Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992. Spumingin Ætlar þú að strengja áramótaheit? Jónatan Sveinsson lögfræðingur: Ég reikna nú frekar með því eins og endranær. Sunna Gunnlaugsdóttir nemi: Já, ég ætla að æfa mig meira í tónlistinni. Bernharð Bogason laganemi: Nei, ekki neitt um þessi áramót. Bogi Bogason viðskiptafræðinemi: Já, ég ætla ekki aö byija að reykja á árinu. Ingi Grétarsson sjómaður: Nei, alls ekki. Arnheiður Magnúsdóttir sjúkraliði: Ég geri það oftast nær. Lesendur Stöðvasl íslenskt efnahagslíf? Fjármagnsstreymi úr laridi með afnámi takmarkana á frjálsum fjármagns- flutningum? Einar B. Bjarnason skrifar: Eins og öllum ætti að vera kunnugt stendur til að afnema allar hömlur á frjálsum fjármagnsflutningum frá og með samþykkt EES-samningsins. - Allir ættu aö hafa orðið varir við núverandi efnahagskreppu hér á landi en einmitt hún gerir fijálsa fjármagnsflutninga hættulega. - Hver man ekki efti'r gjaldeyriskrepp- unni á alþjóðaflármagnsmörkuöum í október og nóvember sl. þegar væntingar um gengisfeliingar ollu því að menn losuðu sig. við ensk pund, sænskar krónur og finnsk mörk í stórum stíl, og keyptu í staö- inn sterka gjaldmiðla, svo sem þýsk mörk og bandaríska dollara? Afleiðingin varð gengisfall enska pundsins, sænsku krónunnar og finnska marksins - en um leið geng- ishækkun þýska marksins og banda- ríska dollarans. Raunveruleg orsök þessarar gengiskreppu var slæmt efnahagsástand í Bretlandi, Svíþjóð og Finnlandi, sem olli væntingunum um gengisfall. Efnahagurinn í Þýskalandi er aftur á móti, og þrátt fyrir allt, sterkur og efnahagsástand í Bandaríkjunum fer batnandi. - Spumingin er hvort aðstæður hér- lendis bjóöa ekki einmitt upp á að það sama gerist hér og í Bretlandi, Svíþjóð ög í Finnlandi. Nógu er efnahagsástandið slæmt, svo og áframhaldandi hallarekstur íslensks sjávarútvegs, þrátt fyrir nýj- ustu aðgerðir ríkisstjómarinnar, til að skapa nægar væntingar um geng- isfellingu. Hættan er því augljóslega sú að fljótlega, í kjölfar þess aö höml- ur á flármagnsflutningum verða afn- umdar muni gífurlegt flármagns- streymi heflast úr landinu þar sem menn muni losa sig við íslenskar krónur og kaupa í staðinn þýsk mörk eða bandaríska doliara. Það sem ég óttast mest er að sflóm- völd muni í heimsku sinni bregðast við þessu á sama hátt og sflómvöld í Noregi og Svíþjóð gerðu til skamms tíma, þ.e. með því að stórhækka vexti. Þá er hætt við því að íslenskt efnahagslíf muni hreinlega stöðvast á örskömmum tíma, því skuldum vafin fyrirtækin um allt land munu hreinlega leggja upp laupana. - Þetta yrði komið sem fyllti mælinn og við tæki almennt flöldaatvinnuleysi um allt land. Ofgnóttin færir ekki lífsf yllingu Snorri Bjarnason skrifar: Sú ríkissflóm sem nú situr var mynduð í flaustri og allur hennar ferill hefur einkennst af bægsla- gangi. Eitt hefur henni þó tekist og það er að hleypa illu blóði í þjóðina og fá hana upp á móti sér. Hún er reyndar ekki eina ríkisstjómin í Evr- ópu sem þeim árangri hefur náð, því í flestum ríkjum hefur það komið skýrt fram að ráðamenn vilja eitt en fólkið annað. Allt á að ganga hratt og vera stórt í sniðum. Fólkið vill hins vegar geta unnið fyrir sínum nauðsyiflum í smáum hópum án taugatitrings, greitt fyrir þær með launum sínum og haldið sjálfsvirðingu. Það vill t.d. byggja sín hús sjálft og láta bygging- arhraðann ráðast af efnahag en ekki lánsmöguleikum. Það hefur séð að ofgnóttin færir því ekki lífsfyllingu. Rétt eins og baminu er nauösyn- legt að eiga fóður og móður er fólki nauðsynlegt að eiga föðurland og móðurmál. Við íslendingar emm svo heppnir að eiga skýrt afmarkað föð- urland, þessa eyju norður í hafi. Þó að við séum fámenn þjóö höfum við með skynsamleg rök ein að vopni unnið stóra sigra og sýnt með því að verðmætin felast ekki í stærðinni. Við skulum því ekki hafa neina minnimáttarkennd gagnvart því sem við emm en leitast við að þekkja okkar takmörk. - Beinn samanburð- ur á verði hluta segir aldrei allan sannleikann því það kemur alltaf bakreikningur. Fijáls flutningur á fólki og flár- munum milli landa er ójafn leikur fyrir litla þjóð. Það er auövelt fyrir þá stóm og ríku að gera okkur að minnihlutahópi í eigin landi og minnihlutaeigendur að mannvirkj- um og auðlindum. - Þetta eitt er meira en fullgild rök fyrir því að hafna EES-samningnum. EES oglífeyrissjóðimir: Jákvæðar breytingar fyrir aldraða Batnandi hagur lífeyrisþega með gildi9töku EES. Einar Ámason skrifar: Fyrir nokkru síðan las ég ummæli skrifstofustjóra heilbrigðis- og trygg- ingráðuneytisins um þau áhrif sem EES-samningurinn myndi hafa á kjör hinna öldruöu hér á landi. - Skrifstofusflórinn sagðist ekki sjá miklar breytingar á högum þessa hóps en flestar væm þær.þó til hags- bóta fyrir hina öldruðu, þ.e.a.s. líf- eyrisþegana, t.d. hvað varðar rétt til almannatrygginga og heilbrigðis- þjónustu. - Hætt er viö að margir fagni þessu. En mikilvægara er þó, eins og kom fram í ummælum skrifstofusflórans, að með gildistöku EES-samningsins munu lífeyrisþegar öðlast rétt til að fá lífeyrisgreiðslur fluttar til annarra landa, og þannig geti aldraðir í raun flutt hvert sem er innan Evrópu án þess að tapa réttindum sínum. - En DV áskil ur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf fram til þessa hafa þeir þurft að afla sér sérstakrar heimildar til þessa. í dag mega íslenskir launþegar ekki iflóta lífeyrisgreiðslna úr lífeyris- sjóði sínum fyrr en við 65 ára aldur, og þá einungis með gegn því að missa hluta þeirrar upphæðar sem hæst greiðist, en hún næst ekki fyrr en við 70 ára aldursmarkið. í mörgum löndum Evrópu gildir 60 ára markið til töku lífeyris og ef ís- lendingur sest að í því landi ætti hann að sjálfsögðu að geta notið sömu kjara og í því landi gilda. - Hér er verkefni fyrir alþingismenn og aðra ráöamenn. Þeir eiga að láta setja nýjar reglur sem skylda lífeyrissjóð- ina til að gefa félagsmönnum sínum kost á að taka sinn lífeyri við 60 ára aldursmörkin. - Best af öllu væri þó að leyfa félagsmönnum lífeyrissjóð- anna að taka út allan sinn lífeyri ásamt vöxtum þegar hann hættir að starfa á opinberum viimumarkaði. I>V Niðurskurðurá vegafé Hallgrímur skrifar: Nýlega var upplýst aö skera þyrfti niöur fé til vegamála um allt að 400 milljónir króna. Mönn- um finnst þetta að vonum sárt. En til þess er að líta að hingað til hefur framlögum til vegamála verið varið að miklum hluta til framkvæmda við vegi eða vega- spotta sem liggja til fámennra staða, jafnvol til afskekktra býla eða kauptúna. Ef fé til vegamála er notað til að Ijúka samgöngubótum þar sem umferðin er þyngst, t.d. við hringveginn og eins í þéttbýli, þar sem þörf er á brúm eða breikkun vega, er fénu vel varið. Máliö er að nýta fé vegamála á réttum stöðum cn ekki röngum. EfAlbert... Guðjón Einarsson hringdi: Talað hefur verið um að Albert Guðmundsson sendiherra kynni að taka til við sflórrtmálin þegar hann kemur heim. Ég las í blaði að svo kynni aö fara og var þar birtur listi nafna sem ýmist heföu veriö fylgismenn hans áður eða kynnu að vera tiltækir í barátt- una þegar þar að kæmi. Ég sé þar nöfn eins og Ásgeir Sigurvinsson, Bryrflu Nordquist, Birgi ísleif Gunnarsson, Hauk Clausen, Indriða G. Þorsteinsson, Júlíus Hafstein, Jón G. Zoega, Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur og enn fleiri. Ég er þess fullviss að AJbert gæti skellt upp framboðslista og komið 2-3 mönnum á þing. Hvað myndu ekki t.d. aldraðir kjósa ef svona listi væri í boði? Vopnaleitar- Reynir skrifar: Hverníg dettur skrifstofusflóra varnarmálaskrifstofunnar í hug að hægt verði aö bæta svokölluðu vopnaleitargjaldi í þann pinkil sem ferðamenn bera nú þegar? Eöa hvers vegna ekki að bæta þá hreinlega við vopnaleit í innan- landsflugið lika eins og alls staðar er framkvæmt nema hér - og inn- heimta þar þetta gjald? Eða er eitthvað minni ástæða til að leita vopna í innanlandsflugi - nú eða bara í rútunum fremur en í íá- lenskum flugvélum? Er ekki ný- skeð hörmulegt slys í áætlunarbíl hér þar sem notað var lagvopn? Stéttarfélögin erumáttlaus G.Kr. hringdi: É vil taka undir lesendabréf í DV 23. des. sl. þar sem bréfritari heldur því fram, að stéttarfélögin hafi brugðist sínu hlutverki. Kannski er ein sú, aö forystu- menn stéttarfélaganna eru ekki í sambandi við umbjóðendur sína, vegna þess að hinir fyrmefndu eru sjálfir með ásættanleg laun og hafa því annað viðhorf. Frakkinn í Ing- ólfscafé Sigurður skrifar: Þú, gestur í Ingólfscafé er fannst fatamiðann minn og sást um að leysa frakkann minn úr fatageymslunni, eflaust í þeirri von að í honum stæði nafn mitt og símanúmer svo þú gætír kom- ið honum til mín, láttu nú frá þér heyra. - Því miöur gleymdi ég aö merkja hann svo hér er nafh mitt og símanúmer: Sigurður Eiríks- son, sími 40090. Þetta er tví- hnepptur blásvartur ullarfrakki. Þú getur hringt í mig eða skilað honum í fatahengið í Ingólfscafé. Betra væri þó að hringja svo að ég verði nú ekki frakkalaus yfir jólin, tíma friöar og sátta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.