Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1992. Utlönd Ellefta einvígisskákin 1 Sveti Stefan: Handbragð heimsmeistara Sprengingí námuaðyfir- lögðuráðf Lögreglan í Vancouver í Kanada sagði í gær aö hún teldi sprengingu, sem varð níu manns aö bana i gullnámu á heim- skautasvæðinu, vera afleiðingu skeramdarverka og þvi væri litiö á dauðsföllin sem morð. Sprengingin varð á 250 metra dýpi í námugöngunum í YeUow- knife á föstudag. Aö söp lögregl- unnar varð sprengingin við brautarteinana inni í námu- göngunum. Hópur sérfræðinga vinnur nú að því að rannsaka verksum- merki á slysstaðnum. Belgarunnu fyrsta kappflug loftbelgja Tveir Belgar svifu innyfir strönd Portúgals snemma í morg- un og urðu þar með fyrstir i mark i fyrsta kappflugi loftbelgja yfir Atlantshafiö. HoUenskt Uð haföi gert sér von- ir um aö sigra en þær vonir urðu að engu þegar Uðsmenn þurftu aö leita aðstoðar björgunarsveita í landi vegna slæmra veðurskil- yrða. „Við erum ansi spenntir yfir að vera fyrstir i kappfluginu og viö þökkum öUum þeim sem geröu þetta kleift," var haft eftir Wim Verstraeten, foringja belgíska liðsins, eftir að belgur hans kom yfir portúgölsku ströndina. Fimm loftbelgir tóku þátt í kappfluginu og var lagt í ’ann frá borginni Bangor í MainefyUd á austurströnd Bandaríkjanna á miðvikudag. Þýskt iið þurfti að lenda í sjónum á laugardagskvöld vegnaslæmsveðurs. Reuter Franskir kjósendur samþykktu Maastricht-samkomulagið um nán- ari samruna Evrópubandalagsríkj- anna í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær en svo mjótt var á mununum að óvissa ríkir um samrunaferlið og pólitíska framtíö Francois Mitter- rand Frakklandsforseta. Lokaniðurstöðurnar, sem birtar voru snemma í morgun, sýndu að 50,95 prósent kjósenda voru hlynntir pólitískum og efnahagslegum sam- runa Evrópu en 49,05 prósent voru andvíg. Kjörsókn var 70,5 prósent. Þegar úrslitin lágu fyrir sagði Mitt- errand, einn af arkitektum sam- komulagsins: „Frakkland hefur sýnt fram á þaö aftur aö það getur enn verið hvetjandi fyrir Evrópu sem er nú í þeirri stöðu að verða jafnoki voldugustu ríkja heimsins." Stjómmálaskýrendur sögðu að sig- ur stuðningsmanna Maastricht væri svo naumur að staðfestingu sam- komulagsins væri stefnt í voða í Bretlandi þar sem miklar efasemdir ríkja um Evrópusamstarfið og að áhrif Mitterrands hefðu minnkað til muna. Búist er við miklu öngþveiti innan frönsku stjórnmálaflokkanna eftir úrslitin í gær þar sem fylgjendur og andstæðingar Maastricht munu gera upp sín í milli. Stjómmálamenn í Evrópubanda- laginu fögnuðu niðurstöðum þjóðar- atkvæðagreiöslunnar eftir margra vikna óróa á fjármálamörkuðum. John Major, forsætisráðherra Bret- Stuðningsmenn Maastricht-samkomulagsins um samruna Evrópubandalagsins fagna úrslitum þjóðaratkvæða- greiðsiunnar í Frakklandi. Simamynd Reuter lands, gerði lýðum ljóst að hann ætl- aöi ekki aö hraða Maastricht-sam- komulaginu í gegnum breska þingið. Vaxandi andstöðu við þaö gætir nú innan íhaldsflokksins, flokks forsæt- isráðherrans og þar eru æ fleiri þeirrar skoðunar að endurskoða þurfi sammnaferlið innan Evrópu. Major sagði að hann mundi boða til aukafundar leiðtoga Evrópubanda- lagslandanna tólf snemma í næsta mánuði. Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, sagði að niðurstöðumar í Frakklandi mundu veita Evrópu aukinn kraft og að hann ætlaði nú aö vinna að því að taka ný ríki inn í Evrópubanda- lagið. Kannanir sýndu að menntaðir kjósendur voru fylgjandi Maastricht en verkamenn og bændur andvígir þar sem þeir óttuðust um atvinnu sína og framtíö. Reuter Stuðningsmenn Evrópusameiningar höfðu nauman sigur: Óvissa eftir samþykkt Maastricht í Frakklandi Garrí Kasparov þótti ekki mikið til taflmennsku Fischers og Spasskíjs koma í viðtali við DV á dögunum en eftir 11. einvígisskákina, sem tefld var í gær, hljóta aö renna á hann tvær grímur. Fischer tefldi skákina með snilld- arbrag. Peðsfórn í byrjun gaf honum hættuleg sóknarfæri og síðan rak hver þrumuleikurinn annan. Skákin var ekki síður Spasskíj til sóma sem varðist hugvitssamlega í erfiðri stöðu. Undir lokin mátti ekki miklu muna aö hann slyppi fyrir hom en Fischer haföi reiknað dæmið hárrétt til enda. Besta skákin í einvíginu til þessa og gott veganesti kappanna til Belgrad, þar sem þeir setjast aftur að tafli að viku Uöinni. Fischer er farinn að tefla af miklum þrótti og hefur unnið fjórar af fimm síðustu skákum. Hann var nálægt sigri í 10. skákinni á laugardag en Spasskíj tókst aö bjarga sér í enda- tafli þar sem hann haföi peði minna. „Þetta var mfög góð skák - mörg ævintýri," sagöi Spassky að henni lokinni og Fischer hrósaði vámar- taflmennsku hans. Eftir 68 leiki sætt- ust þeir á skiptan hlut. Einvígið er nú hálfhað - Fischer hefur hlotið fimm vinninga en Spasskíj tvo. Fátt virðist geta stöðvaö sigurgöngu Fischers en spumingin er hversu lengi Spasskíj heldur út. Hann er annars þekktur fýrir að bíta frá sér þar til yfir lýkiff. Eftir tíu skákir i einvígi viðKortsnoj IBelgrad 1978 haföi hann tapað fimm skákum en enga unnið en gerði sér þá lítið fyrir og vaím ftérar næstu. Ellefta einvigisskákin Hvítt: Bobby Fischer Svart: Boris Spasskij - glæsilegur sigur Fischers 1 bestu skák einvígisins Sikileyjarvöm. 1. e4 c5 Eftir ófarirnar í níundu skákinni bryddar Spasskíj upp á Sikfleyjar- vörn en óvæntur „glaðningur" bíður hans. 2. Rf3 Rc6 3. Bb5! Þannig hefur Fischer aöeins einu sinni teflt fyrr, gegn Matulovic á miUisvæðamótinu á Mallorca 1970. Þess má geta að í 20. skákinni í Laug- ardalshöll kaus Fischer að leika 3. d4 og tefla á hefðbundinn hátt. 3.7 g6 4. Bxc6 bxc6 5.0-0 Bg7 6. Hel e5 í þessari stöðu er 7. c3 þekkt en í nýlegum skákum hefur svartur mátt vel við una. Fischer hristir nýjung fram úr erminni. 7. b4! Á sínum yngri árum hreifst Fisch- er af Evans-bragði, sem hefst með leikjunum 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. b4!? og kennt er við enskan skipstjóra. Vel má vera að það sé kveikjan að hugmynd hans nú. Ætl- unin er að Una tök svarts á miöborö- inu og vinna tíma. „Ég held að Bobby hafi fundið upp á þessu meöan á skákinni stóð,“ sagði Spasskíj sem taldi ekki að áralangar rannsóknir lægju að baki. 7. - cxb4 8. a3 c5?! Frumkvæði hvíts verður nú mjög sterkt. Eftir 8. - bxa3 9. Bxa3 Re7 10. d4 hefur hvítur einnig góð færi fyrir peðið. 9. axb4 cxb4 10. d4 exd4 11. Bb2d6? Nú tekst svörtum aldrei pð Ijúka Uðsskipan sinni sómasanilega. Ljós er aö 11. - Re7 er nauösynlegt. 12. Rxd4 Dd7 Hvítur hótaði 13. Rc6 og Bg7 er í sjónmáU. 13. Rd2 Bb7 Ekki gengur 13. - Re7 14. Rc4 0-0 Fischer tefldi 11. einvígisskákina við Spasskij i gær meistaralega og hefur nú unnið fimm skákir gegn tveimur Spasskíjs. Þeir taka upp þráðinn að nýju i Belgrad að viku liðinni. Símamynd Reuter 15. Rb6! o.s.frv. 14. Rc4 Rh6 16. - Kf8 17. Rxh6 f6!? Spasskij verst af hugvitsemi, þótt Utt stoði gegn snjaUri taflmennsku Fischers. Eftir 17. - Bxal 18. Dxal Dxd619. Dxh8+ eru yfirburðir hvíts augljósir. 18. Rdf7! ^ Bxb2 16. Rbxd6+! Ef svartur heföi leikið 14. - Re7 (í staö 14. - Rh6) væri 16. Rfxd6+ Kf8 17. Rxb2 hagstætt hvftvun en nú ætti svartur svariö 16. - Ke7. sl ♦ X 7Í Jl W 4} A 6 5 4 á . u- A 3 fs!|Ét 2 É. A a á & 1 23 23 <á> Frumleg staðsetning nddaranna! Hrókurinn á h8 er fangaður á frum- legan hátt. 18. - Dxdl 19. Haxdl Ke7 20. Rxh8 Hxh8 21. Rf5 + ! Aftur stekkur riddarinn í opinn dauðann á f5-reitnum. Ef hins vegar Skák Jón L. Árnason 21. Rg4 a5 ætti svartur nokkra von í hraðskreiðu jaðarpeðinu. 21. - gxf5 22. exf5+ Be5 Eini leikurinn. 23. f4 Hc8! 24. fxe5! Best, því að eftir 24. Hd2 Hc5 nær svartur aö treysta stöðuna. Fischer hefur reiknað hámákvæmt. 24. - Hxc2 25. e6! Bc6 Ekki stoðar 25. - Hxg2 + 26. Kfl Bc6 27. Hcl Bd5 28. Hc7+ Ke8 29. e7 og vinnur. 26. Hcl Hxcl 27. Hxcl Kd6 28. Hdl + Ke5 Ef 28. - Ke7 29. Hal og eftirleikur- nrn er auöveldur. 29. e7 a5 30. Hcl Bd7 31. Hc5+ Kd4 32. Hxa5 b3 33. Ha7 Be8 34. Hb7 Kc3 35. Kf2 Nú-er Ijóst að hveiju stefnir. Kon- ungurinn ætlar sjálfur að ljúka atlög- unni eftir að hrókurinn fómar sér fyrir b-peðið. 35. - b2 36. KeS BÍ737. g4«c2 88. Kd4 bl-í) 39. Hrbl Kxbl 40. Kp5 Kc2 41. Kd6 Spassky gafst upp því að eftir 41. - Kd3 42. Kd7 Ke4 43. e8=D + Bxe8 44. Kxe8 vinnur hvítur auðveldlega. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.