Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR29. DPSEMBER4992. Fréttir___________________________________________________________________________________pv Erindi lögreglustjóra 1 smíðum um vinnureglur fyrir fiknefnadeild: Lögreglustjóri biður um línur frá ákæruvaldinu - er gert í ljósi fenginnar reynslu, segir lögreglustjóri Lögreglustjórinn í Reykjavík mun á næstunni senda ríkissaksóknara erindi með ýmsum spumingum þar sem lögö veröa fyrir hann álitamál varöandi vinnureglur viö rannsókn fíkniefnamála. Böövar Bragason lög- reglustjóri sagði í samtali við DV í gær að þetta væri gert í ljósi fenginn- ar reynslu. Eins og fram hefur komiö snerist dómsrannsókn í svokölluðu kókaín- máli að miklu leyti um rannsóknar- aðferðir fíkniefnalögreglunnar. Þeg- ar upp var staðið og dómur kveðinn upp varð niðurstaða Héraösdóms Reykjavíkur hins vegar á þá leið að vinnuaðferðir fíkniefnalögreglunnar hefðu ekki skarast á við þau atriði sem sakbomingi vom gefin að sök í ákæruskjali. Dómurinn tók því ekki efnislega afstöðu til „gráu svæð- anna“ sem fíkniefnalögreglan hefur gjaman verið sögð starfa á. Hér er t.a.m. um að ræða notkun virkrar og óvirkrar tálbeitu, hlerun, pen- ingagreiðslur tii upplýsingaaðila og fleira. „Það er vinna í gangi núna þar sem verið er að forma ýmsar spumingar til ríkissaksóknara í ljósi fenginnar reynslu," sagði lögreglustjóri. „Ég tel að það sé rryög hentugt ef lögreglan getur beint spurningum varðandi vinnulag til ríldssaksókn- ara. Hann getur auðvitað gefið al- menn fyrirmæli. Við höfum beint til hans spurningum varðandi ákveðin atriði og fengið svör. Við munum því halda þessu áfram eftir því sem þurfa þykir. Með þessu má farsællega fá mngjörð um starfsaðferöir sem menn haldi sig að - þar til þær kæmu til mats hjá dómstólum. Þetta er mín hugsun en það má vera að aðrir hafi á þessu aðra skoðun. Viðleitni lögreglunnar beinist að því að fá skýrar reglur á öllum sviö- um. Á sviði fíkniefnalögreglunnar, sem er sérstakt, þarf kannski meiri aðgát en annars staðar. En ég lít ékki svo á að það sé nein vá fyrir dyrum í þessu efni. Viö munum spyrja ríkis- saksóknara og fáum svör, þannig þróast þetta starf jafnt og þétt,“ sagði Böðvar Bragason. Reiknað er með að erindi lögreglu- stjóra verði sent ríkissaksóknara í byijun nýja ársins. -ÓTT Fikniefnalögreglumenn hafa veriö sagðir vinna „á gráum svæðum" á sfð- ustu misserum vegna þess að skýrar vinnureglur af hálfu ákæruvaldsins, sem endanlega höföar sakamál fyrir dómi, liggja ekki fyrir. Myndin er frá vettvangi f Mosfellsbæ f kókafnmálinu en þar komu þessi álitamál upp. DV-mynd RaSi Eiríkur Tómasson um nýju réttarfarslögin: Saksóknari setji reglur um rannsóknaraðferðir - embættið ekki í samræmi við það sem víða tíðkast „Samkvæmt nýjum lögum um meðferð opinberra mála hefur ríkis- saksóknari aliar heimildir til að setja vinnureglur. Það er ráðherra að ákvarða hver fari með rannsóknir en síðan er það ríkissaksóknari sem setur reglur um rannsóknaraðferð- ir,“ sagði Eiríkur Tómasson hæsta- réttarlögmaður, einn þeirra sem sömdu ný lög um meðferð opinberra mála sem tóku gildi 1. júli síðastlið- inn. Eiríkur segir að með samningu nýju réttarfarslaganna hefði hug- myndin meðal annars verið að gera ríkissaksóknara betur kleift að sinna eftirlits- og leiðbeiningarþætti emb- ættisins. „Það segir í lögum um meðferð opinberra mála að ríkissaksóknari getur alltaf gefið mönnum fyrirmæli að því er varðar rannsókn einstakra mála,“ sagði Eiríkur. „Þar kemur fram hlutverk hans um að vera yfir- maður lögreglunnar þegar um er að ræða rannsóknir. Hann getur líka, hvenær sem er, tekið málin í eigin hendur. Ríkissaksóknari hefrn- því mjög víðtækar heimildir. En ég segi að ríkissaksóknaraemb- ættið hefur verið frekar passíft hér á landi. Það hefur mótast þannig og skapast sú venja. Ég tel það ekki vera í samræmi viö það sem löggjaf- inn hefur ætlast til. Það er heldur ekki í samræmi við það sem tíðkast víða annars staðar. Þar eru ríkissak- sóknaraembætti miklu virkari. En þetta stafar kannski af því að mikið álag er á embættinu daglega í að sinna einstökum málum. Starfs- mennimir hafa ekki komist í annað. En það var nú einmitt hugmyndin með nýju lögunum að gefa embætt- inu kost á að losna við litlu málin til lögreglustjóranna til þess að það geti betur sinnt stærri málum og þessum þætti að annast eftirlits- og leiöbein- ingarþætti. Með samningu laganna var þetta einmitt okkar hugmynd," sagði Eiríkur Tómasson. -ÓTT I dag mælir Dagfari___________________ Bílastæði fyrir hverja? Frá því var sagt í DV um daginn að bfiastæðasjóður borgarinnar stæði nú í sjö hundruð og fimmtíu milljóna króna skuld. Tekjur sjóðs- ins á einu ári nema hins vegar ekki nema fimmtán milljónum króna og borgarstjóri segir af karlmennsku að Reykjavíkurborg þurfi að taka skuldir sjóðsins á sig. Þetta er auð- vitað höfðinglega boðið en rétt er þó að minna á að þaö er Reykjavík- urborg sjálf og kollegar borgar- sfjóra sem sjálf hafa ákveðið að steypa bflastæðasjóði í þessar skuldir og stendur því ekki upp á neinn nema borgsjóð sjálfan að taka á sig þær skuldir sem hann hefur stofnað tfi. En hvemig stendur þá á þessum skuldum? Jú, borgarstjóm hefur af einhveijum óskfijanlegum ástæðum ákveðiö að reisa bfla- stæðageymslur í því hverfi borgar- innar þar sem bflaumferð fer sífellt minnkandi og kemur því af sjálfu sér að enginn þarf á þeim aö halda. Þessi bflastæðahús voru reist af samviskubiti í framhaldi af þeirri skipulögðu stefnu aö leggja gamla miðbæinn í eyði. Bílastæðin innan- húss áttu að vera einhvers konar syndakvittun gagnvart þeirri her- ferð sem borgarstjómin stóð fyrir gegn því að Reykvíkingar leggöu leið sína í gamla miðbæinn. Við skulum riija þá sögu upp. í fyrstu var það verk fyrrverandi borgarstjóra að sjá tfl þess að versl- unin flyttist inn í Kringlu. Síðan var Austurstrætinu lokað fyrir bí- laumferð og svo vom sendar skær- uliðasveitir stöðumælavarða út á götumar og þeim sigað á alla þá sem voguðu sér að koma akandi í gamla miðbæinn. Til að tryggja flóttann úr miðbænum vom lagðir slíkir fasteignaskattar á húsin í þessu yfirgefna en rótgróna hverfi borgarinnar að jafnvel ríkustu menn höfðu ekki efni á að borga þá. Allt þetta varö auðvitað til þess að heiðarlegir og grandvarir borg- arar forðuðu sér úr þessum bæjar- hluta og tóku ekki lengur neina áhættu á því að vera teknir fastir eða sektaðir fyrir ólöglegar athafn- ir á þeim slóðum sem þeir þekktu best. Þeir þökkuðu meira að segja sínum sæla þegar eignir þeirra brannu og urðu að engu. Reykvíkingar vora sem sagt svældir í burtu úr gamla bænum, verslunin var flutt inn í Kringlu og ýmist var fólki bannað aö aka um götumar eða þá vaktaðir af yfirmáta áhugasömum stöðumæla- vörðum með kaskeyti um leið og vegfarandinn sté út úr bifreiöinni. Þegar árangurinn kom í ljós með þeim hætti að miðbærinn tæmdist af fólki og bflum og kaupmenn kvörtuöu undan því að eiga versl- anir í gettói sem væri útskúfað og yfirgefið fékk borgarstjórnin sam- viskubit. Þaö var þá sem þeir ákváöu að stækka kjallarann undir fína ráðhúsinu í Tjöminni og skrifa viðbótarkostnaðinn af ráöhúsbygg- ingunni á bflastæðasjóð. Eins og menn sjálfsagt muna hækkaði kostnaður við ráðhúsið upp úr öllu valdi en var jafnharðan skýrður á þann veg að bílageymsl- ur í kjallaranum hefðu valdið þar mestu um. Reykvíkingar höfðu hvorki beðið um þetta ráðhús né bílageymslumar en fá samt að borga brúsann sem verður greidd- ur með útsvarinu næstu árin. Sá reikningur á að standa undir tóm- um bflageymslum og ráðhúsi með tómum borgarfulltrúum. Tfl að bæta gráu ofan á svart reistu þeir annað hús á Hverfisgöt- unni og þegar í ljós kemur að engir bflar era þar heldur hefur verið gripið tfl þess ráðs að ráða mann til að upplýsa þær fáu hræöur sem eftir eru á þessum slóðum um að þær geti lagt bflum sínum í þessum húsum og mun það einsdæmi að sóa þrem fjórðu úr mflljarði tfl að útvega einum manni vinnu! Er ekki vanþörf á, enda standa þessi bílastæðahús auð og jafn yfirgefin og ganfli bærinn í kring. Enda fáir eftir sem þurfa á þeim að halda nema þá maðurinn sem hefur verið ráðinn tfl að vekja athygli á þeim. Þannig hefur skipulagiö í þeim gamla góöa miðbæ þróast út í það að mannfólkið er farið og bflamir líka en eftir standa bflastæða- geymslur fyrir sjö hundrað og fimmtíu milljónir króna eins og bautasteinar utan um hryggðina sem bíöur þess að verða rifin tfl að hægt verði að byggja nýjar bíla- geymslur! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.