Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993. 45 My Fair Lady. MyFair Lady My Fair Lady íjallar um óhefl- aða og illa talandi alþýðustúlku, Elísu Doolitle sem málvísinda- prófessorinn Henry Higgins hirð- ir upp af götunni. Hann veðjar við kunningja sinn að hann geti gert úr henni hefðarkonu á ör- skömmum tíma. Að sjálfsögðu trúir Higgins því að hann geti kennt Elísu heldri manna siði en Elísa er ekki öll þar sem hún er séð og von bráðar hefur hún rót- að heldur betur upp í tilveru Leikhús þessa forherta piparsveins. Söngleikurinn byggist á leikrit- inu Pygmalion eftir Bemard Shaw. Hann var áður sýndur í Þjóðleikhúsinu fyrir þremur ára- tugum viö fádæma vinsældir og einnig á Akureyri á síðasta ára- tug. Með helstu hlutverk fara Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir, Jó- hann Sigurðarson, Pálmi Gests- son, Bergþór Pálsson, Helga Bachmann, Sigurður Sigiujóns- son, Öm Ámason, Þóra Friðriks- dóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson. Sýningar í kvöld My Fair Lady. Þjóðleikhúsið. Stræti. Þjóðleikhúsið. Ronja ræningjadóttir. Borgar- leikhúsið. Sophia Loren. Sophia Loren Systir kynbombunnar Sophiu Loren giftist syni einræðisherr- ans Mussólinis. Blessuð veröldin Timburmenn Málmar eru hernaðarlega mik- ilvægir og því voru óskarsverð- launastytturnar gerðar úr timbri í síðari heimsstyrjöldinni. Frumlegt sjálfsmorð í Kína til foma frömdu menn sjálfsmorð með því að gleypa eitt kíló af salti. Táfýla Hundar svitna í gegnum þófana á fótunum. OO Færðá vegum Víða er mikil hálka. í morgun var ófært á nokkrum leiðum og má þar nefna Eyrarfjall, Breiödalsheiöi, Umferðin Mývatnsöræfl, Möðmdalsöræfi, Vopnafjarðarheiði, Gjábakkaveg, frá Kollafirði í Flókalund, Dynjandis- heiði, Hrafnseyrarheiöi, Lágheiði, Öxarfjarðarheiði og Mjóafjarðar- heiði. Stykkishóli Reykjavík g] Hálka og snjór fj] Þungfært án fyrirstöðu [^l Hálka og [/] Ófært skafrenningur ★ Pólstiaman DREKINN PERSEIFUR 1 EÐLAN IDV Kassíópeia hin fagra Stjömumerkið Kassíópeia er auö- velt að sjá þar sem stærstu stjömur þess forma stafinn W á himninum, því sem næst í hvirfilpunkti yfir Stjömumar Reykjavík. í grísku goðafræðinni var Kassíó- peia dóttir Kefeifs, konungs í Eþíóp- íu. í áheym 50 sjávardísa, gortaði Kassíópeia yfir því að hár hennar veri fegmra en allra sjávardísa. Þær kvörtuðu við sjávarguðinn Neptúnus sem setti sjávarskrímsli mikið úti fyrir stöndum sem lokaði landið af og magnaði jafnframt miklar flóð- bylgjur á landið. Þessum hörmung- um mátti aðeins linna með því aö fóma Kassíópeiu. Það var gert en áður en illa færi bjargaði Perseifur henni og frelsaði jafnframt Eþíópíu. Á kortið er merkt Nova Tychp Bra- hes sem er í rós Kassíópeiu. í nóv- ember 1572 leiftraði þessi súper- stjama og var sjáanleg með bemm augum allt til marsmánaðar 1573. Hún var kennt við danska stjömu- fræðinginn Tycho Brahe og var 300 miljjón sinnum ljósmeiri en sólin okkar! Sólarlag í Reykjavík: 17.50. Sólarupprás ó morgun: 9.30. Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.50. Árdegisflóð á morgun: 10.10. Lágfjara er 6-6 'A stundu eftir háflóð. Þriðjd barn Pals og Herdísar Herdís Danivalsdóttir og Páll bam á Landspítalanum þann Valdimarsson eignuðust sitt þriðja þriöja febrúar. Við fæðingu var _________________ stúlkan3380grömmogum52sentí- Bam dagsins metrar Frank Lacy hingað til lands 1991 til þess að leika og syngja á geisla- disknum Islandsför eða Journey to Iceland. Frank Lacy er fjölhæfur tónlist- armaður og þótt básúnan sé hans aðalhljóðfæri er hann meira en lið- tækur á fluegelhom og franskt hom og hefur einnig simgið, bæði á eigjn plötum og annarra. Hann þykir jafhvígur á hefðbundinn djass sem framúrstefnukenndari tónlist. Frank Lacy þykir einn af efiúleg- ustu básúnuleikurum í djassinum í dag og hefur á síðustu árum veriö skammt undan toppnum í gagn- rýnendakosningum bandariska tónlistarblaðsins Downbeat, þar sem valinn hefur verið sá básúnu- leikari sem mesta athygli ætti skil- ið. Hann þykir hafa stóran og mik- inn tón og sterka blústilfinningu og er einn af eftirsóttustu básúnu- leikurum f djassheimi New York borgar. í kvöld Bandaríski básúnuleikarinn Frank Lacy heldur tónleika á Sólon íslandus í kvöld klukkan 21. Með honum leika Eyþór Gunnarsson píanóieikari, trymbiliinn Matthías Hemstock og bassaleikarinn Tóm- as R. Einarsson en Daniel Day Lewis í Síðasta móhíkananum. Síðasti móhíkaninn Regnboginn hefur um nokkurt skeið sýnt myndina Síðasta mó- híkanann með Daniel Day Lewis Bíóíkvöld í aðalhlutverki. Myndin er með þeim dýrari sem framleiddar hafa verið og ber þess augljóslega merki. Hún gerist á fyrstu árum frumbyggja í Vesturheimi og stríð nýlenduherranna, Frakka og Englendinga, er bakgrunnur myndarinnar. Þetta er fyrsta hlutverk Daniels Day Lewis lengi eða allt frá því hann lék í óskarsverðlauna- myndinni My Left Foot. Með önn- ur aðalhlutverk fara Madeleine Stowe, sem þekkt er fyrir frammistöðu sína í Stakeout og Revenge, og Steve Waddington úr Conquest of Paradise. Leik- stjóri myndarinnar er Michael Mann. Nýjar myndir Háskólabíó: Laumuspil Laugarásbíó: Rauði þráðurinn Sljörnubíó: Þrumuhjarta Regnboginn: Síðasti móhíkaninn Bíóborgin: Háskaleg kynni Bíóhöllin: 3 ninjar Saga-bíó: Á lausu Gengið Gengisskráning nr. 28.-11. feb. 1993 kl. 9.15 Einlng Kaup Sala Tollgengi Dollar 65,340 65,480 62,940 Pund 92.750 92,949 95,842 Kan. dollar 51.699 51,810 49,655 Dönsk kr. 10,3010 10,3230 10,3286 Norsk kr. 9,2855 9,3054 9,4032 Sænsk kr. 8,7310 8,7497 8,8444 5 Fi. mark 11,1138 11,1376 11,6312 Fra. franki 11,6502 11,6751 11,8064 Belg.franki 1.9089 1,9129 1,9423 Sviss.franki 42,5031 42,5942 43,4458 Holl. gyllini 35,0114 35,0864 35,5483 Þýskt mark 39,4030 39,4874 40,0127 It. líra 0,04244 0,04253 0,04261 Aust. sch. 5.6002 5,6122 5,6818 Port. escudo 0,4346 0,4355 0,4407 Spá. peseti 0,5543 0,5555 0,5616 Jap. yen 0,53860 0,53975 0,50787 Irskt pund 95,952 96,157 104,990 SDR 89,2028 89,3940 87,5055 ECU 76,6798 76,8441 77,9575 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan Lárétt: 1 sætis, 6 leit, 8 smáfiski, 9 uppljúka, 10 keröld, 11 hrædd, 13 þrek, 15 hratt, 16 afkvæmi, 18 skóli, 19 gremja, 20 nabbi, 21 leiði. Lóðrétt: 1 hirslu, 2 aldin, 3 vitlausu, 4 saur, 5 rifa, 6 fljót, 7 afa, 12 gælunafh, 14 högg, 15 bergmála, 17 gort. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 kenjar, 8 ál, 9 jöfur, 10 Ijótt, 11 má, 12 mal, 13 urta, 15 ólina, 17 óp, 19 ká, 20 vaðla, 21 sté, 22 gigt. Lóðrétt: 1 kál, 2 elja, 3 níóli, 4 jötuna, 5 aftraði, 6 rum, 7 fráa, 12 móks, 14 tólg, 16 lát, 18 pat, 20 vé.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.