Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 36
48 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1992. Sviðsljós Menning Þijár smásögur verðlaunaðar Sextíu og sjö handrit eftir þijátíu og fimnm höfunda bárust í verö- launasamkeppni um handrit að lestrarefni handa nemendum í 8.-10. bekk í gi unnskóla sem Námsgagna- stofnun í samvinnu viö Samtök móð- urmálskennara efndi til í apríl síð- astliðnum. Dómnefnd valdi síðan þijár smá- sögur eftir Guðrúnu Kristínu Magn- úsdóttur og Þórð Helgason til verð- launa. Sögumar heita Og enginn sagði neitt eftir Þórð og Skóflan - In Memoriam og Sál bróður míns stein- bítsbróðurins eftir Guðrúnu Krist- ínu. Dómnefndin, en í henni sátu Guðni Kolbeinsson frá Rithöfunda- sambandi íslands, Heiniir Pálsson frá Hagþenki og Þórdís Mósesdóttir frá Samtökum móðurmálskennara, - mælti auk þess með útgáfu smásagna eftir Andrés Indriðason og Herdísi Hubner. Nú er hafinn undirbúningur af útgáfu smásagnanna. Tilgangur keppninnar var að afla Asgefr Guðmundsson afhendir Þórði Helgasyni verðlaun í sámkeppn- inni. Á milli þeirra er hinn verðlaunahafinn, Guðrún Kristin Magnúsdótt- ir. DV-mynd BG efnis til útgáfu lítilla hefta sem reynst unar í móðurmálstímum á unglinga- gætu heppileg til lestrar og umfjöll- stigi. -HK Markús örn Antonsson gægist í gegnum gamalt þrívíddartæki sem er einn af þeim gripum sem til sýnis eru að Suðurgötu 7 í Árbæjarsafni. Afmælishátíð Árbæjarsafns: Suðurgata 7 opnuð fyrir almenning Borgarleikhúsið: Frumsýning á Dunganon Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Leikritið segir frá fimm árum í lífi onsenaukhanstakaumþijátíuleik- Dunganon, nýtt íslenskt leikrit eftir Karls Einarssonar Dunganons, her- arar þátt í sýningunni. Bjöm Th. Bjömsson, á stóra sviðinu togans af Sankti Kildu. Hjalti Rögn- íBorgarleikhúsinuáfóstudagskvöld. valdsson fer með hlutverk Dungan- Björn Th. Björnsson, höfundur leikritsins, Brynja Bene- diktsdóttir, leikstjóri verksins, og Hjalti Rögnvaldsson leikari sem fer með hlutverk Dunganons í sýningunni. DV-myndir ÞÖK Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, Lára Stefánsdóttir, Einar Einarsson, Friðgerður Samú- elsdóttir og Kolbeinn Einarsson lyfta glösum eftir frum- sýninguna. Afmælistónleikar Jóns Þórarinssonar íslenska hljómsveitin hélt tónleika í Listasafni Sig- uijóns Ólafssonar í gær. Hljómsveitin öll kom ekki fram að þessu sinni heldur aðeins nokkrir félagar úr henni, þau Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari, Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona, Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari og Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari. Á efnisskránni vom verk eftir Jón Þórarinsson, fjögur sönglög og sónata fyrir klarinett og pianó. Tilefhi tónleikanna var 75 ára afmæli tón- skáldsins. Jón Þórarinsson á að baki ákaflega fjöl- breytt starf í þágu íslenskrar tónhstar og að sama skápi giftudijúgt. Þeir hljóta að vera fáir núlifandi ís- lenskir tónlistarmenn sem ekki hafa notið góðs af störfum Jóns með einhveijum hætti. Tónlistargagn- rýnandi DV var t.d. svo heppinn aö njóta kennslu Jóns í upphafi ferils síns og telur sig búa að því enn. Tónsmíðar Jóns Þórarinssonar era ekki miklar að vöxtum en því meiri að gæðum. Að minnsta kosti verð- ur ekki annað sagt um þau verk sem flutt vora í Sigur- jónssafni í gær. Sönglög eins og Fuglinn í fjörunni og íslenskt vögguljóð á hörpu era með því besta sem gert hefur verið hérlendis á þessu sviöi og íslensk klassík, ef svo má segja. Klarinettsónatan er á öðrum grunni byggð, en hefur sum sameiginleg einkenni. Þetta er mjög heilsteypt verk. Það grípur áheyrandann þegar Tónlist Finnur Torfi Stefánsson í upphafi og heldur áhrifum sínum til enda. Tónamál- ið er mjög sannfærandi, byggingin góð og úrvinnslan fjölbreytt og hugmyndarík. Þetta verk er í hópi þeirra íslensku kammerverka sem best era heppnuð. Framlag flytjendanna á þessu tónleikum var mjög gott og mátti heyra að vel var til þess vandað. Að flutn- ingi verkanna loknum var afmælisbamið hyllt og færðir blómvendir, meðal annars frá Tónskáldafélagi íslands, sem John Speight, formaður félagsins, af- henti. Skal hér tekið undir hamingjuóskir með afmæl- ið og sú von látin í Ijós aö Jón Þórarinsson eigi eftir að vinna íslenskri tónlist gagn um langa framtíð. í gær, sunnudag, voru hðin 35 ár frá því að Árbæjarsafn var stofnaö. Af því tilefni var húsið að Suðurgötu 7, formlega opnaö af Markúsi Emi Antonssyni, borgarstjóra Reykjavík- ur. Suðurgata 7 var fyrsta húsið sem reist var. við Suðurgötuna. Það var byggt árið 1833 af Teiti Finnboga- syni, jámsmið og dýralækni. Húsið Suðurgata 7 var flutt á Árbæjarsafn árið 1983 og hefur endurbygging þess staðiö yflr frá árinu 1989. Húsið gefur góða mynd af lifhaðar- háttum efnameira fólks um síðustu aldamót. Megnið af innbúi hússins er húsgögn sem ívar Daníelsson færði safninu að gjöf á síðasta ári. Suðurgata 7 var formlega opnað í gær en þá voru 35 ár liðin frá þvi að Árbæjarsafn var stofnað. DV-myndir ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.