Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1992, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992. Fréttir Hlutur ríkisins í heilbrigðis- og tryggingamálum: 700 þúsund á ári á hverja fjölskyldu - segir Sigbjöm Gunnarsson, alþingismaður og formaður heilbrigðisnefndar „Á sama tíma og stjórnarandstað- an og fleiri segja að verið sé að rústa almannatrygginga- og heilbrigðis- kerfið erum við að verja sífellt stærri hlut af heildarútgjöldum til þessa málaflokks sem ég hef reyndar ekk- ert nema gott um að segja. Þessi málaflokkur kallar á mikil útgjöld, eða um 40 prósent af heildarútgjöld- um ríkissjóðs á hverju ári. Við höfum verið að spyrna við fótum og það verðum við að gera. Málaflokkurinn kallar sjálfkrafa á meira og meira fjármagn," sagði Sigbjöm Gunnars- son, alþingismaður og formaður heil- brigðis- og trygginganefndar Alþing- is, en hann hefur tekið saman hvað hið opinbera greiðir að jafnaði fyrir hvern einstakling í gegnum heil- brigðis- og tryggingakerfið. „Ég held að þeir sem hafa getu til verði að greiða fyrir fengna þjónustu. Samfélagið á ekki að greiða að fullu nema fyrir þá sem ekki geta það sjálf- ir,“ sagði Sigbjöm Gunnarsson. Einstaklingar | 1992 ■ 1993 Útgjöld ríkissjóðs vegna heilbrigðis- og tryggingamála 693.216 703-968 Á mánuði Allai tolur i kronum é nuvirði \ Wm III Á i 4ra manna fjölskylda A® # 1 Á mánuði Á árí Hér má sjá hversu mikið er greitt úr rikissjóði að jafnaði á hvern íbúa og hverja meðalfjölskyldu á hverjum mánuði og á hverju ári. Tölurnar eru á núvirði. Þessar tölur eru einungis yfir hluta ríkissjóðs en ekki þann hluta sem fólk greiðir sjálft. Heilbrigdis - og tryggingamál sem hlutfall (%) af fjárlögum 40,55 40,76 Hér má sjá hversu hátt hlutfall af heildarútgjöldum ríkissjóðs hefur runnið til heilbrigðis- og trygginga- mála á síðustu árum. Tæplega 15 þúsund á mánuði Á núvirði runnu úr ríkissjóði 14.442 krónur á mánuði, miðað við fjárlög fyrir 1992, að jafnaði á hvern íslend- ing á þessu ári en samkvæmt fjárlög- um næsta árs verður upphæðin 14.666 á mánuði. Á heilu ári eru greiðslur vegna hvers einstakhngs að jafnaði á þessu ári 173.300 en verða á næsta ári 175.990. Ef við hins vegar skoðum greiðslur úr ríkissjóði vegna fjögurra manna fjölskyldu þá voru þær 57.768 á þessu ári á hverjum mánuði en verða 58.664 á næsta ári og ef reiknaö er til heils árs þá vom greiðslurnar á þessu ári 693.216 en verða 703.968 ef tekið er mið af fjár- lögum hvors árs. Hæsta hlutfall síðustu ára Heildarútgjöld í fjárlagafrumvarp- inu fyrir 1990 voru 96 milljarðar og 232 milljónir. Af þeim fóm 38.616 milljónir, eða 40,55 prósent, til heil- brigðis- og tryggingamála. 1991 voru heildarútgjöldin 105.767 milljónir og til heilbrigðis- og tryggingamála fóru 43.119 milljónir. 1992 vom heildarút- gjöld samkvæmt fjárlögum 109.575 milljónir og til þessa málaflokks fóra 43.973 millljónir eða 40,13 prósent. Samkvæmt fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að heildarútgjöld ríkis- sjóðs verði 111.015 milljónir króna og þar af fari til heilbrigðis- og trygg- ingamála 46.146 milljónir eða 41,57 prósent heildarútgjalda ríkissjóös á næsta ári. -sme „Skotúr fyrir raketta“ „Þetta sona skotúr fyrir raketta. Mikið grín, mikið gaman," sagði grínverjinn Ho Si Mattana, en það útleggst á íslensku Hló sig máttvana, í gærdag þegar hann kynnti nýjustu tímatökutækin sem notuð verða um áramót. Þetta eru sérstök úr sem hann hefur sjálfur hannað til þess að allir skjóti upp sinum rakettum á sama tíma. Ho Si er sérstakur flugeldagerðarmaður Lands- bjargar og vinnur við það eliefu mánuði ársins. Hann á von á langþráðu fríi i janúar en þá er hann alveg „búmm“ eftir ára- mótin þegar „allt springa í tætla“. DV-mynd ÞÖK Mikiðumjóla- skreytingar Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Mikið er um jólaskreytingar í Selfossbæ. Skreytingamar eru fallegar og látlausar, bæði úti og inni. Selfossbær er sannkallaður þjónustubær, alls staðar frábær þjónusta og það er sama hvort talað er um stóra eða smáa versl- un, alls staðar er þjónustan jafn- góð. Bókartitill Höfundur 1. Bakviðbláuaugun Þorgrímur Þráinsson 2. Alltaf til í slaginn Friðrik Erlingsson 3. Dansað i háloftunum Þorsteinn E. Jónsson 4. Lalli Ijósastaur Þorgrímur Þráinsson 5. Heimskra manna ráð Einar Kárason 6. Seld Zana Muhsen 7. Islenskirauðmenn Jónas Sigurgeirsson, Pálmi Jónasson 8. Stúlkan í skóginum VigdísGrímsdóttir 9. Ófyrirframan Þórarinn Eldjárn 10. Lífsganga Lydiu Helga Guðrún Johnson Þorgrímur söluhæstur - með tvær metsölubækur Knattspymu- og blaðamaðurinn Þorgrímur Þráinsson er metsöluhöf- undur þessa árs með bækur sínar tvær, Bak við bláu augun og Lalla ljósastaur. Bak við bláu er í fyrsta sæti og Lalli ljósastaur í íjórða. íslenskir ævintýramenn, sem fetað hafa ótroðnar slóðir, reynast vinsæl- ir því saga Sigurðar Þorsteinssonar er í 2. sæti og ævisaga Þorsteins E. Jónssonar í því þriðja. Æviminning- ar konu sem líka hefur lifað óvenju- legu lífi, Lífsganga Lydiu, er í tíunda sæti. íslenskar skáldsögur verma þrjú sæti á listanum en það eru Stúlkan í skóginum eftir Vigdísi Grímsdóttur, Heimskra manna ráð eftir Einar Kárason og Ó fyrir fram- an eftir Þórarin Eldjám. Eina er- lenda bókin á listanum í ár er Seld eftir Zana Muhsen. íslenskir auð- menn er í sjöunda sæti. Næstar koma um Þóranni Maggý miðil, Öldin okkar og Úr óvæntri átt eftir Sidney Sheldon. Þetta er fimmti og síðasti listinn sem DV tekur saman síðan í desemb- erbyijun. Töluverðar breytingar hafa orðið á þeim fyrsta og síðasta. Bókin um Báru rauk strax í fyrsta sæti en færðist alltaf neöar þegar nær dró jólum þar til hún datt út af listanum nú. Bak við bláu augun byijaði hins vegar í sjötta sæti og fetaði sig upp á viö og hefur þrisvar lent í 1. sæti. Sigurður Þorsteinsson og Þorsteinn E. Jónsson hafa haldist inni á listanum frá byrjun og alltaf farið upp á við. Bókaverslanirnar, sem þátt taka í könnuninni, eru Bókabúðin Borg í Reykjavík, Bókabúð Böðvars í Hafn- arfirði, Hagkaup í Skeifunni í Reykjavík, Kaupstaður í Mjódd í Reykjavík, Bókabúð Jónasar Jó- hannssonar á Akureyri, Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki, Bókaversl- un Jónasar Tómassonar á ísafirði, Bókabúð Sigbjöms Brynjólfssonar á Egilsstöðum og Bókabúð Sigurðar Jónassonar í Stykkishólmi. Teknar em saman sölutölur síð- ustu viku í hverri verslun og bókun- um raðað frá 1 til 10. Síðan er stigum fyrir hveija bók raðað saman og heildartala gefur endanlega útkomu á lista. -JJ Afmælisveisla Borgarspítalans 7 Mikið var um dýrðir í gaer vegna 25 ára afmælis Borgarspítalans. Meðal annars var efnt til mótttöku í ráðhúsinu og var þar mikið fjölmenni eins og þessi mynd ber með sér. DV-mynd ÞÖK Hádegismatur í Fríkirkjunni: Um leið og sjálf boðaliðar fást „Við opnum safnaðarheimilið í hádeginu og veitum súpu, brauð og kaffi um leið og við fáum nógu marga sjálfboðaliða til starfa," segir Cecil Haraldsson fríkirkjuprestur. Hann segir þörfina mikla. Fyrir þessi jól hafi til dæmis fleiri leitað til hans vegna fjárhagsörðugleika en samanlagt hin fjögur jólin sem hann hefur starfað í söfnuðinum. „Safnaðarheimilið yrði væntan- lega opið í hádeginu og framyfir há- degi. En við getum hvorki borgað fyrir hráefni né greitt laun fyrir störfin," tekur Cecil fram. Nokkrir kaupmenn hafa lofaö matargjöfum, að sögn Cecils. Hann segir samt þörf á fleiri fijálsum framlögum. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.