Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1992. Lífsstíll Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Ódýrast að láta fjölfalda bíllykla í Reykjavík í alþjóðlegri verðkönnun sem framkvæmd var í apríl kom í ljós að af 35 vörutegundum var 21 vara ann- aðhvort dýrust eða næstdýrust í Reykjavík. Fjórar vörutegundir kost- uðu annaðhvort minnst eða næst- minnst í Reykjavík. Könnunin fór fram í níu evrópsk- um borgum. Auk Reykjavíkur var verðið kannað í Hamborg, London, París, Vín. Kaupmannahöfn, Stokk- hólmi, Ósló og Helsinki. Var Ham- borg með lægsta verðið í 16 tilvikum og næstlægsta verðið í níu tilvikum. Þær vörur sem teknar voru inn í könnunina voru: tölvuleikir (Nint- endo Super Mario Bros 2, Nintendo Top Gun Second Mission og Nin- tendo Super Turtles 2), Legókubbar nr. 6540, Pampers phases bleiur, Le- vi’s 501 gallabuxur, Ariel Ultra þvottaefni, Ajax gluggahreinsilögur (með og án úðara), örbylgjuofnar (Philips AVM 914 og Philips AVM 911), Sony myndabandstökuvélar (CCD-TR 705, CCD-45, CCCD-V 600, CCD-V 800 og CCD-TR 105), Sony vasadiskó (WM-EX 36, WM-EX 10, WM-FX 10, WM-FX 36, WM-EX 50, DD 33 og BF 33 Sport), Olympus AF-10 super myndavél, Braun silk- épil rakvél (með og án hleðslu), geisladiskar, snældur, vasa- hrotsbækur (nýjustu bækumar eftir F. Forsyth og W. Smith), hraðfram- köllun og framköllum á 24 myndum (10x15), fjölföldun á bíllyklum (einslípuðum og tvíslípuðum) og stökum tímum í ljósalömpum. Nú skal litið aðeins nánar á sex algenga vöruflokka af þessum 35 sem í könnunni voru. Nintendo Super Mario Bros 2 tölvuleikur reyndist næstódýrastur hér á landi, kostaði 3.705 krónur að meðaltali en var 44 prósentum dýrari í Helsinki þar sem hann var dýrastur, kostaöi 5.352 krónur. Ódýrastur var tölvuleikur- inn í Hamborg þar sem hann kostaði 3.601 krónu. Reykvískir foreldrar þurfa aftur á móti að borga mest fyrir bleiurnar. í Reykjavík var meðalverðið 1.169 krónur og var það 61 prósenti hærra en í London þar sem bleiupakkinn kostaði aðeins 726 krónur. Levi’s gallabuxur hafa notið mik- iUa vinsælda hér á landi undanfarin misseri og þeir eru ófáir sem hafa beðið vini og kunningja um að koma með par heim frá útlöndum fyrir sig. Það skal engan undra þó aö íslend- ingar séu tregir til að kaupa Levi’s buxumar heima fyrir því þær reynd- ust 59 prósentum dýrari hér en í Vara Lægsta verð Verðí Reykjavik Sæti Nintendo, Top Gun Second Mission 4.337 4.700 6. Nintendo, SuperTurtles2 4.546 5.600 4. Legókubbar nr.6540 2.109 3.513 2. Ariel Ultraþvottaefni 219 450 1. Ajax gluggahreinsilögur 70 104 4. Ajax gluggahreinsilögur með úðara 109 172 4. Philips AVM 914 örbylgjuofn 29.248 42.260 1. Philips AVM 911 örbylgjuofn 15.440 27.540 1. Sony myndbandstökuvél CCD-TR 705 98.229 117.450 5. Sony myndbandstökuvél CCD-45 65.350 87.980 3. Sony myndbandstökuvél CCD-V 600 83.705 118.950 5. Sony myndbandstökuvél CCD-V 800 104.994 128.600 5. Sony myndbandstökuvél CCD-TR105 58.177 79.900 6. Sony vasadiskóWM-EX 36 3.581 6.570 2. Sony vasadiskó WM-EX10 2.010 3.860 1. Sony vasadiskó WM - FX10 3.164 4.990 1. Sony vasadiskó WM - FX 36 5.273 8.930 3. Sony vasadiskó WM- EX 50 6.158 11.640 1. Sony vasadiskó DD 33 6.884 15.950 1. Sony vasadiskó BF 33 Sport 7.073 9.950 3. Oiympus AF-10 Super myndavél 7.242 10.000 1. Braun Silk-Épil rakvél án hleðslu 3.900 6.280 1. Braun Silk-Épil með hleðslu 4.984 7.740 2. Snælda 726 1.392 1. Nýjasta bókin e. F. Forsyth 438 854 1. Nýjasta bókin e. W. Smith 458 990 1. Fr8mköllun 24 myndir 10x15 318 1.053 1. Alþjóðlega verðkönnunin: Tvaer tegundir vasadiskóa aldrei fengist hérlendis í alþjóðlegri verökönnun Verðlags- stofhunar var getið um verö á sjö tegundum af Sony vasadiskóum. Japis hf. er eini aöilinn 1 Reykjavík sem selur Sony vasadiskó og þar fengust þær upplýsingar að tvær teg- undir, sem í könnuninni voru, þ.e. DD 33 og BF 33 Sport, hefðu aldrei verið seldar hér á landi og af þeirri þriðju hefðu aöeins fjögur stykki ver- iö öeld í fríhöfnintd. Er hér um að ræða tegundina Sony Walkman EX 50: í ‘verðkönmmni var einnig litáö á veröíð á Sony Walkmari EX10 og FX 10, og EX 36 og FX 36. Þær tegundir hafa verið tii sölu í Japisbúöunum en 85 prósent af sölunni fóru fram í gegnum fríhöfnina. Ef verðiö er um- reiknað miðað við að gengi dollarans sé 56 krónur þá kostaöi EX 10 2.128 krónur, FX 10 kostaði 3.024 krónur, EX 36 kostaði 3.808 og FX 36 kostaöi 5.376 krónur. Tollar af vasadiskóum eru 40 pró- sent og, eins og áður sagði, fer því öll salan á Sony vasadiskóum meira og minna fram í fríhöfninni en þar þykir verðið á þessum vörum mjög hagstætt. Guömundur Sigurðsson hjá Veeth lagsstofnun sagði að í þeim tövikúm sem varan hefði ekki 'verið tii hdfði verið beðið um síðasta verð vörunri- ar eða væntanlegt verð hennar. Verð það sem gefið væri upp í könnunni væri því algjörlega á ábyrgð selj- anda. Grafið sýnir verö í Reykjavik á sex vörutegundum auk þeirra staða þar sem verðið var hæst og lægst. Helsinki þar sem parið kostar 4.327 krónur. Geisladiskarnir voru einnig dýr- astir í höfuðborg landsins. Meðal- verð á geisladiski með vinsælu efni var 1.590 krónur í Reykjavík en að- eins 1.005 krónur í Hamborg og mun- urinn því 58 prósent sem þýðir að fyrir hverja tvo geisladiska sem keyptir eru í Reykjavík er hægt aö fá þijá diska í Hamborg fyrir u.þ.b. sama verð. í aprilmánuöi reyndist það kosta 1.090 krónur að meðaltah að fram- kalla 24 mynda filmu í Reykjavík og fá þær stækkaðar í 10x15. Mun ódýr-. ara er aö láta framkalla í London þar sem slíkt kostaði aðeins 587 krónur, en Vínarbúar þurfa að borga 1.403 krónur fyrir sömu þjónustu og voru Reykvíkingar því nokkurn veginn í miðjum hópi hvað framköllunina varöar, þ.e. með íjórða lægsta verðið. Þeir sem kaupa sér einstöku sinnum tíma í ljósum og þykir dýrt geta hugg- að sig við það að Hamborgarar þurfa að greiða að meðaltali 1.124 krónur fyrir stakan tíma. Aöeins íbúar Hels- inki borga minna en Reykvíkingar, eða 368 krónur, en í Reykjavík kostaði tíminn að meðaltali 395 krónur. Það var fjölföldun á bíllyklum, bæði einslípuðum og tvíslípuðum, sem var ódýrust í Reykjavík. Fjöl- földun á einslípuðum bíllykli kostaði 250 krónur í Reykjavík en 696 krónur í Vín og fjölfóldun á tvíslípuðum bíl- lyldi kostaði 275 krónur í Reykjavík og 746 krónur í Vín. í töflunni má sjá hvert var lægsta verðið fyrir hina 27 vöruflokkana og hvert verðið var í Reykjavík. Einnig er gefið upp í töflunni hver staða Reykjavíkur var í hverjum vöru- flokki, þ.e.a.s. talar. 1 þýðir að verðið var hæst í Reykjavík og talan 9 myndi þýða að verðið var lægst í höfuðborg íslendinga. -GHK Þau leiðu mistök urðu í grein á síðuimi þann 15.9. um skólagjöld að þau voru sögð vera 18.000 krónur í Menntaskólanum í Kópavogi og 13.000 krónur S Menntaskólanum við Sund. Hiö rétta er að MK-ingar borga 9.000 krónur og MS-íngar borga 6.500 krónur fyrir veturmn. ' JEinniggÍeymdistaðgetaSuður- fyrir veturinn. -GHK Ef litið er á verð á geisladiskum i níu evrópskum borgum kemur í Ijós að geisladiskarnir eru dýrastir í Reykjavík og það 58 prósentum dýrari en i Hamborg. Grundvallarverð nautgripa- og kindakjöts lækkar Hin svokallaða sexmannanefnd hefur ákveðið að lækka grundvallar- verð til bænda á kindakjöti og naut- gripakjöti. Grundvallarverð á sauð- flárafurðum snun lækka um 1 pró- sent. Niðurgreiöslur hafe lækkaö lít- illega en sauöfiárbændur leggja mikla áherslu á að það leiöi ekki til hækkunar á verði kindakjöts til neytenda. Um 13 prósenta lækkun verður á grundvallarverði til bænda á naut- gripakjöti. Grundvallarverð naut- gripakjöts hefúr því lækkað um 18 prósent á einu ári. Því lakara -sem Kjötið er því meiri er lækkunin. Svo dæmi sé tekiö þá iækkar fyrsti flokk- ur ungneytakjöts um 4 prósent en lökustii' flókkar vinnslukjöts um allt að 30 þrósent. Gilda þessar breyting- ar á grundvallarverðinu fram á næsta haust. -GHK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.