Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1992. ÐV Sviðsljós Elis Andrésson ásamt eiginkonu sinni, Aðalheiði Ingimundardóttur. Fyrir aftan standa synirnir Ingimundur og Andrés og tengdadæturnar Svana og Lára. * 60 ára afmæli I ____________________________________ Emil Thorarensen, DV, F.skifirði: Elís Andrésson, vélstjóri og fyrr- verandi útgerðarmaður á Eskifirði, hélt upp á 60 ára afmæli sitt nú á dögunum. Hann tók á móti gestum í Slysa- varnarfélagshúsinu á Eskifirði. Eins og vænta mátti komu margir ættingj- ar, vinir og kunningjar, víðs vegar af landinu, og heilsuðu upp á Elís á þessum merku tímamótum. Gestirn- ir áttu ógleymanlega kvöldstund og þáðu í leiðinni rausnarlegar veiting- ar sem fram voru bornar. Það var svo sannarlega glatt á hjalla í sextugsafmælinu hans Elísar eins og sjá má á þeim vinkonum Nönnu Bjarnadóttur og Elínborgu Þorsteinsdótt- ur. DV-myndir Emil Skólastjórahjónin á Sólgörðum kvödd Öm Þóraiinsson, DV, Fljótum: Uni síðustu mánaöamót lét Valberg ^ Hannesson af starfi sem skólastjóri w barnaskólans að Sólgörðum í Fljót- um. Hann hafði þá gegnt starfi skóla- stjóra í Fljótum samfleytt í 34 ár. 9 Fyrst við bamaskólann í Holts- hreppi, sem starfræktur var í Ketil- ási, en þegar skólarnir í Fljótum voru sameinaðir á Sólgörðum fluttist Val- berg þangað. í tilefni af starfslokum Valbergs var honum og konu hans, frú Áshildi Öfjörð, haldið kaffisamsæti af íbúum Fljótahrepps fyrir skömmu þar sem þeim hjónum voru þökkuð margþætt störf í þágu sveitarinnar á undan- fórnum árum. í því sambandi má geta þess að Valberg var oddviti hreppsnefndar Haganeshrepps um árabil en Áshildur sat í stjórn kven- félagsins Framtíðarinnar í mörg ár. Auk þess starfaði hún í sóknarnefnd Barðskirkju í nokkur ár og vann mikið starf í sambandi við endurbæt- ur á kirkjunni og umhverfi hennar. í samsætinu, sem þorri íbúa sveit- arinnar sótti, var þeim hjónum af- hent mynd úr sveitinni að gjöf, þá voru fluttar ræður og rifiaðir upp ýmsir atburðir frá hðinni tíö. Valberg og Áshildur veita viðtöku mynd frá Stíflu í Fljótum. DV-mynd Örn 21 ORUGG LEIÐ TIL AÐ Þú getur haft áhrif á upphæð hitaveitureikningsins með því að nýta hitaveituvatnið betur. Sjálfvirki Danfoss ofnhitastillirinn skammtar nákvæmlega það rennsli sem þarf til að skapa þann hita sem óskað er. Með Danfoss ofnhitastilla og þrýstijafnara á hita- kerfinu fæst kjörhiti í hverju herbergi og lágmarks húshitunar- kostnaður. = HÉÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 624260 VERSLUN - RÁÐGJÖF TOPPARNIRILANDSLIÐINU Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason og Þórhallur Sigurðsson komnir aftur með nýtt efni til að... þenja hláturtaugar gesta okkar - Útsetning og hljómsveitarstjóm: Jónas Þórir * Leikstjóm: Egill Eðvarðsson LAUGARDAGSKVOLD Stórkostleg skemmtun, þrírétta veislukvöldverður (val á réttum) og dansleikur. Verð kr. 4.800 Opinn dansleikur frá kl. 23:30 til 3:00 HLJOMSVEIT BJÖRGVINS HALLDÓRSSONAR Vetrarverð á gistingu. Pantanir í síma 29900. Grœnt númer lofar góðu ! ARGUS/SlA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.