Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÚLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Horfur 1993 Margir reyna um áramót að spá fyrir næsta ár. Efna- hags- og atvinnumálin eru í brennidepli á þessum sam- dráttartímum, og nýjar spár jafnan forvitnilegar. í bréfi Þjóðhagsstofnunar til fjárlaganefndar Alþingis frá 17. þessa mánaðar kemur fram hið nýjasta, sem fyrir hggur um horfurnar á árinu 1993. Þjóðhagsstofnun gefur í bréfinu yfirlit um helztu breytingar, sem orðið hafa að undanförnu að hennar mati. Horfur eru á, að viðskiptakjönn við útlönd verði lakari en fyrr haföi komið fram. í fyrsta lagi frestast gildistaka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, EES, eins og alkunna er. Það kostar okkur skiiding. í því felst að tollalækkanir á sjávarafurðum samkvæmt samningnum taka ekki gildi í byrjun árs 1993 heldur talsvert síðar. í áætlun Þjóðhagsstofnunar var reiknað með, að þessi lækkun tolla heföi hagstæð áhrif á verð sjávarafurða okkar, sem næmu á bihnu 1-1,5 milljörðum króna miðað við heilt ár. Ef við búumst nú við, að áhrif- in komi fram hálfu ári síðar, eða um mitt ár í stað ára- móta, hefur íslenzka þjóðarbúið misst af ávinningi upp á 0,5-0,75 mihjarða króna. Þetta munar okkur því miklu. Efnahagsbati í heiminum hefur látið á sér standa, sem hefur leitt til þess, að verð á útflutningsafurðum okkar er nú almennt lægra en búizt var við. Þetta á meðal annars við um ál og kísiljám. Þjóðhagsstofnun segir, að horfur um útflutningsfram- leiðsluna hafi ekki breytzt mikið að undanförnu, þó sé ráðgert að draga nokkuð úr álframleiðslu, og óvissa ríki um framleiðslu kísiljáms. Tekjur af varnarhðinu verði minni en búizt haföi verið við. Á móti kemur að nokkm, að loðnuafli kann að verða meiri en reiknað var með. Stofnunin er nú svartsýnni en áður á atvinnuhorfur á næsta ári. Hún segir, að atvinnuleysi hafi aukizt jafnt og þétt að undanfömu og sé nú 3,4 prósent af mannaflan- um. Það muni enn aukast á næstunni. Þjóðarútgjöld muni dragast töluvert meira saman á árinu 1992 en gert var ráð fyrir í þjóðhagsáætlun og úárlagafrum- varpi og því verði atvinnuleysi næsta ári, 1993, líklega meira en búizt var við í fyrri spám stofnunarinnar. Þjóð- hagsstofnun gerir því skóna, að atvinnuleysið verði yfir 4 prósentum. Þjóðhagsstofnun telur spá um 4 prósenta verðbólgu vera nærri lagi. Það er minni verðbólga en stofnunin haföi áður spáð fyrir næsta ár. En Vinnuveitendasam- bandið spáði nýlega aðeins 3 prósenta verðbólgu á kom- andi ári. Flest það, sem breytzt hefur að undanfömu, er þann- ig ekki til uppörvunar. Við skulum hta á þessar upplýs- ingar í tengslum við spár frá því fyrr í vetur. Spá 63ja af stærstu fyrirtækjunum var kynnt á spástefnu Stjóm- unarfélags íslands hinn 3. þessa mánaðar. Að meðaltali spáðu fyrirtækin 1,6 prósenta samdrætti í framleiðslu, en Þjóðhagsstofnun haföi þá spáð svipuðum samdrætti, 1,4 prósentum. Fyrirtækin spáðu 5,1 prósents verðbólgu og Þjóðhagsstofnun nú um 4 prósenta verðbólgu. Spá fyrirtækjanna á spástefnunni hljóðaði upp á 4,3 prósenta atvinnuleysi, og spá Þjóðhagsstofnunar er nú að verða svipuð því samkvæmt því sem sagði hér að framan. Síðustu fréttir, sem greint var frá í framangreindu bréfi Þjóðhagsstofnunar, gefa þannig til kynna, að spár Þjóðhagsstofnunar nálgist spár fyrirtækjanna á spá- stefnunni í flestum atriðum. Haukur Helgason Hjá mörgum nagrannaþjóöum okkar er barnamatur og barnaföt undanþegin virðisaukaskatti einmitt til aö létta undir með barnafólki, segir m.a. í greininni. Hvaða tilgangi þjóna barnabætur? Barnabætur og tilvist þeirra eru yfirleitt studdar þremur meginrök- semdum. Þær hafa hins vegar horf- iö fyrir allri annarri umíjöllun um þær sem aftur á móti er vert aö rifja upp nú þegar uppi eru hug- myndir sem miöa aö því að skeröa bamabætur og tekjutengja. Barnabætur sem „verðlaun“ í flestum velferðarsamfélögum Vesturlanda þykir ráðamönnum svo mikils um vert aö þjóðunum fjölgi aö ástæöa þykir til aö verö- launa þá foreldra sem ala böm. Er þetta viðurkenning samfélagsins á mikilvægi bamauppeldis sem jafn- framt getur létt undir lífsbarátt- unni á efnaminni heimilum. í nágrannalöndum okkar nema þessar bætur oft umtalsveröum fjárhæðum. Bamabætur á íslandi hafa aldrei náö þeim fjárhæðum sem greiddar hafa verið í þeim ná- grannalöndum okkar sem við vfij- um helst bera okkur saman við. Víöa erlendis mun það einnig vera svo aö foreldrar og verðandi for- eldrar taka mið af fjárhæðum bamabóta viö ákvarðanir um fjöl- skyldustærð. Bamabótaauki, sem tekur mið af tekjum foreldra, hefur einnig verið greiddur út hér á landi hin síðari ár. Hefur ríkt samstaða um að láta þar lokiö tekjutengingu þeirra bóta sem greiddar em vegna barna. Ungir efnaminni foreldrar, sem fram að þessu hafa lagt á sig mikla vinnu til afla sér aukatekna við að koma sér upp eigin húsnæði, hafa þannig margir hverjir orðið af barnabótaauka fyrir vikið. Barnabætur sem „persónu- afsláttur“ Sérhver íslendingur yfir 16 ára aldri nýtur nú „persónuafsláttar" sem gengur upp í mánaðarlega staðgreiðslu tekjuskatta. Ekki er KjaJlarinn Bolli Héðinsson fyrrv. form. Tryggingaráðs sérstaklega tekið tiilit til bama eða kostnaðar af framfærslu þeirra við ákvörðun persónuafsláttar og nemur hann því sömu upphæð fyr- ir alla, óháð bamafjölda og öðrum aðstæðum. í stað persónuafsláttar vegna bama hafa foreldrar fengið barna- bæturnar sem hefur mátt hta á sem „persónuafslátt" bamanna. í stað bamabótanna mætti vel sjá fyrir sér að í stað barnabóta fengju for- eldrar úthlutað persónufrádrætti fyrir börn sín, en bamabótaauki greiddur þeim foreldmm sem ekki geta notað persónufrádrátt bama sinna vegna lágra tekna. Barnabætur sem endur- greiðsla neysluskatta Þriðja röksemdin, sem haldið hefur verið fram fyrir því hvers vegna ríkinu beri aö borga barna- bætur, er sú að þar væri um að ræða endurgreiðslur ríkisins til foreldra vegna þess hlutar virðis- aukaskatts sem foreldrar greiða fyrlr böm sín í matvöm- og fata- kaupum. Hjá mörgum nágranna- þjóðum okkar háttar svo til að bamamatur og bamafot em und- anþegin virðisaukaskatti einmitt í þeim tilgangi að létta undir með bamafólki. Rökin, sem færð hafa verið fyrir tekjutengingu bamabóta, em þau að hálaunafólk þurfi þeirra ekki með, þar sem bamabætur séu óverulegur hluti ráðstöfunartekna þess. Vilji menn halda þeim rök- semdum á lofti er allt eins hægt að heimfæra þær upp á persónuaf- sláttinn sjálfan. Núgildandi per- sónuafsláttur vegur sárahtið hjá hátekjufólki þar sem eins mætti fella hann niður með öhu. Tekju- tenging persónuafsláttarins gæti orðið ríkissjóði veruleg búbót, mun meiri en tekjutenging barnabót- anna, og í sjálfu sér ekki óréttlátari aðgerð en tekjutenging barnabóta. Öllum er þó ljóst að slíkt væri í raun aðfór að rökréttri uppbygg- ingu skattkerfisins. Gildir annað máh um bamabætur? Bolli Héðinsson „Rökin, sem færð hafa verið fyrir tekjutengingu barnabóta, eru þau að hálaunafólk þurfi þeirra ekki með, þar sem bamabætur séu óverulegur hluti ráðstöfunartekna þess.“ Skoðanir annarra Umræðan um EES „ Nú dylst það engum, að ríkisstjómin, sem kos- in var með meirihluta í lýðræðislegum kosningum, vih að þingið staöfesti samninginn um EES. Fyrir því er jafnframt sterkur meirihluti á Alþingi. Hver einustu samtök í atvinnulífinu, sem einhverju máh skipta, hafa eindregið hvatt til þess að staðfesting- unni verði hraðað, enda ljóst, aö það þjónar hags- munum íslands. Þrátt fyrir það hefur ekki tekist aö koma málinu gegnum þingið. Þess í stað hefur um- ræðan um EES einkennst af ótrúlega langdregnu þófi um þingsköp, en í annarri umræðu um máhð hafa veriö haldnar næstum því tíu sinnum fleiri ræður um þingsköp en um máhð sjálft. Minnihlutinn hefur með þófi komið í veg fyrir afgreiðslu á máh sem meirihlutinn vih ná fram, og er þegar rætt út í hörgul.“ ÚrforystugreinAlþbl.24.des. Ovissan um EES „Það er vandasamt fyrir ísland að bregðast við þessum aðstæðum, og tvímælalaust er rétt að ijúka ekki til og staðfesta EES-samninginn á þessari stundu. Hver sem sjónarmiðin eru til þessa samn- ings, geta þó allir veriö sammála um að óvissan vex með hverjum degi um hvemig hann mun lita út eða hvort hann tekur nokkurn tíma gildi. Þaö skiptir miklu máh fyrir íslendinga nú, hvort ríkisstjórnin er tilbúnin til þess aö óska eftir formlegum viðræðum um framtíöarstöðu íslendinga í ljósi síðustu atburða. Því verður ekki trúað að nú verði tekinn upp áróður fyrir umsókn um aðild að EB, þvert ofan í yfirlýsing- ar ráðherra, þ.á.m. forsætisráðherra, um að aðild sé ekki á dagskrá." Úr forystugrein Tímans 23. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.