Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR11. FEBRÚAR1993 Fréttir James Brian Grayson og Donald M. Feeney 1 bamsránsmálinu: Ákærðir fyrir sif skapar- brot og frelsissviptingu - lágmarksrefsing fyrir brot 1 ávinningsskyni er eins árs fangelsi Ríkissaksóknari hefur ákveðiö að höfða opinbert sakamál á hendur Bandaríkjamönnunum James Brian Grayson og Donald M. Feeney. Þeir hafa verið ákærðir fyrir að hafa numið dætur Emu Eyjólfsdóttur, fyrrum eiginkonu Graysons, á brott með sér í heimildarleysi þann 27. jan- úar. Ákæmskjal var gefið út í gær og framlengdi Héraðsdómur Reykjavík- Stuttar fréttir GæstanogAlmaiina* varnirsameinast? Þorsteinn Pálsson segir í Morg- unblaðínu að til greina komi að sameina Landhelgisgæsluna og Almannavarnir ríkisins. HagnaðurKisiiiðju Tæplega sex milþóna hagnaður varð af Kísiliðjunni við Mývatn í fyrra og heildarvelta fyrirtækis- ins var 460 milljónir. Framleiðsla er að heQast að nýju eftir hlé. 659fábæturhjáVR Alls þlutu 659 félagar atvinnu- leysisbætur hiá VR í janúar sam- kvæmt frétt Morgunblaösins, 70% þeirra eru undir fertugu. ÞjálfarAifreðEssen? Alfreö Gíslason hefúr veriö boðiö aö þjálfa þýska liðið Essen en hann lék með liöinu fyrir nokkrum árum. Lottótekjurteknar? Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, vUI að ÍSÍ fái heimild til að refsa þeim félögum sem brjóta skatta- reglur, til dæmis með sviptingu lottógreiðslna. ÚAkaupir Flest bendir til þess aö ÚA kaupi 60% hlut í þýsku útgerðar- fyrirtæki í Rosíock sem á átta stóra frystítogara samkvæmt heimildum Útvarpsins. Davíð hætti Færeyjatali Steingrímur Hermannsson seg- ir að Davíð Oddsson forsætisráð- herra eigi að hætta Færeyjatali og snúa sér aö því að efla atvinnu- lif á íslandi. Deiltumsafnaðarheimili Keílvíkingar deila nú um fyrir- hugaða byggingu safnaðarheim- ilis og bæjarstjóra voru afhent mótmæli 800 sóknarbarna í gær. Fækkun frystitogara? Magnús Magnússon, útgerðar- stjóri ÚA, segir að nýleg reglu- gerð sjávarútvegsráðuneytis um aukria aflanýtingu i frystiskipum neyðí útgerðarraenn tíl fjárfest- ingar og jafnframt til fækkunar frystískipa í flotanum. Trésmiðsr gera kröfur Trésmiðir i Trésmiðafélagi Reykjavíkur, sem störfuðu hjá SH verktökum, ætlaað setjafram sameiginlegar kröfur í þrotabúið eftrir helgi. ^ . ur gæsluvarðhald yfir mönnunum um þrjár vikur. Mennimir kærðu báðir úrskurðina tíl Hæstaréttar. Gert er ráö fyrir að máhð, það er ákæran og gögn málsins, verði af- hent Hirtí O. Aðalsteinssyni héraðs- dómara í dag og búist við dómi á næstu vikum. í ákæru er mönnunum gefið að sök að hafa í samvinnu við þijá aðra aðila numið telpumar Elisabeth Je- anne Pittmann og Anne Nicole Gray- son á brott með sér í heimildarleysi og með blekkingum frá Hótel Holtí á meðan móöir þeirra svaf. Þannig hafi þeir svipt hana umsjá bamanna, ekið með stúlkurnar til Keflavíkur- flugvallar í þvi skyni að flytja þær úr landi og koma þeim í varanlega umsjá feðra sinna, James Brian, og Frederikcs Pittman, fyrri eigin- manns Emu. Samkvæmt ákærunni fengu feð- umir Donald M. Feeney tíl að annast þennan verknað fyrir sig gegn greiðslu og hafði hann undirbúið brottnám telpnanna og tekist með blekkingum og ósannindum að vinna traust móður þeirra. Ríkissaksóknari krefst þess að mönnunum verði refsað fyrir brot á 193. og 226. grein almennra hegning- arlaga. Brot viö fyrri greininni, sem Pétur Ottesen í kyndiklefa fjölbýlishússins. Hitamál á Akranesi: DV-mynd Sigurgeir Spara 15.000krónur á ári með olíukyndingu Sigurgeir Sveinascm, DV, Akranesi: Hitaveitan er hitamál hér á Akra- nesi - fátt hefur verið meira til um- ræðu þar en hitaveitan. Þegar menn hittast bera þeir oft saman bækur sínar um síðasta hitaveitureikning- inn. Margir era sáróánægðir með það sem þeir þurfa að borga. Svo viröist sem fleiri séu í hópi óánægðra en þeirra sem una sáttir viö sitt. Sílakerfisbreytíngin sl. haust hjá Hitaveitu Akraness og Borgar- íjarðar er líka umdeild. íbúar í fjölbýlishúsinu að Vallar- braut 1-3 hafa til að mynda lokaö fyrir hitaveituvatnið og kynda fjöl- býlishúsið með olíu. í samtah við Pétur Ottesen, sem býr í íjölbýlishúsinu, kom fram að íbúamir reikna með aö yfir köldustu mánuðina sé kostnaðurinn á hverja 63 m2 íbúð 3500 krónur og á hveija 94 m2 um 5300 krónur. í þessum tölum er fastagjald til hitaveitunnar sem þeir verða að greiða. í athugun er hvort þeir getí lagalega séð komist hjá að greiða fastagjaldið. Ef þeir sleppa við gjaldið minnkar kostnað- ur við minni íbúðirnar um 700 krón- ur en 900 kr. við þærri stærri. Pétur Ottesen segir að kynding með ohu spari íbúum stærri íbúð- anna um 15.000 krónur ári. er sifskaparbrot, varða „aht aö“ 16 ára fangelsi. í greininni kveður ekki á um refsilágmark. Við þeirri síðari, sem heyrir undir frelsissviptingu, era viðurlög einnig allt að 16 ára fangelsi eða ævilangt sé átt við brot í ávinmngsskyni. Lágmarksrefsing við frelsissviptingarbrotinu er hins vegar eins árs fangelsi. -ÓTT Lyfjahækkun færsluvísitölu Framfærsluvísitalan fyrir fe- brúarmánuð hækkar um0,7% frá því sem var i janúar. Rekja má þessa hækkun að mestu leyti til 0,3% hækkunar matvöruverðs og 0,2% veröhækkunar lyfja og læknishjálpar. Undanfama þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,4% og jafngildir sú hækkun um 10% veröbólgu á heilu ári. -Ari Alþingr. Ný Ijósataf la og tvö þing- mannaborð Á meðan alþingismenn tóku vetrarfrí sitt vora gerðar nokkrar breytingar á fundarsal Alþingis. í fyrsta lagi er komin upp ný ljósatafla fyrir atkvæöagreiðslu. A töflunni er hægt að sjá hvort og hvernig hver þingmaður greiöir atkvæði þvi ljós er á töfl- unni fyrir hvert þingmannssæti i salnum. Ljósin era meira að segja sett upp eins og niðurröðun þingsæta i salnum er. Þá er komiö nýtt takkaborð fyr- ir alþingismenn að greiða at- kvæði. Það er sagt vera svo ein- falt að svo óglöggur maöur á ekki að geta tekið sæti á þingi að hann geti ekki lært á takkaboröið. Á því var misbrestur með gamla takkaborðiö að alhr lærðu á það. Loks hefur verið komið fyrir tveimur nýjum þingmannastól- um og borðum i hinum þrönga fúndarsal. Þau eru ætluð vara- þingmönnum ráðherra. Ef allir þingmenn voru mættir en tveir ráðherrar fjarverandi var skort- ur á sætum og borðum fyrir vara- menn þeírra, -S.dór í '*-*.‘»* 'i^ÍI ■" £ * £ 'i-v.-C * i* Nýja Ijósataflan i Alþingishúsinu. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.