðra landsmenn af báðum kynjum hvet ég til að beijast af alefli og með öllum ráðum gegn bannhelgi, afneitun, fordómum og fyrirlitningu sem ríkir leynt og ljóst í garö þolenda kynferöislegs ofbeldis, á börnum jafnt sem full- orðmmi í íslensku þjóðfélagi. Það er um heill og hamingju hundraða eða þúsunda að tefla. Sigurður Þór Guðjónsson „Einhver erfiðasta hindrunin fyrir skilningi samfélagsins á þessum alvar- legu brotum er hin heiftarlega afneit- un. Og hún getur tekið á sig ýmsar myndir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.