Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992. 15 Er hægt að segja upp EES-samningnum? Umræöan um EES-samninginn hefur að vonum tekið nokkurt pláss á síðum dagblaðanna á und- anfömum mánuðum, enda að von- um því hér er á ferð umfangsmesti og afdrifaríkasti gjörningur sem íslendingar hafa staðið frammi fyr- ir frá stofnun lýðveldisins. Erfitt hefur verið að festa hendur á þeim fjárhagslega ávinningi sem samn- ingurinn býður upp á. Utanríkisráðherra talaði um það á sínum tíma að hann þýddi 20 milljarða ávinning til handa ís- lendingum, að vísu á tíu áram. Það þýðir um tvo milljarða á ári, sem er innan skekkjumarka í rekstri íslenska þjóðfélagsins. Vankantar og gallar samningsins hafa einnig verið raktir af þeim sem telja betur ósamið en samið. Þar koma bæði Kjallariim Gunnlaugur Júlíusson hagfræðingur Stéttarsambands bænda „Ekki er nú hægt að segja að mikil reisn sé yfir þeim málflutningi að það sé helst tínt til samningnum til ágætis að hægt sé að segja honum upp.“ Við Grænland. -.......fiskimiðin umhverfis Grænland voru notuð sem skiptimynt af Dönum í samningum innan EB,“ segir í greininni. til efnahagsleg rök og stjórnskipu- leg. Uppsögn samningsins Talsmenn samningsins era hætt- ir að fjölyrða um þann fjárhagslega ávinning sem að samningnum hlýst, enda erfitt að festa hendur á honum eins og áður segir. Á síð- ustu vikum hafa talsmenn EES- samningsins einkum tönglast á því að mögulegt sé að segja honum upp. Þar hefur gengið maður undir manns hönd í þeim tilgangi að sannfæra almenning um að það sé nú ekki svo hættulegt að taka þátt í Evrópska efnahagssvæðinu, það sé hvort sem er alltaf hægt að segja sig úr því. Ekki er nú hægt að segja að mikil reisn sé yfir þeim mál- flutningi að það sé helst tínt til samningnum til ágætis að hægt sé að segja honum upp. En það er svo sem skiljanlegt að allt sé tínt til sem hægt er hönd á að festa. Það ættu nú í sjálfu sér ekki að vera nein tíðindi að það sé hægt að segja samningnum upp. Það er eðh samninga að þeim er hægt að segja upp, ef þeir reynast ekki sem ætlað var. Það á bæði við um þenn- an samning sem og aðra. Þetta er þó sett fram í þessu samhengi til að slæva afstöðu þjóðarinnar, það sé nú svo sem allt í lagi að prufa, maður getur hvort sem er alltaf hætt. Þetta er eins og fólk hugsar þegar það er byrjað að fikta við að reykja, maður getur hvort sem er alltaf hætt þessu. Einfalt að segja samningnum upp? Þegar íslenskt. þjóðfélag hefur aðlagað sig samningnum með margháttuðum breytingum á stjórnkerfinu, þegar lagt hefur ver- ið í margháttaðan kostnað vegna samningsins, þegar stjórnkerfinu hefur verið breytt vegna samnings- ins, þá er það ljóst að ekki er ein- falt mál að segja sig úr þessu samfé- lagi þjóðanna. Einnig mun þá vafa- laust kveða við söngurinn að enda þótt samningurinn sé slæmur þá sé einangrunin utan hans verri. Hitt er svo annað mál, sem ekki hefur verið minnst á í þessu sam- hengi, að komi til þess að samn- ingnum verði sagt upp þá hlýtur það að verða gert vegna þess að íslenskt þjóðfélag hafi beðið skaða af vera sinni innan Evrópska efna- hagssvæðisins. Hve stór skaðinn er orðinn er aftur á móti ómögulegt að segja til um. Það hefur verið minnst á að Grænlendingar hafi sagt sig úr Evrópubandalaginu. Hvers vegna gerðu þeir það? Það var vegna þess að fiskimiðin umhverfis Grænland voru notuð sem skiptimynt af Dön- um í samningum innan EB. Danir sömdu um ávinning sér til handa gegn því að fiskiskip neðan úr Evr- ópu fengu leyfi til að fiska við strendur Grænlands. Þetta var ástæöa þess að Grænlendingar sögðu sig úr þessu samfélagi. Er mögulegt að íslendingar geti eitt- hvað af þessu lært? Gunnlaugur Júlíusson Byggðaröskun - byggðaþróun Á undanförnum allmörgum ára- tugum hafa orðið nokkrar breyt- ingar á búsetu íslendinga. Tilfærsla búsetunnar af dreifðari byggðum til þéttbýlis hefur mörg- um orðið áhyggjuefni og ræða menn hástillt um byggðaröskun í þessu sambandi. Þetta ætla ég að gera að umræðu- efni þessa þáttar. Þrýstihópar krefjast... Við verðum í alvöra að átta okk- ur á því að við erum fjarska fámenn þjóð og það eitt sér kostar okkur meira en sennilega nokkurt annað þjóðfélag að halda hér uppi menn- ingarsamfélagi. En nú fer allt saman að við viljum búa við hámenningu fyrir alla eins og best gerist annars staðar, við viljum búa við tilsvarandi verald- leg lífsgæði, betri en gerist almennt í heiminum og lái okkur það enginn og við auk þess krefjumst alls kyns annarra ímynda um verðmæti. Kannski fámennir en þó áhrifa- mikhr þrýstihópar krefjast þess að rekinn sé sportbúskapur uppi um sem flesta afdali og að haldið sé uppi óarðbærum útvegi á öllum krammaskuðum landsins, allt þetta á kostnað velferðarríkisins. KjaUaiinn Benedikt Gunnarsson framkvæmdastjóri Og þá annar þrýstihópur sem tel- ur sig sjálfskipaðan vörð landsins að öðru leyti sem felst í því að loka dýrðlegum óbyggðunum fyrir því að við fáum notið þeirra eða fáum nýtt gagnsemi þeirra, eins og það að ekki megi nýta „stærstu hraun- breiðu í heimi“ til verðmætasköp- unar í einhverri mynd. Hún má engum vera til gagns eða gleði. Sjálfvirk byggðaþróun Nú má taka Grímsey sem dæmi ' um útgerðarstað sem þróast í það að leggjast af. Hingað til hafa Grímseyingar lifað sáttir við sitt og ekki talið að þeir héngju á hor- riminni, eru með smábátaútveg og vinna aflann sjálfir í landi. Nú hafa samgöngubætur við eyna auðveld- að eyjarskeggjum að losna við afl- ann og er nú svo komiö að vaxandi hluti aflans er fluttur ferskur til Hríseyjar til vinnslu. Þróunin þarna er sú að án opinberra að- gerða breytist staðurinn í árstíma- bundna verstöð og endar sem para- dísaraðstaða fyrir ferðamenn á vor- og sumarmánuðum. Verður þarna svipuð þróun og átti sér stað fyrir margt löngu þeg- ar Homstrandir og Jökulfirðir lögðust í eyði. Þetta er því einfaldlega eðlileg byggðaþróun. Barist gegn framþróun Á sama tíma er spornaö við sams konar þróun á öðrum stöðum þar sem margreynt er að ekki getur haldist byggð nema með gríðarleg- um framlögum af opinberu fé, milljörðum á milljarða ofan. íbú- unum þama væri mestur greiði gerður með því að aðstoða þá við aö koma sér fyrir á lífvænlegum stöðum. Það væri líka allra hagur. Þessi þráhyggja, eöa eigum við að kalla það réttu nafni atkvæða- veiðar atvinnupóhtíkusa, hefur valdið að stærstum hluta þeim vanda sem efnahagur okkar stend- ur nú frammi fyrir. En í Grímsey er auðvelt að halda uppi ferða- mannaþjónustu, aðlaðandi fyrir jafnt innlenda sem erlenda ferða- menn. Benedikt Gunnarsson „íbúunum væri mestur greiði gerður með því að aðstoða þá við að koma sér fyrir á lífvænlegum stöðum. Það væri líka allra hagur.“ Forseti ekki þjónustu „í EES-mál- inu fjallaði Alþingi sér- staklega um það hvort leita ætti eftir þjóðarat- kvæða- greiðslu. Al- ................. þíngi ákvað Áml Páll Ámason, fðfl- að slíkt Skyldi ,r*ð"^ur ráðunautur >,> • . . ., utanríkÍBraöherra í cvr- ekki gei t. Hin pólitíska spurning um þjóðarat- kvæðagreiðslu er því afgreidd, íslensk stjórnskipun gerir rað fyrir valdmiklu þingi, þar sem einfaldur meirihluti ræður, og veiku forsetavaldi. Víða erlendis hefur for seti lxins vcgar neitunar- vald, ýmist frestandi eða algjört. Ekki er kraflst neinnar sérmeð höndlunar við eina eða neina gerð laga hér á landi né gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Samlwærat 26. grein stjómar- skrárinnar hefur forseti vald til að neita aö staðfesta lagafrum- vörp þó Alþingi hafl samþykkt þau. Lögin öölast samt gildi en þau þarf að bera undir þjóðina. Porsetar Islands á lýöveldistíma hafa ekki beitt þessu valdi. Alþingi sækir umboð sitt beint til kíósenda og alþingismenn eru kosirá til þess aö taka á þeim deilumálum sem upp kunna að koma. Forsetinn hefur hins vegar þetta vald sem hann hefur sjálf- dætni um hvemig hann notar. Vald forseta samkvæmt stjómar- skránni er ekki stimpilafgreiðsla eins og í pöntunarfélagi. Það skiptir ekki rnáli hversu margir íslenrángar vifla þjóðaratkvæða- greiöslu þrá forsetanum ber sam- kvæmt stjórnarskrá að fara eftir eigin sannfæringu.“ „Við viljum að þjóðin fái að hafa sið- asta orðið um EES-samn- inginn með þjóðarat- kvæða- greiðslu. Al- þingismenn Sigrióur KrislinsdéBir, era kosnir til !°™a4uf, Sterfsmanns- gögurra ára tó,a9a r“a'm* og telja sig eiga að taka allar ákvaröanir þar á milli. Ég or ekki sammála þessu þvi viss tnál eiga erindi til þjóðarinnar, rétt eins og tiðkast í lýöræðislöndum viða um Evrópu. Nú er ætlumn að ganga til samstarfs við þessi ríki og þá væri eölilegt taka upp þá siði sem þau hafa í lýðræðisátt. Hér á landi hefur ekki mátt hafa almenna atkvæðagreiðslu um neitt nema hundahald og áfengisútsölur. Núverandi ríkis- stjóm virðlst hreinlega vera komin til Brussel. Bæði þetta mál þess að hún hlusti ekki á þjóðina. Ég trúi því að forsetinn fari að sannfæringu sinni í þessu máli eins og alltaf. Af hálfu stjórnar SFR er þetta bara ósk. Spurning- in stendur ekki um kosti eða galla þess að fara i EES heldur um það að þjóðin fái að segja sitt álit eins og 70 prósent landsmanna hafa váðbrögð hjá alþingismönnum að hundsa þennan vflja. En fjTst svo er þá höfum við ongin önnur úr- ræöi en þau að leita til þjóðhöfð- ingjans sem er sameiningartákn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.