Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992. Menning „Vélstrokkað tilberasmjör“ Fræöimenn á sviöi bókmennta og hug- myndasögu hafa reynt að nota hugtakiö „módernismi" um þær menningarstefnur og strauma sem þykja afsprengi iðnvædds borg- arlífs á Vesturlöndum. Lítill einhugur virðist hafa veriö um notkun orösins og því hefur margan íslenskan bókmenntafræðinginn greint á viö koliega sinn í svörum við spum- ingunni um upphaf og þróun módemisma í íslenskum bókmenntum. Þessi mikla um- ræða um skilgreiningar viröist þó ekki hafa Bókmenntir Gísli Sigurðsson flækt máhð fyrir Emi Ólafssyni í nýrri bók hans um efnið, Kóralforspili hafsins. í hans augum snýst máhð ekki um annað en rugl- ingslega framsetningu. Sé verk ruglingslegt, þá er það módemt, annars ekki. Einfaldur módernismi „Ritið skiptist í tvo meginhluta, þvi fyrst er fjallað um ljóð, en síðan um lausamáls- rit,“ eins og segir á bls. 7. Öm les sig í gegn- um íslenskar nútímabókmenntir, birtir langa kafla úr verkunum og vitnar í brot eftir aðra fræðimenn sem hann ýmist and- mælir (með oröum eins og „fráleitt" og „alr- angt“) eða samsinnir. Meginmarkmið þess- arar yfirferðar virðist vera að kanna hvort framsetning sé sundmð en minna fer fyrir heildarskilningi á verkunum og þeim hug- myndum sem þar bólar á. Áhuga á hugmynd- um afgreiðir Öm sem „frumstæða" bók- menntasögu á bls. 217. Niðurstaðan verður sú að eiginlegur módernismi komi varla fram nema hjá Hannesi Sigfússyni í ljóðunum og hjá Thor Vilhjálmssyni í prósanum (mér var ekki ljóst eftir rökvísa greinargerð A'.Ó. fyrir Tómasi Jónssyni metsölubók hvort hún væri nógu ruglingsleg til að teljast módem). Þessi einfalda niðurstaða hlýst af einfoldum skiln- ingi Arnar á módemisma sem virðist hent- ugra fyrir hann að kalla „órökvísa framsetn- ingu“ en módemisma úr því að hann telur þennan blessaða isma ekki ná yfir annað. I formála er engin heilstæð grein gerð fyr- ir þeim fræðilegu vandamálum sem hljóta að blasa við þeim sem ætlar að kljást viö jafn umfangsmikið verkefni og módernisma í íslenskum bókmenntum. Það eru ekki dregnir saman þræðir þeirrar umræðu sem hefur verið hér á landi eða annars staðar, t.d. er hvergi minnst á bók Ástráðs Eysteins- sonar, The concept of modernism frá 1990. Á víð og dreif um bókina eru þó tilvitnanir í þessa umræðu sem er þá fjallað um sam- hengislaust án þess aö skýra þær ólíku fræði- legu forsendur sem hún miðar við. Þessi aðferð í framsetningu verður til þess að bók Arnar skortir heildarsvip og þá yfirsýn sem fylgir sjálfstæðum efnistökum. í umfjöllun um íslenska skáldsagnahefð fram að Þór- bergi og Halldóri (á bls. 167-188) er t.d. lítið annað gert en að birta og endursegja langa kafla upp úr ritum Steingríms J. Þorsteins- sonar um Jón Thoroddsen og Sveins Skorra um Gest Pálsson og formála Þórðar Helga- sonar um Þorgils gjallanda, með athuga- semdum með og á móti líkt og þetta sé óunn- ið efni upp úr glósubók höfundar. Einfaldar greiningaraðferðir leiða Öm líka örn Ólafsson. að niðurstöðum sem em augljóslega rangar eins og þegar hann kemst að því aö Vefarinn mikli frá Kasmír hafi í „meginatriðum [verið] hefðbundin skáldsaga" (218). Það hlýtur eitt- hvað að vera bogið við þá aðferð sem skilar þessari niðurstöðu og ætti að vekja fræði- manninn til umhugsunar. Hin sögulega stað- reynd er að bókin var bylting í íslenskri skáld- sagnaritun og ef frseði Amar duga ekki til að skýra þá byltingu sýnir það helst takmarkan- ir fræðanna. Fyrir þessari byltingu hefur Haiidór Guðmundsson gert ágæta grein í bók sinni „Loksins, loksins" (1987) sem Orn vitnar aðeins til í brotum án þess að sýna skilning á heildarhugsuninni í því verki. Einkennilegar eyður í umfjöllun um upphaf módernisma í ljóöa- gerö verður fyrst fyrir Erni ljóð Jóhanns Sigurjónssonar, Sorg, og gengur hann svo langt að birta ljóðið eftir einu eiginhandar- riti Jóhanns (með leiðréttingum þar sem honum þykir „skáldlegra orðalag" í prent- uðu gerðinni) en getur þess ekki að til em fleiri handrit kvæðisins þar sem sjá má mikl- ar breytingar skáldsins og m.a.s. danska þýðingu. Eins er einkennilegt þegar Öm kvartar yfir því hve erfitt sé að fá yfirsýn um kveðskap ungskálda sem sendi frá sér bækur í litlum upplögum að hann skuli ekk- ert hafa kynnt sér skrif Eysteins Þorvalds- sonar um þessa „neðanjarðarútgáfu". Bók Amar Ólafssonar, Kóralforspil hafs- ins, ætlar sér að ná yfir núkið svið og kveða upp úr með það hvort verk tiltekinna skálda á Islandi geti taiist módern eða ekki. í bók sinni leggur hann upp með mjög þröngan skilning á þvi hvað sé módern í bókmenntum og því kemst hann oft að afar einfóldum nið- urstöðum sem varpa harla litlu ljósi á heild- armerkingu þeirra verka sem um er rætt. Nákvæmari yfirlestur hefði verið til bóta en varla breytt svip bókarinnar sem einkennist af yfirborðskenndri bókmenntagreiningu, sem skortir hugmyndalegan grundvöll í verkunum, og ómarkvissri heimildanotkun sem minnir mann á heldur stuttorðan ritdóm Guðmundar Finnbogasonar um Vefarann: „Vélstrokkað tilberasmjör." Örn Ólafsson Kóralforspil hafsins Skjaldborg 1992 Endurminningar erfiðismanns Ævisaga sú sem hér skal fjallað um er verulega frá- brugðin flestum þeim ævisögum sem út hafa komið fyrir þessi jól. Ef leita ætti að hliðstæðum við þessa átakasögu alþýðumannsins Guðjóns Símonarsonar (1877-1962) yrði helst fyrir að benda á æviminningar Tryggva Emilssonar (f. 1902) sem út komu í þremur bindum á árunum 1974-77. Væntanlega munu þó end- urminningar Tryggva teljast meira bókmenntaverk. Guðjón lýsir æskuárum sínum á Álftanesi og á Suð- urlandi á áhrifamikinn hátt. Einkenndust uppvaxtarár hans umfram allt af fátækt og harðræði en jafnframt mikilli menntunarþrá hans. Hann var mjög hætt kom- inn í bamaveiki og hafði meira að segja verið úrskurö- aöur látinn nokkrum dögum eftir að hafa misst tvö systkini sín úr þeirri veiki. Hann reyndi ýmislegt til að svala menntunarþrá sinni en mætti yfirleitt and- stöðu í þeirri viðleitni sinni. Hann var ekki nema ell- Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson efu ára er hann varð háseti á áraskipi, varö ári síðar kokkur á skútu og átján ára formaður á áraskipum í Mjóafirði. Guðjón bjó lengi á Norðfirði, stundaði sjómennsku þaðan og varð hin mesta aflakló. Oft var hann svikinn um kaupið sitt og varð fyrir margvíslegri sviksemi af hálfu vinnuveitenda. Þrátt fyrir einstakan dugnað mátti hann þola gjaldþrot á lífsleiðinni og ýmis áfóll önnur. Hann lét málefni verkamanna mjög tll sín taka og átti hlut í stofnun Verkalýðsfélags Norðíjarðar í framhaldi af heimsókn verkalýðsleiðtogans Ólafs Frið- rikssonar þangað árið 1922. Síðar á ævinni rak Guðjón verslun í Reykjavík og í Höfnum. Þó frásagnir af sjómennsku séu fyrirferðarmestar í endurminningum Guðjóns þá er mun víöar komið við. Guðjón hefur veriö mjög listrænn og fjölhæfur maður og listinni sinnti hann á margvíslegan hátt í frístund- um sínum, einkum þó með orgelleik. Hann lagði einn- ig stund á skósmíðar vegna þess að hann ætlaði ekki að láta böm sín fermast á lánsskóm eins og hann hafði orðið að sætta sig við sjálfur. Hann gaf út vikublaðiö Sjómanninn um skeið, tók að sér bókhald og starfaði um skeið sem aðstoðarmaður læknis. Það leynir sér því ekki að hann hefur að upplagi verið mjög fjölhæf- ur maður. Ólafur Haukur Símonarson bjó minningar afa síns til prentunar. Milli línanna í endurminningum Guðjóns má viða greina biturleika hans, til dæmis í garð foreldranna sem neituðu honum um að fara í skóla: „Þú verður að vinna.“ En versti óvinurinn var „fátæktin og hefð- in sem sagði aö fátæklingar ættu ekki að vera að sperra sig“. Góðar ævisögur hafa ekki síst gildi fyrir síöar tíma á þann hátt að þær eru aldarspegili, skapa andblæ lið- ins tíma. Það gera endurminningar Guðjóns Símonar- sonar ágætlega en gildi þeirra felst ekki síst í því að það er ómenntaður alþýðumaður sem lýsir sögunni af sjónarhóli þeirra sem oftast hafa ekki talið sig hafa burði til að setja minningar sínar á prent. í upphafi þessa pistils var bent á að ævisaga Guðjóns væri frábrugðin flestum hinna nýrri ævisagna. Það á ekki síst viö um hversu litla innsýn hann veitir lesand- anum í. einkalíf sitt og hve lítiö fer fyrir lýsingum á innra stríði og tilfinningum, sbr. þegar hann segir (s. 181): „Kýs ég að fjölyrða ekki um þær dapurlegu stund- ir sem komu yfir mig og fjölskyldu mína í tengslum við þetta gjaldþrot." Hætt er við að margur lesandi þessarar bókar muni á stundum sakna þess að fá ekki að heyra meira af því sem Guðjón „kýs“ að ræða ekki um. En hvaö sem því líður þá er ekki vafi á því að hér er á ferðinni ævisaga sem hefur miklu meira gildi en mjög margar þeirra endurminningabóka sem út hafa komið í stríöum straumum hin síðari ár. Það leynir sér ekki að það er vel gefinn erfiðismaður sem heldur um pennann. Stormur strýkur vanga. Minningar Guðjóns Simonarsonar. Ólafur Haukur Simonarson bjó til prentunar. Forlagið 1992, 352 bls. Popp Sykurmolarnir - It’s It: Búmm shíkka búmm búmm búmm Á plötunni It’s It er að finna ellefu Sykurmolalög, gömul og ný, þar af Birthday í tveimur útgáfum. Öll eru lögin komin með þéttan danstakt úr trommuheila og sum hver orðin lítt þekkjanleg frá því er þau komu út á plötum Sykurmolanna Life’s Too Good, Here Today ... og Stick Around For Joy. Sum eru ansi löng í annan endann og öðrum verður best lýst með þvi að þau eru löööööng og því miður afskaplega leiöinleg. Sykurmolamir hafa fengið til liðs við sig nokkra menn sem fást við það að breyta annarra lögum, end- urhljóðblanda, bæta viö hljóðum og fullnýta möguleika tölvunnar til að gera lögin nánast að tilbrigðum við stef. Sumir þessara manna ku vera allvel þekktir í sínum heima- löndum við iðju sem þessa. Og hún er ekki nýtt fyrirbæri. Músíkalskir iðnaðarmenn voru farnir að eiga við þessa hluti strax í lok áttunda áratugarins þegar diskóæðið reið yfir heiminn. Og þegar vel er að gáð er hér ekkert annað á ferðinni en diskó- tónlist. Lög með þéttum takti sem diskóboltar og DMC snúðar taka og blanda saman við önnur áþekk lög og búa til úr taktfasta súpu sem getur þess vegna gengið á sama hraða heilt kvöld. Þetta voru menn byrjaðir að leika í diskótekum fyrir fjórtán til fimmtán árum. Af lögum Sykurmolanna heyrist mér að plötusnúðar þurfi að beita enn meiri lagni nú en áður. Þá gátu menn blandað saman á taktinum einum saman. Plötusnúðar nútímans virðist mér að þurfi að vera vel að sér í dúrum og mollum til aö fá allt til að falla skammalaust saman. Af þeim blöndurum sem taka til hendinni á It’s It stendur Tony Hump- * hries sig allvel með lögin Leash Called Love og Hit. Þá er útgáfa Tommy D á Birthday öllu skárri en sú sem Justin Robertson lætur frá sér fara. Sykurmolalög í diskóbúningi. Hljómplötur Ásgeir Tómasson Annars áttu lögin á plötunni það sammerkt aö mann langaði tii að hlusta á þau í upprunalegu og ómenguðu útgáfunni eftir að hafa látið danshúsa- gnýinn sér um eyru fara. Hann passar eflaust ágætlega á fóna plötusnúð- anna en í heimahúsum eru gömlu útsetningamar öllu heppilegri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.