Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR11. FEBRÚAR1993 3 Fréttir Herinn semur við bandarískt fyrirtæki um ódýrari símtöl Bandaríski herinn á íslandi hefur haft milligöngu um það að tryggja hermönnum sínum ódýrari símtöl til Bandaríkjanna. Samningur hefur verið gerður við bandaríska síma- miðlunarfyrirtækið MCI sem tryggir hermönnunum 10 mínútna símtal Lömbin liffðu enærin drapst Guðfinnui Finnbogason, DV, Hólmavflc í hretviðrum þeim sem yfir landið hafa gengið undanfama mánuði má það undmn sæta að sauðfé og það lömb skuli hafa haldið lífi í þeim veðragangi öllum. Fyrir nokkrum dögum fundust tvö lömb útigengin skammt frá bænum Hrófbergi í Hólmavíkurhreppi. Hér var um að ræða hrútlömb sam- maeðra frá bænum Hafnardal í Norð- ur-ísafjarðarsýslu. Ærin, móðir þeirra, virðist hins vegar ekki hafa lifað hrakningana af. Að sögn Halldórs Halldórssonar, bónda á Hrófbergi, em lömbin frísk á fæti og furðanlega vel á sig komin. Hann er búinn að kenna þeim að nærast við jötu og gera þau fær til heimferðar. ólöglegar hreindýra- veiðar Lögreglan á Fáskrúðsfirði handtók í byijun Vikunnar tvo menn frá Djúpavogi fyrir ólöglegar veiðar á hreindýrum. Mennimir skutu tvö dýr í Hamars- firði í síðustu viku og höfðu gert sér mat úr hluta fengsins þegar lögregl- an blandaði sér í málið. Kjötið var gert upptækt og verður því væntan- lega eytt. Að sögn lögreglunnar er máhð að fullu upplýst. Veiðimennirnir gætu hins vegar átt von á milljóna sekt fyrirtiltækið. -kaa Lýst eftir vitnum: Rangar upp- lýsingar undir þurrkunni Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð mihi klukkan hálfþrjú og fiögur fimmtu- daginn 28. janúar við bílastæðin hjá Hahveigarstöðum þegar ekið var á mannlausan bíl. Bílhnn er af tegundinni Mitsubishi Lancer, árgerð 1991, vínrauður að ht. Sá sem tjóninu olli skhdi eftir miða undir þurrkunni á bOnum en þar koma fram rangar upplýsingar. Lögreglan telur að einhver hafi séð áreksturinn og tjónvaldurinn hafi þar af leiðandi skrifað á miða og skO- ið eftir. Ef einhver getur gefið upplýsingar um atburðinn er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lög- reglu. -ból fyrir 1.000 krónur. Samkvæmt verðskrá Pósts og síma kostar á bihnu 68 krónur tO 123 krón- ur á mínútu að hringja til Bandaríkj- anna. Sé hringt að degi tO gegnum tal- sambandsmiðstöð kostar 10 mínútna samtal um 1.230 krónur. Ódýrast er hins vegar beint val að næturlagi, en þá kostar 10 mínútna símtal um 680 krónur. Að sögn Friðþórs Eydal, upplýs- ingafuhtrúa hersins, er hér einungis um einkasímtöl að ræða enda hefur herinn yfir að ráöa eigin símkerfi. Milhganga hersins á sér þá skýringu að yfirvöld reyni að tryggja starfs- mönnum sínum sambærileg kjör og á almennum vinnumarkaði. Launin séu þó almennt lægri en á móti vegi ýmis hlunnindi. Ahs eru um 6 þúsund Bandaríkja- menn hér á landi í tengslum við her- inn, þar af um 3.000 hermenn. Árleg útgjöld hersins tO Pósts og síma vegna leigu á símstöð, viðhalds og fleira nema tugum miOjóna króna. -kaa VIÐ HJfl LOÐWgs SMYBJUIVI K,; __________ Á ALLT NEMA REIKNINGANA Sérstakt viku tilboð á þvotti bóni og undirvagnsþvotti í þvottastöðinni Löðri. FYRIR HflDEGI KR- 69 3 EFTIR HflDEGI KR- 790 í NÝRRI0G GLÆSILEGRI SHELL SMURSTÖÐ VIÐ VESTURVÖR 6, KÓPAV0GI SÍMI64 36 60 ...já við hjá Löðri höfum bætt um betur og tekið í notkun nýja Shell smurstöð með frábærri aðstöðu, jafnt fyrir viðskiptavini sem bfla. Hjá Löðri er jafnan góð og greið aðkoma, næg bflastæði rjúkandi kaffi og gott afdrep á meðan beðið er eftir bflnum. Á opnum M púslþjóMU, sérstaka olíuúöun á undirvagn •I________ \ og hjólbarÖaverkstœÖi. Við hlökkum til að sjá þig ...og bílinn þinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.