Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992. 25 Popp Deep Jimi and The Zep Creams - Funky Dinosaur Betur má ef duga skal Undanfarin ár hefur fortíöarhyggja fariö eins og eldur í sinu um íslenskt tónlistarlíf líkt og annars staðar og ásókn yngri manna í tónlist fyrri ára verið áberandi. Sérstaklega hefur tímabiliö kringum 1970 höföaö sterkt til ungra manna hér á landi og skýr- asta dæmið um þaö er hljómsveitin Deep Jimi and The Zep Creams sem eins og nafnið gefur til kynna er undir miklum áhrifum frá helstu rokkhetjum þessa tíma. En þeir félagar í Deep Jimi róa ekki bara á sömu tóniistarmiö og innlendar hljómsveitir fyrri ára heldur býr í þeim sama útþráin og draumamir um frægö og frama í útlöndum sem ungir íslenskir tón- listarmenn einbhndu svo mjög á í þá daga. Þar skilur þó á milli í samlík- ingunni því liösmenn Deep Jimi létu sér ekki nægja aö dreyma heldur geröu þeir gangskör aö því aö láta drauminn rætast. Og þaö tókst aö því leyti til að hljómsveitin komst á samning hjá stóru hljómplötufyrir- tæki í Bandaríkjunum en spurning- unni um frægö og frama er enn ósvarað. í það minnsta held ég að Hljómplötur Sigurður Þór Salvarsson þessi fyrsta plata sveitarinnar megni ekki að uppfylla þá drauma. Yið því er heldur ekki að búast því enginn veröur óbarinn biskup en engu að síður gefur þessi plata ákveðin fyrirheit og staðfestingu á því aö það var engin tilviljun að hljómsveitin komst á samning í föð- urlandi rokksins. Fyrir það fyrsta er hún firnaþétt og kröftug enda skilst mér að fáar íslenskar hljómsveitir Hljómar. Höföu yfirburöastööu í poppinu á sinum tíma. Hljómar - Hljómar og Hljómar 74: íslensku bítlarnir Bresku bítlarnir syngja og leika. Þennan frasa mátti oft heyra í rík- isútvarpinu í gamla daga og rann jafnan mörgu ungmenninu kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þulirnir notuðu jafn heimóttarlegt orðalag. Þetta var á þeim tímum þegar Hljómar voru keflvísku bítl- arnir, Hep Stars sænsku bítlarnir og Supremes gengu undir nafninu Bítlur. Hljómar slógu í gegn á útmánuð- um 1964, nokkru eftir að fjórmenn- ingamir í The Beatles komu til Bandaríkjanna og bítlaæðið hófst formlega í Vesturheimi. Hljómarn- ir náðu shkri yfirburðastöðu í poppinu að engum hljómsveitum íslenskum hefur tekist að ná álíka vinsældum síðar. Tólf laga platan Hljómar er aldar- fjórðungs gömul á þessu ári. Hún er fyrsta stóra plata íslenska bítla- tímans. Vegna þeirrar staðreyndar skipar hún vissan sess í sögu hljómplötuútgáfunnar. Platan var tekin upp í London í glænýju hljóð- veri sem The Beatles voru einmitt að prófa um svipað leyti og Hljómar voru ytra. Þar lágu einmitt saman leiðir Pauls McCartneys og Hljóm- anna Erhngs Bjömssonar og Engil- berts Jensens. Að þeim fundi var vikið á Hljómaskemmtuninni á Hótel íslandi í haust. Þessi fyrsta stóra plata Hljóm- anna fékk ákaflega góðar viðtökur, varð plata ársins 1967 og seldist vel. Platan hafði nokkuð rólegra yfirbragð en það sem Hljómar höföu sent frá sér til þess tíma og frá og með henni fóm þeir að höfða til breiðari hóps en áður. Fram til þess hafði hljómsveitin nær ein- göngu sinnt unglingum. Platan Hljómar ’74 er svanasöng- ur Hljóma. Erlingur var ekki leng- ur með en í hans stað komnir Birg- ir Hrafnsson og Björgvin Hahdórs- son. Platan var hljóðrituð í Banda- ríkjunum og undir sterkum áhrif- um frá vinsælustu tónhst þess tíma þar vestra. Til dæmis fer ekki á milh mála að Crosby Sthls og Nash hafa höföað sterkt til Hljómanna. Á Hljómum ’74 kom Rúnar Júl- íusson í fyrsta skipti fram á sjónar- sviðiö sem lagahöfundur. Tvö af þremur sterkustu lögum plötunnar era einmitt eftir hann, lögin Tasko Hljómplötur Ásgeir Tómasson Tostada og Slamat Djalana Mas. Gunnar Þórðarson samdi hið þriðja, Silver Morning. - Þótt Hljómar '74 sé vitaskuld ekki galla- laus má segja að hún hafi aha tíð verið vanmetin. Með því að plötumar Hljómar og Hljómar ’74 hafa verið endurút- gefnar á geislaplötum er aðeins eft- ir aö endurútgefa aðra stóm plöt- una sem hljóðrituð var 1968, svo og nokkur lög sem Hljómar sendu frá sér með enskum textum. Sumt af því er reyndar að frnna á safninu Gullnar glæður sem Fálkinn gaf út árið 1988. Óhætt er að segja að útgefendur standi sig vel við að dusta rykið af gömlu Hljómamús- íkinni. hafi æft jafn þrotlaust og Deep Jimi. í öðm lagi em hðsmenn sveitarinnar afbragðs tónhstarmenn hver á sínu sviði og fer þar kannski fremstur söngvarinn Sigurður Eyberg sem hefur mjög öfluga rödd sem minnir á Robert Plant þegar hann var upp á sitt besta. Lagasmíðarnar em hins vegar ekki enn í sama klassa og hæfileikar hös- manna hljómsveitarinnar, lögin em ahflest afskaplega khsjukennd og flöt og þau vantar sárlega einhvern inn- Deep Jimi and the the Zep Cream. Hljómsveit með framtiðarmöguleika. blástur sem nær að lyfta þeim upp úr gömlu hjólföranum. Það er gott og ght að sækja sér hugmyndir th fyrri tíma en eitthvaö veröa menn að leggja th frá eigin bijósti meira en hljóðfæraleik og söng til að út- koman ööhst eigið líf. ^ r. Litaðu myndina og sendu til Krakkaklúbbsins, Þverholti 11, 105 Reykjavik, fyrir 6. janúar nk. n í /MJJr SAMBí L 100 r miðar L Nafn Heimili Staður J H J Nöfn 50 heppinna krakka verða dregin úr pottinum og fá þeir tvo miða á þrjú sýningu á jólasögu Prúðu leikaranna í Bíóhöllinni laugardaginn 9. janúar. Nöfn vinningshafa verða birt föstudaginn 8. janúar í DV. Vinn- ingshöfum verða afhentir miðarn- ir í miðasölu áður en sýning hefst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.