Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1992. 37 Meiming Ég veit þú kemur, syngur Kór Langhoitskirkju og einsöngvararanir Andrea Gylfadóttir, Ólöf Kolbrún Haröardóttir, Bergþór Pálsson og Egill Ólafsson, en lagið er eitt þekktra íslenskra dæguriaga sem sungið verður á styrktartón- leikum Kórs Langholtskirkju í október. DV-mynd BG Söf nunarátak fyrir orgeli upp á 40 milljónir - Styrktartónleikar og geisladiskur meö lögum frá tónleikunum Langholtskirkja er eitthvert vin- sælasta tónleikahús landsins. Stafar þaö fyrst og fremst af því aö betri hljómburður fyrir tónlist finnst vart hérlendis. Mælingar hafa fariö fram á tónburði Langholtskirkju og kem- ur í ljós að hljómburðinum svipar til bestu tónleikasala í heiminum. í Langholtskirkju starfar einn kröftugasti kór landsins, Kór Lang- holtskirkju, sem haldið hefur marga stórtónleika í kirkjunni. Það hefur háð Langholtskirkju að gott orgel hefur ekki verið í húsinu. Nú á að gera bragarbót á því og er hafið mik- iö söfnunarátak þar sem takmarkið er að safna 40 milljónum á fiórum árum til kaupa á nýju orgeli. Jón Stefánsson, organisti og stjórn- andi kórsins, sagði að fyrirhugað væri að að kaupa 30 radda orgel sem væri ekki nema rúmlega miðlungs- stórt. Til samburðar mætti nefna að orgelið í Hallgrímskirkju væri 70 raddir. En þar sem tónskilyrði væru það góð í kirkjunni þyrfti ekki stærra orgel. Sagði Jón einnig að orgel þetta kæmi til með að geta þjónað sinfóníu- hljómsveit í verkum þar sem þyrfti aö nota stórt orgel. Til að byija þetta mikla söfnunará- tak hafa verið ákveðnir þrír styrkt- artónleikar fyrir þá sem leggja mán- aðarlega í orgelsjóðinn, en hver sem gerist styrktaraðili fær afhenta tvo miða. Fyrstu tónleikarnir verða 13. október og verður þá flutt létt og vin- sæl íslensk tónlist. Auk kórsins koma fram fiölmargir hstamenn á tónleikum þessum, má þar nefna Andreu Gylfadóttur, Egil Ólafsson, Bergþór Pálsson, Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Pálma Gunnarsson, Sigríði Beinteinsdóttur og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Nýjar útsetningar hafa gert Jón Sigurðsson, Ríkarður Örn Pálsson og Olafur Gaukur. Tónleikarnir verða teknir upp og um miðjan nóvember verður gefinn út geisladiskur þar sem verðar meðal annarra lög frá þessum tónleikum. Á geisladiskinum, sem mun bera heitið Það var lagið, mun Kór Langholts- kirkju ásamt þeim söngvurum sem koma fram á tónleikunum flytja létt dægurlög. -HK Kennum það sem nemand- inn vill læra á gítarinn sinn - seglr Friörik Karlsson gítarleikari Gitarleikararnir kunnu, Friðrik Karlsson og Bjöm Thoroddsen, kenna ásamt aðstoðarkennurum verðandi gitarleikurum i Nýja gítarskólanum. DV-mynd BG Gítarinn er eitt allra vinsælasta hljóðfærið og er búinn að vera það lengi. Mikill fiöldi fer árlega í gít- amám og þótt margir heltist úr lest- inni halda einnig margir áfram námi. Nýi gitarskólinn er að byija sitt þriðja starfsár og nú í nýju húsnæði. Þeir sem reka skólann og kenna ásamt aðstoðarkennurum eru hinir landsþekktu gítarleikarar FTiörik Karlsson og Bjöm Tlioroddsen sem hafa langa reynslu af gítarleik hér heima sem og á erlendri gmnd. Þeir leggja áherslu á að hver sem kemur í skólann læri það sem hann langar til að læra. Viö spurðum Friðrik um tildrög að stofnun skólans: „Við Bjöm kenndum báðir við Tón- listarskóla FÍH og Bjöm gerir það reyndar enn. Þar vom aðeins teknir inn tuttugu nemendur af um það bil áttatíu sem sóttu um gítamám. Ég og Bjöm sáum fram á að það væri hægt að leyfa þessum Qölda að stunda nám með því að stofna til námskeiða þar sem ekki þurfti sér- staklega til undirbúningsnám eins og skilyrði er í FÍH-skólanum. Nýi gítarskólinn varö til og viðbrögöin urðu strax mjög góö og hafa nám- skeiðin verið þétt setin en við erum með tvö þriggja mánaða námskeið á vetri og um það bil 150 nemendur. Við erum nú sjö sem kennum við skólann. „Við leggjum áherslu á að þeir sem hefia nám hjá okkur geti lært það sem þá langar til hvort sem þaö er klassískur gítarflutningur, djass, rokk, blús, þjóðlagatónlist eða þungarokk. Unglingur sem kemur til okkar og vill verða þungarokksgítar- leikari lærir þar með eingöngu hvemir á að spila slíka tónlist. Nem- endur geta með góðu móti verið hjá okkur í þijú ár ef þeir sinna náminu vel eða þar til við getum ekki kennt þeim meira. Nemendur okkar koma úr ýmsum áttum. Þaö kemur til okkar ungt fólk sem aldrei hefur leikið á gítar áður, sumir koma til að rifia upp og aðrir sem hafa til að mynda verið í klass- ísku gítarnámi vilja söðla yfir í rag- magnsgítarinn og öfugt.“ Friðrik sagði að lokum að fyrstu tvö árin hefði skólinn verið að mót- ast en nú væru þeir fluttir í.nýtt húsnæði að Laugamesvegi 52 og komnir með góða aðstöðu og meiri festa væri í öllu starfi skólans. „Við útskrifum enga úr skólanum með prófskírteini, en þeir sem ljúka námi em hæfir gítarleikara sem geta þá síðan farið í framhaldsnám.“ -HK /°ap\ Innkaupastofnun ríkisins f.h. Bókaútgáfu Menningarsjóðs óskar eftir kauptilboðum í útgáfurétt, bókalager og prentfilmur útgáfunn- ar. Tilboósgögn eru seld á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavik á kr. 1.500,- Kauptilboð veröa opnuð á sama stað kl. 11.00 f.h. þann 1. októb- er 1992 í viðurvist viðstaddra bjóðenda. IIMNKAUPASTOFIMUW RÍKISINS BORGARTUNI 7 1()S RKYKJAVIK FASTEIGNASALA Lögfræðingur, sem hefur starfað sjálfstætt að lög- fræðistörfum í 25 ár og hefur í hyggju að fara út í fasteigna-/skipasölu jafnframt málflutningsstörfum slnum, óskar eftir að fá sem sölumenn tvo unga vlð- skiptafræðínga eða aðra með sambærilega mennt- un. Eignaraðild að fasteígnasölunni kæmi vel til greina að fengnum góðum reynslutlma. Nýtt og glæsilegt húsnæði fyrir starfsemina er fyrir hendi. Snyrtimennska, góð framkoma og heiðarleiki skil- yrði. Umsóknir um aldur og fyrri störf sendist DV, - merkt „W-7103", fyrir 25. sept. nk. BREYTINGASALA Vegna fyrirhugaðrar breytingar og standsetningar á versl- unarhúsnæði okkar seljum við föt og skó á mjög niður- settu verði. Allt nýjar og góðar vörur fyrir fjölskylduna. Verödæmi: Kvenblússur frá kr. 800. Gallabuxur, margir litir og gerðir, frá kr. 1.995. Barnaúlpur frá kr. 1.999. Herra- og dömujakkar frá kr. 1.900. Betri buxur kvenna, karla og unglinga, kr. 1.900. Herrablazerar á kr. 4.900. Dömublazerar á kr. 4.700. Barnablazerar á kr. 3.500. Ullarjakkar barna, kr. 3.500 o.fl. o.fl. Moonboots á börn, kr. 900 Romika inniskór, kr. 1.200. Tátiljur, kr. 400. Lakkskór á börn, kr. 700, og allir aörir skór á börn og fullorðna á kr. 600. Ullarkápur, kr. 8.200. Aörir frakkar og kápur á kr. 6.200 o.fl. o.fl. 0PIÐ ÞESSA VIKU FRÁ KL. 10-18 GAMLA KAUPFÉLAGIÐ HAFNARFIRÐI, STRANDGÖTU 26, VIÐ HLIÐINA Á PÓSTHÚSINU Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur fariö fram áttundi útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1989 og fimmti útdráttur húsbréfa í 1. flokki 1990. og fjóröi útdráttur í 2. flokki 1990 Einnig annar útdráttur í 2. flokki 1991. Koma þessi bréf til innlausnar 15. nóvember 1992. Öll númerin veröa birt í næsta Lögbirtingablaði og upplýsingar liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæöisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóöum og verðbréfafyrirtækjum. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD - SUÐURLANDSBRAUT 24 - 108 REYKJAVlK - SlMI 696900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.