Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992. Viðskipti Metverð í Bretlandi: Rúmlega 200 krónur fyrir kflóið af ýsu - helmingihærraenáfiskmörkuðumhérlendis Mjög gott verð fæst nú fyrir gáma- fisk í Bretlandi. Fyrir ýsuna fékkst til dæmis að meðaltali 203 krónur fyrir kílóið í síðustu viku og dags- verðið fór hæst í 210 krónur. Til sam- anburðar má geta þess að meðalkíló- verð ýsu á fiskmörkuðunum í síð- ustu viku var rúmar 98 krónur. Ýsu- verð í Bretlandi hefur hækkaö mjög síðustu vikur. Alls voru seld 338 tonn í Bretlandi í síðustu viku. 147 tonn fóru af þorski, 72 tonn af ýsu, 16 tonn af ufsa, 8,5 tonn af karfa, 14,6 tonn af kola, 16 tonn af gráiúðu og 63,5 tonn voru blandaður afli. Söluverðmætið var 55,6 milljónir og meðalkílóverð söl- unnar í heild var 164 krónur. Meðalkílóverö þorsksins var 175 krónur en það er 16 króna hækkun milli vikna. Ýsan var að meðaltali á 202 krónur eins og áður sagöi en það er 30 króna hækkun. Karfinn lækk- aði heldur í verði og meðalkílóverðið var 112 krónur. Verð ufsa stóð nokk- uð í stað, var rúmar 86 krónur. Eitt skip seldi afla sinn í Bremer- haven í síðustu viku. Þaö var Már SH127 sem landaði þann 21. desemb- er. AIls seldust 111 tonn og söluverð- mætið var 14 milljónir. Meðalkíló- verð aflans var 125 krónur. -Ari Már SH 127 seldi afla sinn í Bremer- haven Fiskmarkaöir: Erf iðasti tíminn að ganga í garð Aðeins voru viðskipti á fiskmörk- uðunum fyrstu tvo dagana í síðustu viku enda gekk jólahátíðin í garð. Þessa tvo daga voru seld 440 tonn en til samanburðar seldusf aðeins 480 tonn í allri vikunni á undan. Verðið lækkaði heldur. Meðalkílóverð slægðs þorsks lækk- aði um eina og hálfa krónu milli vikna. Verðið var 96,63 krónur. Slægð ýsa lækkaði um 12 krónur kílóið en verðið hafði hækkað veru- lega síðustu vikur. Meðalkílóverðið var 98,44 krónur. Mjög lágt verð var fyrir karfann, aðeins 34 krónur að meðaltali. Fyrir þremur vikum var karfaveröið 56 krónur. Ufsaverðið var 37 krónur sem er þriggja króna lækkun. Salan á mörkuðunum hefur farið hægt af stað í þessari viku og menn spá því aö þetta verði róleg vika. Illa fiskast og veðurfarið hefur verið þannig að margir sækja ekki. Nú er sá tími kominn þegar minnst er að gera á mörkuöunum en menn búast Fiskmarkaðirnir — meðalverð á landinu öllu í síðastliðinni viku Þorskur □ Ýsa □ Ufsi g Meðalverð við að ástandið batni um miöjan jan- úar. Hinn nýi íslandsmarkaður, sem Faxamarkaðurinn og Fiskmarkaður Hafnarfjarðar standa saman aö, átti að taka til starfa nú um áramótin en nú þykir sýnt að það verði ekki fyrr en um mánaðamótin janúar-febrúar. -Ari Er haf ið lyfjaskápur f ramtíðarinnar? Þetta verður siðasti pistill minn á þessu ári og vil ég þaWta lesendum mínum fyrir-þau samskipti sem margir hverjir hafa haft við mig á árinu. Ég óska öllum farsældar á komandi ári. Þrátt fyrir að veiðarnar hafi dregist saman í ár og minnkað hafi það sem til skiptanna hefur verið þýðir ekki að leggja árar í bát heldur efla menn til dáða, öll él birtir upp um síð- ir. Vonandi berum við gæfu til að geta fiskað síldina okkar, þá ágætu vöru, til manneldis svo hægt verði að standa við þá samninga sem gerðir hafa verið við erlenda kaupendur. Það virðist liggja fyrir að nú verðum við að gera verðmeira hvert stykki úr fiskinum en nokkru sinni og ætti það að vera auðvelt með öllum þeim góðu vinnslutækjum sem við höfum yfir aö ráða. Danir hafa orðið fyrir þungum búsifjum eins og við en hafa haldið vermætunum jafnmiklum í útflutningi þótt aflinn hafi minnkað um helming. Frystiskipin okkar, sem koma með aö landi þaö besta hráefni sem fæst hér í norðurhöfum, ættu að geta stuðlað að frekari framleiðslu á neytendapakkningum. Bandaríkja- markaðurinn er einn besti markaður í heimi og ætti okkur að vera í lófa lagið að sækja inn á hann á ný þegar dollarinn hefur hækkað. Er hafið lyfjaskápur framtíðarinnar? Hafið virðist auðugra af ýmsum efnum héldur en menn hafá gert sér grein fyrir. Við stórauknar rann- sóknir á því hafa komið í ljós fleiri Fiskmarkaðurinn Ingólfur Stefánsson og fleiri grunnkjarnar en menn áttu von á. Þessar bakteríur og veirur gefa mönnum vonir um að í náinni fram- tíð verði hægt að vinna lyf við ýmsum sjúkdómum sem erfitt hefur veriö að ráða við. Menn gera sér jafnvel vonir um að þama leynist lyf við krabba- meini og eyðni. Lyfjaverksmiðjur leggja mikið fé til rannsókna á þessu sviði. Nýlega þinguöu læknar og lyfja- fræðingar um þær niðurstöður sem fyrir lágu. Ráðstefha þessi var haldin í New York og voru menn sannfærðir um að nauðsynlegt væri að flýta þess- um rannsóknum eför því sem frekast er unnt. Nokkur árangur hefur orðið hjá Norðmönnnum við framleiðslu lyfja úr sjávardýrum. í langan tíma hafa vísindamenn veitt kóraldýrum og svampdýrum vaxandi athygli og virðist margt leynast í þessum dýrum sem komið getur til greina til lyfjagerðar, enda eru nú rannsakaðar hinar smæstu örverur. Vísindamennirnir töldu að mörg ár gætu liðið þar til þessar rannsóknir færu að skila sér í mikils- verðum lyfjum. Rússakrabbinn mjög verðmætur. Er hugsanlegt að ala hann hér við land? Fiskifræðingurinn Tomas Haug- land hefur gefið Rússum mikilsverð- ar upplýsingar um rússakrabbann (King Crab) eða Kamchalka-krabb- ann eins og hann er kallaður af Rúss- um. Þetta er mjög verðmæt krabba- tegund sem gefur Rússum mikil verðmæti. Þessi krabbi getur orðiö 1,5 metrar og vegur þá á milli 6 og 7 kg. Krabbinn er ekki hættulegur mönnum þrátt fyrir stærðina. Eigin- lega er þetta ekki krabbi heldur kónguló. Það eru búnar að standa yfir tilraunir með að flytja þennan verðmæta krabba yfir í ný heim- kynni en gefist misjafhlega. Fyrst var reynt að flytja hann í vestur Barents- hafið og síðan að Noregsströndum og hafa ítrekaðar tilraunir verið gerðar allt frá 1931. Á síðustu árum hefur tekist að ala hann við strendur Noregs og telur fiskifræðingurinn að hann finnist allt suður að Bergen. Við rannsóknirnar hefur komið í ljós að hægt er bæöi að klekja hrognum og einnig að flytja bæði kynin á þau svæði sem hentug geta talist og láta fram fara náttúrlega frjóvgun. Tom- as Haugen telur sig hafa fullkomna vitneskju um hvernig flutningar eiga að fara fram svo árangur náist. Norskur sjávarútvegur fær 2,2 milljarða norskra króna1993 Samkomulag hefur orðið um að sjávarútvegurinn-fái 2,2 milljarða í styrk árið 1993. Farið var fram á 7 milljarða n.kr. í upphafi en ríkið bauð l milljarð og að lokum varð samkomulag um 2,2 milljarða n.kr. Ríkisstjómin telur að með meiri kvóta eigi útvegurinn að geta bjargað sér án framlags frá ríkinu en stefnt er að því að styrkir falli alveg niður í framtíðinni. Styrkirnir eru réttlætt- ir með því að það þurfi að styrkja stijálbýhð og fisvkinnsluna þar. Rik- isstjómin vill ekki kannast við aö hér séu styrkir ræða heldur sé hér um fjárfestingu að ræða. Hlutabréfakaup: Helmings- samdráttur f rá í fyrra Heildarveltan i Mutabréfavið- skiptum stefnir í að verða 3 millj- arðar á þessu ári, samkvæmt upplýsingum Svanbjamar Thor- oddsen hjá Verðbréfamarkaði ís- landsbanka. Það er helmings- samdráttur frá fyrra ári þegar heildarveltan nam 6,4 milljörð- um. Árið 1990 var veltan 5,7 millj- arðar. Viðskípti með hlutabréf hafa gengið ágætlega i desember að sögn Svanbjarnar og stefnir í að viðskiptin í heild gætu numið 6 til 800 milljónum í mánuðinum. Salan fór snemma af staö og hefur veriö stöðug í mánuðinum og sér- staklega mikiö er að gera þessa síöustu daga ársins þegar fólk kaupir hlutabréf til að nýta skattaafsláttinn aö sögn Svan- bjamar, í fyrra var veltan í des- ember rúmlega 800 milljónir. Svanbjörn sagði eftirspurn vera mesta eftír hlut í verðbréfasjóð- unum en af einstökum fyrirtækj- um væri mest selt af bréfum í Granda og EimskipL -Ari Suðurland er láglauna- Eegina ThDrarensen, DV, Seifossi: Suðurland er talið láglauna- svæði en þó verslar fólk þar mik- ið og hefur lag á því að gera það skynsamlega. Það er búin að vera örtröð í KAsíðan í haust, sérstak- lega í fatadeildinni því þar fást föt á alla íjölskylduna. Þar hefur ver- ið gefinn 10% afsláttur frá því í október og hann gildir allt fram að jólum. Matthías Guðmundsson er ný- tekinn við versluninni Kjarabót viö Eyrarveg. Þar er yfiiifullt af alls konar matvörum og jóla- gjafavörum. Allt er á góðu verði þar og munar til dæmis miklu á verði mjólkur og ijóma þar og annars staðar. í Kjarabót vinna aðeins 6 manns en þeir hafa und- an að afgreiða mörg hundmð við- skiptavini á dag. Tilkoma þessar- ar verslunar veldur gjörbyltingu í verslunarháttum í Selfossbæ. Það er greinilega ekki sama hver stjórnar, hvort sem það er í versl- un eða ríkisstjóm. Fiskmarkadimir Faxamarkaður 28. desomber seldust alts €.156 tonn. Magn í Verð í krónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Gellur 0,080 260,00 260,00 260,00 Þorskur, sl. 0,105 50,00 50,00 50,00 Þorskur, ósl. 0,603 44,41 42,00 70,00 Undirmálsf. 0,212 44,32 25,00 49,00 Ýsa, sl. 1,217 123,48 109,00 130,00 Ýsapsmá 0,043 40,00 40,00 40,00 Ýsa, ósl. 3,896 100,51 91,00 127,00 Fiskmarkaður Hafnafjarðar 28. desember seldusi alls 2,310 tonn. Smáýsa, ósi. 0,015 30,00 30,00 30,00 Þorskur 0,096 97,00 97,00 97,00 Ýsa, ósl. 1,382 96,02 92,00 103,00 Þorskur, ósl. 0,284 79,04 76,00 94,00 Ýsa 0,513 120,70 115,00 121,00 Ufsi 0,020 20,00 20,00 20,00 Fiskmarkaður Akraness 28. desember seldust atte 11.381 tonn. Þorskur, ósl. 0,079 57,00 57,00 57,00 Ufsi 11,156 41,00 41,00 41,00 Undirmálsf. 0,146 27,90 13,00 45,00 Fiskmarkaður isafjarðar 28. desembcr seldust atte 4,822 tonn. Lúða.sl. 0,530 183,96 145,00 270,00 Grálúða.sl. 0,200 84,00 84,00 84,00 Skarkoli, sl. 0,200 80,00 80,00 80,00 Undirm.ýsa, sl. 3,360 50,00 50,00 50,00 Sólkoli. sl. 0,032 86,00 86,00 86,00 Karfi, ósl. 0,500 36,00 36,00 36,00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.