Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1992. 39 Meitning Stellen Skarsgárd er eftirminnilegur í hlutverki Raouls Wallenberg. Háskólabíó - Gott kvöld, herra Wallenberg: ★★★ Síðustu vikurnar í Búdapest Raoul Wallenberg er goðsögn. Milljónaerfinginn sem fór til Búdapest á síðustu mánuðum heimsstyijaldarinnar síðari og lagði líf sitt hvaö eftir annað í hættu við björgun gyðinga sem annars hefðu lent í útrýmingar- búöum nasista. Stærsta afrek hans var að fá því frestaö að gyðingarnir í gettóinu yrðu alhr drepnir áður en nasistar yfirgáfu borgina. Með þessu er talið að hann hafi bjargað tugum þúsunda mannslífa. Þegar Wallen- berg stóð í þessumbjörgunaraðgeröum neitaði hann að hlýða yfirmönnum sínum sem vildu að hann færi til Sviþjóðar. Með þeirri ákvörðun fórnaði hann eigin lífi. Rússar, sem náðu borginni úr höndum nasista, tóku Wallenberg höndum og hefur aldrei síöan spurst til hans þrátt fyrir aö mikil rannsókn hafi verið í gangi í fjölda ára til að upplýsa hvort hann er á lífi eða ekki. Síðustu fréttir herma að Wallenberg hafi látið lífið í rúss- neskum fangabúöum. í Gott kvöld, herra Wallenberg fer leikstjórinn og handritshöfundurinn Kjell Grede á raunsæjan hátt með efnið án þess þó að myndin sé í heim- Kvikmyndir Hilmar Karlsson ildarmyndastíl. Stellan Skarsgárd, sem leikur Raoul Wallenberg og gerir það eftirminnilega, nær að sýna Wallenberg sem ósköp venjulegan mann með kosti og gaila, mann sem fyrst fær einhvem tilgang með lífinu þegar hann fer að bjarga gyðingum. Það er auðvelt að finna fyrir þeirri samkennd með gyðingum sem heltek- ur hann. Og Wallenberg finnur í raun fyrir meiri þörf að bjarga gyðingum en þeir sjálfir. Hann sættir sig ekki við það sem gyðingamir voru marg- ir hverjir búnir að sætta sig við, að endalokin séu framundan og htil von um hjálp. Grimmd nasista og annarra, sem voru á þeirra bandi, em gerð eftir- minnileg skh í myndinni án þess aö útheht sé miklu blóði. Það er miklu fremur dauðastund fómarlambsins og sú sóun á mannslífum sem átti sér stað sem situr eftir í minningunni, heldur en sú grimmd sem einkennir aðgerðir nasistanna. í leikinni mynd hefur sjaldan verið sýnd á jafn áhrif- amikinn hátt útrýmingarherferð nasista. Svíar em ákaflega hreyknir af þessari kvikmynd og þeir mega vera það. Kjell Grede hefur gert áhrifamikla kvikmynd sem snertir thfmning- ar. Það er ekkert verið að fegra Wahenberg um of, aðeins sýndur maður sem lét sig varða örlög þeirra sem ekki gátu varið sig gagnvart miskunnar- leysi stríðrekstursins. GOTT KVÖLD, HERRA WALLENBERG (GOD AFTON, HERR WALLENBERG) Leikstjórn og handrlt: Kjell Grede. Kvikmyndun: Esa Vuorinen. Tónlist: Frans Helmersson, Aðalhlutverk: Stellan Skarsgárd, Katharine Thalbach, Károly Eperjs og Erland Jos- ephson. Bridge Bridgefélag U JE Æm 3L iiaibioi ijci Mánudaginn 14. september hófst vetrars eins kvölds tvimenningi. Spilað var í tveimui öðram 8 para, sem var skipaður byrjendum ivcn tarf B. Hafnarfjarðar með riðlum, einum 16 para og að mestu leyti. Úrsht urðu þesi í A-riðli: 1. Guðlaugur Sveinsson-Guðjón Jónsson 237 2. Sveinn Þorvaidsson-Páll_ Þór Bergsson 234 - 3. Dröfn Guðmundsdóttir-Ásgeir Ásbjömsson 4. Jón Þór Daníelsson-Halldór Þórólfsson 226 - og úrsht í B-riðli urðu eftirfarandi: L Margrét Pálsdóttir-Haraldur Magnússon 64 230 co 2. Sófus Bertelsson-Sigríður Guömundsdóttir 62 -is Draumkvæði Þetta er sjötta ljóðabók höfundar og geymir nær íjóra tugi ljóða sem skipt er í fjóra bálka. Ekki er mér ljóst hvað ræður þeirri niðurskipan enda skiptir það ekki miklu. Áþekk ljóð eru í hinum ýmsu bálkum enda fer vel á því að breyta th um form bókina í gegn. Ljóðin era af ýmsu tagi en einna sérkennilegast er form sem við sjáum á eftirfarandi ljóði, mna setninga- brota sem gefur tilfinningu fyrir skynjun á hðandi stundu. Þetta ljóð er hka gott dæmi um annað sem víða gætir í bókinni, gömul, alkunn saga er endursögð á nýjan hátt, svo að grípur nútímamenn. Turninn í skóginum ... Þekkir sig aftur í hringstiganum miðjum... gengur á vit gamallar sögu... hér brestur í hverju þrepi... glufur í tréverkinu... skúm í öllum skotum... heldur áfram... aha leið upp í tuminn... hurðin opin th hálfs... í rökkrinu sér hún rokkin... rykfallinn... man stingandi sársaukann... ... leggur hurðina hægt að stöfum... um ljóra sér út yfir þéttvaxið kjarr og rósarunna... héðan af verður ekki aftur snú- ið... örlagaþráð mun hún spinna af fingrum fram... spinna og spinna og spinna... ... eftir hundraö ár feröast ég hingað í draurni... ung- ur prins... kem of seint... sé hvernig allt er orðið... segi söguna aldrei alla... Þetta er auðvitað sagan um Þyrnirós. en endurtúlkuð á brotakenndan hátt, þannig að lesandi verður að tengja brotin saman. Með þessari skírskotun th ævin- týrisins sem andstæðu, rangfærslu á þeirri sögu sem nú er sögð, tekst skáldinu að miðla sterkari tilfinningu fyrir eyðingu og missi, sem ekki verður upp unninn. Ljóðin eru vissulega missterk. Mér finst ahtof létt- vægt „Vihtur eða stilltur" sem unnið er úr kvæðinu um Ólaf liljurós, og sum ljóðin em lítið annað en stefnuyfirlýsing, um að nú skuli ort og skapað, t.d. fyrstu ljóð I og II. Það mætti nú þykja eðhlegt á slíkum Bókmenntir Örn Ólafsson stað, en mér sýnast fleiri ljóð í bókinni frekar vera eins og skáldiö sé í viðbragðsstöðu th að fara að yrkja, t.d. „Með straumi" hér á eftir. Þessu fylgir, að áhrif annarra skálda eru stundum fullgreinheg, bæði Gyrð- is Elíassonar (t.d. bls. 35 og 50), og Sigurðar Pálssonar (bls. 37). Þetta er ekki svo að skilja að þessir menn eigi einkarétt á að tjá sig á ákveðinn hátt, t.d. í orða- leikjum síðasttalins dæmis, heldur svo að Aðalsteinn leggi ekki ahtaf nógu mikla vinnu í að fara eigin leið- ir. Því verða helsti mörg ljóð th þess að veikja bókina eins og þetta: Með straumi Stjörnur í draumhvelfingu dimmgrænt hlýtt vatnið ég syndi varlega veit aö einhverja nótt ber straumurinn mig að strönd lífsins. Þetta er bara yfirlýsing á heldur almennu orðalagi, enda er hugsunin óljós og vandséð hvað breytist hjá mælanda við það að svamla upp „að strönd lífsins". Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Og þar sem myndin í 2. línu gegnir ekki neinu sjáan- legu hlutverki í heildinni verður hún bara skraut. En Aðalsteini tekst stundum mun betur upp, eins og í eftirfarandi ljóði, sem endurtúlkar enn alkunna þjóð- sögu þannig aö hún snertir beinlínis nútímalesendur. Titilhnn gefur til kynna náið samband af einhverju tagi og hér birtast einungis tvær persónur, mælandi ljóðsins og viðmælandi hans. Hlutverkaskiptingin er markviss, erindi eftir erindi, viðmælandi tekur frum- kvæðið en mælandi er hikandi og dylur viðmælanda einhvers mikilvægs, þannig er 2. erindi viðbrögð við 1. og 4. erindi við 3. Sviðsetningin er ekki mikil en hún er virk, samtal um nótt og ganga út á grænan völl á vel við titil ljóðsins. En svo koma hvörf í 4. erindi, svik í ástarmálum, sem margir lesendur hljóta að kannast við. En lokaerindið tengir þetta svo við annað og því íjarlægt efni í reynslu lesenda. Þannig verður þetta róttæk endurtúlkun á sögunni um nátttrölhð, ljóðið verður eins konar brú yfir gjá milli mikhla and- stæðna, auðgandi lestur: í trúnaði Þú komst um nótt ég kannaðist við margt í fari þínu. Þú spurðir mig í þaula ég þorði ekki að svara og segja þér einsog var. Á meðan dagurinn var ennþá langt undan baðstu mig að ganga með þér út í grænan vöhinn. Ég lét sem ég vildi koma leiddi þig í ógöngur brást ekki við óttanum í augum þínum. Nú stendurðu hér steinmnnin við hús mitt. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson: Draumkvæði. Dimma 1992, 62 bls. 'rfress í 33 ár Hressingarleikfimi kvenna og karla Haustnámskeið hefjast fimmtud. 24. sept. nk. Kennslustaðir: Leikfímisalur Laugarnesskóla og Iþrottahús Seltjarnarness. Fjölbreyttar æfíngar: Músík - Dansspuni Þrekæfíngar - Slökun. Ýmsar nýjungar Innritun og upplýsingar í síma 33290. Ástbjörg S. Gunnarsdóttir íþróttakennari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.