Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992. Sviðsljós My Fair Lady frumsýnd í Þjóðleikhúsinu Annan dag jóla var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu söngleikurinn My Fair Lady sem byggður er á leikritinu Pygmalion eftir George Bernard Shaw. Á myndinni sjást aðalleikararnir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem leikur alþýðustúlkuna Elizu Dolittle, og Jóhann Sigurðarson sem leikur yfirstéttar- manninn prófessor Higgins, faðmast að leik loknum. Glatt annan dag jóla Það var víða glatt á hjalla annan i jólum enda höfðu skemmtistaðir ekki verið opnir í tvo heila daga. Á Ingólfskaffi var nóg að gerast þegar Ijósmyndari DV leit inn. Fangaði hann þar á mynd þau Steinunni Agnars- dóttur og Heiðar Guðnason. Þess má geta að Steinunn er fyrirsæta hjá Módel 79. DV-myndir JAK Jólatónleikar Bubba Bubbi Morthens hélt sina árlegu jólatónleika á Þorláksmessu. Tónleikarnir voru að þessu sinni á Hressó en síðustu ár hafa þeir verið á Hótel Borg. Áheyrendur voru ánægðir með það sem þeir fengu að heyra en Bubbi er meðal söluhæstu popparanna um þessi jól eins og svo oft áður. Húsfyllir varð eins og ætíð þegar kóngurinn hefur upp raust sina. Mikill mannfjöldi var í miðbænum á Þorláksmessukvöld og öldurhús bæjarins yfirfull en opið var til eitt eftir miðnætti. DV-mynd JAK Reykingar hafa verið á undanhaldi og aðferðimar,- sem reykingafólk beitir við að hætta, eru misjafnar. Sumum nægir að drepa í og hætta, aðrir fara á nám- skeið til undirbúnings, margir notast við lyf, svo sem plástur, tyggjó eða nefúða, og enn aðrir fara í nálar- stungu en önnur tiltæk ráð eru dáleiðsla, raflost og of- reykingar. Nýkominn er í lyfjabúðir 16 tíma plástur í þremur styrkleikum en það er sama tegund og prófaður var á Heilsuvemdarstöðinni. Þorsteinn Blöndal, yftrlæknir lungna- og berkla- vamadeildar Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur, hefur staðið fyrir námskeiðum þar sem gerðar em tilraunir með nikótínlyf til að hjálpa reykingamönnum að hætta. Reykingar eru sjúkdómur „Við emm famir að átta okkur á þvf að reykingar em langvinnur sjúkdómur þar sem aðeins 1/3 tekst að hætta fyrir sextugt jafnvel þó 90% reykingamanna óski þess að hætta,“ sagði Þorsteinn. „Skaðlegu efnin í reyknum em tjaran og kolsýrling- urinn. Við vitum enn of lítið um nikótín til þess að mæla með stöðugri nikótínnotkun í formi lyfja en ef valið stendur á milli að reykja eða nota nikótínlyf í langan tíma er síðari kosturinn með tilliti til heilsunnar hiklaust betri. Það má segja sem svo að reykingar séu menguð leið til þess að ná í nikótín." Þorsteinn segir að mikilvægt sé að reykingamaður- inn skapi viðhorfsbreytingu hjá sér meðan á notkun nikótínlyfjanna stendur. „Ef enginn viðhorfsbreyting verður hjá reykinga- manninum stendur hann berskjaldaður gagnvart þeim kröftum sem gera hann að reykingamanni um Ieið og hann hættir á nikótínlyfjunum. Nikótínlyfin hlífa við fráhvarfi jafnframt því sem viðkomandi á áð vinna að viðhorfsbreytingu hjá sjálfum sér,“ segir hann. Mikið nikótín, betri árangur „Mér sýnist allt benda til þess að því meira nikótín sem er gefið og þeim mun lengur því betri verði árang- urinn,“ segir Þorsteinn. Hann er þó hlynntari 16 tíma plástrinum en 24 tíma plástri því með að gera hlé yfir nóttina myndast aftur næmi fyrir verkun nikó- tíns og líkaminn faer hlé eins og þegar reykt er. „Það er óeðlilegt að hafa nikótínið stöðugt í líkam- anum, enda taka hörðustu reykingamenn hvíld meðan þeir sofa,“ segir Þorsteínm Tengsl reykinga og umhverfis rofin í sama streng tekur Ásgeir R. Helgason hjá Krabbameinsfélaginu. Hann bendir á aukaverkanir af sólarhringsplástrinum, svo sem martraðir. Asgeir hefur staðið fyrir reykinganámskeiðum Krabbameins- félagsins en þar er öðrum aðferðum beitt heldur en á Heilsuvemdarstöðinni. „Við beitum sálfræðinni og fáum fólk til þess að einbeita sér að því að rjúfa reykingamunstrið, koma sér upp reyklausu umhverfi með því að hætta að reykja í vinnunni, í bfinum og ákveðnum stöð'um heima hjá sér áður en reykingum er endanlega hætt. Eftir því sem oftar er tekist á við aðstæður í daglega lífinu án reyks verður auðveldara að losa sig við tóbakið," segir Ás- geir. Á námskeiðum Krabbameinsfélagsins er lögð áhersla á tengsl reykinga og streitu og reykinga og þunglyndis. „Ég tel að aðalástæðan fyrir því að fólk byrjar að reykja eftir langt hlé séu erfið streitu- og þung- lyndistímabil,“ segir Ásgeir. Krabbameinsfélagið hefur ekki getað fylgt öllum þátttakendum eftir en Ásgeir telur að um 35-40% séu reyklausir eftir tvö ár. Nikótínstaðgenglar eru lyf „Inni í þeim hópi geta verið einstaklingar sem hafa fallið og hætt aftur eða notað önnur hjálparmeðöl, svo sem tyggjó eða plástur," segir Ásgeir. Ásgeir lætur þátttakendur sína taka tiltekin próf og þeim sem sýna mikla nikótínfókn er ráðlagt að nota nikótínstaðgengla á vissan hátt. „Ef menn ætla að nota nikótínstaðgengla, hvort sem það er tyggjó eða plástur, verður að bera virðingu fyrir þeim sem lyfjum. Tyggjóið er ekki tyggjó heldur lyf,“ segir Ásgeir. Hann segir að reykingavenjur séu einstaklings- bundnar og því þurfi hver og einn sína aðferð við að hætta. Úr greinJJ.ÍDV 18. júlí 1992. Leturbreyting og fyrirsögn: Pharmaco hf. Finnbogadóttir, óska aðalleikkonunni Steinunni Ólínu til hamingju með frammistöðuna. DV-myndirJAK ER RETTITIMINN TIL AÐ HÆTTA AÐ REYKJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.