Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992. 11 Merming Ronja og ræningjarnir Ævintýrasagan um Ronju ræningjadóttur er bæði fjörug og skemmtileg lesning, en eins og í öðrum verkum úr smiðju Astrid Lind- gren felst í henni nokkurt umhugsunarefni undir sjálfum söguþræðinum. Þó að ræningjamir í skóginum séu kannski ekki guði þóknanlegir með groddalegu líferni sínu, ránum og gripdeildum, flytur sagan boðskap sem vel á heima á jólum. Undir yfir- borðinu Uggja þannig skýr skilaboð um gildi vináttu, sem yfirstígur allar hindranir, og ekki síður boðskapur um frið og sátt manna í milli. Leiklist Auður Eydal í Matthíasarborg, heimkynnum ræningj- anna, fæðist sem sé eina óveðursnótt lítíll telpuhnokki sem á eftír að breyta lífsháttum og viðhorfum þeirra svo um munar. Björgin klofna Sýning Borgarleikhússins á leikgerð upp úr sögunni er mikið sjónarspil þar sem marg- víslegum ráðum leikhússins er beitt til þess að gefa ævintýrinu líf. Leikmynd HUnar Gunnarsdóttur er stór- brotín og lumar á óvæntum lausnum. Klett- urinn, sem Matthíasarborg stendur á, klofn- ar til dæmis í tvo hluta í upphafi sýningar- innar þegar eldingu lýstur niður nóttina sem Ronja fæðist. Þetta er útfært meö tilþrifum á sviðinu, borgin brestur í sundur með dun- um og dynkjum án þess þó að litlum hjörtum áhorfendanna sé stórlega ofboðið. í klettunum leynast líka skemmtilegir heU- ar og skútar þar sem hægt er að felast, foss steypist í einu atriðinu fram af bjargbrún, skógardýr og yfirnáttúrlegar verur búa í1 Ronja ræningjadóttir (Sigrún Edda Björnsdóttir) mundar bogann. Með henni á myndinni er Birkir Borkason (Gunnar Helgason). DV-mynd ÞÖK hömrunum og undir kastalanum eru leyni- göng sem börnin uppgötva og geta notaö tíl þess að fara á milli Matthíasarborgar og Borkavirkis. Allt þetta er útfært á hugmyndaríkan hátt og lýsing Elvars Bjarnasonar á Uka stóran þátt í dulúðugu andrúmslofti skógarnátt- anna. Búningar Hlínar eru ekki síðri, fall- egar Utasamsetningar og marglaga föt ræn- ingjanna sem maður er alveg prýðUega sátt- ur við. Allt ytra borð sýningarinnar er þannig sér- staklega vel heppnað og uppfylUr bæði Ust- rænar kröfur og ekki síður þau skilyrði sem þarf til þess að ævintýrið fái að njóta sín. Elskulegur rænlngjalýður Frammistaða leikaranna er með ágætum. Fjör og léttleiki einkenna sýninguna sem rennur mjög vel áfram hæfilega spennandi. Maður hefur á tilfinningunni að alUr hafi gaman af að vera með. Ásdís Skúladóttír leiksfjóri og Auður Bjarnadóttír dansahöfundur leggja áherslu á hreyfanleika og hraða, þannig að sjaldan slaknar á líflegri framvindunni. Leikmyndin gefur skemmtilega möguleika sem eru vel nýttir, eins og til dæmis þegar krakkarnir eru aö metast og taka upp á því að stökkva fram og til baka yfir hina óttalegu Helvít- isgjá. Eða þegar þeir stökkva í ána á flótta undan iUvættum. Atriði af þessu tagi eru fjöl- mörg og ekki spiUa gervi gráálfanna sem elta krakkana um skóginn. Glóandi glymur lýsa í myrkrinu og aUt þeirra athæfi er hið ámátlegasta. Og þá má ekki gleyma litlu rassálfunum, leikbrúöum sem Helga Arnalds útfærir sér- staklega skemmtilega. VaUnn hópur túlkar hlutverk ræningja og annarra sem við sögu koma. Mest mæðir að sjálfsögðu á Sigrúnu Eddu Bjömsdóttur sem er hreint ótrúleg, lipur og krakkaleg í hlut- verki Ronju. Gunnar Helgason veitir henni gott mótspil sem Birkir Borkason og er ekki síður innlifaður í hlutverk sitt. Þau unnu bæði hugi og hjörtu áhorfenda og var ekki annað að sjá en alUr aldurshópar heföu jafn gaman af að fylgjast með ævintýrum þeirra. Theodór JúUusson leikur Matthías, pabba Ronju, þrjóskan, svoUtið vitgrannan en góð- hjartaðan ræningja. Theodór og Margrét Helga Jóhannsdóttir, sem leikur Lovísu, mömmu Ronju, móta persónurnar mjúkum Unum og skila þessum hlutverkum með ágætum. Ræningjahópurinn í Matthíasarborg er einstaklega samvalinn og ekki gert minna en efni standa til úr spaugilegum tilburðum þeirra. Úr þeirra flokki má nefna Guðmund Ólafsson í hlutverki Skalla-Péturs og Jón Hjartarson sem Litla-Skratta en þeir eru báðir skemmtilegar týpur sem lífga upp á söguna. Pétur Einarsson og Margrét Aka- dóttir eru líka góð sem ræningjaparið í Borkavirki. í heild er þetta sýning sem bragð er að. Fjörugir söngvar, Utríkir búningar og stór- brotin sviðsmynd styðja góða sögu og ekki spUUr vönduð þýðing þeirra Þorleifs Hauks- sonar (texti) og Böðvars Guðmundssonar (söngvar). Hér eru vönduð alvöruvinnu- brögð viðhöfð í stóru sem smáu, leikhúsinu til sóma og áhorfendum tU gleði. Leikfélag Reykjavikur sýnir á stóra sviði Borgar- ieikhúss: Ronju ræningjadóttur. Höfundur: Astrid Lindgren. Tónlist: Sebastian. Leikgerð: Annina Pasonsen og Bente Kongsböl. Þýðing: Þorleifur Hauksson. Söngtextar: Böðvar Guðmundsson. Leikstjórn: Ásdís Skúladóttir. Leikmynd og búningar: Hlin Gunnarsdóttir. Brúðugerð: Heiga Arnalds. Tónlistarstjóri: Margrét Pálmadóttir. Dansahölundur: Auður Bjarnadóttir. Lýsing: Elvar Bjarnason. FLUGELDAFOLKIÐ ODYRIR FLUGELDAR Gerið verðsamanburð! Aldrei meira úrval! Geymið auglýsinguna! KRAKKAPAKKI, 85 STK., KR. 1.800,- SÖLUSTAÐIR í ÁR: ÞÝSKIR FLUGELDAR (20 teg.) SKOTKÖKUR (yfir 30 teg.) ÝMISLEGT Tolle Lola Kr. 250,- Kökupoki, 3 stk Kr. 2.500,- Stjörnuljós: Teufels Kr. 500,- Blossom, 70sk Kr. 500,- Lítil (10stk.) Kr.25,- Signal Kr. 600,- Blossom, 90sk Kr. 1.600,- Miðstærð, 30 cm Kr. 50,- LasVegas Kr. 800,- TM Repeater, 22 sk Kr. 600,- Risa, 70 cm ...Kr. 250,- Turbo 3 Kr. 1.700, TM Repeater, 36 sk Kr. 700,- Kúlubiys, 10 sk Kr. 10,- TM Repeater, 90 sk Kr. 800,- Kúlublys. 20sk Kr. 15,- Happy Flow., 300 sk Kr. 2.500,- Kúlublys, 30sk Kr. 40,- Flying Drag., 70sk Kr. 500,- Butterflies, 6stk ...Kr. 120,- Kínv. kaka, 90 sk Kr. 1.600,- Bengal eidsp Kr. 50,- Twitter Glitter M Kr.100,- TwitterGlitter L Kr. 500,- Samkvæmt venju við BSi. c Nú einnig við Sunnukjör (á Tónabæjarplaninu) OPIÐ MÁNUD. 28/12 - MIÐVIKUD. 30/12 KL. 10-22. OPIÐ GAMLÁRSDAG KL. 10-16. og Stórmarkaður að Dugguvogi 12, húsi Bilagalleris. Farið varlega og góða skemmtun!!!!!!!!! GLEÐILEGT ÁR!!! FLUGELDAFÓLKIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.