Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 22
26 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992. Kennarar Vegna forfalla vantar kennara við Grenivíkurskóla frá áramótum. Aðalkennslugreinar enska og samfélags- fræði. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 96-33118 eða 96-33131. JÓLATRÉSSKEMMTUN í 100. SKIPTI Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur eitt hundr- uðustu jólatrésskemmtunina fyrir börn félagsmanna sunnudaginn 3. janúar nk. kl. 15.00 í Perlunni, Öskju- hlíð. Miðaverð er kr. 600 fyrir börn og kr. 200 fyrir fullorðna. Miðar eru seldir á skrifstofu VR í Húsi verslunarinar, 8. hæð. Nánari upplýsingar í síma fé- lagsins, 687100 ( Verzlunarmannafélag Reykjavíkur MEIRAPRÓF NÁM TIL AUKINNA ÖKURÉTTINDA Námskeið eru að hefjast í Hafnar- firði og Reykjavík ef næg þátttaka fæst. Ökuskóli Sigurðar Gíslasonar, sími 91-67-90-94 og 985-24-1-24. Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu Stöðupróf í framhaldsskólum Stöðupróf í framhaldsskólum í byrjun vorannar 1993 verða sem hér segir: Þriðjudaginn 5. janúar enska Miðvikudaginn 6. janúar stærðfræði, þýska, franska Fimmtudaginn 7. janúar spænska, ítalska Föstudaginn 8. janúar norska, sænska Prófin hefjast öll kl. 18.00. Innritun fer fram á skrif- stofu Menntaskólans við Hamrahlíð, sími: 685155. Síðasti innritunardagur er 4. janúar 1993. Staða málfræðings I Islenskri málstöð er laus til umsóknar staða sérfræð- ings í fslenskri málfræði. Verkefni einkum á sviði hagnýtrar málfræði: málfarsleg ráðgjöf og fræðsla, nýyrðastörf, ritstjórnar- og útgáfustörf o.fl. Til sér- fræðings verða gerðar sams konar kröfur og til lekt- ors í íslenskri málfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms- feril og störf, skulu sendar Islenskri málstöð, Aragötu 9, 101 Reykjavík, fyrir 21. janúar 1993. Nánari vitneskju veitir forstöðumaður. Sími 91-28530. Reykjavík 23. desember 1992 ÍSLENSK MÁLSTÖÐ Þráinn Karlsson leikur titilhlutverkið í Útlendingnum og er hann hægra megin á myndinni. Aðrir eru, talið frá vinstri: Sigurþór Albert Heimisson, Bryndís Petra Bragadóttir og Sigurveig Jónsdóttir. „Þar sem enginn þekkir mann...“ Jólaleikrit Leikfélags Akureyrar að þessu sinni er Útlendingurinn eftir bandarískan höfund, Larry Shue. Þetta er, eins og oft er sagt, gamanleikur með alvarleg- um undirtón, glens og grín, fyndnar uppákomur, mis- skilningur og svohtill hasar í bland. Leikritið sjálft flokkast seint með stórverkum heims- bókmenntanna, til þess vantar textann meiri burði og frumlegri efnistök í framvinduna. En góð frammistaða leikhópsins getur lyft því. Verkið er vissulega hpur- lega samið og gefur að minnsta kosti tveimur aðilum, það er leikaranum í aðalhlutverkinu og þýöandanum, óvenjuleg tækifæri til þess að láta Ijós sitt skína. Þýðingin er í öruggum höndum Böðvars Guðmunds- sonar, sem dregur ekki úr fyndninni í orðaleikjum, orðaleppum og ambögum, sem upp úr „útlendingn- um“ velta. Leiklist Auður Eydal Og frumsýningargestir á sunnudagskvöld skemmtu sér hið besta, ekki hvað síst vegna túlkunar Þráins Karlssonar í hlutverki hins sjúklega feimna og hlé- dræga Charlies. Einkennilegur náungi Þráinn fer á kostum í hlutverkinu. Öll atburðarásin vindur sig utan um þennan einkennilega náúnga sem í túlkun hans verður bæði mannlegur og geðfehdur, þrátt fyrir skrítilegheitin. Þráinn dansar á línunni á mihi gamanleiks og farsa og leyfir sér endrum og sinn- um að bregða fyrir sig ýktum töktum beinhnis til að vekja hlátur, enda stóð ekki á viðbrögðunum. En umfram aht lýsir hann undir skelina og kemur til skila grátbroslegri manngerð sem hkt og losnar úr álögum á meðan á sýningunni stendur. Hann fær ekki bara aukið sjálfstraust, það hreinlega réttist úr honum hka. Charlie þessi hefur látið tilleiðast að fara með vini sínum til Georgíu í Bandaríkjunum og á að dveljast í þrjá daga á gistiheimili á meðan vinurinn kennir her- mönnum meðferð sprengibúnaðar sem alhr sannir stríðsmenn verða vist að kunna. En þegar Froggie (vinurinn) ætlar að yfirgefa hann einan á meðal ókunnugra fer Charhe alveg í baklás og til að leysa hnútinn grípur Froggie til þess ráðs að segja heimamönnum að gesturinn sé útlendingur sem ekki skhji orð í ensku. Upphefst nú mikih misskilningur en fljótlega sér Charlie að hann kemst upp með ýmislegt í skjóli þess að vera „útlendingur" og hann kemst líka að ljótu ráðabruggi sem nauðsynlegt er að bregðast snarlega við. Hægt af stað en komst á skrið Sýningin fór fremur hægt af stað þrátt fyrir snöfur- mannlega túlkun Aðalsteins Bergdal í hlutverki Froggies og leikstjórinn Sunna Borg hefði mátt þétta framvinduna betur í byrjun. En von bráðar fer allt í gang, misskilningsfarsinn kemst á skrið og hún heldur vel utan um persónusköpun og rennsli eftir þaö. Mikið er gert úr mismunandi viðbrögðum heima- manna við „máheysi“ gestsins og höfundur dregur óspart dár að þvi hversu allir eru uppveðraðir, rétt eins og maðurinn væri heiðursgestur frá annarri stjörnu. Þessi þáttur verksins hittir beint í mark hjá okkur íslendingum, en hitt vonandi síður þar sem höfundur tekur fyrir útlendingahatur og tortryggni í garð ókunnugra. Þó að thburðir Ku-Klux-Klanara séu ámát- lega hahærislegir má auðveldlega sjá að höfundi er nokkuð niðri fyrir og skilaboðin eru skýr. Áður var minnst á Aðalstein Bergdal, sem gerði ágætlega trúverðuga persónu úr Froggy og sama má segja um Jón Bjarna Guðmundsson sem sýndi mjög góð tilþrif og örugga framgöngu í hlutverki hins flá- ráða klerks, Davíðs. Hinn skúrkinn í verkinu leikur Björn Karlsson, öhu grófgerðari og augljósari persónu, sem Björn átti auð- velt með að túlka án þess þó að ofgera. í hlutverkum systkinanna Ellards og Katrínar, sem eru ósköp góð, eru Bryndís Petra Bragadóttir og Sigur- þór Albert Heimisson. Þau gerðu hlutverkum sínum ágæt skil og Sigurveig Jónsdóttir brá fyrir sig góðum töktum í hlutverki húsfreyjunnar Bettýjar. Leikmyndin þjónaði ágætlega sínum tilgangi og bún- ingar voru sannferðugir í þessari léttu sýningu. Leikfélag Akureyrar sýnir: Útlendinglnn Höfundur: Larry Shue. Þýðandi: Böðvar Guðmundsson. Leikstjóri: Sunna Borg. Leikmyndahöfundur: Hallmundur Kristinsson. Búningahöfundur: Freygerður Magnúsdóttir. Ljósahönnuður: Ingvar Björnsson. Bridge Reykjavíkurmót í sveitakeppni Áformað hafði veriö að spila Sphaðir veröa 10 spha leikir, þrír janúar ef þátttaka verður mikh. Reykjavíkurmótið i sveitakeppni í á kvöldi og hugsanlega íjórír ieikir Undanúrslit og úrslit veröa spiluð riölum eftir áramótin. Við athugun á helgardögum. Átta efstu sveitirn- 23. og 24. janúar. kom í ljós að samkvæmt keppnis- ar spila um Reykjavíkurmeistara- Að lokinni riðlakeppninni spila 8 reglugerðum Brídgesambands ís- titilinn. Skráning stendur enn yfir efstu sveitirnar til úrslita þannig lands er það ekki leyfilegt Mótið og hefst mótið þann 4. janúar, gefur að sveitir í 1. og 8. sæti mætast inn- verður því með svipuöu sniöi og það stig th þátttöku í undankeppni byrðis, 2. og 7„ 3. og 6. og 4. og 5. síðastliöin ár, ahar sveitimar sem íslandsmóts í sveitakeppni. Spila- sæti í 32ja spila leikjum. Keppnis- skrá sig th leiks spha saman í riðli dagar eru áformaðir 4., 6., 7., 9., stjóri og reiknimeistari á mótinu innbyrðisleikL 10., og 13. janúar og hugsaniega 14. verðurKristjánHauksson. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.