Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Blaðsíða 5
KrMMTÚDAGUR 11. FEBRÚÁÍi 1993. Fréttir Fimm prósenta kauphækkun: Veldur því að verðbólgan yrði líklega 7-8 prósent - Þjóðhagsstofnun spáir 4 prósenta verðbólgu án kauphækkana Hagfræöingar reyna að spá um verðbólgu ársins, eftir því sem kröfugerð launþegasamtakanna skýrist. Samkvæmt „þumalfingursreglu" ætti helm- ingur kauphækkana að koma fram í verðhækkunum og einnig helmingur gengisfellinga, sem kauphækkanir valda. Vísbending gerir þó ráð fyrir, að áhrif kauphækkana verði minni eins og nánar er gerð grein fyrir í greininni. Ef kaup hækkar í ár um 5 prósent, verður verðbólgan á árinu að líkind- um 7-8 prósent. Þetta mundi gerast, ef kaupkröfur, sem ASÍ gerir nú, næðu fram aö ganga. Alþýðusam- bandið vill að vísu fremur, að kjara- bætur fælust í öðru, svo að kaupið hækkaði Utið. En þar er á brattann að sækja og ólíklegt, að ríkisstjórnin bakki með sína stefnu eins og ASÍ vill. Þá mundi áherzlan verða á hækkun kaupgjalds til að vega upp kaupmáttarrýmun síðustu mánaöa, að sögn ASÍ. Vel að merkja spáir Þjóðhagsstofn- un 4 prósenta verðbólgu á árinu, þótt kaupið hækkaði aUs ekki neitt. Þegar við metum svo, hver yrðu áhrif þess, að kaupið hækkaði um fimm prósent, notum við „þumalfmgurs- reglu“ ýmissa hagfræðinga um þess- ar mundir. Þar er reiknað með, að helmingur 5 prósenta kauphækkun- ar færu út í verðlagið, eða sem svar- ar 2,5 prósenta verðhækkunum. Síð- an virðist nokkuð gefið, að gengi krónunnar stæðist ekki, ef kaupið hækkaði almennt um 5 prósent. Ef við gerum þá ráð fyrir tveggja pró- senta gengisfellingu, mætti reikna með, að helmingur hennar færi út í verðlagiö - eða sem svarar eins pró- sents verðhækkun. Þá erum við komin með alls 7,5 prósenta verð- bólgu á árinu sem afleiðingur kaup- hækkunarinnar og gengisfellingar- innar eins og rakið hefur verið. Þetta byggist auðvitað á þeirri áætlun, að verðbólgan yrði 4 prósent jafnvel þótt kaupið hækkaði ekki. Að sjálfsögðu er ekki hægt að gera ráð fyrir að kaupið hækkaði alveg eins mikið og ASÍ krefst þegar á hólminn er komið. Sjónarhom Verðbólgan yrði þá eitthvað minni. Kröfugerð Alþýðusambandsins miöast við að fá út kaupmátt eins og var eftir samningana í maí í fyrra. ASÍ-menn segja, að aðgerðir ríkis- stjómarinnar í haust hafi leitt til 5 prósenta skerðingar kaupmáttar nú þegar. ASÍ gerir ýmsar kröfur um breyt- ingar á sköttum, aðgerðir í atvinnu- málum og endurskoðun aðgerða rík- isstjómar í heilbrigðismálum og fleira, sem verði metið til kjarabóta. En náist slikt ekki fram, verður áherzlan lögð á kauphækkun. BSRB gerir öllu hærri kaupkröfur en ASÍ, eða 5 prósent strax og tvö prósent síðar. 3-5 prósent raunhæft? Tímaritið Vísbending gerir verð- bólguspá, sem tekur nokkurt mið af kaupkröfum Kennarasambandsins, sem vora komnar fram áður en síð- asta hefti kom út. Kennarasamband- ið vill 7 prósenta aukningu kaup- máttar. Tímaritiö metur svo sérkröf- ur sambandsins sem ígildi 2 prósenta kauphækkunar til viðbótar. Vísbending reiknar ekki með, að verðbólguáhrif kauphækkunar verði jafnmikil og reiknað var með hér að framan á grundvelli þumalfmgurs- reglu. Tímaritið telur, að breytingar á gengi og kaupi séu nú lengur að koma fram í verðlagi en áður hafi verið. Spá tímaritsins er sú, að verðbólg- an á árinu verði á bilinu 3-5 prósent. Aðferð Vísbendingar við verð- bólguútreikninginn er ný á nálinni og stuðzt við nýtt líkan, sem dr. Helgi Tómasson tölfræðingur Kefur búið til. Spámar ráðast af horfum um þró- un kaups, erlends verðlags og gengis á næstunni. Hér er birtur á grafi útreikningur tímaritsins á afleiðingum þess á verðlag, ef kauphækkun yrði 3,5 pró- sent 1. maí, 2 prósent í ágúst og 1 prósent í nóvember og síðan leiddi það til 3 prósenta gengisfellingar. Þetta kallar Vísbending „háspá“ og er reiknað með meiri hækkun kaups en telja má líklegt, eftir að kröfur eru komnar fram. Vísbending birtir einnig lægri spár. Niðurstöður Vís- bendingar em, þegar allt hefur verið tekiö til greina, að almenningur geti í ár af raunsæi búizt við 3-5 prósenta verðbólgu. Vantar þig notaöan bfl á góðu verði? Bflaumboðið hf. KRÓKHÁLS11 - REYKJAVÍK - SÍMI 686633 HONDA CIVIC 1990, ek. 35 þús. km, staðgreiðsluv. 750.000. CHEROKEE 1988, staðgreiðsluv. 1.490.000, tilboðsverð 1.350.000. MAZDA 626 1986, staðgreiðsluv. 420.000, tilboðsverð 320.000. BMW 518i 1991, ek. 30 þús. km, staðgreiðsluv. 1.800.000. MMC PAJERO 1987, dísil, staðgreiðsluv. 870.000. RENAULT21 NEVADA 1991, ek. 58 þús. km, staðgreiðsluv. 1.300.000. PEUGEOT 309 1988, staðgreiðsluv. 540.000, tilboðsverð 460.000. RENAULT11 1989, staðgreiðsluv. 500.000, ■ tilboðsverð 425.000. AMC JEEP 1988, ek. 60 þús. km, stað- greiðsluv. 1.150.000, tilboðsv. 1.000.000. Allir bílar afgreiddir með útvarpi og á snjódekkjum Fjöldi bíla á tilboðsverði! Engin útborgun -Visa og Euro raðgreiðslur TEGUND ÁRGERÐ STAÐGR. TILBOÐS VERÐ VERÐ Tilboðslisti Árg. Stgrv. Tilboðsv. OPELKADETT 1985 280.000 240.000 RENAULT EXPRESS 1988 470.000 420.000 TOYOTA COROLLA 1987 420.000 370.000 VWGOLF 1987 590.000 520.000 MMCGALANT 1985 410.000 360.000 SUZUKI FOX 1982 390.000 340.000 DODGE ARIES 1989 710.000 630.000 VWJETTA 1986 460.000 380.000 FORD ESCORTXR3Í 1984 410.000 350.000 BMW316 1987 650.000 590.000 Skuldabréf til allt að 36 mánaða Beinn sími í söludeild notaðra bíla er 676833 Opið: Virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 13-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.