Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 9
8 9 lokasænsku kjarnorkuveri Þrír Danir af hverjum Qórum vilja láía loka sænska kjamorku- verinu í Barseback, handan við Eyrarsund. Þetta kemur fram í Gallup-skoðanakönnun sem birt- ist í Berlingske Tidende í gær. Það kom ekki á óvart að íbúar Kaupmannahaí'nar og Frederiks- bers eru fremstir í flokki þeirra scm vilja láta loka verinu eða 83 prósent þeirra. Rétt rúmlega áttatíu prósent aðspurðra telja að dönsk stjórn- völd eigi að þrýsta á þau sænsku um að verinu verði lokað. Aðeins þrettán prósent telja að Danir eigi ekki að skipta sér af því. Enn eru nær flórir af hveijum fimm Dönum á móti kjarnorku en aðeins tólf prósent eru henni fylgjandi. Haffræðingurínit ur Flrakklands Haffræðingurinn Jacques Co- usteau er vinsælasti maðurinn í Frakklandi fimmta árið í röð. í skoðanakönnun sem birtist í sunnudagsblaöinu Journal de Dimanche var hinn 82 ára gamli könnuður efstur á lista yfir 48 átta menn og konur þar sem m.a. voru Francois Mitterrandforseti, kvikmyndaieikkonan Cathérine Deneuve og ólympíumeistarinn Marie-José Perec. í öðru sæti á listanum var Pétur ábóti, kaþólskur prcstur sem hof- ur helgað líf sitt umönnun fá- tækra. Þriðji vinsælasti Frakkinn er Léon Schwartzenberg, sér- fræðingur í krabbameinslækn- ingum og fyrrum heilbrigðísráð- herra. Forsetinn lenti í 30. sæti. Metfjöldiffótta- mannasóttium Aldrei hafa fleiri sótt um hæli í Svíþjóð en á árinu sem er að líða. Búist er við að umsóknirnar verði 85 þúsund þegar upp verður staðið eða þrefalt fleiri en í fyrra. Tii loka nóvemher höföu um þaö bil 78 þúsund flóttamenn sótt um hæli í landinu og á fyrstu þremur vikunum bættust 3.700 í hóphrn. Flóttamennirnir eru flestir frá fyrrum lýðveldum Júgóslavíu eða um 85 prósent Á síðustu vik- um hefur orðið umtalsverö fjölg- un á flóttamönnnm frá átaka- svæöunum í Bosníu. Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum forseti Sovétrikjanna, sagði á sunnudag að stofnun Samveldis sjálfstæðra ríkja á síðasta ári heföu verið ónauðsynleg og hræðileg roistök. í viötali viö sjónvarp Samveid- isins, ári eftir hrun Sovétríkj- anna, sagði hann að Samveidið heföi ekki staðiö undir þeim væntingum sem til þess voru gerðar. „Ekki einasta hafa vandamálin ekki veriö leyst heldur hafa þau versnað,“ sagði hann. Gorbatsjov hélt uppi vörnum fyrir tilraunjr tii að halda Sovét- ríkjunum saman með því að veita lýöveldunum meira vald og sagði aö atburðir síðasta árs heföu rétt- lætt þær. „Það sem nú er að gerast í Rúss- landi og Samveldhm sýnir að sú stefna, sem við fylgdum, var nauðsynleg," sagði hann. Ritzau, Reuter og TT Útlönd Bandarískir landgönguliðar skjóta á sómalska byssumenn sem höfðu rænt tækjum erlendra sjónvarpsfréttamanna. Einn Sómalanna lét lífið. Símamynd Reuter Sómalía: Stríðsherrar f aðmast Tveir helstu stríðsherrar Mogadis- hu féllust í faðma á friðarfundi í gær á svokallaðri grænni línu, sem skipt- ir sundurskotinni höfuðborg Sómal- íu í tvennt, og sögðu að þeir mundu vinna að því að sameina landsmenn að nýju. Ali Mahdi Mohamed, sjálfskipaður forseti Sómalíu, og Mohamed Farah Aideed fóru fyrir meira en tíu þús- und manns sem veifuðu greinum sem tákni um frið til að fagna sam- komulagi stríðsherranna um að leggja niður skiptingu borgarinnar. Erlendu hersveitimar undir for- ustu Bandaríkjamanna hafa lofað að auka þrýsting sinn á byssubófana í landinu eftir að stríðsherrarnir sömdu um friö. Eftir aöeins þriggja vikna aðgerðir í landinu er fjölþjóða- herinn búinn að koma sér fyrir í átta bæjum í miö- og suðurhluta Sómalíu þar sem hungursneyðin er einna verst. Þaöan munu hersveitimar halda lengra inn í landiö til aö vemda matvælasendingar til hungraðra. Bandarískir hermenn skutu só- malskan byssumann til bana í bar- daga nærri flugvellinum í Mogadis- hu í gær. Þar með hafa fimm menn fallið í átökunum við erlendu her- sveitimar frá 9. desember. Reuter FLUGELDAR krónur krónur krónur krónur STJÖRNULJÓS FYLGJA HVERRI KÖKU! STJÖRNULJÓS FYLGJA HVERRI KÖKU! UTSOLUSTAÐUR krónur SIMI 64 29 00 STJÖRNULJÓS FYLGJA HVERRI KÖKU! STJORNUKAUP HF. SKOTA KAKA SKOTA KAKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.