Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 44
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Frjálst,óhaö dagblaö MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1992. ísaQörður: Bæjarstjórinn _ sparkaðií ~ höf uð forseta bæjarstjórnar - sauma þurfti ellefu spor Forseta bæjarstjórnar á ísafirði var veitt þungt höfuðhögg eftir hóf með norrænum gestum í heimahúsi í' bænum aðfaranótt laugardagsins. Sauma þurfti manninn 11 spor á höfði á eftir. Sá sem greiddi honum höggið var bæjarstjórinn á ísafirði. Máhð verður án formlegra eftirmála - kæra verður ekki lögð fram. Þetta fékk DV staðfest í gær. Málsatvik voru þau að bæjarstjór- inn vatt sér aö forseta bæjarstjómar í húsinu, brá honum og sparkaði síð- an í höfuö mannsins. Maðurinn vankaðist og var síðan fluttur á Sjúkrahúsið. Samkvæmt heimildum DV hefur viðkomandi beðist afsökimar og mun málið ekki hafa eftirmála í för með sér. Ágreiningur í pólitík mun ekki hafaveriðástæðaþessaatviks. -ÓTT Meleyri, Hvammstanga: Fórum 20-25 milljónirfram yf ir veðheimild „Höfuöstóllinn aö lánunum, sem fóm fram yfir þau veð sem til vora, það er 75 prósent af þeirri afurð sem þau vom á, hefur sennilega farið 20-25 milljónir fram yfir þessi 75 pró- sent. Mér sýnist á öllu að þetta hafi gerst á einu ári eða frá því í fyrra- haust,“ sagði Guðmundur Tr. Sig- urðsson, stjómarformaður og núver- andi framkvæmdastjóri rækjuverk- ■ smiðjunnar Meleyrar á Hvamms-. tanga, í samtali við DV í morgun '"■vegna rannsóknar sem Landsbank- inn fer fram á vegna þess að fyrir- tækið tók afurðalán fyrir miklu meira en vörubirgðir, og þar með veð fyrirtækisins, sögðu til um. „Lánin vora tekin vikulega eftir' því sem framleitt var,“ sagði Guð- mundur. „Mér er ekki kunnugt um hvers vegna þetta fór svona. Þarna hafa mistök eða eitthvaö átt sér stað sem ég veit ekki um.“ Guðmundur sagði að ekki hefði verið farið fram á það ennþá að bókhald Meleyrar yrði rannsakað. „Það er ekkert verið að fela í því. Ég bað um að þetta yrði skoðað þegar mannaskipti urðu hérna hjá mér. Ég bað um að bank- inn teldi þetta og skoöaði til að ég ^hefði hreint borð við mannaskiptin. Þá fór framkvæmdastjórinn og ég settist í hans stól í milhbilsástandi." -ÓTT LOKI Frakkar sögðu eiginlega „já,já og nei, nei" aðframsóknarsið! AAuaniii til Rniccol MVY vl m u Dl Url „Ég held að vegna þessara úrslita tóri Maastricht-samkomulagið. Næst reynir á það í breska þinginu og vegna þess hve mjótt var á roun- unum má vera að í öðrum löndum komi upp krafa um þjóðaratkvæða- greiðslu. Þá tel ég að þrýstingur muni aukast af hálfu efasemdar- manna um að fara sér hægt í fram- kvæmdinni. Hins vegar tel ég að þaö þurfi meira til en þessi úrslit að koma á jafnvægi milli gjald- miðla. Úrshtin munu sennilega koma í veg fyrir þann hvirfilvind sem annars hefði orðið á gjaldeyr- ismörkuðum Evrópu," sagði Jón Baldvih Hannibaisson utanríkis- ráðherra um úrshtin í kosningun- um um Maastricht-samkomulagið í Frakklandi í gær. „Þessi úrsht í Frakklandi róa mestu áhugamennina um Maa- stricht-samkomulagið en hafa ekki að mínum dómi bem áhrif hér á landi. Þau koma að minu viti EES- samningunum ekkert við. Hins vegar tel ég að þessi hth munur í Frakklandi sé ákveðin aðvörum til þeirra sem ráða í BrusseU' sagði Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra. „Úrslitin styðja kröfuna um þjóð- aratkyæði um samninga sem skipta sköpum fyrir þjóðimar og þar um leið EES-samninginn hér heima. Þetta er mikill ósígur fyrir foringjaliðið í Evrópubandalaginu og einnig í EFTA,“ sagði Ólafur Hagnar Grimssson, formaður Al- þýðubandaiagsins. „Það er öhum ijóst að það eru miklar efasemdir í Evrópu um þessi skref sem stcndur tii að stíga í Evrópusamstarfinu. Þessar vax- andi efasemdir í Evrópu munu efa- laust hafa áhrif hér á landi þrátt fyrir að verið sé aðíjalla um ólíka hluti. Ég býst viö að aht þetta um- stang muni hafa þau áhrif að krafan um þjóðaiatkvæðagreiðslu hér á landi verði vaxandi," sagði Halldór Ásgrímsson, varaformað- ur Framsóknarfiokksins. „Það kom á óvart hvað þetta var naumt. Ég er ekki viss um að þetta auðveldi þessa þróun í Evrópu og óvist hvort Frakkar hafi umboð til að halda áfram á þessari braut. Þetta sýnir að ibúar Evrópu eru frekar tortryggnir á þetta. Þó sagt sé að þetta komi EES-málinu ekk- ert við þá finnst mér umhugsunar- vert fyrir okkur að láta svona stór mál í dóm þjóðarmnar og það eig- um við að gefa líka,“ sagði Kristin Ástgeirsdóttir, þingkona Kvenna- iistans. -S.dór/-sme Óljóst hvemig dómarinn tekur á máli Sophiu: Mikil spenna málið er rekið á þrjá vegu fyrir dómstólum Mikil spenna ríkir fyrir réttarhald sem fram fer í Istanbúl á fimmtudag í skilnaðar- og forræðismáli Sophiu Hansen og fóður tveggja dætra þeirra. Tahð er ljóst að þá verði ekki tekið fyrir kærumál á hendur fóð- umum fyrir að hafa ítrekað vanvirt úrskurð dómara frá í vor um um- gengnisrétt móðurinnar við börnin. Sophia fór utan í 8. árangurslausu ferð sína til að hitta dætur sínar í síðustu viku. Á laugardag mætti fað- irinn ekki með dæturnar eins og úr- skurður dómarans kvað á um. Sér- stök kæra hefur verið lögð fram í Tyrklandi á hendur föðumum vegna þessarar framkomu. Á fimmtudag mun sá dómari sem úrskurðaði um umgengni Sophiu við dætur sínar í vor taka upp þráðinn að nýju. Þá mun lögmaður hinnar íslensku móður væntanlega leggja áherslu á og leggja fram gögn til dóm- arans sem sanna að faðirinn hefur virt úrskurð hans að vettugi síðustu mánuði. Einnig verður farið fram á að andlegt ástand stúlknanna tveggja verði rannsakað. Ekki hggur fyrir hvort dómarinn muni úrskurða strax um forsjá í máhnu eða hvort hann fellst á ósk lögmanns móður- innar. Gerist það verður réttarhald- inu væntanlega frestað um einhvern tíma. Einnig er óljóst hvernig dómar- inn metur framkomu föðurins um vanvirðingu á úrskurðum hans þó það sé ekki hans hlutverk að dæma um beinan refsiþátt í því máh. Þriðji anginn af þessu máh er kæra föðurins á hendur Sophiu fyrir meint bamsrán. í því máh var réttað í síð- ustu viku. Faðir barnanna mætti þá með fólki úr röðum öfgatrúarmanna. Þvíréttarhaldivarfrestað. -ÓTT Nýtt tilboð um björgunarþyrlu Engin greiðsla fyrr en 1995 Maður féll ofan af þaki þessa húss við Drápuhlíð i gærkvöldi. Um verulegt fall var að ræða og var maðurinn fluttur á slysadeild. Betur fór þó en á horfðist þvi sá slasaði fékk að fara heim að lokinni skoðun. Á myndinni er verið að bera hinn slasaða á brott. DV-mynd S Nýtt thboð vegna nýrrar Super Puma björgunarþyrlu barst íslensk- um stjórnvöldum í síðustu viku. Er það hagstæðara en fyrri tilboð. Samkvæmt því þarf nú ekkert að greiða hvorki við pöntun né afhend- ingu, raunar ekki fyrr en eftir árs Veöriöámorgun: Rignirá Norðaustur- ogAustur- landi Á hádegi á morgun verður hæg austan- og suðaustanátt, rigning á Austur- og Norðausturlandi og súld við suðurströndina en sums staðar bjart veður á Vesturlandi. Hiti verður á bilinu &-11 stig. Veðrið í dag er á bls. 52 notkun þyrlunnar eöa árið 1995. I fyrri tilboðum var gert ráð fyrir greiðslu við pöntun og afhendingu. Verðið er um 600 mihjónir króna. Samkvæmt heimildum DV kemur til greina að greiða þyrluna upp á 10-15 árumeftirfyrstuafborgun. -ÓTT NITCHI KEÐJUTALÍUR SuAurlandsbraut 10. S. 686489.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.