Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992. Fiskimenn! Fiskimenn! Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan heldur fé- lagsfund um málefni fiskimanna að Borgartúni 18, 3. hæð, miðvikudaginn 30. desember kl. 16.00. Stjórnin Blindrabókasafn íslands er lokað til mánudagsins 11. janúar vegna skipulags- breytinga á bókakosti safnsins. Sjálfboðaliðar óskast í síma 686935. Við óskum lánþegum og öðrum velunnurum gleðilegs árs. Blindrabókasafn íslands ____Jil viÓskiptamanna_ banka og sparisjóða Lokun 4. janúar og eindagar víxla. Afgreiðslur banka og sparisjóða verða lokaðar mánudaginn 4. janúar 1993. Leiðbeiningar um eindaga víxla um jól og áramót liggja frammi í afgreiðslum. Reykjavík, 7. desember 1992. *— Samvinnunefnd banka og sparisjóða Dregið var í símahappdrætti STYRKTARFÉLAGS LAMAÐRA 0G FATLAÐRA þann 24. desember sl. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. vinningur bifreið Ford Explorer XLT.91-35647 2. vinningur bifreið Saab 9000 CS....96-23406 3. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ..91-678240 4. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ....91-12029 5. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ....91-36798 6. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ....91-30033 7. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ..91-626475 8. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ..985-30797 9. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ....91-42471 10. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ..91-641566 11. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ..91-656246 12. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ..91-641558 13. vinningur bifreið Ford Escort CL1300 ....98-21183 Styrktarfélagið þakkar landsmönnum veittan stuðning. STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA Háaleitisbraut 11-13, Reykjavík Utlönd Sea Shepherd reynir að sökkva norskum hvalveiðibáti: Ný herferð gegn Noregi í sumar Paul Watson, leiðtogi Sea Shepherd, á Islandi 1988. Paul Watson, leiðtogi bandarísku umhverfisverndarsamtakanna Sea Shepherd, hringdi frá Amsterdam í gær til norsku lögreglunnar og kvaðst bera ábyrgð á tilrauninni til að sökkva hvalveiðibátnum Nyhrána í Lofoten aðfaranótt sunnudags. Að sögn norsku lögreglunnar kvaöst Watson sjálfur hafa verið í bænum Steine ásamt öðrum manni til að sökkva skipinu. Hann sagðist reiðu- búinn að mæta fyrir rétti í Noregi þegar málið yrði tekið.fyrir. Þegar eigandi Nybrána vitjaði báts síns síðdegis á sunnudaginn var bát- urinn að sökkva. Vélarrúmið hafði fyllst af sjó en slökkviliði tókst að dæla úr bátnum í tæka tíð. í viðtali við Reutersfréttastofuna í gær sagöi Watson að skemmdarverk- ið hefði verið jólagjöf til Atlantshafs- ins og bama heimsins. Þetta heföi verið upphaflð að herferð gegn hval- veiðum Norðmanna. Gripið yrði til aðgerða á heimshöfunum næsta sumar. Watson hefur ítrekað staðfest að það hafi verið samtök hans sem sökktu tveimur íslenskum hvalhát- um 1986. í blaði samtaka sinna síðastliðið haust auglýsti Watson eftir aðilum sem gætu tekið þátt í aðgerðum gegn hvalveiðum Norðmanna. NTB Norskur dómstóll: Hellisbúi baði sig fyrir próf Maðurinn, sem síðasthðin 14 ár hefur búið í helli nálægt háskólanum í Ósló, verður að þvo sér og fara í hrein fót áður en hann fær að taka próf. Þetta er úrskurður norsks dóm- stóls. Hellisbúinn, sem er 39 ára, hafði stefnt norska ríkinu þar sem honum hefur frá 1981 verið meinaö að ljúka námi sínu í stjarneðlisfræði við Osló- arháskóla. Námið hóf hann 1972. Árið 1978 var honum vikið frá stúd- entagaröi vegna ónógra námsafkasta og skorts á hreinlæti. Það var þá sem hann flutti í hellinn. Síðan hefur stjórn Óslóarháskóla neitað manninum um að stunda nám og taka próf og yfirhöfuð dveljast á svæði háskólans vegna mikils óþefs af honum. Það hefur komið fram að hellisbúinn þvær sér þara einu sinni á ári. Hann segir aö spurningin um hreinlæti hans sé bara fyrirsláttur til að geta vísað honum úr skólanum. Það sé lífsstíll hans sem menn ekki þoli. Að þúa í helli sé hluti af mennt- un hans. Hellisbúinn kveðst ætla að áfrýja málinu. ntb Bosníumenn undirbúa stórsókn gegn Serbum Hersveitir íslama eru sagöar vera að búa sig undir stórsókn gegn Serb- um til að binda enda á umsátrið kringum Sarajevo, höfuöborg Bos- níu. Þar gekk vetur í garð í gær. Starfsmenn Sameinuöu þjóöanna sögðu vistmenn á elliheimiii í borg- inni vera fama að látast úr kulda. Fréttir af undirbúningi stórsóknar valda milligöngumönnum um friðar- viðræður í Genf áhyggjum. Á laugar- daginn er fyrirhugaður þar fyrsti fundur leiðtoga hinna stríðandi afla. Nauðsynlegt þykir aö þardagamir verði í lágmarki þangað til. Bandarísk yfirvöld vömðu í gær Serþa við átökum í Kosovo sem heyr- ir undir Serbíu. Albanir eru í meiri- hluta í Kosovohéraði. Vesturlönd ótt- ast að átök í Kosovo ógni alþjóðlegu öryggi og kalli á viðþrögð. Bandaríska dagþlaðið New York Times greindi frá þvi í gær að Bush Bandarikjaforseti hefði varað serb- neska leiðtoga við því að Bandaríkin myndu þeita hervaldi ef átökin breiddust út til Kosovo þar sem Al- þanir era í meirihluta. Talsmaður Snjór þekur nú leiðin í kirkjugarðinum í Sarajevo. Vetur er genginn í garð í borginni. Þar var i gær tíu stiga frost og vistmenn á elliheimilum iátast úr kulda. Símamynd Reuter bandaríska utanríkisráðuneytisins ir. Hann lagði áherslu á að höfð yrði vildi ekki staðfesta þessa frétt en samvinna við Sameinuðu þjóðimar. kvaðst ekki útiloka sérstakar aðgerö- Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.