Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992. 27 Fréttir Síðasti billinn dreginn út í áskriftargetraun DV: „Aldrei frúað því að svona nokkuð ætti eftir koma fyrír mig“ sagði Anna Björg Níelsdóttir, 22 ára nemi í Garðyrkjuskóla ríkisins, sem hlaut Subaru Legacy í vinmng sagði Níels, pabbi Önnu Bjargar, en bætti því við að þetta væri einmitt rétti bíllinn fyrir Hellisheiöina þar sem allra veðra væri von á þessum árstíma. Anna Björg var hálffeimin að taka við lyklunum að nýja bílnum, var varla farin að trúa því enn að þessi glæsilega, jólagjöf ‘ væri hennar eign en fyrir áttu hún og kærastinn gami- an Lancer. En þegar hún var búin að taka viö blómvendi úr hendi Þorleifs Þorkels- sonar, sölustjóra hjá Ingvari Helga- syni hf., og lyklunum að bílnum úr hendi Páls þá var bílnum ýtt út úr Bíóhöhinni og þá var ekkert að van- búnaði að aka á vit jólanna í léttri snjókomunni. Hér tekur Anna Björg Níelsdóttir við lyklunum að glæsilegum Subaru Legacy úr hendi Páls Stefánssonar, auglýs- ingastjóra DV. Á bak við Önnu er Þorleifur Þorkelsson, sölustjóri hjá Ingvari Helgasyni hf., þá Níels Björn, bróð- ir hennar, en pabbi hennar, Níels Nielsson, heldur á afastráknum, Arnari Bjarka Sigurðssyni, sjö mánaða syni önnu. DV-mynd GVA „Ég hef aldrei unnið neitt og ég heíði aldrei trúað því að svona nokk- uð ætti eftir að koma fyrir mig,“ sagði Anna Björg Níelsdóttir, tuttugu og tveggja ára nemandi við Garðyrkju- skóla ríksisins í Hveragerði, þegar við tilkynntum henni að hún hefði hlotið glæsilegan fjórhjóladrifinn Subaru Legacy í vinning í áskriftar- getraun DV. Þegar dregið var úr nöfnum skuld- lausra áskrifenda þann 22. desember kom í ljóa að, jólagjöfin" okkar hafði að þessu sinni farið austur fyrir íjall, tíl Önnu Bjargar Níelsdóttur, Borg- arheiði 7 í Hveragerði. Ekki ætlaði að ganga vel að ná í hana th að svara spurningu okkar svo að hún yrði þar með réttmætur eigandi að þessum glæshega bíl. Þegar við náðum sambandi við nágranna hennar í Hveragerði feng- um við að vita að Anna væri nem- andi í Garðyrkjuskóla ríkisins og væri sennhega komin í jólafrí. Þá bárust böndin að föðurhúsum Önnu í Kópavoginum og mikið rétt, þar var hún stödd, en að vísu ekki heima þá stundina. Eftir nokkrar hringingar náðum við sambandi við Önnu og ekki stóð á svarinu við spumingunni og þá loks var henni tilkynnt aö hún hefði unnið bh. Byrjaði í sumar „Ég byrjaði sem áskrifandi í Kringlunni í sumar en hafði leitt hugann að því að hætta aftur því að ég hafði svo mikið að gera að ég komst aldrei th þess að lesa blaðiö en lét samt aldrei verða af því,“ sagði Anna og bætti þvi við að nú yrði hún örugglega áskrifandi áfram. Anna byijaði í Garðyrkjuskólan- um í haust en þetta er tveggja vetra nám, auk eins árs í verknámi, og því flutti hún austur í Hveragerði með kærastanum og Arnari Bjarka, sjö mánaða syni þeirra. Mamma ætlaði að vinna bílinn Anna kom með fríðu fóruneyti th að taka við bhnum úr hendi Páls Stefánssonar, auglýsingastjóra DV, í Bíóhöllinni í Mjóddinni en þar hafði bíllinn staðið tíl sýnis síðustu dag- anna, því með henni voru sonur hennar, Amar Bjarki, og bróöir, Ní- els Björn, og pabbi þeirra, Níels Ní- elsson. „Mamma hennar er búin að vera áskrifandi í fjöldamörg ár og hún ætlaði svo sannarlega að vinna bh- inn núna en það gekk ekki upp,“ Fjöldi ferðavinninga í pottinum Þótt bhaleiknum okkar sé lokið þá erum við áfram á fullri ferð því að DV og Flugleiðir verða sameiginlega með ferðagetraun fyrir áskrifendur DV fram í september 1993. í boði eru glæsheg ferðaverðlaun vikulega fyr- ir tvo, helgarferðir th draumaborga austan hafs og vestan, sólríkar vetr- arferðir og - síðast en ekki síst - fjór- ar ævintýraferðir th framandi landa, skemmtisigling um Karíbahafið, ferð th Keníu og Malasíu, auk ævintýris sem fáum gefst tækifæri th að upp- lifa - hnattferðar - þar sem stórkost- legt tækifæri gefst til aö skoða fram- andi lönd og fjarlægar þjóðir. Aht þetta bíöur einhverra hepp- inna áskrifenda DV í hverjum mán- uði fram í september svo aö það er um að gera aö sjá th þess að vera með og það er undirstrikað að ahir skuldlausir áskrifendur DV, jafnt nýir og núverandi, eru sjálfkrafa þátttakendm- í leiknum. Það er því th mikhs aö vinna ef þú ert áskrif- andi. -JR Lækkaðu skattana þína og láttu hjól atvinnulífsins vinna fyrir þig. i skandia FJARFESTINGARFELAGIÐ SKANDIA HF Með kaupum á hlutabréfum í almenningshlutafélögum geta einstaklingar lækkað tekjuskattsstofn sinn um 94.357 kr. Endurgreiðsla á tekjuskatti er því um 37.500 kr. Ef um hjón er að ræða eru tölurnar 188.714 og endurgreiðslan um 75.000 kr. Við hjá FJÁRFESTINGARFÉLAGINU SKANDIA höfum til sölu hlutabréf í traustum félögum, s.s.: EIMSKIP, FLUGLEIÐUM, SKEUUNGI, OLÍS, GRANDA, SKAGSTRENDINGI, ÚTGERÐARFÉLAGIAKUREYRINGA auk annarra félaga. Upplýsingar um hlutabréf og hlutabréfamarkaðinn veita ráðgjafar FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS SKANDIA í síma 619700 \ Hafnarstræti, 689700 í Kringlunni og 96 -11100 á Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.