Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDÁGUR 29. DESEMBER 1992. Afmæli Salvar Júlíusson Salvar Júlíusson, bóndi aö Jórvík I, Álftaveri í Vestur-Skaftafells- sýslu, er fertugur í dag. Starfsferill Salvar fæddist í Reykjavík en ólst upp í Norðurhjáleigu í Álftaveri. Hann hlaut gagnfræöamenntun frá Skógaskóla. Salvar starfaði á búi fóður síns, auk þess sem hann var til sjós margar vertíðir, einkum frá Vestmannaeyjum. Hann varð bóndi á Jórvík 11985 og hefur búið þar síðan. Salvar er formaður sauðfjár- bænda í Vestur-Skaftafellssýslu, deildarstjóri Sláturfélags Suður- lands í Álftaveri ogijallakóngur Álftveringa. Fjölskylda Salvar kvæntist 14.12.1980 Soffiu Guðrúnu Gunnarsdóttur, f. 5.8.1954, bónda. Hún er dóttir Gunnars J. Jónssonar, f. 14.12.1932, skipstjóra á rannsóknarskipinu Dröfn, og Gróu S. Guðjónsdóttur, f. 21.8.1934, starfsmanns hjá Hagkaupi. Dóttir Salvars frá því fyrir hjóna- band er Elísabet Hrund Salvarsdótt- ir, f. 11.6.1977, nemi í Kirkjubæjar- skólaáSíðu. Dóttir Soffiu frá því fyrir hjóna- band er Ásgerður Gróa Hrafnsdótt- ir, f. 28.8.1975, nemi við Bændaskól- annáHvanneyri. Sonur Salvars og Soffiu er Gunnar Símon Salvarsson, f. 13.9.1985. Systkini Salvars: Jón Júlíusson, f. 30.8.1954, íþróttafulltrúi í Kópa- vogi, kvæntur Helgu Gunnarsdóttur og eiga þau þrjú börn; Gísli Þóröm Júlíusson, f. 13.1.1956, héraðslæknir á Hvammstanga, kvæntur Rakel Þórisdóttur og eiga þau þrjú böm; Ragnheiður Guðrún Júlíusdóttir, f. 13.12.1957, b. í Norðurhjáleigu, býr með Kára Gunnarssyni og eigaþau saman tvær dætur, auk þess sem Ragnheiður átti son áður og Kári dóttur; Ólafur Elvar Júliusson, f. 14.11.1958, byggingafulltrúi á Húsa- vík, býr með Ónnu Skúladóttur og eiga þau einn son; Jóhanna Sólveig Júlíusdóttir, f. 1.5.1961, býr með Ólafi Þ. Hansen og eiga þau einn son; Þórunn Júlíusdóttir, f. 1.7.1962, d. 18.10.1964; Símon Þórir Júlíusson, f. 12.4.1966, d. 17.5.1986. Foreldrar Salvars em Júlíus Jóns- son, f. 26.2.1920, bóndi og fyrrv. hreppstjóri í Norðurhjáleigu, og kona hans, Arndís Salvarsdóttir, f. 14.5.1929, ljósmóðir. Ætt Júlíus er sonur Jóns, oddvita, hreppstjóra og alþingismanns í Norðurhjáleigu, Gíslasonar, hrepp- stjóra í Norðurhjáleigu, Magnús- sonar, b. í Jórvik, Ólafssonar. Móðir Jóns alþingismanns var Þóra Brynj- ólfsdóttir, b. í Hraungerði og í Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, Eiríkssonar, b. í Holti í Mýrdal, Guðmundssonar, b. í Holti, Lofts- sonar. Móðir Eiríks var Ástríður Pálsdóttir. Móðir Brynjólfs var Þór- hildur Gísladóttir, b. í Pétursey, Guðmundssonar, og Jórunnar Magnúsdóttur. Ólafur Magnússon Ólafur Magnússon húsasmíða- meistari, Dalbraut20, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Ólafur fæddist á Kárastöðum í Borgarhreppi í Mýrasýslu en ólst upp hjá móðurforeldrum sínum í Lækjarkoti í Borgarhreppi. Hann lærði húsasmíðar hjá Áma Erasm- ussyni, húsasmíðameistara í Reykjavík, og lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1930 en meistararéttindi öðlaðist hann 1945. Ólafur var búsettur á Akranesi á árnnum 1932-42 þar sem hann stundaði einkum smíðar. Hann fluttist til Reykjavíkur 1942 og vann þar við húsasmíðar þar til hann hætti störfum 1984. Ölafur sá um byggingu íjölda húsa í Reykjavík en síðustu starfsárin vann hann við Iðnskólann í Reykjavík. Fjölskylda Ólafur kvæntist 27.3.1931 fyrri konu sinni, Valgerði Kaprasíusdótt- ur, f. 12.5.1904, d. 23.1.1942, húsmóð- ur. Hún var dóttir Kaprasíusar Gunnarssonar og Guörúnar Jóns- dóttur sem bjuggu á Leirá og síðar áAkranesi. Ólafur kvæntist 27.10.1945 seinni konu sinni, Helgu Ástu Guðmunds- dóttur, f. 5.6.1907, ljósmóður. Hún er dóttir Guðmundar Jóhannssonar og Jónínu Sólveigar Guðmundsdótt- ur sem bjuggu á Þingvöllum í Helga- fellssveit. Böm Ólafs og Valgerðar eru Ólaf- ur Alexander, f. 27.1.1931, málari og múrari í Reykjavík, kvæntur Maríu Gísladóttur og eiga þau fimm böm og ellefu bamabörn; Katrín Guðrún, f. 15.3.1932, húsmóðir á Akranesi, gift Braga Magnússyni húsasmíðameistara og eiga þau fimm börn og átta barnaböm. Dætur Ólafs og Helgu Ástu em Sólveig Guðrún, f. 12.9.1946, fóstra, gift Haraldi Tyrfingssyni flugvél- stjóra og eiga þau fjögur börn og eitt bamabarn; María Magnea, f. 1.2.1954, húsmóðir í Reykjavík, gift Mámsi Guðmundssyni trésmið og eiga þau tvær dætur. Systkini Ólafs: Guðmundur, f. 13.10.1906, d. 15.2.1977; Magnús, f. Ólafur Magnússon. 30.4.1909, d. 6.6.1977; Katrín, f. 28.5. 1911; Guðbjörg, f. 2.6.1914; Valgerð- ur, f. 19.7.1916; Kjartan, f. 27.3.1921. Foreldrar Ólafs voru Magnús Jó- hannesson, f. 7.2.1882, d. 17.2.1970, og María Ólafsdóttir, f. 3.11.1880, d. 1.2.1969. Ólafur og Helga munu taka á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Vesturbergi 115 frá klukkan 16.00 á afmælisdaginn. ívarNielsson, :::: Strandgötu8, Hvmnmstanga. Dalatanga 6, Mosfellsbæ. Grétar Hinriksson, Grýtubaklca 14, Reykjavík. Ingibjörg Ólafsdóttir, Krossi, Hofshreppi. Níels Unnar Hauksson, Helgafelb 3, Mosfellsbæ. Haraldur Stefónsson, Skipasundi92, Reykjavík. Björg Jónína Kristjánsdóttir, Fossheiði 48, Selfossi., GarðarFinnbogason, Miðvangi 41, Hafharfiröi. Magnús Helgason, Þrastanesi 17, Garðabæ. 70 ára Kristinn Gunnarsson, Stóragerði 9, Reykjayik. Jón Vigfusson, ; Lars Erik Bromell, Grænukinn 18, Hafnarfirði. Hólmfríður Pétursdóttir, Vesturhólum 5, Reykjavik. Svava Jónína Níelsdóttir, Kirkj ubraut 43, Höfn í Hornafirði. Guðrún Jósteinsdóttir, Löngumýrill, Akureyri. Stefán Rafnar Jóhannsson, Bragagötu 30, Reykjavik. Kristinn Jónsson, Hjarðarhaga 26, Reykjavík. Stanislav Mikulas, Sunnubraut2, Keflavik. ORÆNIt SÍMINN 1 DV -talandi, dmmi um þjónuatul > 99-6272 SMÁAUGLÝSINGA’ SÍMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA Móðir Júlíusar var Þórunn, systir Bjarna, föður Vilhjálms, stofnanda og fyrrv. framkvæmdastjóra Kassa- gerðar Reykjavíkur, föður fram- kvæmdastjóranna Bjama og Hilm- ars. Þómnn var dóttir Páls, b. í Jór- vík, Símonarsonar, b. í Mosakoti, Jónssonar, b. í Hlíð, Magnússonar. Móðir Símonar var Guðríður Odds- dóttir. Móðir Páls var Guðrún Páls- dóttir. Móðir Þómnnar var Hildur Runólfsdóttir. Meðal systkina Arndísar er Sig- ríður, húsfreyja í Vigur, móðir Bjargar Bcúdursdóttur, skólastjóra á ísafirði, Ólafía, prófastsfrú í Vatnsfirði, og Hákon, hreppstjóri í Reykjarfirði. Amdís er dóttir Salv- ars, b. í Reykjarfirði við ísafjarðar- djúp, Ólafssonar Jónssonar, b. í Reykjarfirði. Móðir Ólafs var Evlal- ía Kristjánsdóttir. Móðir Amdísar var Ragnheiður Hákonardóttir Magnússonar. Móðir Hákonar var Bryndís, systir Ragnheiðar, móður Jóns Leifs. Bryndís var einnig systir Böðvars, föður Bjama hljómsveitar- Salvar Júlíusson. stjóra, föður Ragnars söngvara. Annar bróðir Bryndísar var Þórður, kaupmaður í Reykjavík, faðir Reg- ínu leikkonu og Sigurðar tónskálds, föður Þórðar, forstöðumanns Reiknistofnunar bankanna. Brynd- ís var dóttir Bjarna, b. á Reykhólum, Þórðarsonar. Meiming Hugvitþarfvið hagleikssmíðar Út er komið sjötta bindi af safni til Iðnsögu íslendinga. Fyrsta bindið, Eldur í afli, kom út 1987 og síðan hefur hvert bindið rekið annað. Öllum bókum þessum er sameiginlegt að þær eru vel unnar að efni til og ekki síður aö því er lýtur að bókagerð. Hver um sig varðveitir merka þætti í iðnsögu okkar. Heimildasöfnun við rit sem þessi verður því erfiðari sem lengur er látið dragast að skrá þær. í aðfaraorðum segir ritstjórinn, Jón Böðvarsson: .. hefur heimilda- söfnun verið torveld - einkum vegna þess hve eldri ritheimildir em rýr- ar. Að venju varð að treysta á viötöl við reynsluríka heimildarmenn. Án þeirra heföi ógerlegt oröiö að semja yfirlit það er nú birtist." Höfundar þessa verks eru tveir. Ógmundur Helgason hefur ritað þáttinn um söðlasmíði en Haukur Már Haraldsson hefur ritað þætti um vagna- smíði, bifreiðasmíði, bílamálun, glerslípun og speglagerð auk þátta úr sögu Félags bifreiðasmiða. ■ Aforsíðusegir: „Frættumfarar- n ' 1.., , ,• tækiogferðabúnaðásamtkaflaum JjOKrnGrLintir glerslípun og speglagerð." ________________________ Menntamálaráðherra ntar að- Quðmundur G. ÞÓrarínSSOn faraorð og segir þar: „Allar íðn- greinar, sem um er fjallað í þessari bók, koma við sögu samgangna innanlands. Sameiginlegt er þeim einnig að vera lítt kunnar framleiðslugreinar. Ein er af vettvangi horfin, önnur virðist vera að hverfa en hinar stunda fáir. Hér sem víðast hvar þokar tækniþróun handverki í hornkerlingarsess." Kaflinn um söðlasmíði er tæpar 60 síður og mun aldrei áður hafa verið birt hér á landi jafnítarlegt yfirlit um þessa iðngrein, hnakka-, söðla- og aktygjasmíði. Um tíma virtist þessi iðngrein mjög á undanhaldi en síauk- in hestaeign landsmanna hefur snúið þeirri þróun við. Vagnasmíði eru helgaðar um 40 blaðsíður en sú iðngrein heyrir nú sög- unni til, leið undir lok þegar bílaöldin gekk í garö. Meginþáttur þessa sjötta bindis Iðnsögunnar er um bifreiðasmíðar en ekki er langt síðan bifreiðasmíði var umfangsmikil atvinnugrein á ís- landi, því áður fyrr var algengt að bílar kæmu hingað óyfirbyggðir. Ágætir þættir eru um ryðbætur og réttingar, bólstrun, iðnfræðslu bif- reiöasmiða, bílamálun, glerslípun og speglagerð, auk þátta úr sögu Félags bifreiðasmiöa. Áöur voru komnar tvær bækur um bifvélavirkjun í ritsafninu, Brotin drif og bílamenn og Áfram veginn... Bók þessi er prýdd mörgum ljósmyndum og teikningum sem ekki hafa birst áður. Bók sem þessi er mikilvæg varðveisla og björgun heimilda. Sem fyrr segir eru heimildir um hina eldri iðnsögu óðum að glatast. Byggt er á minni eldri manna. Meö þeim fellur í valinn og glatast þekk- ing og reynsla, hluti ekki bara iðnsögunnar heldur íslandssögunnar. Óðum myndast skörð sem erfitt verður að brýna úr. Núlifandi íslendingar eru að rækja skyldur sínar við fortíðina og forfeð- ur sína með ritun sögu sem þessarar. Hún segir sögu verkmenningar þeirra sem viö erföum, lýsir starfi þeirra manna sem við stöndum á herö- um. „Að fortíð skal hyggja“ segir og vafalaust fylgir því hætta aö missa öll tengsl við fortíðina, glata vitneskjunni um sögu og verkmenningu eldri kynslóða. VI. bindi Iðnsögunnar er fróðlegt og gagnlegt og verður að teljast vel unnið. Eins og menntamálaráðherra orðar það í sínum aðfaraorðum, höfundar „hafa til bókar fært margvíslegan fróðleik og bætt merkum kafla við allt- of lítt kunna atvinnusögu íslendinga." Safn tll Iðnsögu íslendlnga, VI. bindi Ritstjóri: Jón Böðvarsson Höfundar: Haukur Már Haraldsson og Ögmundur Helgason Hlð íslenska bókmenntafélag 446 blaðsiður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.