Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR-11. FEBRÚAR 1993. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Færeyjaundrið upplýst Þótt orsakir færeyska hrunsins séu svipaöar erfiö- leikum íslands, er mikill þyngdarmunur sjáanlegur. Færeyingar hafa gengiö miklu hraöar og lengra í glötun- arátt. Þar skuldar hvert mannsbarn sem svarar 1,8 milljón íslenzkum krónum, en hér 0,9 milljónir. Mestu munar, að tíu ára Qárfestingaræði rann á Færeyinga, en stórsjóöa-ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar var aöeins viö völd í þrjú ár. Hún kom aö vísu upp kerfi atvinnutryggingarsjóða aö færeyskum hætti, en haföi ekki tíma til aö ganga eins langt. Þótt núverandi ríkisstjórn Islands sé gallagripur, hefur hún sér til málsbóta, aö hún hefur vikiö okkur af færeysku leiðinni og stefnir í aðrar áttir. Það mun henni takast í þeim mæli, sem henni tekst aö koma í veg fyrir skuldaaukningu upp úr 0,9 milljónum á mann. Færeyska hruniö er afar lærdómríkt fyrir okkur. Við sjáum þar afleiðingar ýmissa gæluhugmynda, sem löng- um hafa tröllriðið okkur, einkum framsóknarmönnum helztu íslenzku Framsóknarflokkanna, hvaöa nafni sem þeir nefnast. Við eigum nú að geta varaö okkur á þeim. Byggðastefna er alfa og ómega færeyska hrunsins. Byggðastefna í ótal myndum var forsenda vandræö- anna, sem hrifsuöu sjálfstæðið úr höndum Færeyinga. Frægustu dæmin eru jarögöng, jafnvel fyrir 25 manna byggö og allt niður í jarðgöng fyrir sauðfé. Sumir muna, hversu hrifnir Steingrímur Sigfússon, jarðgangaráöherra Steingríms Hermannssonar, og þús- undir annarra íslenzkra framsóknarmanna voru af framtaki Færeyinga á þessu sviði. Þeir sögöu, að við hlytum að geta þetta, úr því að Færeyingar gætu það. Hafnir voru smíðaðar og fiskvinnslustöðvar reistar fyrir hverja byggð í Færeyjum, jafnvel þótt 400 manns byggju á öðrum staðnum, 600 manns á hinum og sjö kílómetra malbiksbraut væri á milli. Smábyggðastefna okkar var barnaleikur í samanburði við þá færeysku. Við megum samt ekki gleyma, að við höfum lengi rekið þessa sömu stefnu, en bara ekki haft ráð á að reka hana eins hart og Færeyingar gerðu í skjóli danskra peninga. Við erum enn haldin þeim órum, að frysta eigi byggð, ekki leyfa neina umtalsverða röskun hennar. Ekki eru mörg ár síðan framsóknarmenn allra ís- lenzku Framsóknarflokkanna töluðu og skrifuðu um færeyska undrið. Þar var þjóð með reisn, sem hafði kjark til að leggja fé í að byggja upp samgöngur og at- vinnulíf um allt land. Færeyjar voru draumalandið. Færeyingar gátu greitt tvöfalt verð fyrir afla upp úr sjó og gátu greitt fólki tvöföld laun, þótt þeir seldu á vegum íslenzkra útflutningssamtaka. Þeir bjuggu við helmings vöruverð og helmings skatta á við íslendinga. Af hverju getum við þetta ekki? spurðu menn. Nú er skýringin komin í ljós. Færeyingar liíðu ekki bara um efni fram eins og Islendingar, heldur lifðu í samfelldri veizlu. Meðan íslendingar misstu aldrei alveg sambandið við veruleikann, lifðu Færeyingar algerlega utan hans, ekki sízt helztu póhtíkusar eyjanna. Á sama tíma og Halldór Asgrímsson, þáverandi sjáv- arútvegsráðherra okkar, tók mikið mark á fiskifræðing- um, tóku færeyskir ráðherrar alls ekkert mark á nein- um aðvörunum um ofveiði. Þeir hafa allan þennan tíma venð ríflega steingrímskir í stórhug og bjartsýni. Ógæfa Færeyinga verður vafalaust til þess að fæla íslenzka stjómmálamenn frá taumlausri byggðastefnu, stórhug og bjartsýni. Eins dauði er annars brauð. Jónas Kristjánsson ...samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar eru handhafar Ijöggjafarvalds tveir, Alþingi og forseti, og báðir sækja umboð til þjóðarinnar." Um stjómskipimarstöðu forseta íslands: Föst sljómskip- unarhefð í staksteinum Morgunblaðsins 13. janúar er haft eftir Bjarna Bene- diktssyni að synjunarákvæði 26. gr. stjómarskrárinnar sé einungis ör- yggisákvæði sem eigi ekki að beita þar sem þingræði sé viðhaft. Stað- festing þjóðhöfðingjans sé einungis formlegs eðhs, enda ekki kunnugt um að „forseta hafi nokkm sinni komið til hugar að stofna til þess glundroða, sem af því mundi leiða, ef hann ætlaði að hindra Alþingi í löggjafarstarfi þess.“ Andstætt þingræði Ef ekki á að beita ákvæði 26. gr. vegna þess að það samrýmist ekki þingræði hljóta menn að spyrja: hvers vegna var það þá sett 1 stjórn- arskrá? Konungur hafði neitunar- vald, en ekki beitt því hér á landi eftir fullveldi 1918. Samkvæmt stjómskipunarlögum nr. 97/1942 var óheimilt að gera aðrar breytingar á stjómarskránni en þær sem leiddu af sambandsslit- um við Danmörku. Ef sú stjóm- skipunarvenja taldist gilda að kon- ungur beitti ekki þessu formlega valdi og synjunarvald forseta sam- rýmdist ekki þingræði, hefði verið sjálfsagt að staðfesta þessa venju í lýðveldisstjómarskránni og hafna allri hlutdeild forseta í lagasetn- ingu. En það var ekki gert og það hlýtur að hafa einhveija merkingu. Staðfesting formlegs eðlis Vel má vera að í þingræðislandi sé staðfesting konungs einvörð- ungu formlegs eöhs. En um forseta, sem kosinn er almennri kosningu, hlýtur aht annað að gilda. Konung- ar öðlast nú konungdóm sinn víð- ast hvar fyrir erfðir og sækja því ekki vald beint tíl þjóðarinnar. Kjallarinn Sigurður Líndal prófessor Söguieg hefð kann hins vegar að réttlæta slíka skipan mála. Um for- seta, sem kosinn er almennri kosn- ingu, hlýtur aht annað að ghda og þetta virðist mönnum hafa verið ljóst þegar 26. gr. var lögfest, enda meira um hana rætt en nokkra aðra grein stjómarskrárinnar. Að hindra Alþingi Þegar rætt er um að hindra Al- þingi í störfum verður að hafa í huga að samkvæmt 2. gr. stjórnar- skrárinnar em handhafar löggjaf- arvalds tveir, Alþingi og forseti, og báðir sækja umboð til þjóðarinnar. í 26. gr. er ekki gert ráö fyrir að forseti hindri Alþingi í störfum, heldur þjóðin sjálf - umbjóðandi beggja. Venjuhelguð staða forseta í yfirlýsingunni frá 13. janúar leggur forseti áherslu á sameining- arþátt embættisins og minnir á að enginn forseti hafi gripið fram fyrir hendur lýðræðislega kjörnu Ai- þingi sem tekið hafi ákvarðanir sínar með lögmætum hætti. Þessar hefðir og venjur vilji hún virða. Ljóst er að hér er ahs ekki skírskot- að th neinnar bindandi stjórnskip- unarvenju - þá væri borin fyrir venja sem forseta væri skylt að virða - heldur venju sem forseti telur í þessu tilfelli ekki rétt að víkja frá. Langa, stöðuga, ótvíræða og óumdeilda venju þarf th að þoka skýru stjórnarskrárákvæði. Áskoranir til forseta fyrr og síðar sýna að þessi heimild forseta er lif- andi veruleiki í réttarvitund manna. SigurðurLíndal „Vel má vera að 1 þingræðislandi sé staðfesting konungs einvörðungu formlegs eðlis. En um forseta, sem kos- inn er almennri kosningu, hlýtur allt annað að gilda.“ Skodanir annarra Óviðráðanlegar lánasúpur „Samdráttur, minnkandi tekjur einstakhnga og atvinnuleysi veldur því að lánasúpur heimha veröa óviðráðarhegar. Verðtrygging samfara hávöxtum gerir máhn enn erfiðari viðureignar, enda er sú krafa uppi að úr verði bætt án tafar. Jafnframt mættu bæði lánastofnanir og einstakhngar athuga betur vaxtabyrði og greiðslugetu í upphafi viðskipta en nú er gert.“ Úr forystugrein Tímans 10. febr. Algildeða af stæð siðferðismörk „íslensk stjómvöld komast ekki hjá því að taka á máh Edvalds Miksons. Þau geta m.a. gert það með því að skipa nefnd dómara og sagnfræðinga sem tæki á efnisþáttum málsins, aflaði sér gagna og upp- lýsinga og legði á þær sjáífstætt mat... Þegar allt kemur th ahs snýst mál Edvalds Miksons kannski ekki um sekt hans eða sakleysi, heldur um það hvort viö íslendingar gerum sömu siðferðiskröfur th okkar sjálfra og annarra. Hvort ákveðin siðferðismörk eða viðmiðanir eru algild eða afstæð.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingkona Kvennahstans í Mbl. 10. febr. Rekstur grunnskólans „Vissulega ynnist margt með því að fela sveitarfé- lögunum umsjón og rekstur gi;unnskólans, enda mat margra að sveitarfélögunum muni farast þaö betur úr hendi en ríkisvaldinu. Sveitarfélögin og stjórn- endur þeirra eru í miklu meiri nálægð við nemendur og foreldra en miðstýrt ríkisapparat með höfuðstöðv- ar sínar í Reykjavík. Auk þess er fyrirsjáanlegt að grunnskólinn mun á næstu árum tengjast í auknum mæh beint ýmsum þeim þáttum sem eru á verksviði sveitarfélaganna. “ Úr forystugrein Alþbl. 10. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.