Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993. Fréttir Breytingar innan ríkisstjómarinnar: Óvíst hvort hrókerað verður langt eða stutt Jón Sigurðsson, Ólafur G. Einarsson og Eiður Guðnason. Hætta þeir ráðherradómi? Geir H. Haarde, Bjöm Bjarnason, Karl Steinar, Össur Skarphéðinsson og Rannveig Guðmundsdóttir. Hver þeirra setjast í ráðherrastóla í sumar? Þeir Davíö Oddsson forsætisráð- herra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra lýstu því yfir þegar núverandi ríkisstjóm var mynduð að til greina kæmi á miðju kjörtímabili að gera breytingar á ráðherraliði flokkanna og eða að ráðherrar skiptu um embætti. í ræðu í fyrrakvöld ítrekaði Davið Oddsson þetta. Hann viðraði einnig hugmynd um fækkun þingmanna og ráöherra. Fækkun þingmanna er ekki inni í myndinni nú enda þarf tvö þing tÚ að samþykkja breytingar á kosningalögunum. Hins vegar geta Davíð og Jón Bald- vin fækkað ráðherrum þegar í staö ef þingflokkar þeirra samþykkja það. Svo mikil andstaða er gegn því innan þingflokks Sjálfstæðis- Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson flokksins og raunar Alþýðuflokks- ins líka að ólíklegt veröur að telja að slíkt gerist nú. Kratar vilja breytingar Alþýðuflokksmenn vilja breyt- ingar á ráðherraliði sínu og alla vega að ráðherrar skipti um ráðu- neyti. Jón Baldvin hefur veriö gagn- rýndur fyrir að sinna flokknum ekki nógu vel sem utanríkisráð- herra vegna fjarvista. Þess vegna hefur verið ýtt á hann að taka ann- að ráðherraembætti. Þeir sem best þekkja til, og DV hefur rætt við, fullyi’ða að Jón Baldvin muni ekki hætta sem utan- ríkisráðherra á þessu kjörtímabili. Hann vill vera í því embætti þegar EES-samningurinn tekur gildi. Ólíklegt er að þaö verði fyrr en um næstu áramót eöa jafnvel á næsta ári. Þá tekur þvi ekki fyrir hann að skipta enda aðeins rúmt ár til kosninga. Ef hins vegar kæmi til þess að hann skipti er fullyrt að hann hefði ekkert á móti mennta- málaráðuneytinu. Jón Sigurðsson í Seðlabankann Enda þótt Jón Sigurðsson iðnað- arráðherra hefði viljað sitja út þetta kjörtímabil og leika millileik með bankastjórastöðuna i Seðla- bankanum, mun millileikur verða honum erfiður eða útilokaður. All- ir kratar, sem DV hefur rætt við, fullyrða því að Jón muni taka við bankastjórastöðunni í sumar þegar Jóhannes Nordal hættir. Þar meö losnar ráðherrastóll hjá krötum. Samkvæmt heimildum DV er Karl Steinar Guðnason öruggur um að fá fyrsta ráðherrastólinn sem losnar hjá krötum ef hann vill hann. Þaö er hins vegar ekki víst aö Karl velji ráðherrastól. Honum stendur til boða, ef hann vill, for- stjórastaða Tryggingastofnunar ríkisins á árinu. Karl hefur hvorki viljað játa því né neita að hann taki þá stöðu. Hættir Eiður? Þá er það einnig fullyrt að Eiður Guðnason umhverfisráðherra hafi ekkert á móti því að hætta afskipt- um af pólitík og gerast sendiherra. Fjórar slikar stöður munu vera á lausu í ár. Þar af tvær álitlegar, í París og New York. Fari svo að Eiður láti verða af þessu eru tvö ráðherraembætti laus hjá krötum. Ef Karl Steinar tekur ráðherra- stól verður það heilbrigðis- og tryggjngaráðuneytið. Nær víst er talið að Sighvatur Björgvinsson skipti um ráðuneyti. Hann hefur aflaö sér svo mikilla óvinsælda með niðurskuröi velferðarkerfis- ins að krata telja nauðsynlegt að að hann taki friðsamara ráðimeyti. Sighvatur mun sjálfur hafa áhuga fyrir viðskipta- og iðnaðarráðu- neytinu ef hann skiptir. Talið er aö slagurinn um lúnn ráðherrastólinn, í umhverfisráðu- neytinu, ef hann losnar, muni standa á milli Össurar Skarphéð- inssonar, formanns þingflokksins, og Rannveigar Guðmundsdóttur. Sumir segja að Guðmundur Árni Stefánsson, sem kemur inn á þing þegar Jón Sigurðsson hættir, muni blanda sér í þann slag. Það sé úti- lokað fyrir krata að vera meö þá bræður báða, Gunnlaug og Guð- mund Áma, sem óbreytta þing- menn vegna andstöðu þeirra við núverandi stjómarstefnu. í því sambandi er bent á að formanns- staöa í fiárlaganefnd losni ef Karl Steinar veröur ráöherra eða for- stjóri Tryggingastofnunar. Sá sem er formaður þeirrar nefndar stund- ar ekki stjómarandstöðu. Þyngra fyrir hjá sjálfstæðismönnum Allar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins eru erfiðari en hjá krötum. Þær mæta andstöðu í þingflokknum. Þar spila inn í átök- in milli Davíðs Oddssonar og Þor- steins Pálssonar. Davdð Oddsson leggur aftur á móti áherslu á að fá Bjöm Bjamason í ríkisstjómina. Hann nýtur þá tæplega stuðnings til þess innan þingflokksins. Geir H. Haarde, formaður þingflokks- ins, gæti orðiö málamiðlun ef skipt verður um ráðherra hjá Sjálfstæð- isflokknum. Hann hefur áunniö sér vdrðingu sem þingflokksformaður. Hinu má svo ekki gleyma að ef Ólafur G. hættir telja Reyknesing- ar sig eiga embættið. Um það gætu því orðiö átök. Annars em flestir kallaöir en fáir útvaldir í ráðherra- embætti hjá þingflokki Sjálfstæðis- flokksins og því hætta á átökum. Ef skipt verður út hjá sjálfstæðis- mönnum er talið aö Olafur G. Ein- arsson geti hugsað sér aö hætta i pólitík og stæði þá til boða sendi- herraembætti ef hann vildi. Langhrókering Ef til langrar hrókeringar irinan ríkisstjómarinnar kæmi, sem eins og áður segir er talið ólíklegt, hafa margir nefnt eftirfarandi. Ólafur G. Einarsson, Eiöur Guðnason og Jón Sigurðsson hætta. Jón Baldvdn tæki vdð menntamálunum. Friörik Sophusson yrði utanríkisráðherra og Sighvatur Björgvdnsson fiár- málaráðherra. Geir H. Haarde vdö- skipta- og iðnaöarráðherra, Karl Steinar eða Rannveig Guömunds- dóttir heilbrigöis- og tryggingaráð- herra, eftir því hvaö Karl gerir, og Össur Skarphéðinsson umhverfis- ráðherra. Taki Karl hins vegar ráð- herrastól muni Rannveig takast á vdö Össur um umhverfismálaráðu- neytiö. í dag mælir Dagfari Mennt er ekki máttur Fyrir nokkrum áratugum var það einungis lítið hlutfall af æskufólki sem tók stúdentspróf. Enn færri gengu háskólaveginn. Segja má að það hafi verið með höppum og glöppum að ungt fólk hafi nennt að leggja á sig skólanám nema þá til að ljúka skyldunáminu enda var nóg að gera fyrir fámenna íslenska þjóö úti á vdnnumarkaönum. Forsvarsmenn mennta og vdsinda töldu skaölegt hversu fáir luku háskólaprófum og stjómmála- menn öpuðu þessar kenningar upp eftir fræðimönnunum og allir lögð- ust loksins á eitt um að breyta skólakerfinu og draga nemendur í gegnum þetta kerfi, nauðuga vdlj- uga. Til að leggja áherslu á ágæti náms fram á fertugsaldurinn var Lána- sjóöur íslenskra námsmanna efld- ur og þjóðin kyijaði í sameiningu kjörorðið: mennt er máttur. Heilu kynslóðimar gerðu það að ævi- starfi sínu að menntast og þessi menntim er raunar orðin svo fyrir- ferðarmikil að það er ekki fyrr en á miðjum aldri eða þaðan af síðar sem íslendingar hafa nú orðið tíma til að nýta sér menntunina. Svo fór að það þótti engiim maður með mönnum nema sifia á skóla- bekk fram á fullorðinsár og ljúka stúdnetsprófi. Meðan þeir þóttu undarlegir sérvdtringar sem nenntu langskólanámi hér áður fyrr þykja það nú undarlegir sér- vdtringar sem ekki ljúka stúdents- prófi. Varla þarf aö minna á þá stað- reynd að íslendingum vegnaði vel meðan þeir höfðu vdt á þvd að stilla náminu í hóf. íslendingum vegnaði best þegar þeir gáfu sér tíma til að fá sér vdnnu og afla sér tekna og leggja sitt af mörkum til tekjuöfl- unar. Menntunarfáriö hefur hins vegar haft þær afleiðingar hér á landi að á siðustu árum hefur lagst kreppa yfir þjóðina sem er orðin vdðvar- andi. Það helst sem sagt í hendur að mennfim þjóðarinnar hefur aukist og þjóðartekjumar minnk- að. Eftir því sem íslendingar hafa lært meira vdta þeir minna. Eftir því sem námið lengist er máttur menntunarinnar minni. Böl menntunarinnar birtist okk- ur í ýmsum myndum. Lánasjóður íslenskra námsmanna er fyrir löngu kominn í þrot og sjóðurinn ræður ekkert vdð milljarða útborg- anir og milljóna skuldir. Náms- mennimir sjálfir ráða heldur ekki vdð greiðslumar þegar greiða þarf lánin til baka, vegna þess að námið hefur staðið svo lengi að þeir hafa ekki efni á því að hætta því. Námsfólkið fær þar að auki enga vdnnu vdö sitt hæfi og hér er allt að fyllast af atvdnnulausu lang- skólafólki sem þjóðin og þjóðarbúið hefur enga þörf fyrir. Skólamenn era að komast að þeirri niöurstöðu að námið hafi verið byggt vitlaust upp og stúdentspróf sé til einskis gagns og nú gengur maður undir manns hönd að breyta framhald- skólastiginu til að forða ungmenn- unum frá þeim voða að leggja á sig stúdentspróf. Háskóhnn er í þann mund að herða reglur um inn- göngu til að bjarga skólanum frá örtröö námsmanna sem ekkert er- indi eiga í skólann. Viðfangsefni menntamálaráðuneytisins em fyrst og fremst í því fólgin að bægja ungu fólki frá menntabrautinni! Mennt er máttur, sögðu menn. Eldri kynslóðirnar héldu að þær væru að missa af einhveiju ef þær komust ekki í skóla. Hinir vísu menn héldu að nám og þekking væri forsenda fyrir framforum hér á landi. Stúdentsprófin vora upp- haf og endir allrar lífsbaráttu og því meir sem fólk lærði þvd betur væri það undir lífið búið. Við sjáum það svart á hvítu hvað hæft er í þessu. íslendingar em að dragst aftur úr. Þjóðin kann ekki fótum sínum forráð og allir fræö- ingar og háskólamenn, sem kerfiö hefur sankað að sér, kunna engin ráð vdð vanda þjóðarinnar né held- ur sínum eigin vanda. Þjóðin er ráðlaus og dáðlaus. Reynslan sýnir aö menntun hefur orðið okkur dýrkeypt. Það var mik- iö ógæfurspor þegar Háskóli ís- lands var stofnsettur og ekkert hef- ur komið sér 'verr fyrir mörland- ann heldur en stúdentsprófið. Hag- sæld þjóðarinnar hefur verið í öfugu hlutfalli vdð stúdentana. Hér hefur allt farið norður og niöur eft- ir að þjóðin tók upp á þeim mis- skilningi að ganga menntaveginn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.